Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977 - FELLINI - SIMENON Framhald af bls. 15 hann hefur flakkað um heiminn án þess að lifa í honum, reikað eins og vofa gegn um sitt eigið líf. Hefurðu lesið Casanova? G. Simenon: Já. þegar ég var 16 ára gamall. Ég ætlaði einmitt að færa þér gjöf, fyrstu og upprunalegu útgáfuna af Minningum Casanova, í sex bindum á frönsku. . . F. Fellini: Ég fylltist örvæntingu Ég óskaði þess af öllu hjarta að þessi kvik- mynd yrði ekki til. Eg sleit sambandinu við De Laurentiis. Hann vildi fá Robert Redford í hlutverk Casanova. Fellini- Casanova, „La Dolce Vita" 18. aldarinn- ar, er freistandi, ekki satt — fyrir fram- leiðendur. Þá gaf Andrea Rizzoli sig fram. Faðir hans var framleiðandi að ,,La Dolce Vita“, og „8'/4“. En þetta var of dýrt fyrír hann. Loks útvegaði Alberto Grimaldi, sem ég hafði gert „Satyricon" með, fé í apríl 1975 og sló sig saman við Ameríkana hér og þar. Ég hóf kvikmyndun í júlí. Með Donald Suther- land. En erfiðleikarnir héldu áfram að hrannast upp. Verkföll, veikindi og á jólum stöðvaði Grimaldi allt fyrirtækið, án þess að láta mig vita. Hann sendi allt liðið heim. Honum fannst ég hafa eytt allt of miklu fé, að ég væri „verri en Attila. ..“ G. Simenon: Eg fylgdist með erfiðieik- um þínum, hafði beðið um að fá blaðaúr- klippur úr ítölsku blöðunum. . . F. Fellini: Þessi andstaða styrkti mig eftir hikið í upphafi. Hún réttlætti það að ég tæki upp baráttu. Ég hataði per- sónuna, og vildi ekkert hafa með þennan labbakút að gera. En ég hafði þrátt fyrir allt ákveðið að gera úr efninu kvikmynd. Mynd um tómleikann í tilverunni, um manngerðina sem stöðugt er í sviðsljós- inu en gleymir að lifa í raun og veru. Kannski vildi ég líka draga upp sálræna mynd af listamanni, sem einnig er að leika á sviði lífs síns og sem líka hefur orðið tómleikanum að bráð. Eina gilda ástæðu hafði ég enn til að vilja ekki gera þessa mynd. Hún er sú að þessi mynd er í rauninni um yfirborðsmennskuna í sköpuninni um þornaða eyðimörk þar sem skaparinn er svo hrapallega staddur eftir að hafa þvingað sig til að lifa aðeins fyrir brúðurnar sínar eða með orðunum sínum. Hann hefur gleymt að láta dýrið í sér tala, sem er kjarninn i vitund hans. Liggur ekki hættan þarna?Q 1 lokin hef- ur Casanova, sem orðinn er sjálfur að dauðri brúðu, fest sig vélrænt í grufli, án þess að eiga von fyrir þennan kvenna heim sinn. . . Hann er einnig tákn lista- mannsins, sem lokaður er inni á sviði taugaspenntrar blekkingar sköpunar- innar. Það liggur því í augum uppi, að ég hefi fengið alveg öfugan skilning við það, sem ég upplifði þegar ég fyrst hitti Casanova. Kvikmyndin, sem ég hafnaði svo ákaft, ætlaði að marka tímamót, ekki aðeims á listamannsferli mínum, heldur líka í lífi mínu. Eftir að þessari mynd væri lokið, yrði loks að deyja þessi sí- breytilegi, flöktandi þáttur í sjálfum mér, þessi óákveðni, sem stöðugt er að reyna málamiðlun — sá þáttur í mér sem ekki vill verða fullorðinn. Fyrir mig var þessi kvikmynd orðin einmitt þetta, að „stíga yfir strikið", færast yfir í síðustu brekkuna á lífsferli mínum. Ég er 57 ára gamall, þegar farinn að sjá yfir á sjö- unda tuginn. Ösjálfrátt hefi ég kannski lagt í þessa mynd allan þann kvíða, þennan ótta sem mér finnst ég varla geta mætt. Ef til vill hefur kvikmyndin dreg- ið næringu úr ótta mínum. .. Ég kem ekki vel orðum að