Morgunblaðið - 28.04.1977, Side 14

Morgunblaðið - 28.04.1977, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR_28. APRÍL 1977. Herdís Hermóðsdóttir: Dymbildagaþankar í von um, að tilboð Morgun- blaðsins standi, vil ég biðja það fyrir þessar umþenkingar mín- ar um skattalagafrumvarpið, þðtt seint séu fram komnar. Ég hef nú verið að reyna að leita að meininguinni i öllu moldviðrinu um skattalagsfrv. Verður nú grein Margrétar R. Bjarnason í Morgunblaðinu þ. 12. marz til þes að ég reyni að lyfta minni grútartýru upp líka. Allt í einu bregður svo við, að allir eru orðnir svo réttsýnir að vilja nú fyrir hvern mun að 50% reglan, svokallaða, sé látin niður falla. Jæja, Guð láti gott á vita. En tugi ára tók nú samt, að blessað fólkið áttaði sig á því ranglætinu. Margrét segist „mótmæla harðlega helmingaskiptaregl- unni sem óþolandi árás á per- sónufrelsi kvenna og vísvitandi tilraun stjórnvalda til að vinna gegn árangri jafnréttisbaráttu undanfarinna ára“. Satt að segja sé ég nú ekki samhengið. Telur frúin það ekki eðlilegt, að þó „umönnun heimilis og barna sé ekkert einkamál kvenna eða einkahlutverk", að konur hugsi sjálfar um af- kvæmi sín? Eða telur hún það falla betur að hugmynd sinni um verðugt hlutverk konunnar að vera aðeins launað út- ungunartæki hjá bæ eða riki? 1 þriðja lagi, telur frúin það stuðla betur að jafnréttinu, að konan þurfi að verða ekkja til þess á fá tildeildan helming af tekjum mannsins eins og nú er? Spurningar sem þessar hljóta að vakna við lestur þeirra greina, sem fjallað hafa um skattafrv. Arndís Björnsdóttir nefnir það „forpokunarstefnu“, en aðrir telja það stefnu skatta- lagafrv., „að þröngva ungum konum til að vera heima yfir börnum sínum“, svo nokkuð sé nefnt. (Meiri gæti nú skaði skeð). Þegar frumv. til laga um fæð- ingarorlof lá fyrir Alþingi varð ekki líkt því eins mikið fjaðra- fok út af því. Fól það fruinv. þó i sér aukið ranglæti og vanmat á störfum mikils hluta kvenna til sjávar og sveita, sem ekki höfðu tækifæri til að stunda svokallaða „arðbæra vinnu“. Því það er sannarlega ekki að sjá að það þyki arðbært að hugsa sjálfur um börn sín og koma þeim heilbrigðum til sál- ar og líkama út i þjóðlifið. Aftur á móti sé ég ekki annað arðbærara eða meira til heilla unnið nokkurri þjóð en það. En þá virðist fyrst vera hægt að meta til verðs vinnu kvenna við umönnun barna, þegar hún fer fram á svo kölluðum barna- heimilum. Það vita þó bæði sveitarstjórnarmenn og ríkis- stjörn, að þá þarf að greiða laun fyrir barnagæzluna og ekki er slikt aukaheimili heldur reist fyrir neinn smáskilding. Allt þykir það sjálfsagt af þvi að það þurfi að gefa konunni tækifæri á að vinna úti, að sagt er. Það er kannske ekki svo undarlegt eftir að hafa lesið sumar greinarnar um skattafrv. á undanförnum vikum, þar sem konurnar sjálfar vitna um hve sálardrepandi það sé að vinna heimilisverk og sinna börn- unum. En samt ætlast þessar konur til að einhverjar aðrar konur fáist til þess. Það er greinilegt. Það er þá líka jafn sýnt, að þessar konur telja flest störf virðingarverðari en heimilisstörf, svo sem lögfræði- störf, skrifstofustörf hvers kon- ar simavörzlu, fiskvinnslu, iðn- aðarstörf flest, að ógleymdum forstjóra- og bankastjórastörf- um, svo nokkuð sé nefnt. Verst er að konur vanmeta sjálfar svo hrapallega vinnu þeirra, sem heimilisverkin vinna. Þær segjast berjast fyrir því, að konur fái fullt jafnrétti á vinnumarkaðinum og að kon- an eigi að fá að njóta þar hæfi- leika sinna. Að þeirra eigin dómi þarf því konan sem elur upp börnin enga hæfileika að hafa, nema ef hún kallast fóstra; Ekki móðirin. Slíkt er að mínum dómi lítils- virðing á þeim, sem flestir eiga hvað mest upp að inna, það er mæðrum sínum og þá um leið öllum konum. Ég mótmæli slík- um málflutningi og tel hús- mæður vinna á heimilunum ómetanlegt starf. En hitt er satt, að þær hús- mæður sem heima vinna, hafa aldrei krafizt þess, að aðrar konur sjái um og annist börn þeirra. Mér er líka spurn. Hvernig geta konur yfir höfuð krafizt