Morgunblaðið - 29.03.1977, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977
Fjármálaráðherra:
Nefnd kannar hvort
æskilegri sé ríkis-
eða einkarekstur
MORGUNBLAÐINU barst I gær-
kvöldi eftirfarandi fréttatil-
kynning frá f jármálaráðuneyt-
inu:
Fjármálaráðherra boðaði við
fyrstu umræðu fjárlaga ársins
1977, að athugun yrði gerð á því,
hvort ýmissi framleiðslu- og þjón-
ustustarfsemi, sem hið opinbera
hefur með höndum, sé betur fyrir
komið hjá einstaklingum eða sam-
tökum þeirra. Sérstaklega skyldi
athuga, hvort aðild ríkisins að at-
vinnustarfsemi í landinu í sam-
keppni við einkaaðila sé æskileg.
I samræmi við þetta hefur fjár-
málaráðherra í dag skipað 7
manna nefnd til að gera athugan-
ir og tillögur f þessu efni. Er
nefndinni ætlað að ljúka störfum
fyrir lok þessa árs.
í nefndinni eiga sæti:
Árni Vilhjálmsson, prófessor, for-
maður, Gísli Blöndal, hagsýslu-
stjóri, Guðríður Eliasdóttir, form.
Verkakvennafél. Framtíðarinnar,
Ingi Tryggvason, alþingismaður,
Jón Árnason, alþingismaður,
Ölafur Sverrisson, kaupfélags-
stjóri, Víglundur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri.
Fjármálaráðuneytið,
28. mars 1977.
Vinnustöðvunin kemur
niður á öðrum verkþátt-
um og seinkar verklokum
MORGUNBLAÐIÐ fékk þær upp-
lýsingar í gær að staðan væri enn
óbreytt I vinnudeilunni við
Kröflu, þ.e. að starfsmenn Slipp-
stöðvarinnar og Þingeyskra verk-
taka, sem lögðu niður vinnu á
fimmtudaginn, hefðu enn ekki
tekið upp störf. Hins vegar hafa
ekki fleiri vinnuhópar hafið
vinnustöðvun eins og jafnvel var
búist við fyrir helgi. Helgarfrf
var hjá meirihluta starfsmanna
þar yfir helgina þangað til f gær-
kvöldi. Eru nú um 130 manns
starfandi við Kröflu, en voru um
170 þar til fyrrnefndir hópar
lögðu niður vinnu á fimmtu-
daginn.
Tvær um-
sóknir
um þrjú
prestaköll
UMSÓKNARFRES'Í'LK um
prestsembætti í Vestmannaeyj-
um, Siglufirði og á Ólafsfirði
rann út um helgina.
Samkvæmt upplýsingum
biskupsritara barst engin umsókn
um Vestmannaeyjar, en þar er
um að ræða annað tveggja prests-
embætta á staðnum, en sr. Þor-
steinn L. Jónsson gegndi því til
síðustu áramóta, þegar hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir. Um
Siglufjörð barst ein umsókn, frá
sr. Vigfúsi Þór Árnasyni, settum
sóknarpresti, og um Ólafsfjörð
barst einnig ein umsókn, frá sr.
Ulfari Guðmundssyni, settum
sóknarpresti.
Að sögn Einars Tjörva, fram-
kvæmdarstjóra Kröflunefndar,
getur nefndin sem slik litið að-
hafst í máli sem þessu. — Kröflu-
nefnd er verkkaupi fyrir hönd
ríkisins og við getum ekki sagt
verktaka að hann verði að leysa
vinnudeilu við sína menn, sagði
Einar Tjörvi. — Vissulega
reynum við þó að þrýsta á með
lausn þessarar deilu til að ná upp
sama vinnuhraða og afköstum við
virkjunina og áður.
— Áður en þessi vinnustöðvun
kom til töldum við okkur hafa
möguleika á að standa við þau
áform að setja fyrri vél virkjunar-
innar af stað upp úr 15. apríl.