þessu. . . G. Simenon: Jú, mjög vel. .. Varstu far- inn að átta þig á því hvernig vinna ætti umgerðina að Casanova? F. Fellini: Nei. Sviðsmyndin er alltaf dálítið hættulegt stig fyrir mig. Er ekki dáiítið kjánalegt að festa á pappír vofur, sem ekki fá hold fyrr en eftir sex mán- uði? Sviðsmynd verður að vera til, af því að skipuieggja þarf framleiðsluna, panta leiktjöld, hefja undirbúning að förinni til Normandí, þar sem ein upptakan fer fram. En ég reyni að láta sviðsmyndina vera eins óljósa og ónákvæma og mögu- legt er, svo að hún festi ekki í hálf- bókmenntalegri túlkun hugmyndírnar, sem eiga að fæðast af myndunum. Mynd- mál sem fæðist af skrifaðri sviðsmynd er óhjákvæmilega andstæða þess, sem ímyndunarafl okkar á að skapa. ímynd- unarafl manns hlýtur að verða svikið af þessum hættulega undirbúningi. G. Simenon: Hvernig kemst þú raun- verulega fyrst í snertingu við kvikmynd- ina? F. Fellini: Hvað mér viðvíkur, þá byrjar myndín daginn sem ég set í blöðin litla auglýsingu um að ég sé að leita að fólki. Ekki leikurum, fólki. Þá opna ég ein- hvers staðar skrifstofu undir dulnefni. Og ég fer að bíða. Þar birtist löng röð af vitleysingjum, andlitum, skrokkum, eitt nef, einn flibbi, einn fótur. . . Kannski er ég farinn að ýkja! En hvernig er það með þig? Er þetta ekki svipað í skáldsögun- um þínum, að þú byrjir á lykt, heimilis- fangi, mataruppskrift? G. Simenon: Eg veit aldrei hvernig skáldsagan muni enda, þegar ég byrja á henni. F. Fellini: Ekki ég heldur, ég veit ekki hvernig kvikmyndin mín endar. Ég horfi á fólkið, það syngur fyrir mig inni í höfðinu á mér, eins og nokkurs konar Boðunarsálm. Ég skrifa hjá mér mikið af athugasemdum, tek mikið af ljósmynd- um og ég gef öllum loforð: „Þér verðið í kvikmyndinni". Þetta er það sem hefur gefið byr sögunni um að Fellini sé mesti lygalaupur. Því ég get auðvitað ekki tekið alla . . . Á þessu smáauglýsingastigi beiti ég líka af mestri grimmd valdi mínu. Til dæmis segi ég við risa: „Komdu til mín með alla risa í landinu!“ Risarnir koraa, mynda risastóra biðröð af risum og berja að dyrum hjá mér. Ég horfi, agnarsmár á bak við skrifborðið mitt, á fyrsta risann og banda við honum hendinni: „Ekki 1 nógu stór risi!“ Á eftir smáauglýsingunum fer ég að gera uppdrætti, og allt í einu finn ég þörfina fyrir að hefjast handa. Kvik- myndin er ekki fullskrifuð, leikmyndin er ekki til, ég er ekki búinn að velja alla leikendurna, ekki heldur farinn að sjá fyrir mér sviðsmyndirnar, en ég veit að nú á ég að byrja. Geri ég það ekki, þá fer allt að taka á sig nákvæma mynd, festast, og það vil ég einmitt ekki. En það er þá það sem framleiðendurnir vilja! Tvær fyrstu vikur kvikmyndatökunn- ar eru mér eins og ferð, þar sem hvað rekst á annars horn. Áfangastaður óþekktur. . . Eftir það hefi ég það á tilfinningunni að ég stjórni ekki lengur myndatökunni, það er kvikmyndin sem stjórnar mér — myndin veit hvert hún er að fara. Þegar svo er komið, reyni ég að vera hlutlaus, taka tveim höndum því sem fyrir ber í ferðinni. Þetta ótrygga jafnvægi milli þess sem maður vildi gera og þess sem maður er að gera, þessi tilraun til að vera trúr upprunalegri skynjun, þessi andrá, þegar maður hefur náð taki á svolitlu broti af þessu „öllu" og átakið sem maður beitir til að draga til sín það sem eftir er — það er eina skilgreiningin sem ég get gefið á starfi mínu. Þegar ég les