Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1977 19 ungur. Skeiðönd sást tvisvar í októbermánuði. Og 7—8 fugla dvergkrákuhópur kom í byrjun nóvember og hefur verið hér í vetur. Þá sáust í vetur dverg- snipa, skógarsnípa og keldusvín. Þessir fuglar sáust allir við skurði* í Vatnsmýrinni, skógarsnípan í desember, hin í janúar og febrú- ar. — Er ekki mikið líf í Tjörn- inni? Hvað er þar helzt að finna? — Jú, það er mikið líf í henni. Meðan sjór flæddi óhindraður inn í Tjörnina á flóði, var mikið um marfló. En siðan útfallið var stifl- að, eru mest áberandi lirfur ryk- mýs og vorflugna og vatnabobbar, fyrir utan hornsílin. Og þar er gríðarlega mikið af svifkröbbum. Kríuvarpið fer sívaxandi — Ekki megum við gleyma álft- unum og kríunni, þegar rætt er um Reykjavíkurtjörn, svo mjög sem þær setja svip á hana? — Alftin kemur á haustin á Tjörnina, en álftavarp hefur ekki verið þar lengi. Nú í haust var mikð um álft. Hnúðsvanurinn þýzki er svo til horfinn, aðeins einn karlfugl eftir. Alftirnar halda sig eingöngu á Stóru- Tjörninni. Þess má geta að gæs verpir heldur ekki lengur á Tjarnarsvæðinu, en er þar vetrar- gestur. Henni hefur þó fækkað frá því sem hefur verið undan- farna vetur. Til dæmis eru nú 60 til 70 gæsir í allt, en hafa verið allt upp i 130 og aldrei færri en 100 undanfarin ár. Hvað kríunni viðkemur, þá var hún svo til hætt að verpa í Tjarn- arhólmanum um 1973. 1974 verptu 10 pör þar. En 1975 og 1976 voru hólmarnir teknir í gegn, settur á þá sandur, tyrft, illgresinu eytt að vorinu, áður en krían kom og það hefur dugað. Nú í sumar verptu 109 kríur á svæðinu og svo til allar í Stóra- Tjarnarhólmanum eða 100, en þar voru 77 hreiður 1975. — Gerir svartbakurinn mikinn usla i varpinu? — Nei, hann hefur enginn áhrif og heldur sig lítið á Tjörn- inni. Það er sílamávurinn, sem skæðastur er, og hann er þar allt sumarið. En þó hann taki eitt og egg, hefur það engin úrslitaáhrif á viðgang kríunnar. Svartbakur- inn kemur ekki á Tjörnina fyrr en síðari hluta sumars. Þá kemur fyrir að hann taki andarunga. En það er erfitt fyrir svartbak að ná unga og drepa hann. Einn og einn kemst þó upp á lagið og verður skæður ungadrápari. Ef við verð- ur varir við slíkt, gerum við lög- reglunni aðvart — og það gera borgarbúar líka — og þá sér hún um að skjóta þessa skaðræðis- fugla. Það ungarán, sem mávur- inn stundar þarna, heur semsagt engin úrslitaáhrif á viðgang anda- stofna á Tjörninni. Það er miklu fremur fæðan, sem takmarkar stofnana. Og séu varpstöðvarnar skemmdar, þá hverfa varpfuglan- ir auðvitað. — Stundum kemur fár í krí- una. Hér er sennilega um bakt- eríusýkingu að ræða. Á árinu 1975 drápust t.d. að minnsta kosti 40 kríuungar af þessum sökum, ien jiú í sumar bar ekkert á þvi. Eg lield því að kríunni ætti að vera óhætt, ef varpstöðvunum er hald- ið hreinum og illgresi eytt í hólm- anum áður en hún kemur á vorin. Ætið setur henni ekki takmörk, eins og öndunum sem verpa við Tjörnina, því hún fer til sjávar eftir fæðu. Tjörnin er ein helzta prýði Reykjavíkur með fuglalífi sínu, og er öllum Reykvíkingum kær. Þeir eru ekki margir, sem þar hafa alizt upp, sem ekki hafa haf- ið sitt fyrsta ferðalag til að skoða heiminn i ferð með pabba og mömmu til að gefa öndunum á Tjörninni. Okkur hættir til að hugsa sð svona muni Tjörnin verða um alla eilifð. En af þessu spjalli hér að ofan