Morgunblaðið - 28.04.1977, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.04.1977, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977 31 J6n H. Magnússon; Mánafossmál Þann 23. maí 1975 hóf Markús B. Þorgeirsson skrif um hið svo- kallaða Mánafossmál, og hafa sið- an birst margar greinar eftir Markús i dagblöðum um þetta mál og önnur mál er varóa Eim- skipafélagið. Eftir að sjópróf var haldið síð- ast í þessu máli hinn 24. mars s.l. var i þremur dagblöðum getið um ákveðna kenningu Markúsar um það, hver hefði verið ástæða þess, að m.s. Mánafoss hallaðist það mikið hinn 8. janúar 1975, að aðal- vél skipsins stöðvaðist um tíma. Af þessu tilefni ritaði undirrit- aður grein, sem send var Alþýðu- blaðinu, Dagblaðinu og Þjóðþvilj- anum 29. mars s.l. Greinin birtist í Alþýðublaðinu 31. mars s.l., en hefur af einhverjum ástæðum ekki verið birt í hinum tveim blöðunum. Til þess að gera sér grein fyrir málavöxtum er nauðsynlegt að rifja upp nokkrar staðreyndir í þessu máli. 5. apríl 1975 var Markúsi B. Þorgeirssyni háseta á m.s. Mána- fossi sagt upp starfi af skipstjórn- armönnum og var Markús af- skráður af m.s. Mánafossi 10. apríl 1975. 25. apríl 1975 var haldinn fund- ur á skrifstofu Eimskipafélagsins, þar sem viðstaddir voru Markús B. Þorgeirson háseti, Guðmundur Hallvarðsson starfsmaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, Stefán Guðmundsson skipstjóri og Magn- ús Sigurðsson 1. stýrimaður á m.s. Mánafossi, Valtýr Hákonarson skrifstofustjóri og Jón H. Magn- ússon ráðningarstjóri Eimskipa- félagsins. í upphafi fundar lagði Markús fram skriflegar kröfur vegna uppsagnarinnar, þar sem þess er m.a. getið, að hann muni gera bótakröfur upp á milljónir tuga í miskabætur vegna upp- sagnarinnar. Á fundinum var reynt á það hvort möguleiki væri á því að sætta aðila, en svo reynd- st ekki vera. Markús hélt fast við kröfur sínar og skipstjóri neitaði að taka Markús aftur um borð í m. s. Mánafoss. Var þá ákveðið að greiða Markúsi laun fyrir þann tíma sem vantaði upp á einn mánuð frá afskráningu að telja, sbr. ákvæði 13. greinar sjómannalaga nr. 67/1963. Samkvæmt þeim ákvæð- um er uppsagnarfrestur háseta einn mánuður, ef ekki er öðruvfsi samið. í Alþýðublaðinu 23. maí 1975 og i Þjóðviljanum 28. mai 1975 birt- ast greinar-eftir Markús, þar sem hann átelur harðleg að ekki hafið verið haldin sjópróf vegna svo- kallaðrar Mánafossveltu þann 8. janúar 1975. Síðan hefur Markús ritað margar greinar um þetta mál og önnur mál er varða Eim- skipafélagið. Hvers vegna benti Markús ekki á það fyrr, að hann teldi ærna ástæðu til þess að halda sjópróf eða er það af einhverjum örðum ástæðum sem hann hefur skrifað um málið i dagblöðum fjórum og hálfum mánuði eftir að atvikið á sér stað og tæpum mánuði eftir að fundur sá sem getið er um hér að framan var haldinn. Til fróðleiks má geta þess, að 1. stýrimaður, sem tilkynnti Markúsi um uppsögn úr starfi þann 5. apríl 1975, leysti af sem skipstjóri í ferð þeirri er lauk í Reykjavik 9. janúar 1975 og að undirritaður, sem auk þess að vera ráðningarstjóri Eimskipa- félagsins, mætir fyrir félagið við sjópróf sem haldin eru. Að beiðni Eimskipafélagsins var haldið sjópróf i sjó- og versl- unardómi Reykjavikur þann 28. maí 1975 vegna óhapps, sem varð þegar m.s. Mánafoss fékk á sig brotstjó um kl. 23.15 hinn 8. janúar 1975 og hallaðist við það það mikið, að aðalvél skipsins stöðvaðist um tíma. Skýrsla var tekin af skipstjóra og háseta, sem voru á stjórnpalli þegar óhapqið varð, 1. stýrimanni og bátsmanni, sem fóru í