Morgunblaðið - 29.03.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977
37
Aukning f ramleiðslu
— eina leiðin til raun-
hæf ra k jarabóta
— sagði Davíð Sch. Thorsteinsson
í ræðu á ársþingi iðnrekenda
Margt athyglisvert kemur í ljós
þegar borin eru saman árin 1975
og 1976, en það eru aðeins tvær
staðreyndir sem ég ætla að gera
að umræðuefni hér.
Viðskipta-
kjarabati
Hin fyrri er batinn á viðskipta-
kjörum, það er að segja: út-
flutningsvörur okkar hækkuðu
meira á heimsmarkaðinum en
þær vörur, sem við kaupum til
landsins.
Nauðsynlegt er að við gerum
okkur grein fyrir því, að þessi
hagstæða þróun skapaðist ekki
fyrir okkar eigin atbeina og því
rangt að þakka okkur sjálfum
þann bata, sem vissulega hefur
orðið á efnahagslifinu undanfar-
ið.
Ennfremur þarf að hafa i huga,
að viðskiptakjörin i heild eru enn
ekki orðin jafn hagstæð og þau
voru á árinu 1974. Þess vegna er
óraunhæft að búast við sama
kaupmætti launa og var I nokkra
daga á árinu 1974, vegna við-
skiptakjarabatans eins.
Ég geri þetta að umræðuefni
hér, vegna þess, að mér finnst
eins og þessar einföldu staðreynd-
ir hafi týnst í öllu því moldviðri,
sem þyrlað hefur verið upp i um-
ræðum um efnahagsmál hér á
landi undanfarið.
Aukning iðnaðar
tvisvar
sinnum meiri
Siðari staðreyndin er sú, að
framleiðsluverðmæti iðnaðar
jókst tvisvar sinnum meira en
velta þjóðfélagsins, þ.e. þjóðar-
tekjur, á árinu 1976.
Raunar er þetta ekkert nýtt. Til
dæmis stendur i nýútkominni
skýrslu Þjóðhagsstofnunar:
„Aukning iðnaðarframleiðslu
hefur verið langt umfram
aukningu þjóðarframleiðslu á
tímabilinu 1969 til 1976“.
Mismununin
staðreynd
Það var mikill fengur að því
fyrir iðnaðinn þegar skýrsla Þjóð-
hagsstofnunar um hag iðnaðar
kom út fyrir skömmu. Þar er að
finna á einum stað fjölmargar
staðreyndir um islenskt efnahags-
lif. Þær upplýsingar, sem þar
koma fram, staðfesta þann mikla
mun, sem er á starfsskilyrðum
iðnaðar samanborið við aðra
höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar.
I skýrslunni kemur fram að:
— iðnaðurinn greiðir að meðal-
tali 30% (eða */4) hærri vexti en
hinir höfuðatvinnuvegirnir,
— hlutur iðnaðar i útlánum
bankakerfisins minnkaði úr 13%
árið 1970 í 9,4% árið 1976.
— Framlög til iðnaðar eru
aðeins 0,6% af fjárlögum 1977, en
hins vegar eru framlög til sjávar-
útvegs 2,1% og til landbúnaðar
5,1%:
— iðnaðurinn greiðir 3,5%
launaskatt, en landbúnaður og
fiskveiðar greiða engan launa-
skatt,
— Heimilt er með lögum að
leggja 3 sinnum hærra aðstöðu-
gjald á iðnað en fiskveiðar.
Reykjavíkurborg notar heimild
þessa á þann hátt, að aðstöðugjald
á iðnað er 5 sinnum hærra en á
fiskveiðar,
— vélar, húsnæði og annar
búnaður iðnaðarins I dag er mun
dýrari en erlendra keppinauta,
vegna þeirra háu gjalda, sem lögð
hafa verið á framleiðslutæki
iðnaðarins o.s.frv., o.s.frv.
Þessi ósanngjarna mismunun
skekkir grundvöll gengis-
skráningarinnar og gerir það að
verkum.að ómögulegt er að skrá
gengi krónunnar rétt. Röng
gengisskráning skerðir sam-
keppnishæfni iðnaðarins, dregur
úr útflutningi, eykur erlenda
skuldasöfnun og heldur niðri lifs-
kjörum á tslandi.
Þrátt fyrir þennan aðbúnað er
athyglisvert að vöxtur iðnaðar-
framleiðslu hefur verið „langt
umfram aukningu þjóðarfram-
leiðslu undanfarin ár“, svo aftur
sé vísað til skýrslu Þjóðhagsstofn-
unar.