E.t.v. hefði orðið nokkurra daga
seinkun á þvi vegna rasksins sem
varð meðan óvissuástand var á
svæðinu í janúar og síðan aftur í
marz. Við misstum þar 5 daga
fyrir helminginn af mannskapn-
um og það eru um 500 manndagar
Framhald á bls. 46
Guðmundur
vann og Helgi
reynir að ná
alþjóða
meistaratitli
ÞRIÐJA umferð alþjóðaskák-
mótsins i Genf l Sviss var tefld
f gær. Urslit urðu m.a. þau að
Guðmundur Sigurjónsson
vann stórmeistarann
Westerinen frá Finnlandi I að-
eins 22 leikjum, en Friðrik
Ólafsson á mun lakari biðskák
gegn Torre frá Filipseyjum.
Er skákin jafnvel töpuð að
Framhald á bls. 46
Ráðstefnan sem sjávarútvegsráðuneytið gekkst fyrir I Hnffsdal s.l. sunnudag um sjávarútvegsmál var
fjölsótt og sóttu hana menn frá öllum Vestfjörðum. Eftir áð framsöguerindi höfðu verið flutt svöruðu
framsögumenn fyrirspurnum. Myndina tók Friðþjófur af hluta ráðstefnugesta.
Aflahrota á Halanum:
Guðbjörg fékk 100
tonn á einum degi
— og Guðbjartur fékk 20 tonn á 25 mínútum
MIKIL aflahrota er nú á
Halamiðum, en mikill fisk-
ur virðist hafa gengið á
þessi frægu mið eftir miðja
síðustu viku. Þess eru
dæmi að togararnir hafi
fengið allt upp í 20 lestir
eftir 25 mínútna tog, en
það fékk Guðbjartur frá
ísafirði á laugardag. Þá er
Morgunblaðinu kunnugt
um að ísafjarðartogarinn
Guðbjörg fékk 90—100
tonn af þorski á laugardeg-
inum einum.
Allir ísafjarðartogararnir komu
inn með fullfermi af þorski á
laugardag og sunnudag. Guðbjart-
ur kom á laugardagskvöld með
185 lestir, Júlíus Géirmundsson
kom á sunnudagsmoréun með 165
estir, Guðbjörg kom með 190 lest-
Aðalfundur Sam-
taka sykursjúkra
SAMTÖK sykursjúkra halda aðal-
fund sinn í kvöld, þriðjudag, 29.
marz í Átthagasal Hótel Sögu kl.
20.30. Auk venjulegra aðal-
fundarstarfa flytur Ársæll Jóns-
son, læknir, fræðsluerindi og
Ómar Ragnarsson skemmtir.
Tillaga 6 þingmanna:
Hraðbrautargjald, sem
bætist við bensínverð
Nái aðeins til Reykjavíkur,
Reykjaness og Suðurlands
FRAM VAR lögð á Alþingi í
gær breytingartillaga við Vega-
áætlun 1977—1980 sem felur I
sér, að nýta skuli heimild i 95.
gr. vegalaga um umferðargjald
af bifreiðum, til að innheimta
sérstakt hraðbrautargjald af
bensfni og dieselollu, kr. 2.00 á
hvern lítra eldsneytis, á þeim
stöðum, sem „tengjast vega-
kerfi með varanlegu slitlagi“.
Gjaldið er staðbundið og mið-
ast við útsölustaði á þeim land-
svæðum, þar sem samfelldar
hraðbr'autir með varanlegu slit-
lagi eru a.m.k. 50 km að lengd.
Flutningsmenn tillögunnar eru
Karvel Pálmason (SFV), Ragn-
ar Arnalds (Abl), Helgi F.
Seljan (Abl) Steingrfmur Her-
mannsson (F), Stefán Jónsson
(Abl) og Sighvatur Björgvins-
son (A).