má öllum vera Ijóst að í þeim efnum eiga borgar- búar ekkert vist — nema að sé hugað í líma. Og það er vanda- verk að halda í slik náttúruverð- mæti í vaxandi borg. — E.Pá. FéL ísl. fræða: Algjör glundrodi í stafsetningarmálum „AÐALFUNDUR Félags ísl. fræða, haldinn 14. marz 1977, átel- ur harðlega þann drátt, sem orðið hefur á þvi að ákveðnar verði reglur um íslenzka stafsetningu. „Þannig hefst ályktun, sem sam- þykkt var á aðalfundi Félags ísl. fræða fyrir skömmu. í ályktun- inni segir ennfremur: „Fundur- inn bendir sérstaklega á, að allt frá því að menntamálaráðuneytið gaf út „Auglýsingu um afnám z“ í september 1973 hefur ríkt meiri eða minni óvissa um h.ver verði endanleg skipan stafsetningar- málanna. Af þeim sökum verða þessi mál að teljast vera í algjör- um glundroða. Slikt óvissuástand er að mati fundarins gjörsamlega óviðunandi, sérstaklega með til- liti til hvers konar útgáfustarf- semi. Skorar hann því á hlutað- PER Runeson, fréttamaður við sænska útvarpið flytur erindi í Norræna húsinu, sunnudaginn 20. marz kl. 16 og nefnir það Vad ár priset för válfárd? I tengslum við erindið verður ljósmyndasýning í bókasafni hússins nú um helgina, þar sem sjá má nokkur dæmi þess, hvaða verði mannkynið kaupir lifsgæði háþróaðs tækniþjóðfélags. Sví- þjóð er eitt mesta velferðarríki eigandi yfirvöld, Alþingi og menntamálaráðherra, að sjá til þess að ák.veðið verði hið snarasta hvernig þessum málum verði háttað i framtíðinni.“ í Félagi Isl. fræða eru nú um 130 manns, allt fólk sem lokið hefur háskólaprófum 1 einhverjum greinum íslenzkra fræða. Formað- ur félagsins er Björn Teitsson magister. Félagið hefur aðsetur að Hverfisgötu 26. heims og tðnvæðing þar er á mjög háu stigi. Ljósmyndasýningu og fyrir- lestri er ætlað að leiða í ljós, hver áhætta er þessu samfara, bæði umhverfinu, uppeldi barnanna og byggðajafnvæginu, þegar dreif- býlingar flytjast umvörpum i þéttbýlið. Allir eru velkomnir á fyrirlest- urinn, sem verður fluttur á sænsku. Frímerkjasýn- ing á Húsavík ÞANN 9. og 10. apríl næst kom- andi vcrður haldin frfmerkja- sýning 1 barnaskólanum á Húsavfk. Sýning þessi, sem haldin er á vegum Frfmerkja- klúbbsins Öskju, er sú fyrsta sem haldin er hér 1 sýslu. Tilgangur með sýningu þess- ari er fyrst og fremst kynning á frimerkjum og er það von klúbbsins að með henni verði vakinn áhugi almennings á söfnun frímerkja. Sérstakt pósthús verður opið 9. aprfl á sýningunni og ennfremur verða þar til sölu sérstök um- slög sem klúbburinn hefur látið gera. Frimerkjaklúbburinn Askja var stofnaður 29. aprfl 1976 af nokkrum áhugamönnum um frímerkjasöfnun á Húsavík og i Suður-Þingeyjarsýslu. Hvað kostar velmegunin? slær allt ut Ætlir þu aö kaupa nyjan bil. þa eru her nokkur atriði sem þu þarft nauðsynlega að vita, um Citroen GS 1977 3 hæðarstillingar. henta vel þegar ekið er i snjo Framhjoladrif Citroen verksmiðjurnar voru lang fyrstar til að framleiða bila með framhjoladrifi siðan eru fjorutiu ar ICitroen GS er fáanlegur sem folksbill eða Statmn " Velastærð er 59 ho DIN (65.5 ho SAE) 7Citroen GS er fullköminn 5 manna fjolskyIdubill með frabæra aksturseiainleika 8Fullkomm varahluta- og viðgerðaþjonusta Komið - siaið - revnsiuakið oa sannfærist 4Vokvafjoðrun tryggir að hæð fra jorðu er alltaf su sama. ohað hleðslu ' ’ frá Verð kr 890.000 w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.