lestar til þess að at- huga ástand farms, vakthafandi vélstjóra og yfirvélstjóra, sem fór niður í vélarrúm strax og hann varð þess var, að aðalvél hafði stöðvast. Sýrimaður sá, sem var á stjórnpalli auk skipstjóra og hásetans, gaf ekki skýrslu, þar sem ókunnugt var um dvalarstað hans og reyndist þvi ekki unnt að boða hann. Nefndum stýrimanni hafði verið vikið úr starfi fyrir- varalaust daginn eftir að skipið kom til Reykjavíkur úr umræddri ferð, vegna brots á tollalögum. Ástæður þess að sjópróf var ekki haldið fyrr en raun ber bitni voru þær, að ekki urðu slys á mönnum eða skemmdir á skipi og óverulegar skemmdir á farmi. Til staófestingar þessu má geta þess, að í skýrslu Tjónadeildar félags- ins, sem gerð var í lok apríl 1976, eða tæpum 16 mánuðum eftir að skipið kom úr umræddri ferð, þá hafi aðeins borist 2 kröfur til Eimskipafélagsins vegna þessarar ferðar m.s. Mánafoss samtals að fjárhæð kr. 21.891,- og báðar vegna smá-vantana, en ekki fyrir skemmdir, Þá er þess jafnframt getið, að aðeins séu eftir öafhent- ar 14 vörusendingar og þvi vart við fleiri kvörtunum að búast. Markús Þorgeirsson fór fram á það að fá að gefa skýrslu um framangreint óhapp. Var tekin skýrlsa af Markúsi fyrir sjó- og verslunardómi Reykjavíkur þann 3. september 1975. í bréfi Siglingarmálastofnunar til Saksóknara rikisins, dagsettu 12. febrúar 1976, er þess getið að við sjópróf haldið 3. september 1975 komi fram alvarlegar ásak- anir hjá Markúsi B. Þorgeirssyni á hendur skipstjóra m.s. Mána- foss, varðandi lestun skipsins, svo og færslu leiðarbókar. Rannsókn- ar sé því þörf til að fá vitneskju um það hvernig skipið var lestað er það lét úr höfn í Hamborg hinn 4. janúar 1975. Gera þurfi grein fyrir farmi (lestunarplan) kjöl- festu, oliu og vatni svo hægt sé að upplýsa hvort stöðugleika skips- ins hafi verið ábótavant. Sjópróf var haldið i sjó- og verslunardómi Reykjavíkur 29. apríl 1976, þar sem lagt var fram hleðsluplan og aðrar upplýsingar er varðá hleðslu og kjölfestu skipsins með tilliti til stöðugleika- útreikninga. Mættu þá fyrir rétt- inum skipstjóri, 1. stýrimaður og yfirvélstjóri og sýndu leiðarbók og véladagbók og gáfu skýringar eftir því sem óskað var. Lýsti full- trúi Siglingamálastofnunar því yfir við lok sjóprófsins, að fram væru komin öll þau gögn, sem stofnunin hafði óskað eftir. Enn var haldið sjópróf 24. mars s.l. og gaf þá skýrslu stýrimaður sá, sem var á stjórnpalli ásamt skipstjóra og háseta þegar óhapp- ið varð. Var skýrsla hans efnis- lega á sömu leið og skýrslur ann- arra skipverja, sem gefnar voru við sjópróf, sem haldið var 28. mai 1975. I Dagblaðinu 25. mars s.l. er þess getið að Markús B. Þorgeirs- son telji skipið hafa farið á hlið- ina í snarpri beygju, sem tekin hafi verið til að kasta út spira við bauju. Samskonar fréttir voru I Alþýðublaðinu 26. mars s.l og Þjóðviljanum 27. mars s.l. í tveim síðastnefndum dagblöðum er þó ekki minnst á bauju. Haldió var sjópróf vegna framangreinds óhapps 3. sept- ember 1975, þar sem Markús B. Þorgeirsson gaf skýrslu. 