Morgunblaðið - 28.04.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977
15
Vaxandi hópferðir
unglinga til Færeyja
Farþegaflutningar til
Færeyja hafa aukizt
nokkuð að undanförnu,
en í vaxandi mæli hafa
hópar ungs fólks farið í
heimsókn til Færeyja í
vetur og er það nýjung,
því hópfeðir til Færeyja
hafa aðallega verið að
sumarlagi. Flugleiðir
hafa sem kunnugt er
flogið tvær ferðir í viku
til Færeyja, en þeir
hópar ungs fólks sem
aðallega hafa sótt
Færeyjar heim í vetur er
skólafólk, sem hefur
farið í fræðslu og
skemmtiferðir. Þá hafa
einnig hópar ungs fólks
frá Færeyjum heimsótt
ísland á sama hátt, en
þar sem kostnaður við
þessar ferðir er ekki
mikill hefur reynzt
mögulegt fyrir skólafólk
að skipuleggja slíkar
ferðir.
Samkvæmt upplýsingum
Sveins Sæmundssonar blaða-
fulltrúa Flugleiða, hafa
unglingar úr Garðabæ, Eyjum,
Reykavík og víðai; verið á
ferðinni í Færeyjum fyrir
skömmu og m.a. voru þar fim-
leikapiltar úr Eyjum, Léttfetar,
ásamt ungum látbragðsleikur-
um úr Eyjum. Milli 200 og 300
manns sáu sýningar Eyja-
peyjanna. Þá hafa færeyskir
unglingar heimsótt ísland í
skólaferðalögum og m.a. dvaldi
hópur fyrir skömmu í Hlíðar-
fjalli á Akureyri við skíða-
iðkanir.
Einn af hópum ungs fólks sem
hafa heimsótt Færeyjar að und-
anförnu er þessi vasklegi hópur
ungra Eyjapeyja, fimleika-
flokkurinn Léttfetar og
skemmtiflokkurinn Schevings-
bræður. Myndin var tekin f
Eyjum eftir vel heppnaða för,
Ljósmynd Mbl. Sigurgeir.
Málverkasýn-
ing á Akureyri
Akureyri, 26. apríl.
INGVAR Þorvaldsson listmálari
opnaði málverkasýningu í Gallerí
Háhól um helgina og sýnir þar 43
málverk. Þetta er sjötta einkasýn-
ing Ingvars, sem er Húsvíkingur
að uppruna, en á nú heima I
Reykjavík. Sýningin verður opin
til 1. maí klukkan 18 til 22 dag-
lega, nema klukkan 15 til 22 á
laugardag og sunnudag. Aðsókn
að málverkasýningunni hefur
verið afar góð og til þessa hafa 33
myndir selzt. __ sv. P.
Bókauppboó Klausturhóla:
Útflúrsáritun
Sólons Islandus
KLAUSTURHÓLAR, Listmuna-
uppboð Guðmundar Axelssonar,
efna til 31. uppboðs fyrirtækisins
laugardaginn 30. þ. mán. og hefst
uppboðið f Tjarnarbúð kl. 14.00
sfðd. Seldar verða bækur, tímarit,
skrifuð bréf, eiginhandarrit
skálda og stjórnmálamanna.
Af prentuðum bókum má
nefna: Kuml og haugfé eftir
Kristján Eldjárn, Fornleifar á
Þingvelli eftir Matthías Þórðar-
son, Ljósprentaða útgáfu Nýja-
testamentis Odds Gottskálkssonar
1540, útg. í Kh. 1933, Um frum-
parta íslenzkrar tungu eftir Kon-
ráð Gíslason, Kh. 1846, Einfallder
þankar um ekuryrkiu eður hvörn
veg hún kynne að nyiu að innfær-
ast á Islande eftir Þórð Thoroddi,
Kh. 1771, Ofvitinn I—II, frumútg.
eftir Þórberg Þórðarson, Jón
Olafsson frá Grunnavík eftir Jón
Helgason prófessor, Kh. 1925,
Útför Jóns Sigurðssonar og Ingi-
bjargar Einarsdóttur, Rvík 1880,
Niðjatal Þorvalds Böðvarssonar
eftir Th. Krabbe, Rvík 1913.
