Morgunblaðið - 29.03.1977, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977
21
fíftróHlr I
ERFIÐUR RÚÐURIHM
— Nokkrir leikja okkar hafa
alls ekki verið ójafnir, en það sem
háir Islenzku keppendunum er
tvfmælalaust reynsluleysi, sagði
Sigurður Guðmundsson, einn af
fararstjórum Islenzka borðtennis-
landsliðsins sem nú er að keppa (
Birmingham í Englandi. Höfðu
Ísleudingar i gær keppt við
Noreg, Wales og Túnis f karla-
flokki og við Spán og Ecuador f
kvennaflokki og tapað öllum
leikjunum án þess að fá vinning.
Munaði þó stundum mjóu, sér-
staklega í tvfliðaleik kvenna f
landsleiknum við Ecuador, þar
sem oddaleik þurfti til þess að ná
fram úrslitum.
— Það er áberandi, sagði Sig-
urður, — að okkar menn hafa oft
náð góðri stöðu f leikjum sfnum,
en sfðan misst þá út úr höndun-
um á sér og tapað.
t gær átti tsland að keppa við
Trinidad og Tobago og Kýpur f
karlaflokki og við Finnland f
kvennaflokki. N.k. föstudag hefst
svo einstaklingskeppni mótsins,
og verða lslendingarnir einnig
þar meðal keppenda.
Kfnverjar hafa til þessa verið
mjög sigursælir á mótinu f
Birmingham, og unnið flesta
leiki sfna fyrirhafnarlftið. Virð-
ast þeir vera f nokkrum sérflokki,
og er talið nokkurn veginn vfst að
heimsmeistaratitilinn a.m.k. f
flokkakeppninni falli þeim f
skaut.
Jafnt hjá Fram og IA
Einn leikur fór fram I meistara gegn engu. og var það markakóngur
keppni KSl á sunnudaginn. Þá gerSu
Fram og ÍA jafntefli 2:2. SkoruBu
þeir Kristinn Björnsson og Jón
Gunnlaugsson fyrir Skagamenn, en
Sigurbergur Sigsteinsson og Gunnar
Guðmundsson fyrir Fram. Á föstu-
dagskvöldið sigruBu Valsmenn svo
Fram I móti þessu meB einu marki
Valsmanna. Ingi Björn Albertsson.
sem markiB skoraBi.
Þá fór fram einn leikur I „Litlu-
bikarkeppninni" um helgina. ÍBK og
Haukar leiddu saman hesta slna og
sigruSu KeflavHcingar meB einu
marki gegn engu. SkoraBi Þórir Sig-
fússon markiS.
TVO GULL, TVO SILFUR, TVO BRONS
UPPSKERA ÍSLENZKU JÚDÓMANNANNA Á NORÐURLANDAMEISTARAMÓTINU
Segja má með sanni að nú sé skammt stðrra högga á
milli hjá íslenzkum íþrðttamönnum. Óþarfi mun að rif ja
það upp að fslenzka handknattleikslandsliðið hefur skip-
að sér í hóp þeirra beztu í heiminum, og að Hreinn
Halldðrsson hreppti Evrðpumeistaratitilinn í kúluvarpi.
En nú um helginga kepptu sjö íslenzkir júdðmenn á
Norðurlandameistaramðtinu í Noregi og koma heim
þaðan með tvenn gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og
tvenn bronsverðlaun. Þðtt vitað væri að íslenzkir júdð-
menn stæðu framarlega í fþrðtt sinni, þá er þessi
árangur mun glæsilegri en jafnvel hinir bjartsýnustu
höfðu þorað að vona.
Þaö voru þeir Gfsli Þorsteins-
son og Halldór Guðbjörnsson
sem hlutu Norðurlanda-
meistaratitla í sfnum þyngdar-
flokkum og silfurverðlaunin
féllu í hlut þeirra Svavars
Carlsens og Viðars Guðjohns-
ens. Gísli Þorsteinsson hlaut
einnig bronsverðlaun í opna
flokknum, þar sem hann keppti
við sér miklu þyngri menn, og
fslenzka sveitin hlaut brons-
verðlaun í sveitakeppninni.
—Þetta er stórglæsilegur
árangur og staðfestir hversu
góðir strákarnir eru orðnir,
sagði Eysteinn Þorvaldsson,
formaður Júdósambands
ísiands, I viðtali við Morgun-
blaðið i gær. — Var það vissu-
lega mikil ánægja að fá þessar
fréttir af þeim. Þær urðu okkur
umbun þess erfiðis sem var þvf
samfara að koma þeim út, en
fjárhagur Júdósambandsins er
nú mjög erfiður, og það ekki
nein smáræðis „sláttu-
mennska" sem við urðum að
standa I til þess að unnt væri að
senda liðið utan. 1 henni urðu
meira að segja iþróttamennirn-
ir sjálfir að taka þátt. Má segja
Svavar — hiaut sflfur f þungavigt
og tapaði ekkf glfmu f flokka-
keppnfnni.
