Morgunblaðið - 29.03.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977
31
r
Indland:
Ram varnarmálaráð
herra í stiórn Desais
Nýju-Delhi — 28. marz — Reuter.
JAGJIVAN Ram, leiðtogi stéttleys
ingja á Indlandi, tók I dag sœti sem
varnarmálaráðherra I stjóm Morarji
Desais. Ram hafði áður neitað að
starfa I stjóm sem Desai veitti for-
stöðu, en eftir að hann breytti þeirri
ákvörðun sinni horfir mun betur um
stjómarsamstarf andstæðinga Indiru
Gandhi Verkalýðsleiðtoginn George
Femandes, sem er úr flokki
sóslalista, verður samgöngumálaráð-
herra, og flokksbróðir hans, Raj
Narain, sem var mótframbjóðandi
Indiru, verður fjölskyldu- og heil-
brigðismálaráðherra I stjórninni.
Enda þótt Janata-bandalagið hafi
sigrað með yfirgnæfandi meirihluta í
kosningum til neðri deildar indverska
þingsins hefur Kongressflokkurinn enn
tögl og hagldir í fjölmörgum héraðs-
stjórnum, og telja stjórnmálaskýrend-
ur, að Janata-bandalagið þurfi að
styrkja stöðu sína til muna I mörgum
héruðum í norðurhluta landsins áður
en efnt verður til forsetakosninga I
Indlandi sfðar á þessu ári.
Það eru fulltrúar í héraðsstjórnunum
og á þjóðþinginu, sem kjósa forsetann,
en rfkisstjórnin mun leggja mikla
áherzlu á að fá fulltrúa úr röðum sínum
kjörinn forseta þar sem embættinu
fylgja gífurleg völd samkvæmt
stjórnarskránni, enda þótt sjaldgæft sé
að þeim völdum sé beitt að ráði
L.K. Jha ríkisstjóri f Kasmfr leysti
upp héraðsþingið í gær eftir að for-
sætisráðherra héraðsins, Sheikh
Abdulllah, sagði af sér. Ástæðan fyrir
afsögn ráðherrans er sú, að hann nýtur
ekki lengur stuðnings Kongressflokks-
ins, enda lýsti hann yfir fylgi við
Janata-bandalagið eftir að úrslit þing-
kosninganna lágu fyrir l sfðustu viku.
Samtök í Póllandi
um mannréttindi
Varsjá, 28. marz. Reuter.
UM HELGINA voru stofnuö f P6I-
landi samtök til vamdar almennum
mannréttindum, og var yfirlýsang um
stofnunina birt I Varsji i laugardag
undirrituS af 18 lögfr»8ingum,
blaSamönnum og prestum. Segir t
yfirlýsingunni aS „Hreyfing til vam-
ar mannréttindum og almennum
borgararétti" vilji samstarf viS pólsk
yfirvöld, og viS ,,Varnarnefnd verka-
manna", sem stofnuS var f júnf f
fyrra eftir uppþot, er fylgdu f kjölfar
fyrirhugaSra verSbækkana i mat-
vælum.
Einn undirskrifenda, blaðamaðurinn
Leszek Moczulski, bendir á að verka-
mannanefndin vinni aðeins að þvi að
fá þó verkamenn, sem fangelsaðir voru
eftir uppþotin I fyrra, leysta úr haldi, en
mannréttindanefndin eigi að starfa
áfram að verndun almennra réttinda,
jafnvel eftir að mannréttindi fást virt i
Póllandi.
Ætlunin var að tilkynna stofnun sam-
takanna á fundi með blaðamönnum I
Varsjá á laugardag Höfðu forsvars-
menn samtakanna boðið blaðamönn-
um frá 15 dagblöðum og tlmaritum,
en enginn þeirra mætti til fundarans í
dag birtist svo ritstjórnargrein I
Trybuna Ludu, málgagni kommúnista-
flokksins, þar sem Jozef Barecki aðal-
ritstjóri ræðst harkalega á samtökin.
