Morgunblaðið - 28.04.1977, Síða 5

Morgunblaðið - 28.04.1977, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977 5 / Olafur Bjömsson prófessor: Eðlilegt að ræða fast- setningu lágmarkslauna „MÚR finnst eðlilegt að menn ræði að minnsta kosti þann möguleika að fastsetja lág- markslaun, eins og nú er ofar- lega á baugi I kröfum verka- lýðsfélaganna og bæta með þeim kjör þeirra sem vest eru settir, en hins vegar tel ég að almennt séu kröfur launþega- samtakanna langt umfram það sem er raunhæft. Það er auðvitað óhugsandi að öll grunnlaun I landinu hækki um 50% eða meir“. Þetta sagði Ólafur Björnsson prófessor í samtali við Morgunblaðið I gær um þá kjarasamninga, sem nú er unnið að. „En ef ákveðin verða lág- markslaun," sagði Ólafur, „verður að gæta þess vandlega að þau verði ekki sett með þeim hætti að sá kaupmáttur sem þau fela í sér eyðist allur í verðbólgu. Það eru fleiri atriði, sem þarf að gæta að þegar settar eru svo ósveigjanlegar reglur, sem lág- markslaun myndu verða. Laun skipta miklu máli fyrir afkomu fólks, en það eru einnig önnur atriði, sem skipta nokkru eins og húsnæðiskjör. Ef húsnæóiskjör manns, sem hefur tiltölulega há laun, eru léleg geta kjör hans reynst verri en láglaunamanns, sem býr við góð húsnæðiskjör. Einnig þarf að taka tillit til fólks, sem er heft að einhverju leyti og á af þeim ástæðum erfitt með að fá vinnu. Það gæti verið bjarnargreiði fyrir það fólk ef lágmarkslaun tíðkuðust því þau gætu leitt til þess að enn erfiðara verður fyrir þetta fólk að fá atvinnu. Það má einnig benda á áhrif lágmarkslauna fyrir konur sem ákveðið var að skyldu verða þau sömu og fyrir karla, og um það var enginn ágreiningur. Eftir að þessi lágmarkslaun voru sett hefur atvinnuleysi meðal kvenna, þegar um það hefur verið að ræða, orðið meira en á meðal karla. Meira að segja á kreppuárunum, þá þekktist það varla að kona væri atvinnulaus, en nú eru þær fyrstar til að missa vinnuna. Ég er ekki að andmæla því að lág- markslaun séu sett, heldur að benda á það aó alla gát verður að hafa á.“ Aðspurður um fyrirkomulag kjarasamninganna sagðist Ólaf- ur telja það vera orðið úrelt og úr tengslum við veruleikann „Samningafyrirkomulagið er arfur frá tímum þegar að- stæður voru allt aðrar en nú. Það er sniðið að aöstæðum eins og þær voru fyrir 40 árum síðan þegar Dagsbrún þráttaði við vinnuveitendur um það hvort tímakaupið ætti að vera 10 eða 15 aurum hærra, um skiptingu arðsins á milli launþega og vinnuveitenda. Nú er verið að semja um kjör fyrir 70% þjóðarinnar og rauntekjur fremur en peningalaun. Nú er beðið eftir gagntilboði frá at- vinnurekendum en tveir þriðju hlutar krafnanna eru utan valdsviðs þeirra. Gagnstætt því sem var í gamla daga, þá snertir það atvinnurekendur lítið hvað samið er um. Þeir sem selja á innanlandsmarkað eru löghelg- aðir með verðlagsreglum gagn- vart verðbreytingum. Þeir sem flytja út, hafa að vísu aðra stöðu, en þar sem afkoma þjóðarinnar veltur á gjaldeyris- öflun þá ættu þeir að geta skrif- að undir hvaða samninga sem er vegna þess að ráðstafanir hljóta að verða gerðar til að tryggja hag útflutningsatvinnu- veganna. Kringumstæðurnar eru því allt aðrar nú en áður.“ Varðandi æskilega útkomu kjarasamningana sagði Ólafur: „Menn verða að gera sér grein fyrir því hvað er til skipt- anna. Það er aðallega með þrennum hætti, sem hugsanlegt er að veita kjarabætur. Það er i fyrsta lagi samfara auknum þjóðartekjum, en því er spáð að aukning þeirra verði um 5% á þessu ári. Þó að prósentu- hækkunin, sem aukning þjóðar- teknanna gerir mögulega sé lág, þá er hún hærri en oft áður. í öðru lagi ef raunveruleg kjarabót á að vera umfram þjóðarframleiðslu, má hugsa sér að taka lán erlendis til að nota til greiðslu á því sem er umfram það sem þjóðarfram- leiðslan stendur undir. En um þetta þarf ekki að ræða og verkalýðshreyfingin hefur skilning á því að þessi leið er ófær. í þriðja lagi kemur til greina að auka neyzlu á kostnað fjár- festingar, en ekki er vitað hve langt er hægt að fara í því efni.