Morgunblaðið - 28.04.1977, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1977
KENNETH nokkur Koch,
drengjalegur, fimmtugur
prófessor við Colombia háskólann
f Bandarfkjunum hefur sérstætt
lag á því að hafa uppi á skáldum á
ólfklegustu stöðum. Fyrir nfu
árum tók hann upp á því að fara í
barnaskóla og tala þar við
nemendur í elzta bekk.
Afraksturinn varð ljóðabókin
„Wishers, Lies and Dreams“, safn
Ijóða eftir hina ungu nemendur
og ritgerð eftir Koch um Ijóða-
gerð.
I fyrravor ákvað Koch að
bregða sér á áður óþekktar slóðir
og kanna skaldhæfileika annars
hóps —gamla fólksins. Koch varð
sjálfur dálítið vantrúaður, þegar
hann horfði yfir fyrsta kennslu-
bekkinn á elliheimilinu. Tuttugu
og fimm nemendur, flestir komu
inn í hjólastólum og eins og Koch
orðaði það, var þetta „gamalt.
veikt, þreytt fólk sem leið í 11 a.“
Margir voru blindir eða heyrnar-
daufir, sumir dottuðu í stólum
sinum eða virtust vera sofandi.
Koch segir er hann rifjar þetta
upp: „I fjórar vikur eða meira
sögðu flestir við öllu sem ég
spurði: „Ég man það ekki“ eða
,,Ég hef ekkert að segja.“
En smátt og smátt fór að koma
glæta í þetta og svörun tók að
gera vart við sig hjá fólkinu. Og
nú er árangurinn að koma í ljós
því að útgáfufyrirtækið Random
House hefur sent á markaðinn
bók með ljóðum gamla fólksins
sem heitir „I never told any-
body“. Þar er einnig ritgerð eftir
Koch um samvinnu hans og
nemendanna og lýsing á því
hvaða tökum hann tók kennsluna.
Koch hefur trú á því að þetta
fordæmi muni ef til vill verða til
að beina athygli manna að því að
Miriam Sullivan 91 árs fer með nýtt Ijóð eftir sig fyrir Kenneth Koch.
gamalt fólk hafi oft þörf fyrir að
tjá sig í ljóði og geti uppörvun og
hvatning haft mikil og jákvæð
áhrif.
í lauslegri þýðingu fara svo hér
á eftir þrjú ljóðanna í bókinni:
Ég sagði það aldrei neinutn
Ég sit og hugsa með mér
hvort margir bjóði mér upp í dans f kvöld.
Ég hugsa með mér: ætti ég að dansa?
Kannski verður ekki hlegið að mér
og ég mun skemmta mér.
Sporin hafa ekki breytzt nein ósköp.
Ég gæti enn spriklað með fótunum
— vænti ég —
Og kannski tekur einhver eftir mér —
og sér að fæturnir eru á iði —
og skilur bendinguna um að ég hefði gaman af þvf að dansa.
Margareth Whittaker 50 ára.
Kyrrð
Hljóðasta nóttin
sem ég minnist
var þegar ég fór út á bát að veiða fisk.
Ég og vinur minn vorum á leið út
í árabát til að renna fyrir fisk.
Við veiddum töluvert af fiski.
Stjörnunar skinu,
hafið var kyrrt.
Vindurinn lét ekki á sér kræla.
Við vorum hljóðir
og fiskurinn var að taka.
Leory Burton, 62 ára.
Kall
Eitthvað mjúkt og milt
rennur um fingur þér
tekur f hönd þér og leiðir þig
áleiðis að einhverju sem er meira...
hefðirðu aðeins vit á að fylgja þvf.
Nadya Catalfano 94 ára.
Áskorendaeinvígin
Úrslit
einvíganna
Einvígi þeirra Horts og
Spasskys lauk 19. apríl s.l. með
sigri þess siðarnefnda, sem
hlaut 8,5 vinning á móti 7,5
vinníngi Horts eftir 16 skákir.
Þar með lauk síðasta einvíginu
af fjórum sem staðið hafa frá
26. febrúar eða um 7 vikur.
hinum einvígjunum lauk þann-
ig að Portisch vann Larsen,
Polugajevsky vann Mecking og
Kortsnoj vann Petrosjan. Þeir
sem tefla næst verða því þeir
Spassky — Portisch og Korts-
noj — Polugajevsky. Fyrir-
hugað er að þeir hefji sín ein-
vígi í júní n.k. Óvíst er hvar þau
verða haldin því nú verða þau
„boðin út„ ef svo má segja og
hverju og einu skáksambandi
innan FIDE heimilt að sækja
um að halda þau. Skákmeistar-
arnir hafa þar mikið að segja;
hvort þeir eru ánægðir með
landið, svo sem veðurfar og aðr-
ar aðstæður og síðast en ekki
sízt verðlaunin. Sigurvegar-
arnir tefla síðan í október og að
Iokum mun væntanlega sjálft
lokaeinvígið um heims-
meistaratiltilinn hefjast
snemma á næsta ári. Eftir er að
ákveða fyrirkomulag á því ein-
vígi, þ.e. fjölda skáka, en það
átti að fkveða í þessum mánuði.