Segir hann samtökin fjandsamleg Pól-
landi, og sakar stofnendur um blinda
þjónkun við erlenda and-kommúnista
Ritstjórinn segir að það sé I vestrænum
rtkjum, en ekki Póllandi. sem mann-
réttindi séu brotin, og heldur því fram
að ummæli Jimmy Carters Bandarlkja-
forseta um mannréttindi hafi valdið
ýmsum öðrum vestrænum leiðtogum
áhyggjum
Andrei Sakharov:
„Detente” hættulegt
leiði það til uppgjafar
Ósló, 27. marz NTB
SOVÉZKI andófsmaðurinn Andrei
Sakharov, sem hlaut FriSarverSlaun
Nóbels áriS 1975. ræddi viS norska
blaSamenn I Moskvu um helgina.
SagSi hann þar meSal annars aS þótt
vestræn rlki vildu draga úr spenn-
unni I heiminum, mættu þau ekki
þar meS gefast upp fyrir Sovétrlkjun-
um og öSrum einræSisrlkjum.
Sakharov ræddi við norsku frétta-
mennina I Ibúð sinni I Moskvu I tilefni
þess að hann er að semja 5.000 orða
grein fyrir norsku Nóbelsverðlauna-
nefndina Hefur nefndin leitað til allra
núlifandi verðlaunahafa og farið fram á
að þeir skrifi greinar um horfur á friði I
heiminum, en greinar þessar verða
gefnar út I bók I Noregi slðar á þessu
ári.
í viðtalinu sagði Sakharov: „j fram-
lagi mlnu legg ég áherzlu á að heims-
friðurinn velti að miklu leyti á því hvað
verður um mannréttindi, og ég reyni
að ræða það á hvern hátt vestræn ríki
geti unnið að auknum mannréttindum
I heiminum án þess að stofna sambúð-
inni við önnur rlki I hættu. Mér er Ijós
hve „detente" er þýðingarmikið, en
Framhald á bls. 38
Indirs Gandhi
Margaret Thatcher
Oþekktur
kafbátur
við Norð-
ur-Noreg
Bodö, 28. marz. NTB.
SKIP og flugvélar leituðu
um helgina að óþekktum
kafbát, sem sézt hefur á
ferð í Tysfjord í Norður-
Noregi. Norsk yfirvöld
hafa lýst því yfir, að hér
geti ekki verið um að ræða
norskan kafbát eða kafbát
vinveittri þjóð.
Desai forsætisráðherra Indlands:
„Þegar kona verð-
ur djöfuUeg . . .”
New York — 29. marz -—
Reuter
Í VIÐTALI bandarfska vikuritsins
Time vi8 hinn nýja forsætisréð-
herra Indands. Morarji Desai.
kemur fram sú skoSun Desais, aS
konur eigi ekki að hafa afskipti af
stjómmálum.
„ Yfirleitt eru eSlisþættir kvenna
betri og mildari en karla, og yfir-
leitt verSa þær ekki eins djöfulleg
ar og karlmenn. En þegar kona
verSur djöfulleg þá slær hún ötl
met. Þar getur enginn karlmaSur
orðið jafningi hennar," sagði
Desai meSal annars I viStalinu.
Hann segist á undanförnum árum
hafa verið eindreginn stuðnings-
maður kvenna I stjórnmálum og hafi
enginn veitt konum sllkt brautar-
gengi á því sviði sem hann Hins
vegar hafi hann nú skipt um skoðun
eftir að hafa fylgzt með forsætisráð-
herraferli kvenna I Indlandi, israel
og Sri Lanka Hann bætti við: „Og
Thatcher verður alveg ems ef hún
verður forsætisráðherra Bretlands.
það getið þið verið viss um."
Um Indiru Gandhi segir Desai
„Ég get ekki sagt að hún sé alger
djöfull I mannsmynd, og að I henni
búi ekkert gott En hið góða hefur
orðið undir og djöfullinn hefur yfir-
höndina."