Þá má telja óvenjulegt um þetta
uppboð, að þar verða boðin upp
eiginhandarbréf merkismanna:
Eiríks Magnússonar, meistara í
Cambridge, Indriða Einarssonar,
skálds, Hannesar Hafsteins,
skálds og Sveins Björnssonar, for-
seta. Þá verða seld tvö blöð sem
rituð eru af Sölva Helgasyni,
Sólon islandusi. Bökaskrá, hand-
rituð af Jóni Borgfirðingi 1890,
verður og meðal númera á upp-
boðinu og að lokum má telja
handrit Þorsteins Erlingssonar að
ljóðinu Nótt. Er það upphafleg
gerð ljóðsins, sem út kom prentað
í Eiðnum, dálítið breytt.
Bækurnar og ritin verða til sýn-
is í verzlun Klausturhóla að
Lækjargötu 2, föstudag frá kl. 9
— 22.
Piltur og stúlka
í Sk jólbrekku
Björk, Mývatnssveit,
26. apríl —
FYRSTA sumardag var haldinn í
Skjólbrekku hin árlega skemmt-
un barna- og unglingaskólans.
Sýndur var sjónleikurinn Piltur
og stúlka eftir Jón Thoroddsen.
Þá var yfirgripsmikil sýning á
handavinnu nemenda í barnaskól-
anum. Mátti þar sjá fjöimarga
hluti haganlega gerða. Mörgum
fannst nokkuð mikið færzt í fang
að taka slíkt leikrit til sýningar
með svo ungum og óreyndum leik-
endum, en hvað um það, allt tókst
furðanlega vel og flestir skiluðu
sínum hlutverkum með prýði.
Auðvitað átti skólastjórinn og
leikstjórinn Þráinn Þórisson sinn
þátt i því að gera þessa sýningu
mögulega, enda lagði hann mikla
vinnu og tima i æfingar. Agóðinr
af þessari skemmtun rann í ferða
sjóð nemenda.
Hafin er bygging 5 íbúðarhúst
hér á vegum Kröflunefndar
Verktaki er Ólafur Gunnarsson
húsasmiður frá Húsavík. Þá er
búið að úthluta 5 lóðum til Sniðils
h.f. og einstaklinga. Gert er ráð
fyrir að halda áfram við sund-
laugarhús hjá Krossmúla. Byrjað
var á þeirri byggingu siðastliðið
sumar. — Kristján.
Höskuldur Skagfjörð
á Norðurlandareisu
HÖSKULDUR Skagfjörð leikari
er nú á ferðalagi um Norðurlönd
þar sem hann flytur islenzkt efni
á samkomum. Höskuldur hefur
áður ferðazt með islenzka þætti
um Færeyjar og á slóðum Vestur-
íslendinga við góðar undirtektir,
auk þess að hafa ferðazt um allt
ísland með kvöldvökur sinar.
Það sem Höskuldur flytur m.a.
á Norðurlöndum er upplestur úr
Önnu frá Stóruborg, kvæðalestur,
kvikmyndasýning og stutt leikrit,
m.a. um Bakkabræður. Höskuldur
kvaðst allavega væntanlegur
heim fyrir aldamótin.
8
•lllffll#
FERIIASKRiISTOMN SIINNA UtKJARSOiO 2 SjjAR 10400 12070
Kynningar-
skemmtikvöld
ogdansleikir
m verða haldnir
SIGTÚNI
fimmtudaginn 28. apríl hljómsveitin POKER
STAPA
föstudaginn 29. apríl hljómsveitin POKER
HVOLI
laugardaginn 30. apríl hljómsveitin POKER.
Hatö og Laddi
munu skemmta á
öllum skemmtununum
Kosin verður fegurðardrottning á hverjum stað og 100. hver gestur
fær hljómplötu. Meðlimir fá 20% afslátt gegn framvísun skírteinis.
Kynnir og stjórnandi: Magnús Kjartansson.
Tízkusýning. Karon sýnir nýjustu tízkuna frá Karnabæ.
Diskótek Aslákur
Hinir óviðjafnanlegu
Hotel 33
Las Palomas
studio íbúðir
Áfangastaðir
Klúbbs 32
á Mallorca í
sumar eru:
Las Palomas
studio íbúðir.
Hotel 33
Gleðilegt sumar