Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1977, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. APRÍI. 1977 Félagar ú Svifflugfélaginu að smíða sér svifflugu á árunum fyrir stríð. Fremst eru bræðurn- ir Geir og Indriði Baldurssynir, Jón Dan lengst til hægri og til vinstri Kristinn Árnason úr Hafnarfirði og Helgi Filipusson. Þessi brot úr sprengikúlum loftvarnabyssna féllu yfir Reykjavík í skothríðinni 1. apríl 1 941, og fundust í miðbænum. Það þyngsta er 1 1 5 gr. að þyngd. hann sá 2ja hreyfla flugvél skammt norðan við Vífilfellið, í tæplega 100 m hæð. Ifyrstu tók hann að velta fyrir sér hvort Bret- arnir gætu verið komnir með Bristol Blenheim vélar. En meðan hann var að hugleiða þetta og var kominn út úr bilnum, flaug vélin rétt norðan við hann. Og hann sá greiniiega svarta krossinn á hlið- inni og hakakrossinn á stefninu. Einnig vélbyssurnar tvær, sem stóðu út úr flugvélinni og var annarri beint í átt til hans. Agnar kvaðst hafa verið fljótur að koma sér i skjói við bílinn, þegar hann sá hvers kyns var. Ekki var gott að vita hvað gæti hent, enda var það þessi flugvél, sem áður fluag lágt yfir Ölfusárbrú og svaraði skothrið Bretanna. En Agnari var ekki til setunnar boðið, þegar þýzka fiugvélin var fiogin hjá, þvi hann var formaður loftvarna- nefndar og snarsneri við og brenndi í bæinn. Þýzku flugvélarnar komu frá Stafangri í Noregi og telur Agnar að hver vél hefði sennilega ekki getað borið meira en eina 250 kg sprengju á þessari leið. En slík sprengja hefði auðvitað getað eyðilagt hús, þar sem hún kom niður. Hins vegar hefðu þær get- að borið fjölda af ikveikju- sprengjum og þær voru hættuleg- ar. Ekki kom til þess að sprengj- um væri varpað niður hér á Suðurlandi. En þýzkar flugvélar gerðu, sem kunnugt er, síðar skot- árásir á strandferðaskipið Súðina og á Seyðisf jörð, og víðar. Flugvélin, sem sagt var frá í upphafi þessarar greinar, var fjögurra hreyfla þýzk Focke- Wuif-Kurier sprengju- og könn- anarflugvél. Hún birtist laust eft- ir kl. 10 þennan sunnudagsmorg- un, sveimaði góða stund yfir Reykjavik, en hvarf siðan-í suður- átt. Brezka setuliðið skaut á hana úr loftvarnabyssum, en ekkert skot hæfði þó að nokkur þeirra færu all-nærri, segir I Morgun- blaðinu. Brezkar flugvélar hófu sig til flugs af flugvelli nálægt borginni, og sást síðast til þýzku vélarinnar við Vestmannaeyjar með 3 brezkar á eftir sér. Er þess getið að hún hafi klukkustundu áður flogið hjá Vestmannaeyjum á leið til Reykjavikur og hefði þá verið hægt að hringja og aðvara þaðan. Loftárásar-hættumerki var ekki gefið fyrr en flugvélin hafði sveimað góða stund yfir bænum og farið var að skjóta úr loft- varnabyssum. Hættumerki með simhringingu kom svo ekki fyrr en mínútu eftir að gefið hafði verið merki með loftvarnalúðr- um, segir i Morgunblaðinu, sem hafði til sýnis í glugga sinum mörg kúlnabrot úr loftvarna- byssu, allt upp í 115 gr. að þyngd, sem fundizt höfðu víðs vegar um bæinn úr loftvarnakúlum Bret- anna. Kona ein á Njálsgötu 17 stóð á ganginum undir þakglugga, þegar sprengjubrot kom fljúg- andi inn um gluggann og munaði ekki nema hársbreidd að hún yrði fyrir þvi. Þetta var þriðja heimsókn þýzkra flugvéla, sem Reykviking- ar fengu. En hvað um kveðjur þýzku flugmannanna til íslenzku