Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 18
1S
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977
Tjöminnihætt þegar
Háskóiinn þurrkar
upp Vatnsmýrina
í SKÝRSLU garðyrkju-
stjðra Reykjavíkurborgar
fyrir sl. ár má sjá að kríu-
varp og æðarvarp í Tjarn-
arhólmum hefur glæðzt
mjög undanfarin ár, enda
töluverð vinna verið iögð í
að hlúa að varpi þessara
fugla, en kríuvarpið var
nær ekkert orðið 1973. 1
sumar urpu 109 kríur á
móti 77 í fyrra. I Tjarnar-
hólmunum voru 29 æðar-
hreiður og fer æðarfugli
fjölgandi. Aftur á móti
koma fuglar, sem verpa í
nálægð Tjarnarinnar, yfir-
leitt sfður upp ungum, sak-
ir stöðugs ónæðis, sem
fuglinn verður fyrir frá
umferð fólks og afrækir
þvf oft hreiðrin. Oft gerist
það þó að eggjasafnarar og
„prakkarar" steypa undan
fuglunum, segir garð-
yrkjustjóri. Koma því nær
eingöngu fuglar, sem
verpa í hólmum Tjarnar-
innar, ungum á legg. Til
dæmis koma fáar duggend-
ur og skúfendur upp ung-
um. Umferð og þétting
byggðar á Háskólasvæðinu
hefur því hættu í för með
sér, ekki aðeins fyrir fugla-
lífið, heldur líka Tjörnina
sjálfa, sem hefur aðrennsli
frá Vatnsmýrinni.
Síðan 1973 hefur Ólafur
K. Nielsen lfffræðinemi
við Háskóla fslands starfað
hjá Reykjavíkurborg við
að Ifta eftir fuglalffinu á
Tjarnarsvæðinu og
fylgjast með varpi. Hann
hefur kynnzt þessu svæði
vel og farið að velta fyrir
sér framtíð Tjarnarinnar
og fuglalífsins þar, og sam-
hengi þess við önnur svæði
í nágrenni höfuðborgar-
innar. Það er því fróðlegt
að rabba ofurlftið við hann
og heyra hans viðhorf. f
upphafi samtalsins er
spjallað um ástandið, eins
og það er núna.
— Árið 1956 og 1957 voru flutt-
ar 10 tegundir af öndum frá Mý-
vatni á Tjörnina og hafði það mik-
íl áhrif á fuglalífið á svæðinu, hóf
Ölafur útskýringar sínar. — Þess-
ir fuglar voru vængstýfðir fyrst,
meðan þeir voru að venjast Tjörn-
inni. Fram að þeim tíma höfðu
aðeins verið stokkendur á Tjörn-
inni í Reykjavík. Þessum andateg-
undum hefur vegnað misvel.
Gargönd, skúfönd, duggönd og
æðarfugl verpa hér enn á hverju
ári. Rauðhöfðaönd er vetrargest-
ur á Tjörninni, en verpir þar ekki
lengur. Grafönd, urtönd, skeiðönd
og húsönd sjást þar varla lengur,
aðeins stöku sinnum sem sjald-
gæfir flækingar.
— Æðarfuglinn verpir í hólm-
unum í Tjörninni og hefur honum
verið að fjölga undanfarin ár.
Flestar hinar endurnar verpa aft-
ur á móti í Vatnsmýrinni. Meðan
endurnar voru vængstýfðar, var
mannheld girðing kringum Vatns-
mýrartjörnina og eftirlitsmaður
‘ar og fúkkunar vatnsins. Fyrr eða
siðar hlýtur að því að koma að sjá
þarf henni fyrir nægu og góðu
vatni, ef hún á að haldast við. Auk
þess sem sífellt er verið að þurrka
meira upp mýrina, á nú líka að
færa Hringbrautina frá Landspit-
alanum niður fyrir Umferðarmið-
stöðina. Þessi framkvæmd mun
loka einum stærsta skurðinum,
sem flytur vatn í Tjörnina og eina
skurðinum sem flytur vatn til
hennar yfir veturinn. Tjörnin er
líka alltaf að grynnast. Áfok og
rotnandi gróður sezt á botninn.