í framsögu Karvels Pálma-
sonar kom fram að þetta nýja
hraðbrautargjald myndi gefa
Vegasjóði 180 m.kr. tekjur á
ársgrundvelli ef samþykkt
verður, miðað við að það nái til
Reykjavfkur, Reykjaness og
Suðurlands. Ráðherra skal
ákveða f reglugerð, hvaða út-
sölustaðir á landinu falli undir
hraðbrautarskattinn.
ir og Páll Pálsson með 180 lestir
þennan sama dag. Samkvæmt
peim upplýsingum, sem Morgun-
blaðið fékk hjá Landhelgisgæzl-
unni í gær, hafa verið taldir milli
30 og 40 íslenzkir togarar á þess-
um miðum síðustu daga.
Hörður Guðbjartsson, skipstjóri
á skuttogaranum Guðbjarti ÍS,
sagði í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins á ísafirði á
sunnudag að þeir hefðu fengið
meirihlutann af aflarium i flot-
trollið en hins vegar fengist einn-
ig góður afli í botnvörpuna á
Halamiðum um þessar mundir.
Nefndi Hörður sem dæmt, að þeir
hefðu fengið 20 tonn f 25 mínútna
hali á laugardagsmorgun.
„Það hefur ekki brugðist að
þegar ráðstefnur um sjávarút-
vegsmál hafa verið haldnar hér,
þá hefur komið mikil aflahrota. Á
s.l. ári hélt landhelgisnefndin hér
tvo fundi og bæði skiptin gerðist
það að mikil aflahrota kom þegar
fundurinn hafði verið boðaður og
svo gerist það nú að þegar sjávar-
útvegsráðherra boðar til ráð-
stefnu, þá kemur aftur hrota.“
Aðalfundur miðstjómar Framsóknarflokksins:
Ólafur Jóhannesson
endurkjörinn form.
AÐALFUNDUR miðstjórnar
Framsóknarflokksins var haldinn
á Hótel Sögu f Reykjavfk um
helgina. Á laugardaginn var kosið
f trúnaðarstöður og hlutu allir
þeir endurkosningu, sem voru f
helstu trúnaðarstöðum innan
flokksins.
Ólafur Jóhannesson var endur-
kjörinn formaður Framsóknar-
flokksins. Einar Ágústsson var
endurkjörinn varaformaður,
Steingrímur Hermannsson var
endurkjörinn ritari og Tómas
Árnason var endurkjörinn gjald-
keri flokksins. Þá var Ragnheiður
Sveinbjörnsdóttir endurkjörin
vararitari og Guðmundur G. Þór-
arinsson endurkjörinn varagjald-
keri.
Þá var kjörið í framkvæmda-
stjórn. Sjálfkjörnir eru formaður,
varaformaður, ritari, gjaldkeri og
formaður SUF en kosningu hlutu
Eysteinn Jónsson, Helgi Bergs,
Þórarinn Þórarinsson, Erlendur
Einarsson, Guðmundur G. Þórar-
insson, Hákon Sigurgrfmsson,
Jónas Jónsson, Ragnheiður Svein-
björnsdóttir og Eggert Jóhannes-
son, Varamenn voru kjörnir Hall-
dór Ásgrímsson, Gerður Stein-
þórsdóttir og Hannes Pálsson.
Rétt til setu á aðalfundinum
áttu 115 fulltrúar og sátu fundinn
112 fulltrúar. Aðalfundur mið-
stjórnar er haldinn árlega og fer
hann með næst æðsta vald innan
flokksins á eftir flokksþingi, em
haldið er fjórða hvert ár.
Á aðalfundinum var samþykkt
ítarleg stjórnmálaályktun. Aðal-
fundinum lauk á sunnudagskvöld
með afmælisfagnaði á Hótel Sögu,
en þar var haldið upp á 60 ára
afmæli flokksins og flokksblaðs-
ins Tfmans.
Ólafur Jóhannesson.