Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977
19
í Rotary
ern $00
þnsond
félagar í
151 landi
FORSETI Rotary Interna-
tional, Robert Manchester, er
hér á ferð á tslandi ásamt Mary
konu sinni. Fréttamaður Mbl.
hitti hann snöggvast að máli á
heimili Óskars J. Þorlákssonar
og frú Elfsabetar, en þeir Óskar
eru gamlir Rotary-félagar, hitt-
ust fyrst 1948 á Rotaryþingi f
Quebeck I Kanada og árið eftir
f New York. Robert Manchest-
er er á leið heim til Bandarfkj-
anna úr ferðalagi um Evrðpu,
þar sem hann hefur heimsótt
Rotaryklúbba f ttalfu, Sviss,
Frakklandi, Þýzkalandi, Svf-
þjóð, Finnlandi og vfðar. Hing-
að kom hann frá Bretlandi, og
dvelur hér f 3 daga til að hitta
félaga f fslenzku Rotary-
klúbbunum, sem eru alls um
820 talsins, sem hann sagði að
mundu vera fleiri en f nokkru
öðru Iandi miðað við fólks-
fjölda. Umdæmisstjóri nú er
Jóhann Pétursson, póstmeistari
I Keflavfk.
Á miðvikudag ætlaði hann að
hitta félaga úr 7 klúbbum á
Reykjavíkursvæðinu á sam-
að ferðast til Austurlanda og
koma í Rotary-klúbba í Japan,
Filippseyjum og Kóreu og einn-
ig að ferðast um Afrikulönd,
bæði löndin i Vestur-Afríku og
Austur-Afriku. Þar kom hann
m.a. til Rodesíu og Suður-
Afríku.
Það barst í tal, að Manchester
hefði hitt Vorster, forsætisráð-
herra Suður-Afríku, þó hann
væri ekki meðlimur í Rotary,
en þrátt fyrir aðskilnaðarstefn-
una eru blökkumenn félagar i 3
Rotaryklúbbum hvítra í land-
inu. I raun er bannað að svartir
og hvítir borði saman eða hafi
slíkan félagsskap saman, en
Manchester hafði það eftir
Vorster að ekki yrðu höfð af-
skipti af því í Rotaryklúbbun-
um. I öðru Afríkulandi rakst
hann aftur á móti á það, að
svartir félagar gengu fram hjá
hvitum Suður-afrikumanni og
létu sem þeir sæju hann ekki,
og í ræðu sinni kvaðst hann
hafa sagt þeim til syndanna.
Slíkt væri ekki í Rotary-anda.
— Maður verður að halda leið-
unum opnum milli manna,
sagði hann. Menn verða að tala
saman og sýna hverjum manni
góðvild og vináttu. Það er það
sem máli skiptir, persónuleg
kynni.
— Það er einmitt kjarninn í
þeirri viðleitni Rotary Interna-
tional að veita ungu fólki náms-
styrki, til að nema í öðru landi
en sínu. Öllum löndum þar sem
eru Rotaryklúbbar. Sl. ár veitt-
um við 6,5 milljónir dollara i
því skyni. Flestir styrkþeganna
eru háskólastúdentar. Oft hafa
stúdentar rangar hugmyndir
um aðra þjóð, en ef þeir svo
koma i það land og kynnast
fólkinu, þá skipta þeir um skoð-
un, og við viljum greiða fyrir
slíkum kynnum.
Robert Manchester kvaðst
vera á leið heim, en hann er
lögfræðingur i Ohioriki í
Bandarikjunum. En 17. maí
hefst í Florida alþjóðaþing sam-
Robert Manchester, forseti Rotary International (lengst til
vinstri), og Mary kona hans (önnur frá hægri) með sr. Óskari J.
Þorlákssyni og frú Elfsabet Arnadóttur á heimili þcirra, en
Manchester, og frú eru nú I heimsókn til Rotary-klúbbanna á
Islandi.
eiginlegum fundi á Hótel Sögu.
Forseti tslands, sem er félagi í
Rotary, ætlaði að taka á móti
honum, svo og borgarstjórinn í
Reykjavík, og hann ætlaði að
ræða við fleiri.
Robert Manchester sagði, að í
Rotaryhreyfingunni væru alls
800 þúsund félagar í klúbbum í
151 landi, álika mörgum lönd-
um og Sameinuðu þjóðirnar.
En þar sem Sþ byggðu af eðli-
legum ástæðum á sambandi
milli ríkisstjórna, þá legði
Rotary áherzlu á persónuleg
kynni milli einstaklinga. Lögð
væri áherzla á að efla mann-
gildi og vináttu, en með því að
rækta það með sjálfum sér
væntu Rotarymenn þess, að
þeir gætu bætt umhverfi sitt.
Hann sagði, að forseti alþjóða-
samtaka Rotary, sem kjörinn
væri til eins árs eftir árs undir-
búning sem varaforseti, veldi
jafnan úr nokkrum einkunnar-
orðum og gerði að sínum. Hann
hefði valið „Hátt siðgæði í við-
skiptum og starfi“ og út af því
legði hann gjarnan i ræðum sín-
um í Rotary-klúbbum vfðs veg-
ar um heim. Sjálfur er hann nú,
meðan hann er forseti, búinn
takanna. Þangað koma allir
svæðisstjórarnir.
