Morgunblaðið - 29.03.1977, Page 38

Morgunblaðið - 29.03.1977, Page 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1977 — Drukknaði Framhald af bls. 48 firði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Mennirnir höfðu farið frá Höfn rétt fyrir hádegið og ætl- uðu á fuglaveiðar. Hins vegar urðu þeir bensinlausir og brugðu þeir á það ráð að taka land i Hornsvík og fá lánað bensin hjá varnarliðsmönnum i radarstöðinni i Stokksnesi. Á útleiðinni vildi óhappið til. Bátnum hvolfdi þegar hann fór í gegnum öldugarð spöl- korn frá landi. Þeir Guðjón og Ásgeir syntu til lands og kom- ust þangað báðir mjög þrekað- ir, en Ásgeir aðstoðaði Guðjón síðasta spölinn. Jón heitinn hélt sér í bátinn. var hann lát- inn þegar Bandaríkjamenn frá Stokknesi og björgunarsveitin á Höfn komu á staðinn, en Bandaríkjamennirnir höfðu gert henni viðvart um slysið, en þeir sáu tilsýndar hvað var að gerast. — VanceíMoskvu Framhald af bls. 1. styrjöld og hefta vigbúnaðarkapp- hlaupið“. Hann sagði að aðalverk- efnið sem þyrfti að leysa af hendi í Moskvu væri að gera nýjan samning um takmörkun kjarn- orkuvigbúnaðar (Salt-2). Vance hefur meðferðis tvær til- lögur um Salt-2. önnur gerir ráð fyrir víðtækum rammasamningi og í henni felst að ákveðin verði veruleg fækkun kjarnorkuvopna. Hin tillagan er um takmarkaðan bráðabirgðasamning sem gerir ráð fyrir að fjöldi kjarnorku- vopna verði sá sami og samkomu- lag náðist um 1974 og að stefnt verði að gerð nýs samnings hið allra fyrsta. — Loðna Framhald af bls. 48 dræmrar veiði sunnanlands und- anfarna daga. í gærkvöldi var vit- að að Sigurður RE var búinn að kasta tvivegis í gær og var skipið búið að fá nokkur hundruð lestir af loðnu. Þá voru Stapavik og Súlan að koma á miðin, en veður fór versnandi i gærkvöldi, kom- inn var norðaustan strekkingur, sex vindstig og óvíst með veiði. — Aflaverðmæti Framhald af bls. 48 milli áranna 1975—1976. Ljóst virðist því að tekjur sjómanna hafa hækkað um 12—13% um- fram tekjur verkafólks og iðnað- armanna. Þá kom fram í ræðu ráðherra að samkvæmt nýjustu upplýsingum Þjóðhagsstofnunar hefur skiptaverð þorskafla hækk- að um 170% frá miðju ári 1974 til dagsins í dag en samvegin meðal- talshækkun alls afla um 159% og er þá miðað við hlutfallslega skiptingu verðmætis 1976. Til samanburðar mætti geta þess að visitala vöru og þjónustu hefði á sama tíma hækkað um 142 %. Ennfremur sagði Matthías Bjarnason, að sjávarútvegsráðu- neytið hefði mjög beitt sér fyrir að útgerðarlán til flotans hækk- uðu í samræmi við breytt verðlag. Hefði þetta tekist og hefði þessi fyrirgreiðsla bankakerfisins hækkað um 300% frá haustinu 1974. — Einvíginu lokið Framhald af bls. 48 sem er formaður nefndarinnar, Gunnar Gunnarsson, Baldur Möller, Vladislav Alster og Vassily Smyslov. — Trúlegt er að málinu verði vísað til Alþjóðaskáksambandsins og það látið skera úr um hvað gera skal, sagði Einar S. Einars- son formaður Skáksambandsins í gær. — Aðaleinvíginu hér lauk raunverulega á sunnudagskvöldið og átti að hefjast tveggja skáka einvígi á þriðjudag. Spassky var sagt frá þvf að lokinni skákinni á sunnudaginn hvenær næst ætti að tefla, en var þá í rauninni orðinn sjúkur. Það eru ýmis álitamál, sem koma upp í þessu sambandi og því teljum við nauðsynlegt að leita