Morgunblaðið - 29.03.1977, Síða 13

Morgunblaðið - 29.03.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 13 Osta- og smjörsalan rekur verzlun f húsnæði sfnu vfð Snorrabraut. árið áður en örlítill samdráttur varð i neyzlu mjólkur, sem senni- lega stafáði fyrst og fremst af sölustöðvuninni vegna verkfalls- ins á siðastliðnum vetri. Gat Ósk- ar þess, að þegar lögð væri saman neyzla á nýmjólk, súrmjólk, yogurt og undanrennu, þá kæmi í hlut hvers íbúa af þessum vörum 232 litrar á siðastliðnu ári en það er 6.5 ltr. minna en árið á undan. í Noregi er meðalneyzlan 192 ltr. en í Svíþjóð 174 ltr. Á fundinum kom fram að niður- greiðslur hafa lækkað hlutfalls- lega á smjöri á siðustu árum og hafa aldrei verið lægri en nú frá 1963, en niðurgreiðslum á ostum var hætt í marz í fyrra. Sala á ostum hefur aukizt nokkuð það sem af er þessu ári og bæði hefur Osta- og smjörsalan komið fram með ýmsar nýjar ostategundir og ætlunin er að setja ýmsar nýjar umbúðir á markaðinn. Sú breyt- ing hefur orðið á sölu osta frá fyrirtækinu að áður var ostinum að miklum hluta pakkað í verzlun- um en nú er um helmingurinn seldur pakkaður og verðmerktur frá Osta- og smjörsölunni. í hús- næði sínu við Snorrabraut rekur Osta- og smjörsalan verzlun og kemur þangað jafnan fjöldi fólks, að sögn Óskars, og þá ekki sizt i þeim erindum að kynna sér hvaða ostar og aðrar mjólkurvörur eru á boðstólum. Sala verzlunarinnar var á sl. ári um 60 milljónir króna. Utflutningur mjólkurvara var mjög lítill á síðastliðnu ári. Sam- tals voru fluttar út 317 lestir af ostum til Bandaríkjanna, en þar fæst mun hærra verð fyrir osta en á Evrópumörkuðum. Lögð hefur verið áherzla á að framleiða Óðalsost en það verð, sem nú fæst fyrir hann á Bandaríkjamarkaði, er um 60% af innanlandsverðinu hér. Sagði Óskar, að verulegar líkur væru til að verðið hækkaði ef framleiðslan hér yrði jafnari og tryggt væri að útflutningur til Bandaríkjanna gæti orðið jafn frá mánuði til mánaðar. Þá voru á sl. ári flutt út 100 tonna af undan- rennudufti, sem eins og áður hef- ur komið fram fékkst mjög lágt verð fyrir. Af öðrum mjólkurvör- um voru fluttar út 342 lestir af kaseini en það eru mjólkurefni, sem notuð eru til iðnaðar. Á ársfundi Osta- og smjörsöl- unnar kom fram að fullgerðar teikningar eru nú fyrir hendi af væntanlegri dreifingarmiðstöð O.S.S. á Bæjarhálsi í Reykjavík og er lóðin, sem fyrirtækið fékk út- hlutað á árinu 1972, byggingar- hæf. í byggingarsjóði eru nú tæp- ar 57 milljónir kr, en Óskar tók fram, að algjörlega væri óráðið hvenær hafizt yrði handa um framkvæmdir við bygginguna. Hún hefur verið starfandi við Þjóðleikhúsið allt frá opnun þess og leikið þar fjölda hlut- verka svo og í útvarpi og sjón- varpi og á síðari árum tekið að setja leiki á svið. Hallmundur Kristinsson, leikmyndateiknarinn, hefur þegar unnið að nokkrum verk- efnum hjá L.A. og vaxið með hverju og einu. Marinó Þorsteinsson, sem nú ræðst í það stórvirki að fara með hlutverk Willie Lomans sölumanns, hefur lengi komið við sögu L.A. og bíða örugglega margir spenntir eftir að sjá hyernig honum og leikflokkn- um öllum farnast í glímunni við þetta fræga verk. Sjóleiðin til Bagdad á Ólafsfirði Að undanförnu hefur Leikfé- lag Ólafsfjarðar sýnt sjón- leikinn „Sjóleiðin til Bagdad" eftir Jökul Jakobsson. sprang Eftír Arnn Johnsen Leikstjóri og leikmynda- teiknari er Kristinn G. Jóhannsson en hann leikstýrði einnig síðasta verki félagsins, „Tobacco Road“, sem meðal annars var sýnt i Iðnó á leik- viku landsbyggðarinnar s.l. vor. Leikarar i Sjóleiðinni eru Jón Ólafsson, Elín Haraldsdóttir, Helga P. Brynjólfsdóttir, Helga Kristinsdóttir, Jóhann Freyr Pálsson, Grétar Magnússon og Guðbjörn Arngrimsson. „Sjóleiðin til Bagdad" er 17. verkefni L.