Jafnframt er þá stjórnar-
fundur. Og þar sem helmingur
stjórnarinnar eru nýir menn,
þá er efnt til kynningarnám-
skeiðs fyrir þá. Einnig er nú
um leið boðið til ráðstefnu rit-
stjórum 25 svæðistimarita, sem
út eru gefin víðs vegar I heim-
inum. Munu þeir ræða málin og
samræma störfin. Norðurlanda-
blað Rotary nefnist Rotary
Norden og sagði forseti samtak-
anna að sr. Óskar Þorláksson
sæi einmitt um íslenzka efnið í
þvi.
1 lokin var Robert Manchest-
er spurður að þvi hvað hann
gerði þau ár, sem hann ekki
væri forseti alþjóðasamtaka
Rotary, því það virðist vera
fullt starf meðan það varir.
Hann kvaðst vera sestur i helg-
an stein, en hefði starfað sem
borgarstjóri og lögmaður í bæn-
um Vanfield í Ohio, auk ýmissa
annarra starfa að menningar-
og skipulagsmálum. En hann er
einn af eigendum lögfræði-
fyrirtækisins Harrington,
Huxley & Smith í Youngston í
Ohio.
Halldór I. Elíasson, prófessor:
Er menntastefnan „normal”?
Nú hefur menntamálaráðu-
neytið tekið af skarið, að það eitt
skuli ráða fjölda þeirra nemenda,
sem veita skal aðgang að fram-
haldsnámi, í stað tilviljana-
kenndrabreytistærða svo sem
hæfni kennara og getu nemenda.
Skólaspekingar ráðuneytisins
hafa komist að þvi, að með natni
megi búa prófin þannig til, að
nemendur dreifist sem næst
„normalt" á einkunnir. Nú getur
þetta samt brugðist eins og
dæmin sýna og því þá ekki að
spara sér slíkt ergelsi og nota
bara mælikvarða, sem gerir dreif-
inguna örugglega „normal". Þá er
þrautin leyst, ekki annað eftir en
að ákveða hlutfallstölu þeirra,
sem hnossið skulu hljóta. Það
hlýtur að vera ánægjuleg tilfinn-
ing fyrir einn ráðherra að hafa
slíkt hlutfall í vasanum. Eða ætlar
ráðuneytið að telja okkur trú um,
að þetta hlutfall sé lika vísinda-
lega útreiknað. Jafnvel þótt
tengja megi val ráðuneytisins
núna við ákveðið stærðfræðilegt
heiti, sem ég hef ekki fyrir að
nefna, þá leyfi ég mér að fullyrða
að það heiti hafi ekki nein
merkingarleg tengsl við þann
raunveruleika sem hér er fengist
við.
Nýlega voru birtar niðurstöður
úr umdeildum samræmdum próf-
um og eru það einkum niður-
stöður stærðfræðiprófsins, sem
vekja spurningar hjá fólki. Ég
held þó, að stærðfræðikennurum
komi þessi dreifing alls ekki á
óvart, hafi kennslan eða prófið
fyrst og fremst höfðað til skiln-
ings. Stærðfræðikennurum hefur
lengi verið ljóst, að dreifing nem-
enda eftir skilningi fer ekki eftir
neinni normalkúrfu. Mikill meiri-
hluti er staddur nálægt þeim lök-
ustu á þroskabrautinni að stærð-
fræðilegum skilningi og hyldýpi
skilur þá frá hinum heztu. Hið
nýja námsefni i stærðfræði á
gagnfræðaskólastiginu tel ég vera
mikið til bóta. Einmitt vegna
þess, að það á að höfða meira til
skilnings. Með gamla námsefninu
höfðum við árum saman þróað
verkrænar aðferðir, sem voru
auðvitað í samræmi við
kennsluna og gáfu ekki neitt
nálægt þvi rétta mynd af kunn-
áttu eða skilningi.
Sennilega verður seint fundinn
„réttur“ mælikvarði fyrir eink-
unnagjöf og sjálfsagt má eins
nota normalkvarðann eins og
hvern annan. Ég vil hinsvegar
benda á að þessi kvarði leysir
engan vanda og getur verið
hættulegur í höndum mið-
stjórnarvalds, sem leggur barna-
lega trú á gildi hans og merkingu.
Ég vil ennfremur. benda á hættur
i því, að svipta kennara öllum
tækjum til að beina unglingum á
ábyrgan hátt inn á heppilegar
náms- eða starfsbrautir og tel
raunar að kennarastéttin'eigi að
hafa þar stærra hlutverk en
menntamálaráðuneytið. Ef ráðu-
neytinu finnst kénnarastéttin
vera orðin þunnskipuð hæfu
fólki, þá væri nær að fara að bæta
úr þvi, en ætla sjálfu sér að fylla
slik skörð. 24. 4, 1977
Halldór I. EKasson
9
^ilhouette
k3baðfatnaður
í miklu úrvali nýkominn
Bikini - Sundbolir - Strandkjólar - Mussur - Stuttbuxur