þe.ss, að aðrar konur telji það eitthvert keppikefli að sinna hinum vanræktu börnum þeirra, þegar þær þykjast of góðar til þess sjálfar? Ég tel, að konur verði að vera sjálfum sér samkvæmar og margt sem þær ættu fremur að beita kröftum sinum að en að Herdfs Hermóðsdóttir. hvetja konur til að vanrækja heimili og börn, því það tel ég þjóðhættulegt. Aftur á móti hefi ég ávallt talið það hróplegt ranglæti gagnvart konum, sem ganga í hjónaband, að þær skuli þá vera strikaðar út af skatt- skránni, svona rétt eins og þær hefðu látizt á árinu. Og eftir það verða þær eins og nokkurs konar viðhengi við manninn, launalausar, skattlausar, og það sem meira er, þær eiga ekki einu sinni að þurfa lifsviður- væri sem sjálfstæðir einstakl- ingar eftir það, þar sem hjónum er reiknaður lægri lifeyrir en tveim einstaklingum. Þarna tel ég fyrst og fremst verðugt verkefni fyrir allar konur og sjálfsagt að vinna að breytingum á, en það er að kon- ur sem ganga í hjónaband séu ekki svo að segja strikaðar út úr mannfélaginu. Það á að reikna þeim kaup, þó þær vinni heima og sinni sinum börnum. Þær eiga að vera sjálfstæðir skattgreiðendur áfram og tel ég að það mætti gera með þeim hætti að konu væri reiknað til tekna helmingur af launum eiginmannsins eða • tekjum heimilisíns skipti jafn milli hjónanna án tillits til þess, hvort aflaði þeirra. Síðan greiði hjónin bæði skatt af sínum launum, en að frádregnum eðli- legum lífeyri allra, ég segi allra fjölskyldumeðlima. Konan og heimilið í heild á að fá að njóta þess ef hún getur með hagsýni og sparnaði drýgt tekjurnar, en ekki hið opinbera eins og nú er. Þar sem hjón eru talin þurfa minna til lifsframfæris en aðrir einstaklingar hefur skattheimt- an náð meiru i sinn hlut og til þess munu refirnir hafa verið skornír. Það hefur verið spurt hverjir eigi að greiða húsmæðrunum laun og hvort þau eigi að fara eftir þvi, hvort eiginmaðurinn hafi háar eða lágar tekjur. Ég lít svo á, að það sé alls ekki um slikt að ræða. Heldur einfaldlega það, að konur fái að halda eftir af eigin aflafé heim- ilanna eðlilegum tekjum til lífs- framfæris fjölskyldunni. En það er langt frá að svo sé. Skattastefna undanfarinna ára og áratuga hefur verið rek- in gegn heimilunum. Þau hafa átt i vök að verjast fremur öðr- um gegn ágangi ríkisvaldsins og sifellt óbilgjarnari kröfum hins opinbera. Nægir þar að nefna hin svonefndu „gatna- gerðargjöld“ sem aðeins eru krafin inn af heimilinum eða réttara sagt, þeim heimilum sem höfðu eignazt þak yfir höfuðið. Og útreikningur þeirra gjalda og framkvæmd öll svo dæmalaus áð með ólík- indum er í ríki sem vill teljast til réttarríkja. Þá eru í annan stað fasteigna- gjöldin, sem voru nær þreföld- uð fyrir rúmu ári og svo aftur margfölduð nú í ársbyrjun. Og nú bið ég ykkur, lesendur góð- ir, að fylgja mér inn á tvö heim- ili. Ung hjón með tvö börn, ann- að tveggja ára, hitt á fyrsta ári, fluttu inn í nýbyggt hús sitt seint í október i fyrra. Húsið er tilbúið undir tréverk. Engin opnunarfög, engin loft, engar hurðir, engin eldhúsinnrétting og engir dúkar eða teppi á gólf- unum. Fasteignagjald hans nú í janúar var 79 þús., en mánaðar- laun rúm 82 þús. kr. Hótanir um dráttarvexti, ef ekki yrði borgað strax fylgdu vitanlega; En hvað með hita, rafmagn, út- varp, síma að ógleymdum fyrir- framgreiðslum upp i útsvar- ið?!! Næstum allt mánaðarkaupið tekið í fasteignagjöldin ein. Hvað á fólkið að gefa börn- unum að borða? Hvað með þau sjálf? Ekki fer konan frá börn- unum. Hver er réttur hennar? Hjón með 5 börn, 3 í skóla og 2 smábörn og aldraða, lasburða foreldra. Heldur einhver að starf þess- arar konu sé auðveldara eða minna virði en seta á einhverri skrifstofu, lögfræði- eða iðn- aðarstörf einhvers konar, svo nokkuð sé nefnt. Og sama skatt- heimta og i fyrra dæminu gefur henni kannski einhvern rétt!! Svari hver fyrir sig. Hvað bera þessar konur úr býtum? Það er fljótsagt. Enda- laus fjárhagsvandræði ofan á allt erfiðið og áhyggjjtrnar, að tilstuðlán hins opinbara valds. Og svo segir