Þetta sést vel á Þorfinnstjörninni
i Hljómskálagarðinum. Sandur-
inn, sem er langt kominn með að
fylla hana, kemur úr göturæsun-
um, því öll niðurföllin úr Hring-
brautinni opnast út í Þorfinns-
tjörn. Því þarf öðru hverju að
hreinsa úr Þorfinnstjörninni og
vonandi verður, af því að það
verði gert fyrir varptímann, eins
og umhverfismálaráð hefur beðið
um, enda sandrif komið upp úr og
hægt að komast út í hólmann.
— Sjálfsagt mætti gera það, ef
það yrði gert í áföngum og hvert
svæði látið jafna sig á milli. En
það leysir ekki vandann með
vatnsbúskap Tjarnarinnar. Fyrr
eða síðar þarf að sjá Tjörninni
fyrir vatni. Ymsar hugmyndir
hafa komið upp um það, hvernig
mætti bregðast við. Dr. Finnur
Guðmundsson hefur t.d. minnzt á
þann möguleika i skýrslu frá 1962
að leiða vatn í Tjörnina úr vatns-
veitukerfinu eða dæla í hana úr
Skerjafirði.
Olíubrák
drepur unga
— En svo við víkjum aftur að
Þorfinnstjörninni, sagði Olafur,
þá er annað verra en sandurinn.
Öðru hverju kemur úr niðurföll-
unum oliubrák. T.d. valt bíll á
Hringbrautinni í júlí í sumar og
fór niður olía. Slökkviliðið skolaði
henni niður í ræsin. Olían kom í
Þorfinnstjörnina og nokkrar end-
ur drápust. Þetta var mikið
vandamál, meðan endurnar voru
vængstýfðar og þær voru fóðraðar
með ungana á Þorfinnstjörninni.
Þá drápust alltaf nokkrir ungar
af þessum sökum.
Aldrei
fleiri gestir
Ljósmynd Ól.K.M.
— Jú, það hefur verið óvenju-
mikið um afbrigðilegar tegundir
sl. ár, svarar Olafur spurningu
okkar. Til dæmis sást síðla vetrar
1976 gulönd á Tjarnarsvæðinu,
sem sennilega hefur ekki sézt þar
fyrr. Brandugla var við Vatns-
mýrartjörnina í febrúar 1976, hef-
ur líklega verið á músaveiðum í
mýrinni. Undanfarna vetur hefur
hún haldið sig í skóginum í Öskju-
hlíðinni. Skutulandasteggur var á
Tjörninni í lok maí og byrjun júní
í sumar, en það er mjög sjaldgæf-
ur fugl hér á landi. Einu hreiðrin,
sem hafa fundizt, voru við Mý-
vatn, en þetta mun vera í fyrsta
skipti sem þessi önd sést á Tjörn-
inni. Landsvölur, bæjarsvölur og
múrsvölungar sáust hér i júní og
júlí, hafa raunar sézt hér nokkur
undanfarin sumur nema múrsvöl-
sá þar um gæzlu. Þá var varpið
svo til allt innan girðingarinnar.
Nú er girðingin orðin léleg og
umferð manna hefur vaxið um
svæðið, þannig að endurnar hafa
ekki lengur nægilegt næði þar.
Því hefur varpið dreifzt út um
mýrina.
Vatnsmýrin
verður skrúðgarður
— En þarna eru endurnar á
svæði Háskóla íslands, sem er
verið að skipuleggja. Samkvæmt
því skipulagi á að breyta mýrinni
umhverfis Vatnsmýrartjörnina í
skrúðgarð. Þar með verður varp-
svæði andanna úr sögunni, segir
Ölafur. Háskólamenn hafa bent á,
að þarna verði gerð tjörn og í
henni hólmar, þar sem endur geti
verpt. En slíkur hólmi getur alls
ekki komið í stað mýrarinnar.
Þessar endur, sem hér um ræðir,
þ.e. stokkönd, gargönd, duggönd
og skúfönd verpa ekki i þéttu
varpi, eins og t.d. æðarfuglinn.
Hreiður þeirra eru dreifð, hver
kolla er út af fyrir sig. T.d. voru
sl. sumar 35 andahreiður í öllum 5
hólmunum á Tjarnarsvæðinu, þar
af 29 æðarhreiður, en allar hinar
eða á milli 40 og 50 kollur verptu
dreift í Vatnsmýrinni. Kafend-
urnar, þ.e. duggönd og skúfönd,
sýna þó tilhneigingu til að verpa
nokkuð þétt.