álits dómnefndarinnar og FIDE ef með þarf til að fá rétta túlkun á öllum atriðum. — Hvað gert verður í sambandi við einvígið ræðst ekki fyrr en eftir nokkra daga og varla fyrr en rætt hefur verið við Spassky um hver hans vilji er. Skáksam- bandið er jafnvel fúst til að bjóða að einviginu verði frestað í einn mánuð, en þá verði byrjað að nýju og þvi lokið á eðlilegan hátt. Það er okkar vilji að einvíginu ljúki við skákborðið, en þá er spurning hvaða rétt Hort hefur og hvaða kröfur hann getur gert, nú og hvort hann hefur tíma til að tefla hér aftur eftir mánuð, sagði Einar. Um miðjan april hefst Evrópu- meistaramótið og verður Hort meðal keppendanna í tékknesku skáksveitinni. Hins vegar eiga undaúrslitin um réttinn til að tefla gegn Karpov heimsmeistara að hefjast 1. ágúst nk. — Krafla Framhald af bls. 2 og á þeim tíma er mikið hægt að gera. — Starfsmenn Slippstöðvar- innar voru að vinna við það sem við höfum kallað „viðkvæmasta" hluta þess, sem eftir er, þ.e. gufu- lagnir í stöðvarhúsinu, svo og aðr- ar lagnir eins og stýri- og,smur- olíulagnir. Hver dagur sem þetta verk dregst seinkar það verklok- um eðlilega. Við höfum þegar taf- ist um nokkra daga vegna þessar- ar vinnustöðvunar og þetta teng- ist allt hvað öóru, þannig að vinnustöðvun við þetta verk kemur niður á ýmsum öðrum verkþáttum, sagði Einar Tjörvi. — Sorg í Hollandi Framhald af bls. 1. Þjóðverjar og þrír Austurríkis- menn). Hann sagði að hollenzku líkin yrðu ekki strax send heim þar sem leifar flugvél- anna lokuðu enn flugvellinum á Tenerife og flugvélar gætu ekki hafið sig á loft. Hann sagði þó hægt að flytja likin með skipi til Las Palmas og þaðan með flugvél til Hollands eða grafa líkin á Tenerife. Orlandini vildi ekki ræða or- sök slyssins fyrr en hann hefði heyrt hljóðritanir af samtölum áhafna risaþotanna og flug- turnsins. Hann sagði að KLM hefði yfir engu að kvarta á flugvellinum á Santa Crus. „Mörg stór flugfélög nota hann svo að draga má þá ályktun að flugvöllurinn fullnægi öllum öryggisreglum." Hollenzka ferðaskrifstofan Holland International tók KLM-þotuna á leigu. Flugstjóri KLM-þotunnar, Z.A.L.J. Veldhuizen van Zanten, var fimmtugur, hafði starfað hjá KLM í 27 ár og var einn reyndasti flugstjóri félagsins. Hann kenndi öðrum flugstjórum KLM á risaþotur. — Guðmundur Framhald af bls. 2 áliti Friðriks. Guðmundur hefur hlotið tvo vinninga og er (1 — 3. sæti ásamt Pachmann og Dzindzinchashvili frá tsra- el, en Friðrik hefur hlotið einn vinning. í fyrstu umferð mótsins tefldu þeir Guðmundur og Friðrik saman og lauk skák- inni með jafntefli eftir 25 leiki. í annarri umferð tefldi Guðmundur við bandariska stórmeistarann Byrne en Friðrik tefldi við stórmeistar- ann Pachmann, sem er land- flótta Tékki. Lauk báðum skákunum með jafntefli. Það telst til tíðinda í þessu móti, að þar tefla allir norrænu stór- meistararnir í skák, Friðrik og Guðmundur frá íslandi, Ulf Andersson frá Svíþjóð, Daninn Bent < Larsen og Heikke Westerinen frá Finnlandi. Eins og komið hefur fram i Morgunblaðinu teflir Helgi Ólafsson skákmaður um þessar mundir á alþjóðlegu skákmóti í Lone Pine í Bandaríkjunum. Helgi hefur staðið sig með ágætum, hefur hlotið 3 vinninga í 6 umferðum. Hann hefur teflt gegn þremur stór- meisturum, þeim Evans, Benkö