f næstu lotu, þ.e. fjögurra
manna keppninni, eiga kepp-
endur að tefla 16 skákir að við-
bættum aukaskákum verði þeir
jafnir, á sama hátt og hér var
gert, en í þriðju lotunni milli
hinna tveggja síðustu tefla
keppendur 20 skákir að við-
bættum aukaskákum.
Ágreiningur
um reglurnar
Að loknum þessum síðustu
einvígjum hafa menn velt fyrir
sér þeim reglum sem um þau
gilda og sýnist sitt hverjum um
ágæti þeirra og óneitanlega
komið í ljós ýmsir agnúar, sem
virðist mega sníða af. Alþjóða-
skáksambandið stendur alltaf
frammi fyrir þeim vanda þegar
skipuleggja á þessar keppnir
hvort notast eigi við skákmót
með öllum keppendum saman
frekar en einvigi eins og nú
voru haldin. Þeir, sem eru
fylgjandi áskorendamótum eins
og áður tíðkaðist, segja þau
vera skemmtilegri; skákirnar
verði betri og allir áskor-
endurnir mætist í sömu keppni
og sá bezti verði áskorandinn.
Ahangendur einvígjanna full-
yrða hins vegar að þau séu
bezta leiðin til að kanna styrk-
leika tveggja áskorenda sem
taki af skarið hvor þeirra sé
betri í einvígi og þýðingarmikið
sé að hafa ekki „þriðja" aðila
þar viðkomandi sem hafi áhrif
eins og í skákmóti margra. Einn
kosturinn við einvígin, segja
áhangendur þeirra, er sá, að
hægt er að halda þau í mismun-
andi löndum og á þann veg
stuðlað að útbreiðslu og kynn-
ingu skákiþróttarinnar o.s.frv.
Síðasta Áskorendaskákmótið
var haldið i Curacao 1962. Þátt-
takendur voru Petrosjan,
Geller, Keres, Fischer, Korts-
noj, Benkö, Filip og Tal og
réðust úrslitin svona upptalið,
Petrosjan sigurvegari o.s.frv.
Strax eftir þetta mót ásakaði
Fischer sovézku skákmennina
um að vinna saman í mótinu
þannig að þeir gerðu jafntefli
innbyrðis en tefldu alltaf til
vinnings á móti öðrum og á
þann hátt kæmu í veg fyrir að
aðrir en sovézkir skákmenn
hlytu heimsmeistaratitilinn.
Lengi á eftir neitaði Fischer að
taka þátt í mótum á vegum
FIDE í mótmælaskyni. Má
segja að hinn nýi siður hafi
verið tekinn upp mikið vegna
þessarar gagnrýni. I janúar-
blaði bandaríska skákblaðsins
1977, Chess Life & Review, er
viðtal við Kortsnoj þar sem
hann fullyrðir að slík samvinna
hafi átt sér stað, en hún hafi
verið á milli þeirra Petrosjans,
Gellers og Keresar og beinst að
þeim tveimur, þ.e. Kortsnoj
sjálfum og Fischer. Kortsnoj
telur sig hafa borið skaða af
þessu samkomualgi sem hann
fer ekki beint lofsamlegum
orðum um.
Hverju er hægt
að breyta?
Ljóst er af reynslu þeirri sem
fékkst af þessum keppnis-
reglum hér á landi að úrbóta er
þörf hvað varðar regluna um að
tefla sífellt tvær skákir í viðbót
verði keppendur jafnir. Svo
makalaus er þessi regla að
grípa varð í taumana og brjóta
hana, þó svo slíkt samræmist
ekki aðalfundarsamykkt FIDE
og í raun brot á þeirri sam-
þykkt. Einfaldast virðist að
varpa hlutkesti strax að lokn-
um 12 skákum verði keppendur
jafnir og skipta verðlaunum á
milli þeirra til jafns, en sá er
vinnur hlutkestið heldur áfram
keppni. Matsatriði er hins
vegar hvort tefla eigi 8, 10 eða
12 skákir.
Og hvernig
tefldu
meistararnir?
Mörgum finnast þessi fjögur
einvigi hafa borið vott um of
eftir GUNNAR
GUNNARSSON