Morgunblaðið - 29.03.1977, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 29.03.1977, Qupperneq 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 MORÖdKc KflFfíNO S iSjJ'' Nei, nei, vina mln, é er ekki að búa þetta til vegna þess að hún mamma þfn ætlar að borða hjá okkur. IBBR- Fyrir alla mini komdu heldur 15 mín. of seint I vinnuna! Ég held, að hugmyndin um „kengúrustælinn" sé ekki vænleg. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Séu líkur miðaðar við hugsan- legan ábata þykir reikningslega rétt að fara í game á hættunni séu líkur til vinnings a.m.k. 35%. Þetta á við í sveitakeppni en utan hættu þurfa líkurnar að vera heldur meiri. Keppnisspilarar lenda því oft í ansi hörðum game- um og þá er betra að útspilsgetan sé þokkaleg. Viðfangsefni dagsins er úrspils- þraut. Suður gefur, austur og vestur á hættu. Norður S. K5 H. 62 T. D83 L. KD9864 s«öur S. DG7 H. ÁK953 T. K94 L. GIO Eftir að suður, þú lesandi góð- ur, opnað einu hjarta, segir vest- ur einn spaða. Suður verður síðan sagnhafi í þrem gröndum. Vestur spilar út spaðasexu, lágt frá blind- um og suður tekur niuna með gosa. Laufgosi fær næsta slag en vestur tekur lauftiuna með ás, spilar spaðaás og aftur spaða. Austur lætut tígul í seinni spað- ann og suður fær slaginn á drottn- ingu. Hvernig er best að spila spilið og ná níu slögum? Það er greinilegt að vestur má alls ekki komast inn og austur verður því eð eiga tigulás ef spilið á að vinnast. Þar að auki verðum við að komast inn á blindan því níu slagir fást ekki án þess að nýta lauflitinn. Gosi og tía blönk í vestur er möguleiki en þá er hægt að búa til innkomu á blindan. Við spilum þvi tigulkóng og sjáum hvað vestur lætur. Hendur vesturs og austurs gætu verið þannig. Vestur Austur S. Á108632 S. 94 H. G87 H. D104 T. G10 T. Á7652 L. Á2 L. 753 Þegar tían kemur er sama hvað austur gerir. Ef við fáum slaginn spilum við næst níunni og látum drottninguna frá blindum. Áttan verður þá trygg innkoma. Áhugasamir og lengra komnir lesendur hafa eflaust séð, að skemmtilegur möguleiki leynist í hjartalitnum en þeir þyrftu þá heldur ekki þessarar úrspils- æfingar með. Stóriðja „Velvakandi góður. I dag, laugardaginn 19. febrúar, las undirrituð grein i Morgun- blaðinu varðandi erlendastóriðju á Islandi, ritaða af hópi ónafn- greindra nemenda frá Mennta- skólanum við Hamrahlið. Við greinarlok birtist athugasemd frá ritstjóra blaðsins, þar sem mál- flutningur námsmanna er talinn byggjast á „tilfinningavaðli" fremur en föstum rökum, jafn- framt þvi vísar ritstjórinn til haldbetri lesturs i Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins 13. febrúar s.l. Við endurtekinn lestur nefnds Reykjavíkurbréfs eru undirrit- aðri efst í huga tveir kaflar. Fyrst skal nefna kaflann um Isal og hreinsitækin. Minnst er á ágrein- ing um hvenær lokið skuli við uppsetningu viðunandi hreinsi- tækja í álverinu í Straumsvík og að I viðræðum ráðherra við Sviss- neska álfélagið beri að leggja áherslu á að þessi hreinsitæki verði sett upp á sem skemmstum tíma. Til sliks virðist jú tími til kominn ef marka má ummæli heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarð- ar, sem vitnað er i, en þau eru þessi: „við höfum fyrir löngu gert okkur grein fyrir þvi, að það þarf að koma upp hreinsitækjum og þá er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki þarf siður að hugsa um mannskapinn, sem vinnur inni i kerskálunum og á svæði lsal.“ Hinn kafli Reykjavikurbréfs- ins, sem um skal getið, ber fyrir- sögnina „Herferð kommúnista gegn stóriðju". Þar eru islenskir námsmenn úr fjölmörgum skól- um, innan lands sem utan, harð- lega ávitaðir fyrir að hvetja þjóð sina til aðgátar varðandi rekstur fjölþjóðafyrirtækja á tslandi, svo sem álvera, með tilliti til feng- innnar reynslu (hérlendis, í Noregi og viðar). Höfundur Reykjavíkurbréfsins telur rætur afskipta námsmannanna ótvirætt frá kommúnistum komnar. Orð- rétt skrifar hann: „öllum hinum „trúuðu" ber skylda til að láta í sér heyra og þeir sinna þvi kalli. Þannig hafa kommúnistar alltaf verið og þannig munu þeir alltaf verða.