og Reshevsky og gert jafntefli við þá alla, en í 6. umferð á sunnudaginn tapaði hann fyrir Sahovic, sem er al- þjóðlegur meistari frá Júgó- slavíu. Helgi hefur sem kunn- ugt er náð fyrri hluta alþjóð- legs meistaratitils. Hins vegar eru því miður litlar líkur á þvf að honum takist að ná í seinni hlutann á þessu móti. Á fyrra mótinu tefldi Helgi 15 skákir en umferðirnar eru 9 í þessu móti eða samtals 24 skákir. Hins vegar segja reglurnar svo til um, að tefla verði 25 skákir á tveimur mótum og ná árangri alþjóðameistara í þeim báðum til þess að hljóta titil- inn. Helga vantar þvi eina skák uppá og getur hann nú aðeins náð titilinum í þessari lotu, með því að verða einum vinningi fyrir ofan lágmarkið. Getur hann þá strikað út þenn- an vinning og talið hann 25. skákina, en FIDE hefur leyft slíkar undantekningar áður. — Sá vini mína Framhald af bls. 1. varð i vélinni," sagði Naik. „Þegar mér tókst að staulast á fætur fór ég þegar að leita að Elsie, konunni minni. Það eina, sem komst að hjá mér, var að finna konuna mina, en ég gat hvergi komið auga á hana. Allt í einu kastaðist einhver út úr flakinu og til allrar hamingju var það Elsie“. Viðtalið við Naik átti sér stað f sjúkrahúsi í Santa Cruz á Tenerife þar sem eiginkona hans liggur einnig, en að sögn hans er hún alvar- lega slösuð. „Þetta líkist engu nema því, sem maður hefur hingað til að- eins séð í kvikmyndum. Þotan var eitt samfellt eldhaf. Þegar áreksturinn varð var ég á fyrsta farrými, sem er á annarri hæð þotunnar, og við sem þar vor- um, féllum niður um gólfið," sagði Naik. Richard Sinnott var einn far- þeganna, sem eru til frásagnar um slysið, en allir þeir 67, sem komust lifs af, voru i Pan American-þotunni. Sinnott seg- ir að allra fyrst hafi árekstur- inn verið í likingu við bifreiða- árekstur, en síðan hafi kviknað í hreyfli á vinstri væng þotunn- ar, sem brátt hafi orðið alelda. Einn þeirra, sem sá árekstur- inn tilsýndar, segir að fyrst hafi myndazt gífurlegur eldhnöttur og siðan hafi eldtungurnar sleikt allt sem fyrir varð. John Charles Amador, 36 ára farþegi frá Marina del Mey í Kalifornfu er komst lífs af, lýsti slysinu og sagði „það var eins og að vera i ofni.“ Hann taldi sig hafa verið fimm minútur i flugvélinni eft- ir áreksturinn og allan þann tíma hefðu karlar og konur hrópað og barizt um að komast að gluggunum og burtu frá eld- tungunum. Amador komst út um einn gluggann, stökk út og lenti á bakinu. Hann kveðst hafa séð hollenzku flugvélina stefna á þá bandarísku, hefja sig nokkra þumlunga frá jörðu á flugtaks- hraða og heyrt ægilega spreng- ingu. í Los Angeles hópaðist fjöldi manns á skrifstofu Pan Am þar til að frétta af ættingjum en margir fóru þaðan örvænting- arfullir þegar nöfn látinna voru birt. Farþegarnir 364 sem fóru frá Los Angeles til að fara í 12 daga skemmtisiglingu frá Lais Palm- as með grísku skipi um Mið- jarðarhaf er þá hafði dreymt um voru hvaðanæva frá vestur- ríkjum Bandaríkjanna. Frú Lynne Younes frá Palos Verdes, Kaliforníu, beið fregna af manni sínum Ted, 36 ára gömlum fasteignasala. „Ted vinnur 365 daga á ári,“ sagði hún, „og eina hvildin sem hann fær er að fara úr landi.