Mér er spurn, hver hefði vöxtur
hans orðið, ef hann hefði t.d.
fengið að njóta sömu starfs-
skilyrða og útlendingar njóta á
tslandi? Hversu miklu betri væru
lifskjör hér á landi i dag, ef svo
hefði verið?
Aukning fram-
leiðslu er eina
leiðin til raun-
hæfra kjarabóta
Ég vil við þetta tækifæri þakka
skilning og drengilegan stuðning
samtaka iðnverkafólks i þeirri
Davið Sch. Thorsteinsson.
baráttu sem við höfum háð fyrir
bættum starfsskilyrðum iðnaðar-
ins. Forystumenn þeirra gera sér
ljóst, að eina leiðin til raunveru-
legra kjarabóta er aukning fram-
leiðslu og framleiðni. Þeir hafa
skilið, að frumskilyrði þess, að
iðnaðurinn geti greitt starfsfólki
sínu sómasamleg laun er, að hann
búi við sambærilega starfsaðstöðu
og keppinautar hans.
Ég veit að aðrir leiðtogar laun-
þega skilja þessa staðreynd og i
þeim samningum, sem framund-
an eru, vona ég að okkur takist
sameiginlega að koma i veg fyrir
að þjóðarógæfan — hið ónauðsyn-
lega allsherjarverkfall i fyrra —
endurtaki sig. Ég segi ónauðsyn-
legt verkfall vegna þess, að það
hafði I raun og veru engin áhrif á
sjálfa kjarasamningana. Það
minnkaði þjóðarframleiðsluna —
minnkaði það sem til skiptanna
var — og dró úr getu atvinnu-
veganna til að greiða hærri laun.
Auk þess skaðaði tekjumissirinn i
verkfallinu beint allt það fólk,
sem þátt tók í því.
Við hljótum að geta leyst þessi
mál I sameiningu með friðsamleg-
um hætti; snúið frekar bökum
saman til að auka framleiðsluna i
landinu — byggja upp, I stað þess
að rifa niður —.
Ég fullyrði að engin deila
stendur um það milli atvinnu-
rekenda og launþega að lifskjör
þurfa að batna á tslandi.
Ég vil nota þetta tækifæri til að
lýsa þvi yfir, að íslenskir iðn-
rekendur eru reiðubúnir að
greiða starfsfólki sínu verulega
hærri laun, ef iðnaðinum verða
búin sömu starfsskilyrði og keppi-
nautar hans búa við.
Vörn iðnaðarins hingað til gegn
óeðlilegum starfsskilyrðum hefur
verið að halda niðri launum
starfsmanna sinna. Þetta verður
að breytast. Starfsfólk iðnaðarins
má ekki vera láglaunafólk, það er
hvorugum aðilanum til góðs.
Aðgerðir
stjórnvalda
sfðan 1974
Haustið 1974 fór stjórn F.t.I.
þess formlega á leit við ríkis-
stjórn Islands, að sótt yrði um
framlengingu á aðlögunartíman-
um að EFTA og samningnum við
EBE. Stjórn félagsins nefndi
margar ástæður fyrir þessari
málaleitan sinni, m.a.:
1. Framkvæmd loforða rfkis-
stjórnar tslands frá nóvember
1967.
2. Gengi krónunnar hefði verið
skekkt með tilfærslum og
styrkjum til þeirra greina at-
vinnulífsins, sem gengi krónunn-
ar er einkum miðað við.
3. Fjárfestingakostnaður
íslenskra iðnfyrirtækja væri mun
meiri en erlendra iðnfyrirtækja,
m.a. vegna þess að ennþá væri
greiddur um 20% innflutnings-
skattur af vélum og tækjum til
iðnaðar.
I framhaldi af þessari málaleit-
an fóru fram allmiklar viðræður
við ríkisstjórnina, sem lauk með
þvi að:
1. Felldur var niður að hálfu
söluskattur f tolli af helstu
vélum til iðnaðar, þ. 1. janúar
1975.
2. Framlag ríkissjóðs til Ut-
flutningsmiðstöðvar iðnaðar-
ins var hækkað um 2 milljónir
króna á árinu 1975, eða úr 10
milljónum i 12 milljónir.
Miðað við verðgildi hefur
framlagið hins vegar farið
minnkandi ár hvert og er nú 15
milljónir.
3. Rikisstjórnin lýsti þvi yfir , að
eitt af grundvallarstefnumál-
um hennar væri að: „ekki yrði
gripið til neinna aðgerða, er
skekktu gengisskráninguna og
að leiðrétt yrðu þau atriði í
efnahagskerfinu, sem röskuðu
réttum grunni gengisins."