„Ef þið spyrjið mig hverju hún
hafi fengið áorkað á tíu árum (sem
forsætisráðherra) þá veit ég ekki
hvað það er Ég þyrfti frest til um-
hugsunar"
í viðtalinu segir Desai, að I stjórn-
artið hans verði Indland áfram hlut-
laust Ýmsir telji, að Indverjar séu
hlynntir Sovét-Rússum, en sú skoð-
un eigi ekki við rök að styðjast „Til
dæmis tel ég að Kinverjar og Rússar
séu ósættanlegir. en samt sem áður
viljum við hafa jafnmikil samskipti
við báða aðila, og það sama gildir
um Bandartkjamenn." sagði Morarji
Desai
Golda Meir
Sirimavo Bandaranaike
Hjón ein i Kjöpsvik sáu kaf-
bátinn skammt frá landi, og
starfsmaður í Norcem-
verksmiðjunni i Tysfjord sáu
bátinn þar sem hann var með
sjónpípuna ofansjávar rétt undan
ströndinni við verksmiðjuna.
Fleiri sjónarvottar hafa gefið sig
fram.
Haft var eftir Johan Jörgen
Holst aðstoðarvarnarmálaráð-
herra Noregs í dag, að mjög efitt
væri að hafa upp á kafbát, sem
væri í felum, og mætti heita úti-
lokað að finna slík sjóför meðan
þau héldu kyrru fyrir á djúpsævi.
r
Oskars-
verðlaun
veitt í nótt
Los Angeles, 28. marz. Reuter.
TALIÐ er líklegast að
hnefaleikamyndin „Rocky“
og aðalleikarinn Sylvester
Stallone, sem jafnframt er
höfundur kvikmyndahand-
ritsins, fái alls þrenn Ósk-
arsverðlaun, sem úthlutað
verður í nótt. Um 250 millj-
ónir manna í 44 löndum
munu horfa á beina sjón-
varpsútsendingu frá verð-
launaveitingunni.
Aðrar myndir en ,,Rocky“ sem
tilnefndar hafa verið í sambandi
við Óskars-verðlaun að þessu
sinni eru ,,Network“, „AU the
President’s Men“, „Taxi Driver“
og „Bound for GIory“, sem gerð er
eftir ævisögu vísnasöngvarans
Woody Guthire.
Þær leikkonur, sem helzt þykja
koma til greina við verðlaunaveit-
inguna, eru Liv Ullman fyrir leik
sinn í „Augliti til auglitis” og
Faye Dunaway fyrir hlutverk sitt
I „Network".
Greinargerd endurskoð-
anda um bókhald Vængja
MORGUNBLAÐINU hefur borizt frá
stjóm Vængja h/f eftirfarandi
greinargerð endurskoBanda um bók-
hald Vængja h/f:
Ég hef lokið endurskoðun á bókhaldi
Vængja h.f. fyrir árið 1976, og samið
ársreikninga sem hjálagt fylgja og
áritað þá. án sérstakra athugasemda
Bókhaldið er fært samkvæmt viður-
kenndum bókhaldsreglum og endur-
skoðun unnin samkvæmt venju um
endurskoðun
Það er mitt álit að reikningarnir gefi
glögga mynd af rekstri ársins og efna-
hag I árslok
Það hefur ekki farið fram hjá mér að
málefni félagsins hafa verið rædd á
opinberum vettvangi og deildar
meiningar um gerðir félagsstjórnar.
Greinargerð þessa ber að skoða sem
upplýsingar til stjórnar og hluthafa'um
innri málefni félagsins. en ekki innlegg
t umræðu á opinberum vettvangi.
Athugasemdir mlnar bera þó með sér,
að atriða er getið, sem ekki væri
ástæða til að greina sérsfaklega. nema
vegna þess að fyrrnefndar umræður
hafa farið fram, og ef verða mætti til að
eyða ágreiningi og treysta samheldni
eigenda
1. Fyrirkomulag bókhalds er að
stofni til traust og allgóð regla á færslu
þess Bókhaldskerfi félagsins gerir ráð
fyrir „lokaðri sjóðmeðferð" þ.e.a.s allir
innkomnir peningar leggist á banka-
reikning jafnóðum og allar útgreiðslur
séu með ávlsunum gegn ákveðnu
fylgiskjali. (Ég mæli eindregið með
þessu fyrirkomulagi) Innkomnir pen-
ingar, sem bókhaldið greinir, hafa
verið lagðir á bankareikninga jafn-
óðum. Grein er gerð fyrir útborgunum
á sama hátt
Engin dæmi eru um hinar svo-
kölluðu „keðjuávisanir" eða óbókfærða
meðferð fjármuna
2 Meðferð fjár I sambandi við kaup
og sölu hlutabréfa, sé ég ekki ástæðu
til að rekja, en vísa I þvi efni til
fundargerða og efnahagsreikningsins.