“ Nafn hans var ekki á lista sem birtur var með nöfnum þeirra sem komust lífs af. — Aðalfundur Verzlimar- bankans Framhald af bls. 3 vaxtatekna af þessu fé umfram meðalinnlánsvexti. Þessi mis- munur nær ekki þriðjungi mis- munar meðaltals inn- og útláns- vaxta. Þegar bundnar innstæð- ur í Seðlabanka eru orðnar ein krónaa af hverjum fjórum, sem banki hefur i innlánum og á þeim kjörum, sem nefnd voru hér, mega ljós vera áhrif þess á afkomu banka, þegar ekkert kemur á móti. Innlán Spariinnlánaaukning Verzlunarbankans nam 814 millj. kr. eða 42.4%, en velti- innlánaaukningin 72 millj. kr., sem er 13.2%. Námu heildar- innlán bankans 3.352 millj. kr. í lok siðasta árs og höfðu þau hækkað á árinu um 35.9%. Verzlunarbankinn getur vel við unað aukningu spariinnlána. Aukning spariinnlána við- skiptabankanna í heild umfram hlutfallslega aukningu siðustu ára má að nokkru skýra með vaxtahækkun þeirri, sem fékkst með stofnun nýs inn- lánaflokks 1. maí s.l. Vaxta- aukareikningar gefa af sér 22% ársvexti og eru uppsegjanlegir með árs fyrirvara. Um s.l. ára- mót voru þessi innlán liðlega 20% með spariinnlánum við- skiptabankanna, en Verzlunar- bankinn hafði um 11% af sín- um spariinnlánum á vaxtaauka- reikningi. Lítil aukning velti- innlána bendir frekar til veikr- ar stöðu fyrirtækja, sem í við- skiptum eru við bankann. Ef litið er á, hvernig innlán skipt- ast á hina ýmsu afgreiðslustaði bankans, sést greinilega sú þró- un, að hlutur útibúa fer vax- andi. I árslok 1975 voru 79.9% inn- lána í aðalbankanum en um s.l. áramót 77.5%. í samræmi við þessa þróun hefur alla tið verið lögð rik áherzla á að stofna úti- bú á heppilegum stöðum. Nú hefur fengist leyfi fyrir nýju útibúi, sem opnað verður með vorinu í húsnæði því, sem bank- inn keypti á árinu 1975 að Grensásvegi 13. Unnið er að smiði innréttinga og annar und- irbúningur er vel á veg kominn. Útlán Útlán Verzlunarbankans námu í lok s.l. árs 2641 millj. kr. og varð aukning þeirra á árinu 576 millj. kr. eða 27.9%. Hér er nokkru meiri aukning útlána en meðalútlánaaukning frjálsra útlána viðskiptabank- anna varð á s.l. ári og er átt við þá aukningu útlána, sem nam 24.2% og getið er hér að fram- an. Hin hagstæða þróun inn- lána hjá bankanum réttlætir verulegan hluta þeirra útlána, sem umfram var. Hlutföll milli útlánaflokka hafa nokkuð breytzt á s.l. ári frá fyrri árum. Utlán í formi víxla er og hefur verið höfuð lánaformið. Vixla- eign bankans I lok s.l. árs var 64.4% af útlánum hans en var ári áður 63.2%. Hlutur yfir- dráttarlána lækkaði á árinu úr 19.9% í 14.5% og á sama tíma hækkaði hlutur skuldabréfa úr 16.9% í 21.4%. Þessar breyting- ar eiga rót að rekja til vaxta- breytinga og reglna frá 1. maí s.l., þegar nýr flokkur útlána var tekinn upp samhliða vaxta- aukainnlánum þ.e. útlán með vaxtaauka en með honum urðu hæstu útlánsvextir 22.5% á ári. Heimilt var að lána helming vaxtaaukainnlána út með þess- um kjörum og lánatími ákveð- inn styzt þrjú ár og allt að fimm árum með greiðslu vaxta og af- borgana tvisvar á ári. Til að mæta auknum vaxtagjöldum bankanna vegna vaxtaaukainn- lána voru útlánavextir hækkað- ir frá og með 1. maí s.l. Forvext- ir víxla hækkuðu um 0.75% í 16.75% en vextir af yfirdráttar- lánum og skuldabréfalánum með breytilegum vöxtum um 1 %. I byrjun þessarar viku var heimild um útlán vaxtaauka- lána rýmkuð úr 50% I 75% af vaxtaaukainnlánum