Viðar Guðjohnsen — hlaut silfur-
verðlaun f sfnum þyngdarflokkf.
að nær allt starf okkar fari I að
ná inn fjármagni, og að menn
séu orðnir meira en lítið þreytt-
ir á þeim störfum.
Glæsilegir sigrar
Gisli Þorsteinsson varð
Norðurlandameistari í sinum
þyngdarflokki á mótinu í fyrra
og hafði því titilinn að verja
núna. og það gerði hann líka
svo um munaði. Til úrslita
keppti hann við Danann
Nordestgaard og stóð viðureign
þeirra aðeins I 20 sekúndur.
Náði Gísli góðu taki á and-
stæðingnum og sveiflaði honum
í gólfið — vann fullnaðarsigur,
ippon, eins og það heitir á máli
júdómanna.
Halldór Guðbjörnsson keppti
til úrslita við Finna í sinum
þyngdarflokki og átti þar eng-
inn von á islenzkum sigri. En
Halldór er eitilharður keppnis-
maður og hafði greinilega bet-
ur allan tímann í viðureigninni
við andstæðing sinn. Hlaut
hann þrisvar sinnum „koka“ i
keppninni þ.e. þrjú stig.
Svavar Carlsen keppti til úr-
slita í þungaflokknum við Norð-
manninn Erik Haaker. Voru
þeir jafnir að stigum að lokinni
keppninni, og kom þvi í hlut
dómaranna að úrskurða sigur-
vegara, og felldu þeir þann dóm
að Haaker hefði sigrað.
Viðar Guðjohnsen keppti til
úrslita við Svíann Claus H'all,
en sá mun vera júdómaður i
fremstu röð. Ekki tókst að afla
nákvæmra frétta af viðureign
þeirra, en Svíinn hlaut sigur-
inn.
Gísli Þorsteinsson keppti svo
í opna flokknum og hlaut þar
bronsverðlaunin, en ekki er
heldur vitað fyrir hverjum
hann tapaði. 1 opna flokknum
keppa yfirleitt þyngstu
mennirnir, og vafalaust hefur
jfsli einnig verið tekinn að
jreytast undir lokin, þar sem
aann keppti tiu sinnum þennan
iag.
Óheppni f
flokkakeppninni
8 í flokkakeppninni var ekki
hægt að segja að Islendingarnir
hefðu heppnina með sér. Þeir
mættu Finnum i fyrstu umferð,
og þá varð einn íslendinganna,
Jóhannes Haraldsson, sem
keppir I léttasta flokknum,
fyrir því óhappi að meiðast og
gat hann því ekki verið meira
með. Þar sem íslendngar höfðu
engan varamann fengu því aðr-
ir keppinautar okkar einn vinn-
ing á „þurru“. íslendingar sigr-
uðu i þremur glimum við
Finna, töpuðu þremur og ein
varð jöfn. Hins vegar var Finn-
um dæmdur sigur i lands-
keppninni, þar sem þeir höfðu
fleiri heildarstig í viðureign-
unum. íslendingar töpuðu svo
einnig fyrir Svíum og Dönum,
mjög naumlega, en unnu Norð-
menn 4—3.
Svavar Carlsen stóð sig allra
manna bezt I sveitakeppninni
og vann hann þar allar viður-
eignir sínar glæsilega. Viðar
Guðjohnsen vann þrjá keppi-
nauta sina, en gerði jafnt við
einn, Gísli þorsteinsson vann
Gísli Þorsteinsson — varði
titil sinn með miklum
glæsibrag og sigraði and-
stæðing sinn á „ippon“ í
úrslitaglfmunni.
þrjá og tapaði fyrir einum og
Halldór Guðbjörnsson vann
tvo, gerði jafntefli við einn og
tapaði fyrir einum. Hins vegar
gekk ekki eins vel I léttari
flokkunum.
Slæm framkvæmd
Eysteinn Þorvaldsson sagði,
að framkvæmd mótsins hefði
tæpast verið nægjanlega góð.
Þannig hefðu dýnurnar verið
slæmar, og það hefði t.d. or-
sakað meiðsli Jóhannesar
Haraldssonar. Dómgæzlan
hefði einnig verið fremur slök,
og t.d. komið niður á íslend-
ingum i flokkakeppninni.
Þannig var Halldór Guðbjörbs-
son búinn að ná einum keppi-
nauta sinna I fastatak við gólf,
er flautað var til merkis um að
tíminn væri búinn. Þá vantaði
hins vegar mínútu uppá og varð
Halldór þvi af vinningi I viður-
eigninni. — En ég er ekki frá
þvi að þetta hafi orðið til þess
að Halldór var enn harðari í
einstaklingskeppninni á sunnu-
daginn, sagði Eysteinn, — það
mun hafa farið meira en litið í
skapið á honum að láta dómar-
ana fara svona með sig.
Halldór Guðbjörnsson, — sigur hans á Norðurlandamótinu kom mjög
á óvart, en staðfestir hversu góður júdómaður Halldór er.