Svava Jakobsdóttir að „þau verðmæti sem verða til i störfum heimavinnandi kvenna séu skattfrjáls"!! Þetta er henni sem sé ekki nóg, og sýnist vilja bæta um betur í skattheimtunni. Samt er hún þingmaður fyrir þann flokk, sem þykist berjast fyrir láglaunafólkið!! Hún vill hins vegar sérskött- un á sértekjum og séreignum hjóna! Mér virðist liggja i augum uppi, að þingmaðurinn sjái þarna ekki langt út fyrir dyrahelluna hjá sér. Þarna sýn- ist mér aftur á móti að frumv. muni vera til bóta. í fyrsta sinn sé ég þess merki að stjórnvöld sýni lit á að vilja leiðrétta að einhverju leyti kjör einu launa- lausu stéttarinnar i landinu. Og vona ég að þau heykist ekki á því, þótt þau fái umtalsverðan andróður frá þeim, sem telja launin sín í milljónum. En vissulega eru miklir vankantar á frv. og þá verður að hefla af, ef vel á að fara. Enda hefur verið bent á þá með gildum rökum, og frumvarpið er i endurskoðun. En ég virði nú svo, að allar þær miklu umræður um skatta- málin nú, séu sönnun þess að hinir kjörnu fulltrúar fölksins, þingmenn og sveitarstjórnar- menn, gangi á hlut þess fólks, sem kaus þá sér til trausts og hald. Það er mikið talað um þverr- andi virðingu Alþingis, enda er það svo. En þverrandi virðingar Alþingis er ekki að leita í stefnuskrám flokkanna né þröngum og lágreistum híbýl- um æðstu stofnunar þjóðarinn- ar. Hennar er að leita í þverr- and virðingu þingmanna fyrir manninum sem einstaklingi. í stað þess að vernda rétt ein- staklingins eins og þeir eru kjörnir til, ganga þeir rétt hans eins og nefnd dæmi sanna. Og í stað þess að lögin verndi lítilmagnann eins og þeim var í upphafi ætlað, er þeim beitt gegn honum af hinum kjörnu fulltrúum, bæði heima i héraði og á Alþingi. Á þennan hátt felur lýðræðið i sér sína tortímingu. Vonandi verðum við svo lán- samir íslendingar, að sú saga endurtaki sig ekki hér. Skrífað áskfrdag 1977 Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Sveitarfélögin og elztu borgaramir Málefm eldri borgara hafa verið mikið til umræðu síð- ustu árin og þá yfirleitt um þau fjallað í æsingastíl ems og eldri borgarar séu vanda- mál, sem rlki og bær hafa trassað að leysa. Víst þarf að hugsa fyrir málefnum eldri borgara eins og annarra, en ekki ein- göngu þanntg að taka af þessu fólki allan sjálfs- ákvörðunarrétt og bjóða þvi öllu vist á elliheimilum. Málefm aldraðra eiga sam- kvæmt eðli sínu að vera mál sveitarfélaganna, sem ásamt frjálsum samtökum og sjálfs- eignarfélögum eiga að að- stoða þessa borgara við að hjálpa sér sjálfir sem allra lengst. Heimilin sjálf leystu þessi mál fram yfir síðari heims- 3. grein styrjöld og raunar er svo enn í sveitum landsins og er það vel. Ný stefna í málefnum eldri borgara er að skapast, byggðar eru litlar íbúðir við hæfi Reynt er að hafa alla sjálfbjarga sem lengst. Þess- ar litlu íbúðir eru byggðar í raðhúsum eða þyrpingum og þá gjarnan með sameigin- legri þjónustu tengda elli- heimili, sjúkrahusi eða heilsugæzlustöð. Nú ber að hafa í huga að notendur vilja í mörgum til- fellum eiga sínar íbúðir sjálfir t.d. selja eldri hús eða stærri íbúðir til þess að kaupa hent- ugar smáíbúðir, er þeir ráða við. Þetta fyrirkomulag gerir slíkt kleift, þ.e. að leyfa þeim, sem það vilja og geta að fjármagna sínar íbúðir sjálfir og selja síðan aftur þegar eigandi getur ekki nýtt húsnæðið lengur og um leið verðtryggja sparifé sitt. Salan yrði til næsta notanda, þ.e. ellilífeyrisþega. Elliheimili eins og við þekkjum þau í dag eru vissu- lega nauðsynleg bæði til úrlausnar þeim, sem ekki kjósa að búa sjálfir, svo og þeim, sem orðnir eru of las- burða til að hugsa um sig sjálfir. Þessi heimili eru og munu áfram verða rekin af sjálfs- eignastofnunum og félaga- samtökum, sem til þessa hafa unnið ómetanlegt starf við aðhlynningu aldraðra og þá oftast án styrkja eða að- stoðar frá hinu opinbera. Afskipti ríkis af málefnum aldraðra ættu að beinast að lánveitingum til bygginga íbúða aldraðra og greiðslu ellilífeyris.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.