og jafn- framt mega þessi lán styzt vera til tveggja og hálfs árs. Heimild þessi hefur verið nýtt í ríkum mæli og verður áfram eftir því sem aðstæður hjá bankanum frekast leyfa. Hlutur Verzlunarbankans í heildarlánum innlánsstofnana til einkaverzlunar var í lok árs- ins 24.6% og hefur aldrei verið meiri. Verzlunarlánasjóður Utlán Verzlunarlánasjóðs námu í lok s.l. árs 409.4 millj. kr. og höfðu hækkað á árinu um 133.4 millj. kr. eða48.3%. Á árinu 1976 voru veitt 50 ný lán að upphæð 135.1 millj. kr. Afgreidd lán á árinu voru 66 að upphæð 160.0 millj. kr. og óaf- greidd í árslok 6 lán að upphæð 13 millj. kr. Eftir 10 ára starf á Verzlunar- lánasjóður umtalsverða fjár- hæð útistandandi I fjárfesting- arlánum til verzlunarfyrir- tækja eða 409.4 millj. kr. Við stofnun sjóðsins sinnti engin lánastofnun fjárfestingarþörf verzlunarinnar, og þótt hann sinni ekki nema broti af eftir- spurninni, er hér sprottinn stofn, sem fer að muna veru- lega um alveg á næstu árum. Hús verzlunarinnar Á s.l. ári hófust verklegar framkvæmdir við Hús verzlun- arinnar í hinum nýja miðbæ í Reykjavík. Unnið er að fyrsta áfanga hússins samkvæmt til- boði, en það er uppsteypa á neðri og efri kjallara. Láta mun nærri, að nú sé unnið við helm- ing af allri uppsteypu hússins. Samningur við verktaka gerir ráð fyrir að þessum áfanga verði lokið fyrir mitt ár. Frek- ari ákvarðanir um framkvæmd- ir hafa ekki verið taknar, en unnið er að útboði næsta áfanga, sem er uppsteypa þess hluta hússins, sem eftir verður að loknum fyrsta áfanga. Þegar þau gögn liggja fyrir, verða fljótlega teknar ákvarðanir um áframhaldandi byggingar- hraða. Arðgreiðsla Skilyrðum samþykkta bank- ans um greiðslu arðs er full- nægt. Þar kveður svo á, að inn- borgað hlutafé ásamt varasjóði nemi minnst 5% af innstæðum. Að því marki náðu heimilast að greiða arð, sem hlutfallslega er allt að jafn almennum innláns- vöxtum. Bankaráðið leggur þvi til, að hluthöfum verði greidd- ur 13% arður af innborguðu hlutafé. eins og það var hverju sinni á árinu 1976. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, lagði fram reikn- inga bankans og skýrði þá. Tekjuafgangur bankans á ár- inu nam 26.7 millj. kr. Til af- skrifta var varið 6.5 millj. kr., en til varasjóðs og ráðstöfunar aðalfundar voru 20.2 millj. kr. Þá nam tekjuafgangur stofn- lánadeildar bankans 10.2 millj kr. Eigið fé bankans í árslok var 211.5 millj. kr. og hafði það aukizt á árinu um 37.1 millj. kr. Ur bankaráði áttu að þessu sinni að ganga þeir Leifur ís- leifsson, kaupmaður, og Guð- mundur H. Garðarsson, alþing- ismaður, og voru þeir báðir endurkjörnir til 2ja ára. Fyrir eiga sæti í bankaráði Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, sem er formaður þess, Pétur O. Niku- lásson, stórkaupmaður og Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, stór- kaupmaður. Varamenn eru Sigurður Matthíasson, kaupmaður, Hannes Þ. Sigurðsson, deildar- stjóri, Sigurður Gunnarsson, forstjóri, Sverrir Norland, verkfræðingur og Hreinn Sum- arliðason, kaupmaður. Endurskoðendur voru kjörn- ir þeir Hilmar Fenger, fram- kvæmdastjóri og Kristmann Magnússon, kaupmaður, og til vara þeir Jóhann J. Ólafsson, stórkaupmaður og Gunnar Dungal, forstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.