ásamt sundurliðum þeim, sem honum
fylgja Ég tek ekki afstöðu til verðlagn-
ingar hlutabréfa, eða þess hver selur
hverjum, þar sem það snertir ekki
reikningsskilin sem sllk Með bréfi við-
skiptaráðuneytisins dags 16/7 1976
er félaginu heimilað að eiga allt að
30% af hlutabréfaeign félagsins. Bók-
færð hafa verið kaup á eigin hluta-
bréfum á árinu:
a) að nafnverði kr. 2.600 000 fyrir
kr 10 400 000
b) að nafnverði kr 900 000 fyrir kr.
900 000, samtals kr. 1 1 300 000
Ég hef kannað að hlutabréf þessi eru
til staðar og framseld til félagsins.
nema.
a) Bréf keypt af Birni Sveinbjörns-
syni að nafnverði kr 220 500, eru
sögð glötuð og þannig framseld af
Birni.
b) Bréf að nafnverði kr. 900 000,
sem stjórnin telur félagið eiga for-
kaupsrétt að frá Hreini Haukssyni á
nafnverði (Greitt hefur verið upp!
þessi bréf Hreins kr, 200 000)
3. Félagið hefur annast milligöngu
um kaup og sölu hlutabréfa einstakra
hluthafa og lánað til þess fé, sbr
efnahagsreikning Ég llt sve á að skylt
sé samkvæmt skattalögum, að telja
slíka fyrirgreiðslu. sem er I eðli sínu
óviðkomandi rekstri félagsins, sem
ráðstöfun á skattfrjálsum varasjóði,
sem bókfærður var kr 1 1 5 900, og er
þvl talinn I rekstrarreikningi til skatt-
skyldra tekna með 20% álagi
4 Peningar I sjóði sbr efnahags-
reikning kr 1 942 880, hef ég ekki
kannað Hér er um að ræða frávik frá
aðalreglu um að „peningar" séu aðeins
á bankareikningum Bókhaldari
upplýsir að fyrir liggi greiðslufylgiskjöl
greidd I febrúar 1977, á móti þessum
sjóði
Innistæður og skuldir á bankareikn-
ingum hef ég sannreynt
5 Kröfu á National Aero Ass Kr
3 1 25 500 hef ég ekki kannað
6 Tjónkrafa á Trvggingu h f , er
áætluð af formanni stjórnar og bók-
færð sbr. rekstrar- og efnahagsreikning
kr 5 000.000 Kröfu þessa hef ég
ekki kannað Skuld við Tryggingu h.f
kr 5 933 214 er bókfærð sbr við-
skiptareikning
7 Fengin veS:
a) Handveð frá Ferðamiðstöðinni h.f.
Veðskuldabréf kr 1.200 000 (3 ára)
b) Handveð frá Ferðamiðstöðinni
h.f. Veðskuldabréf kr 2 000 000 (6
ára)
8 Veðsetningar:
a) TF-REI og TF-REG (ásamt tjón-
bótum), eru veðsettar Landsbanka ís-
lands og Irvin Trust Co , vegna
erlendra lána $ 410.000
b) TF-RED er veðsett Balfour
Williamsons Ltd vegna skuldar £
29 062 80
c) Veðskuldabréf (skv lið 7a) kr
2 000.000 er veðsett að handveði til
Skeljungs h f , ásamt tryggingavTxli kr
3 000 000
d) Víxileign (3 vislar) kr. 1 740 000
samþykkt af Bjarna Jónassýni. Vest-
mannaeyjum, er veðsett að handveði
til Landsbanka íslands
Ég vænti þess að greinargerð þessi
sé fullnægjandi, en er að s|álfsögðu
reiðubúinn til að veita (rekari upplýs-
ingar, ef óskað er
Virðmgarfyllst
Gunnar R. Magnússon