4. Rikisstjórnin ákvað að láta
gera úttekt á stöðu fram-
leiðsluiðnaðarins með sérstöku
tilliti til hvað áhrif EFTA
aðild hefði haft.
Það sem gerst hefur i
málefnum iðnaðarins siðan þessi
yfirlýsing var gefin, er einkum
eftirfarandi:
1) Um áramótin, eða heilum sjö
árum eftir að við gengum í
EFTA, var loks felldur niður
að fullu söluskattur i tolli af
vélum.
2) Þessa dagana er verið að
ganga frá reglum miðað við 1.
janúar 1977 um niðurfellingu,
eða endurgreiðslu,
aðflutningsgjalda, hverju
nafni sem þau nefnast, af
öllum vélum, vélahlutum,
varahlutum, hráefnum og efni-
vörum iðnaðarins og er það
vissulega þakkarvert.
Tollarnál iðnaðarins eru þó
engan veginn komin I viðunandi
horf. Við búum enn við há gjöld
af byggingarefni eða allt til ársins
1980, þegar umsömdum að-
lögunartima lýkur.
Breytingin á vaxtakjörum, sem
tók gildi fyrir nokkrum dögum er
skref I þá átt, að leiðrétta þann
mismun, sem rikt hefur á þessu
sviði — lítið skref að vísu — en þó
skref í rétta átt iðnaðinum til
hagsbóta.
I byrjun febrúar skipaði
iðnaðarráðherra nefnd, er:
„hafi það hlutverk að bera
saman starfsaðstöðu innlends
iðnaðar og iðnaðar i samkeppnis-
löndum okkar annars vegar og
annarra höfuðatvinnuvega
hérlendis hins vegar, og koma
með tillögur um löggjafar- og
framkvæmdaatriði, sem í Ijós
kemur að nauðsynlegar verða til
að jafna starfsaðstöðu íslensks
iðnaðar."
Ég bind miklar vonir við störf
þessarar nefndar, sérstaklega
vegna þess að ég veit að meiri-
hluti er fyrir hendi innan ríkis-
stjórnarinnar og á Alþingi til að
framkvæma tillögur hennar.
Þau atriði sem ég nefndi úr
skýrslu Þjóðhagsstofnunar svo og
ofangreind nefndarskipan sýna
svo að ekki verður lengur um
deilt, að enn er ekki búið að koma
aðbúnaðarmálum iðnaðarins I það
horf, sem hefði þurft að vera
þegar 1970 er aðlögun að
fríverslun hófst.
Til dæmis má nefna, að enda
þótt það sé eitt af grundvallar-
stefnumálum núverandi rikis-
stjórnar, „að leiðrétta þau atriði i
efnahagskerfinu, sem raska
réttum grunni gengisins", svo
vitnað sé í orð háttvirts forsætis-
ráðherra, er þvi miður enn óra-
langt i land að þvi takmarki verði
náð.
Ég vil líka nefna virðisauka-
skatt i stað söluskatts, en virðis-
aukaskatti hafði verið komið á í
öllum samkeppnislöndum okkar,
áður en við gengum í EFTA.
Um virðisaukaskatt er búið að
ræða árum saman og eru flestir
sammála um að nauðsynlegt sé að
taka upp virðisaukaskatt, eða
söluskatt með virðisaukaskatts-
sniði, til að jafna samkeppnisað-
stöðu innlendra atvinnuvega við
erlenda keppinauta bæði hér-
lendis og erlendis.
Islensk stjórnvöld hafa þó enn
ekki tekið afstöðu til málsins. Þau
hafa ekki einu sinni tekið afstöðu
til „jöfnunargjalds" kerfisins,
sem vinnuveitendur lögðu til
fyrir ári slðan að yrði tekið upp til
bráðabirgða, þar til virðisauka-
skattskerfi yrði komið á
hérlendis.
1 skýrslu fjármálaráðuneytisins
um virðisaukaskatt segir, að þótt
ákveðið væri að taka upp slíkt
kerfi I dag, yrði það ekki komið til
framkvæmda fyrr en I fyrsta lagi
1980, eða þegar umsömdum aðlög-
unartima lýkur.
Framlenging
á aðlögunartíma
fslenskra
stjórnvalda
að fríverslun
Þessi dæmi og ótal mörg önnur
tel ég sýna ljóslega, að þegar við
tölum um framlengingu
aðlögunartíma, erum við ekki að
tala um framlengingu fyrir
iðnaðinn, heldur um fram-
lengingu á aðlögunartima
íslenskra stjórnvalda að
fríverslun.