— Nú skapar aukin umfeð og
uppþurrkun í Vatnsmýrinni fleir-
um vanda en öndunum. Hvað
heldur þú að verði um Tjörnina,
Olafur?
— Tjörnin fær vatn úr Vatns-
mýrinni. Mest af því vatni, sem
hún fær, utan regnvatnsins, kem-
ur þaðan. Framkvæmdir, sem
fyrirhugaðar eru, munu minnka
vatnsrennslið til Tjarnarinnar,
sm leiðir af sér minna gegnum-
streymi, en það aftur til stöðnun-
Við Tjörnina.
Ljósmynd Ól.K.M.
Ölafur K. Nielssen, líffræðinemi, hefur litið eftir fuglalífinu við
Reykjavíkurtjörn síðan 1973.
— En nú eru allar endurnar á
Tjörninni fleygar og þarf ekki að
fóðra þær þarna. 1 frostunum í
vetur, þegar vökin á Stóru-
Tjörninni fyrir framan Miðbæjar-
skólann fraus, flugu sumar þeirra
suður á Þorfinnstjörn, þar sem
alltaf er straumvök. Það eru
stokkendurnar og rauðhöfend-
urnar, sem eru hér yfir veturinn.
Þær fljúga iðulega til sjávar og
nátta sig þar. Allar hinar endurn-
ar eru farfuglar, sem hverfa á
brott á haustin.
Fljúga
milli vatna
— Þegar við tölum um endurn-
ar á Tjörninni í Reykjavík, meg-
um við ekki gleyma því að anda-
stofnar þar eru í sambandi við
andastofna á vötnum í nágrenn-
inu, heldur Ölafur áfram skýring-
um sínum. — Til dæmis verpir
gargöndin, sem á sínum tima var
flutt úr Mývatnssveitinni á Tjörn-
ina, þar sem hún hafði ekki verið
áður, nú orðið víða á höfuðborgar-
svæðinu svokölluðu, þó hún sé að
hverfa sem varpfugl af Tjörninni.
1973 voru 7 kollur með unga á
Tjörninni, en 1976 er aðeins ein
með unga. Hreiður gargandarinn-
ar og ungar hafa aftur á móti
fundizt i Bessastaðanesi á Alfta-
nesi og i Miðdalslandi við Hafra-
vatn, þar sem hún hefur frið.
Gargendurnar fljúga til vetrar-
heimkynna sinna i Evrópu í nóv-
ember, en áður eða í byrjun sept-
ember safnast mestallur stofninn
af höfuðborgarsvæðinu saman og
heldur sig að mestu á Tjörninni,
unz þær fara. Og það er einmitt
um fartímann á vorin og haustin
að maður getur bezt séð hvernig
andahóparnir flakka á milli.
Duggönd og skúfönd eru líka far-
fuglar, sem fljúga til Evrópu-
landa á haustin og koma aftur að
vorinu. Eftir að varptíminn
byrjar safnast dugg- og skúfanda-
steggirnir saman og hóparnir
reika á milli Bakkatjarnar á Sel-
tjarnarnesi, Reykjavikurtjarnar,
Bessastaðatjarnar og fljúga senni-
lega einnig á vötnin fyrir ofan
Reykjavik, svo sem Elliðavatn,
Hafravatn, Vífilsstaðavatn o.s.frv.
Steggirnir hverfa venjulega burt
af svæðinu upp úr miðjum júlí.
En um haustið, þegar ungarnir
eru orðnir fleygir, safnast þeir
saman ásamt sumum kollunum og
fljúga á sama hátt og steggirnir
milli þessara vatnasvæða. Þetta
hefur ekki verið kannað nægilega
vel. En við höfum helzt getað
fylgzt með þessu, þegar einhver
sjaldgæf andategund hefur sleg-
izt í hópinn, svo sem skutulanda-
steggurinn, sem var í vor í blönd-
uðum hópi dugganda og skúf-
anda. Þegar svo auðgreindir ein-
staklingar eru í hópnum, er hægt
að þekkja hann frá öðrum hópum
og fylgjast með því hvernig hann
flakkar á milli. T.d. sást þessi
hópur sem hér um ræðir, iðulega
ýmist hér á Tjörninni eða úti á
Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.
Þar fær Tjörn-
in vatn srtt
og endurnar
frid með varpid