svifflugmannánna, sem sögur fóru af? Agnar Kofoed Hansen segir þær vera hreinan uppspuna. Hann hafi sjálfur verið mikið á Sandskeiði og hafi nú borið sig saman við aðra sem þar voru, og örugglega hafi það aldrei gerzt að þýzkir flugmenn veifuðu eða hentu bréfi niður þar. Og hvað söguna um flugmanninn, sem skaut sér inn í Jósefsdal snertir, þá sé svigrúmið þar of litið til að svo stór flugvél hefði getað sveim- að þar. Kannski hefðu verið þar möguleikar fyrir litla svifflugu. En þýzku flugvélarnar flugu lágt yfir Sandskeiðið í báðum leiðum, segir hann, eins og eðlilegt er, ef iitið er á landakortið. Þær komu að landinu milli Vestmannaeyja og lands og vegurinn yfir Hellisheiði var þá visst kennileiti til að fljúga eftir yfir f jöllin. Varðmenn í Landakotsturni 1 fréttinni í Morgunblaðinu er frá því sagt að fólk hafi leitað i loftvarnabyrgi, þó borið hafi á því að það hafi leitað úr byrgjunum áður en merki var gefið um að hættan væri liðin hjá. Og þess er getið að þennan sunnudagsmorg- un hefði lögregla bæjarins nýlega verið búin að ljúka loftvarnaæf- ingu, er hin þýzka flugvél birtist yfir bænum og hjálparsveitir á nokkrum stöðum voru einnig að æfingu um svipað leyti. Hefði því átt að ganga greiðlegar að koma fólki i byrgin. Þetta virðist aiveg einstök heppni. Og það þótti Bretunum lika, að þvi er Agnar segir. — Þeir héldu að ég hlyti að vera i beinu sambandi við „mina menn“ i Þýzkalandi, því ég hafði tvisvar eða þrisvar sinnum fyrirskipað á föstudagskvöldi loftvarnaæfingu á sunnudagsmorgni, þegar svo þýzkar flugvélar komu, sagði hann. En ég hafði lært veður- fræði, verið i tvö ár í námi hjá Jóni Eyþórssyni áður en ég fór út til flugnáms og það var auðvelt fyrir mig sem sæmilegan flug- mann og veðurspámann að vita hvenær væru hagstæð skilyrði fyrir þýzku flugvélarnar að fljúga þessa löngu leið til Islands. Þetta skildi Bretinn ekki og var tor- trygginn. — Ekki bætti heldur úr skák, að það kom fyrir að við gáfum borgurunum merki um hættu áð- ur en Bretar höfðu gert sér grein fyrir þvi hvað um var að vera, þegar þýzkar flugvélar komu inn yfir, heldur Agnar áfram. En þannig stóð á því, að við höfðum komið fyrir aðvörunarkerfi upp í Landakotsturni og ég fékk leyfi Meuienbergs biskups til að hafa alltaf menn á vakt i turninum. Ef þeir sæju eitthvað, sem gæti bent til þess að hætta væri á ferðum, máttu þeir umsvifalaust setja sírenuna i gang og gefa hættu merki. Og til þess valdi ég eiau sérfræðingana, sem íslendingar áttu á sviði flugmála, strákana úr Svifflugfélaginu. Þeir þekktu hverja flugvélategund og voru mjög áhugaeamir. 1 fyrstu skipt- ust þrir á, höfðu 8 tima vaktir, það voru þeir Björn Jónseon, deildarstjóri, sem seinna varð yf- irflugumferðaretjóri, siðan fram- kvæmdastjóri flugöryggisþjónust- unnar, þá starfsmaður Alþjóða- flugmálastofnunarinnar í 7 ár, um tíma hjá Loftleiðum og er svo nú yfirmaður alþjóðadeildarinnar hér hjá okkur. Annar var Leifur- Grímsson, síðar skipasmiður, og loks Hörður Jónsson, efnaverk- fræðingur. Siðar bættust í hópinn Ásbjörn Magnússon, auglýsinga- stjóri hjá Loftleiðum, Helgi Filippusson, stórkaupmaður og Halldór Sigurjónsson, sem lengi var yfirflugvirki hjá Loftleiðum. Þýsku svifflugurnar á Sandskeiði 1 938

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.