Eðlilegt er að islensk stjórnvöld
þurfi lengri tima en 10 ár til að
„taka upp gjörbreytt búskaparlag
á Islandi", eins og einn alþingis-
maðurinn orðaði það á Alþingi
árið 1970, og því er framlenging
svo nauðsynleg fyrir islensk
stjórnvöld.
Hverjum hugsandi manni er
ljóst, að auðvitað getur aðlögun
iðnaðarins að friverslun ekki
hafist í raun, fyrr en aðlögun
stjórnvalda er vel á veg komin.
Þegar ég tala um seinagang og
mismunun er ég ekki að álasa
einstökum ráðamönnum þjóðar-
innar. Margir áhrifamenn, bæði
stjórnmálamenn og embættis-
menn, skilja nauðsyn gjörbreytts
búskaparlags, en breytingarnar á
■
■
■
■
■
I
HEpölII
stimplar,
slífar og
hringir
Ford 4-6-8 strokka
benzín og díesel vélar Opel
Austln Mini Peugout
Bedford Pontiac
B.M.W. Rambler
Buick Range Rover
Chevrolet Renault
4-6-8 strokka Saab
Chrysler Scania Vabis
Citroen Scout
Datsun benzín Simca
og díesel Sunbeam
Dodge — Plymouth Tékkneskar
Fiat bifreiðar
Lada — Moskvitch Toyota
Landrover Vauxhall
benzín og díesel Volga
Mazda Volkswagen
Mercedes Benz Volvo benzin
benzín og diesel og díesel
■
I
ÞJÓNSSON&CO
Skeilan 17
efnahagskerfinu eru svo marg-
þættar og róttækar, að þótt fullur
skilningur hafi verið fyrir hendi
hjá þessum aðilum, hafa þessi
mál ekki komist lengra áfram, en
raun ber vitni.
Nú, þegar skýrsla Þjóðhags-
stofnunar liggur fyrir og staðfest-
ing þar með fengin á þeirri mis-
Framhald á bls. 34
HÖGGDEYFAURVAL
FJAÐRIR
KÚPLINGSDISKAR
KÚPLINGSPRESSUR
SPINDILKÚLUR
STÝRISENDAR
VIFTUREIMAR
KVEIKJUHLUTIR
FLEST í RAFKERFIÐ
HELLA aðalluktir, lukta-
gler, luktaspeglar og
margs konar rafmagns-
vörur
BOSCH luktiro.fi.
S.E.V. MARCHALL lukt-
ir
CIBIE luktir.
LJÓSASAMLOKUR
BÍLAPERUR allar gerðir
RAFMAGNSVÍR
FLAUTUR 6—24 volt
ÞURRKUMÓTOR
6—24v
ÞURRKUBLÖO
ÞURRKUARMAR
BREMSUBORÐAR
BREMSUKLOSSAR
ÚTVARPSSTENGUR
HÁTALARAR
SPEGLAR í úrvali
MOTTUR
HJÓLKOPPAR
FELGUHRINGIR
AURHLÍFAR
MÆLAR alls konar
ÞÉTTIGÚMMÍ OG LÍM
HOSUR
HOSUKLEMMUR
RÚÐUSPRAUTUR
FELGULYKLAR
LOFTPUMPUR
STÝRISHLÍFAR
KRÓMLISTAR
BENSÍNLOK
TJAKKAR 1V2—30T
VERKSTÆÐISTJAKKAR
FARANGURSGRINDUR
BÖGGLABÖND
ÞOKULJÓS
SMURSPRAUTUR
PÚSTRÖRAKLEMMUR
RAFKERTI
LOFTFLAUTUR
BENZÍNSÍUR
EIRRÖR+ FITTINGS
BRETTAKRÓM
VERKFÆRI
SLÍPIPAPPÍR
VATNSDÆLUR
ÞVOTTAKÚSTAR
BARNAÖRYGGIS
STÓLAR
BARNABÍLBELTI
BÍLBELTI
HNAKKAPÚÐAR
ÖSKUBAKKAR
MÆLITÆKI f. rafgeyma
SWEBA sænskir úrvals
rafgeymar
ISOPON OG P-38 beztu
viðgerða- og fylliefnin
PLASTI-KOTE spray
lökkin til blettunar o.fl.
Athugið
allt úrvalið
l^^naust h.t
Síðumúla 7—9
Sími 82722