“ Ennfremur stendur skrif- að: „kommúnistar vinna skipu- lega að þvi að misnota það frelsi sem hér ríkir". Hvernig getur höf- undur Reykjavíkurbréfs leyft sér að gefa í skyn, að þeir, sem i sér hafa látið heyra á þessum vett- vangi, séu allir „trúaðir" á kommúníska vísu? Undirrituð vill andmæla réttmæti sliks, vit- andi vits að misnotkun frelsis er ríkjandi í ótal myndum mannlífs- ins um heim allan vegna tilverkn- aðar manna, sem ýmist teljast til kommúnista, andkommúnista eða annarra hópa. ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI 67 — Ég geng'út frá þvf sem gefnu að þið munið öll að Otto var ákaflega óstyrkur meðan við biðum eftir læknínum þetta kvöid. Við ályktuðum sem svo að það væri vegna þess að hann óskaði þess að faðir hans fengi hjálp sem allra fyrst og gæti náð heilsu, en kannski hann hafi verið hræddur um hið gagnstæða. Þegar Daniel kom loksins út I eldhúsið og til- kynnti að hættan væri liðin hjá, stökk Otto á fætur og sló á öxi honum, en gleði hans fannst mér mjög óraunveruleg, og til- gerðarleg þar sem HANN átti I hiut! Ég held að á þvf augna- bliki hafi hann ákveðið — upp á eigin spýtur — að ryðja föður sfnum úr vegi. Hann var enn f uppnámi eftir rifríldið við föður sinn og hann hafði ekki f hyggju að sitja með hendur í skauti sér og horfa þegjandi á það ... að Helene væri hrifsuð frá honum... Já, nú vitum við hvernig þetta gekk fyrir sig. Hann svæfði Minu með sul- fonal, sem hann hafði fengið hjá föður sfnum einhvern tfma og um þrjúleitið kom hann aft- ur til að eyða sporunum eftir svefnlyfin. Ilann kom inn eid- húsmegin og greip ( leiðinni gúmfhanska sfna og vann sfðan með þá á höndunum. Þegar Fredrik Malmer bað um vatn að drekka og Otto hvatti hann vinalega f meira lagi tii að taka samtfmis hjartadropana sfna, vildi hann ekki eiga neitt á hættu og vekja grun föður sfns með þvf að gefa honum að drekka með hanzka á höndun- um. Eftir að morðið hafði verið framið varð hann því að fjar- lægja öll fingraför af flöskun- um. Þegar hann var að skola glasið heyrði hann að Puck kom aðvffandi. Hann smeygði sér út gegnum borðstofuna og inn til sfn f vinstri álmunni. Ég veit ekki hvað hann gerði við hanskana, en ég býst við þeir hafi verið faldir samvizkusam- lega ... Við höfum þegar vit- neskju um að hann gat ekki alskostar leynt taugaóstyrk sín- um eftir morðið. Það sem kom mér þó mest á óvart var tilraun hans til að fá okkur til að trúa að hann hefði heyrt f Birni Udgren úti f garði um tólfleytið um nóttina. Björn sagðist hafa verið heima eða að minnsta kosti á leiðinni heim að Odda. Ég hallast að þvf að það hafi verið satt. En hvers vegna iaug Otto ... ætli það hafi ekki verið til að beina athyglinni frá sjálf- um sér? HVERNIG ÉIGUM VIÐ YFIRLEITT AÐ SKYRA ALLT SEM ÉG HEF DREGIÐ FRAM IIÉR EF MAÐUR GENGUR EKKI UT FRÁ ÞVI SEM GEFNU AÐ OTTO MALMER SÉ HINN SEKI? Christer hafði lagt áherzlu á sfðustu orð sfn og sú þögn sem á eftir kom fól f sér undrun og spennu. Ég gaut augunum á Otto, sem þerraði svitann af enni sér. Hvimandi augum og óttaslegnum horfði hann í kringum sig. — Ef það er virkilega svona sem málum er háttað, sagði nú eiginkona Otto Malmers sker- Framhaídssaga eftir Mariu Larsg Jöhanna Kristjónsdóttir þýddi andi röddu — hvers vegna er hann þá ekki handtekinn? 12. kafli. Christer andvarpaði, tróð í pípu sfna og sagði: — Annað- hvort er maður fær um að sanna, skýrt og skorinort hver hefur framið morð eða maður reynir að slá hring um glæpa- manninn með aðstoö rökhyggju og skynsamlegra tilgátna. Það net sem glæpamaðurinn skal veiddur f verður að vera alger- lega pottþétt... Það mega ekki vera nein smávandamál að bögglast fyrir manni... Þá hef- ur netið ekki verið nógu þétt og þá verður að leita annarra möguleika. — Og hvaða minniháttar vandamál eru að bögglast fyrir þér spurði Einar — sem ekki er hægt að leysa svo að þau sam- ræmist þessari kenningu? Gát- an um arf Björns Udgrens? — Já til dæmis. Og það er eitt smáatriði sem er svo mikilvægt að ég veit ekki einu sinni hvort maður hefur leyfí til að kalla það smátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.