síðustu verkin þín, þar sem þú „lest fyrir" og skrifar upp- hátt, eins og þegar maður er að segja frá, þá finnst mér ég hlusta á sjálfan mig. Ég skynja einkennilega samstöðu með þér í vandanum að skapa. G. Simenon: Einasti munurinn er, að ég er einn, en þið eruð 200 á upptöku- staðnum. Þitt hlutverk er því erfiðara. F. Fellini: Vafalaust. En ég er líka þann- ig maður, að ég þarfnast andmæla, mót- stöðu, hindrana, til að geta skapað. Við minnstu andstöðu fer ég að berjast á móti. Ekki fyrir mig, heldur það sem ég er að reyna að gera. Ég hugsa að lista- menn (hér tala ég ekki um Belga, heldur Itali) haldi sig enn við líkinguna við listamenn Renesansetímans. Þeir eru keisaranum eða páfanum undirgefnir: „Málaðu þetta fyrir mig eða gerðu af því höggmynd á 3 dögum, annars hegg ég af þér hendurnar". Ætli ég sé ekki arftaki þeirra manna, sem biðu eftir illum stjórnendum til að sköpunargleði þeirra fengi að blómstra, arftaki þessara barna- legu aðstæðna. . Simenon: Ég ætlaði einmitt að spyrja þig að þessu. Barnæskan hefur, eins og hjá öllum öðrum skapandi listamönnum, sett sín mörk á þig. Án þess að maður sé sér þess meðvitandi, fylgja manni upp- vaxtarárin. F. Fellini: Já, tengslin við æskuárin setja merki sín á alla skapandi lista- menn. En almenningsálitið lítur gjarnan á þau sem eitthvað sem verndar, hindrar eða næstum niðurlægir. Það er litð á listamanninn eins og stórt barn, mann sem ekki hefur náð fullum þroska. G. Simenon: En það er þvert á móti. F. Fellini: Já, það ætti að líta á bernsk- una eins og möguleika til að halda jafn- vægi milli þess sem er ómeðvitað og meðvitað, milli raunveruleikans í lífinu og minninganna. Barnið er alltaf þannig, það greinir ekki á milli sjálfs sín og raunveruleikans. Svo er þetta allt eyði- lagt af menntuninni, skölanum, fjöl- skyldunni samfélaginu, sem fella það að þessum fjárans ósveigjanleika í gerðu kerfi. Barnið veit ekki að það á að hafna þessu, listamaðurinn verður að reyna að Klæðum og bólstrum gömul húsgögn. Gott úrval af áklæðum. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, w Sími 16807. Sumarbústaður óskast Óska eftir að kaupa sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur helst við vatn. Tilboð sendist Mbl. fyrir miðvikudag merkt: „Sumar- bústaður : 1 608". Flóamarkaður kökubazar í Austurveri, Háaleitisbraut í dag sunnudag kl. 13.30. Fjölmennið og styrkið okkur vegna sundlaugarbyggingar. Vistfólkið Bjarkarási. AUGLÝSIIMGATEIKIVIISTOFA MYIMDAMÓTA Adalstræti 6 sími 25810 HAFNARFJARÐ ARPRESTA- KALL Prestskosningarnar eru í dag. Stuðningsmenn sr. Auðar Eir Vilhjálmsdóttur hafa skrif- stofu í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7. Sími. 52266. Þeir sem vilja stuðla að kosn- ingu sr. Auðar Eir eru beðnir að hafa samband við skrif- stofuna, sem veitir alla að- stoð, svo sem útvegun á bíl- um. Stuðningsmenn. Ung stúlka óskar eftir að komast í tannsmíðanám. Upplýs- ingar í síma 24699 eða 72123. Óskum eftir að kaupa andlitsbaðsbekki og fótasnyrtingavélar Upplýsingar í síma 36361 og 17531 í dag og næstu daga. Willy rs Jeep til sölu 1955 Alveg ný blæja, ný grófmynstruð sekk, vél og kassi góður, bremsukerfið, kúplingsdiskur og pressa ný. Geymir og startari nýlegt. Góður bíll. Verð kr. 720 þús. Skipti hugsanleg. Upplýsingar í sima 20620 á daginn og 43898 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.