Ó. en félagið var stofnað 1961 en núverandi for- maður félagsins er Grétar Magnússon. Myndin var tekin á æfingu leikritsins Sölumaður deyr hjá Leik- féiagi Akureyrar, en það eru ieikararnir Jóhann ögmundsson og Marinó Þorsteinsson sem eru þarna að æfa hlutverk sfn. Kammermúsikklúbb- urinn 20 ára - Afmælis- tónleikar 1 dag Kammermúsikklúbburinn er 20 ára, var stofnaður i érsbyrjun 1957. Næstkomandi þriðjudag verður af þvi tilefni efnt til afmælistónleika í Bústaðakirkju. þar sem Márkl- strengjakvartettinn og kvartett Reykjavikur Ensemble leika. Tilgangur með stofnun klúbbsins var að fylla upp i eyðu sem var i tónlistar- lífinu, þ.e hér var ekki um stöðugan og markvissan flutning á Kammer- músik að ræða. Ætlunin var að fylla upp í skarðið milli einleiks og hljóm- sveitartónleika Stofnendur voru Haukur Gröndal framkvæmdastjóri, Ingólfur Ásmunds- son skrifstofustjóri, Ragnar Jónsson forstjóri,. prófessor Magnús Magnús- son og Guðmundur W Vilhjálmsson lögfræðingur. Ráðgjafar og aðalstuðningsmenn klúbbsins voru Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson Tónleikaferill klúbbsins hófst með því að Trío Tónlistarskólans, Árni Kristjánsson, Björn Ólafsson og Einar Vigfússon, flutti Trio Opus 97 eftir Beethoven, Erkihertogatríoið, i sam- komusal Melaskólans Tónleikar klúbbsins hafa verið haldnir á ýmsum stöðum i Reykjavik auk Melaskólans. svo sem Hagaskóla, Neskirkju, Fóstbræðraheimilinu og Norræna húsinu, en að undanförnu hefur klúbburinn iðulega notið góð- vildar forráðamanrta Bústaðakirkju. Undir stjórn Björns Ólafssonar voru allir Brandenborgarkonsertar Bach að einum fráskildum fluttir á vegum klúbbsins, en með tilkomu Kammer- sveitarinnar hefur Kammermúsikklúbb- urinn hætt flutningi tónverka fyrir Kammerhljómsveitir. Kammermúsikklúbburinn hefur að mestu byggt starfsemi sína á íslenzk- um tónlistarmönnum og hafa margir þeirra fengið sina fyrstu reynzlu i opin- berum flutningi kammertónlistar á veg- um hans, en auk þess hefur klúbburinn boðið félögum sínum á tónleika mikilla erlendra tónlistarmanna. Einn þáttur í starfsemi Kammer- músíkklúbbsins er markviss kynning á flokkum tónverka og má þar nefna auk Brandenborgarkonserta, sem áður voru nefndir, Sellosvitur Bach, en þær allar hefur Erling Blöndal "Bengtson flutt þrisvar og allar flautu sónötur Bach, sem Manuela Wiesler hefur flutt hjá klúbbnum. Nú stendur yfir flutningur á öllum strengjakvatettum Beethoven og hóf MÁRKL-kvartettinn frá býzkalandi þann flutning Gert var ráð fyrir að annar þýzkur strengjakvatett. Sinn- hofer, kæmi nú í vor til klúbbsins til að halda þessum flutningi áfram, en af þvi getur ekki orðið, en i stað þess kemur sá kvartett í oktober Flutningi Beethoven strengjakvartetta lýkur svo vonð 19 78 Framhald á bls. 38 Nú eru liöin 60 ár frá því Mjólkurfélag Reykjavíkur hóf þjónustu viö íslenskan landbúnaö sem sjálfstæö samtök bænda. MRSundahöfn Fóðurvöruframleiðsla og afgreiðsla á fóðri. MR Brautryðjendur tankvæðingar fóðurflutninga. Hófu einnig snemma flutning á lausu korni með skipum. Það er vinnu- hagræðing til verðlækkunar. MR fóðurblanda er íslensk foöurblanda MR fóðrið er ætíð nýmalaðog bland- að. í M R fóðrinu eru íslensk eggjahvítuefni úr okkar ágæta fiskimjöli og grasmjöli. MR fóður er ávalt fyrirliggjandi. MR fóður breytist ekki frá einni blöndu til annarar. Fóðrið er framleitt í blöndunarvélum frá BÚHLER A.b. í Sviss. Vélarnar eru taldar einar bestu og nákvæmustu fóðurblöndunar- vélar sem nú eru framleiddar í heiminum. Þær vigta og blanda hráefnin í fóðurblöndurnar af mikilli nákvæmni sem er eitt frumskilyrði þess að fóður- blandan verði góð. Fóórid sem •n kúafóður sauöfjárblanda ^ hænsnafóöur MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Sundahöfn sími 822 25

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.