“ Ólafur kvað síðasta atriðið mjög mikilvægt þvi að átökin í dag væru ekki lengur átök um hvernig skiptingin ætti að vera á milli atvinnurekenda og laun- þega heldur um það hvernig skiptingin ætti að vera á milli fjárfestingar og neyzlu og það væri auðvitað inni á valdsviði ríkisins. „Hvað fjárfestingar snertir þá hefur afstaðan verið sú sama hjá öllum ríkisstjórnum, sem setið hafa undanfarin 30 ár. A það hefur verið lögð áhersla að taka sem mest af-því sem er til skipta í fjárfestingu einkaaðila og ríkisins. Ef breyting á að verða á þessu verða menn að átta sig á því að samdráttur í fjárfestingu getur valdið at- vinnuleysi. Varðandi samningana núna finnst mér öðru fremur að miklum tima sé eytt í ófram- kvæmanleg viðfangsefni. Ég tel það vera verk fyrir hagfræð- inga ríkisins og aðila vinnu- markaðarins að vinna að því að breyting verði á þessu. Nú Minna selst af megrunarlyfjum í jólamánuðinum (JTTEKT á ávfsun megrunarlvfja hefur leitt I Ijós, að verulega virð- ist draga úr neyzlu megrunar- lyfja í desembermánuði og styður það þær grunsemdir, að fólk láti Ifnurnar lönd og leið þegar jóla- kræsingarnar eru annars vegar. Að sögn Almars Grímssonar, deildarstjóra í heilbrigðisráðu- neytinu, var af sérstökum ástæð- um gerð athugun á ávísunum lækna á megrunarlyf. Voru teknir þrír síðustu mánuðir siðastliðins árs og einnig liggja fyrir niður- stöður fyrir tvo fyrstu mánuði þessa árs. Neyzlan er mæld I dag- skömmtum miðað við 100 íbúa og kom í ljós að i október sl. var neyzlan 1.5 skammtar, 1.3 skammtar i nóvember en tæplega ; einn skammtur i desember. í janúar fór neyzlan aftur upp á við eða í 1,2 skammta og jókst enn i febrúar í 1,4 skammta. Almar sagði, að frávikin í des- ember bentu ótvirætt til þess að fólki væri þá minna umhugað um línurnar en endranær og að þessi niðurstaða gæfi einnig tilefni til að kanna frekar hvernig neyzlu- venjur fólks á þessum lyfjum væru á öðrum árstímum. segja hagfræðingarnir að þeir séu í samningunum aðeins sem tæknimenn og að húsbændur þeirra. sjái um að marka stefn- una. En ég álit að þeir eigi að gera þeim það ljóst hvað sé framkvæmanlegt og hvað ekki. Til dæmis verða hagfræðing- arnir að benda á atriði eins og þau að 30% kauphækkun getur þýtt það að fjárfesting fari niður i ekki neitt, og er því fráleit“. —En eiga íslendingar þá að sætta sig við það að búa al- mennt við lægri laun en gerist i nágrannalöndunum? „Þetta atriði, hvort ísland eigi að vera eða sé láglaunaland hefur borið á góma í samning- unum og verkalýðssamtökin hafa beitt þeirri röksemd að þjóðartekjur á hvern íbúa séu svipaðar hér og i Noregi og Danmörku en iaunin séu lægri. Auðvitð eiga þau heimtingu á að fá greinargóð svör við þess- ari spurningu. Hins vegar ber að benda á það að kaupsamanburður við þessi lönd er gerður á grund- velli timakaups, en ef heildar- tekjur væru notaðar til viómið- unar væri munurinn mun minni. Vinnutíminn er vissu- lega lengri hér, kannski vegna þess að við höfum vanið okkur á aðra starfshætti. Þá verður að hafa i huga að ísland er harðbýlla land en Danmörk og Noregur; þvi eru lakari kjör ef til vill óhjá- kvæmileg. Það má nefna að búvöruframleiðsla er dýrari hér en í Danmörku vegna erfið- ari landshátta og vegna þess hve búvörur eru þungar á met- um hjá láglaunafólki hefur þetta þýðingu. Meira er einnig tekið af óskiptu til fjárfestíng- ar og opinberra þarfa hjá okk- ur. Hins vegar eru beinir skatt- ar af launum hærri þar.“ ,,í þessu sambandi," sagði Ólafur, „langar mig til að benda á hugmynd, sem ég flutti þingsályktunartillögu um. Hún er þannig að ef aðilar vinnu- markaðarins geta ekki náð sam- komulagi þá ákveði launþegar sjálfir sinn vinnutaxta, svipað og leigubílstjórar og bæru svo sjálfir ábyrgð á þvi hvort þeir fengju vinnu og löguðu taxtann eftir atvinnuástandi. Þessi húg- mynd hefur verið rædd í nágrannalöndunum, en hér hefur hún fengið meiri undir- tektir hjá vinnuveitendum en launþegum“. Fjölbreytt úrval fermingargjafa frá hlinn fullkomni rekkjunautur er útvarpsklukka frá SHARP sem svæfir þig á kvöldin með ómum góðrar tónlistar. Þegar þú er kominn í draumalandið þá slekkur rekkjunauturinn á út- varpinu án þess þó, að sofna sjálfur, því hann vekur þig aftur að morgni. Meö hleðslutæki og í leðurkápu. Kr. 12.900,- Hárrúllur 24 hárrúllur (4 stærðir) þar af 10 litlar, 4 heit klips, Mini krullupinnar. Allir hlutir heitir. Góðurspegill Ferðataska Talva m/ljósaborði og strimli Frábær vél, sem sameinar kosti reiknivélar og tölvu. Kemst auðveldlega i skjalatösku. Breidd 10 cm., þykkt 4,7 cm , lengd 18 cm„ þyngd 520 gr Leðurhylki, hleðslutæki, bæði fyrir batteri og rafmagn. Ferðatæki m/segulbandi Ein beztu ferðatækin á markaðnum Skóla- tölvur ávallt í fararbroddi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.