1 þeirri skýrslu er ekki minnst einu orði á þessa kenningu og man ég ekki eftir því að Markús hafi áður haldið þessu fram í greinum sin- um, þeim sem hann hefur skrifað í dagblöðin um þetta mál. Markús var meðal annars viðstaddur þeg- ar sjóprófið 24. mars s.l. fór fram. Að tilhlutan Markúsar voru lagð- ar ýmsar spurningar fyrir stýri- manninn, en ekki minnist ég þess að á meðal þeirra spurninga hafi verið nein um það, hvort skipið hafi tekið snarpa beygju af einum eða öðrum ástæðum, rétt áður en aðalvél skipsins stöðvaðist. Ef Markús hefur haldið þessu fram við blaðamann, finnst mér ein- kennilegt að hann skyldi ekki reyna að fá það upplýst i sjópróf- inu. Ég tel að kenning þessi standist ekki ef athugaðar eru staðreyndir málsins. Eins og áður er lýst, verður óhappið um kl. 23.15 þann 8. janúar 1975, þegar skipið var að koma á landgrunnið suður af Dyr- hóley. Skipið kemur til Reykja- víkur um kl. 16.00 þann 9. janúar 1975, þ.e. skipið átti eftir um það bil 15 — 16 klst. siglingu til Reykjavíkur eftir að aðalvél skipsins var komið I gang aftur og skipið gat haldið áfram ferð sinni. Það tók um það bil 40 mínútur að koma vélinni i gang aftur. Eftir að skipið var komió til Reykjavikur, fundu tollverðir spíradúnka, sem hent hafði verið í sjóinn við bauju út af Gróttu á innsiglingu til Reykjavikur, a.m.k. 150 sjómílur frá þeim stað sem skipið fékk á sig brotsjóinn. Viðurkenndu 3 skipverjar á m.s. Mánafossi að eiga þennan varning og var þeim vikið úr starfi fyrirvaralaust. Skrif Markúsar hafa verið á þann veg, aó þau eru í raun ekki svaraverð, en þar sem mótsagna- og fjarstæðukenndar fullyrðingar hans hafa verið birtar í nokkrum dagblaðanna, þá var talið rétt að rifja upp í aðalatriðum aðdrag- anda að árásum Markúsar á starfsmenn Eimskipafélagsins á sjó og i landi. Að öðru leyti er vísað til skýrslna skipverja og gagna, sem lögð hafa verið fram i sjó- og verslunardómi Reykjavikur. Reykjavík 15. apríl 1977 Jón H. Magnússon. Þorbergur Kristjánsson: Athugasemdir við ræðu Þorvalds Garð- ars Kristjánssonar ÚT af framsöguræðu Þorvalds Garðars Kristjanssonar, alþm., um „þjóðaratkvæði um afnám prestskosninga", er birtist í Mbl. 21. apr., vil ég biðja blaðið að birta eftirfarandi athugasemdir: Af þvi er Þorvaldur Garðar Kristjansson rekur, virðist aug- ljóst, að gagnrýni og óánægja með núverandi fyrirkomulag á veitingu prestakalla hefir farið sívaxandi. Enginn þarf að ætla sér þá dul, að algjör samstaða náist fyrirfram um þá breytingu, er margrætt frv. Kirkjuþings ger- ir ráð fyrir. En er það ekki svo um æði mörg þau mál, er Alþingi afgreiðir, að um þau sé einhver ágreiningur, í upphafi a.m.k.? Mundi Alþingi ekki verða næsta afkastalítið, ætti það ekki að af- greiða önnur mál en þau, sem algjör samstaða er um? Frv. Kirkjuþings gerir ekki ráð fyrir afnámi prestkosninga, held- ur að þær verði óbeinar, takist ekki köllun. Þetta er nánast það fyrirkomu- lag, er um langan aldur hefir tíðk- ast í Þjóðkirkjum Noregs og Dan- merkur t.d. og það ætti engan að undra, a.m.k. ekki alþingismenn, þótt þangað sé leitað fyrirmynda um löggjöf okkar. En hvernig hefir þetta fyrir- komulag þá gefizt þar? í málgagni danska prestfélagsins „Præsteforeningens Blad“ 5. hefti þ.á., birtist fyrirlestur, er Henrik Christiansen biskup flutti í danska prestaháskólanum, s.l. haust, — um ábyrgð og hlutverk sóknarnefnda „Menighedsrádets ansvar og opgaver". Þar segir m.a. „Jeg skal heller ikke vælge dvæle ved den i sin opgaver“stroka út...Menigheds- rádets ansvar og opgaver". Þar segir m.a. „Jeg skal heller ikke dvæle ved den i sin tid omdiskuterede, men dag indiskutable myndighed, mening- hedsrádene har i den næsten uan- fægtede ret til at vælge præst. I den forbindelse vil jeg notere det indtryk, det har gjort, at være vidne til den alvor, omtanke kærlighed og nænsomhed, der lægges for dagen ved præstevalgsproceduren..“ Hér kemur það ljóslega fram, hve jákvæð reynsla Dana er af þessu fyrirkomulagi. Upphaflega var þetta umdeilt þar, en er það ekki lengur. Það skal áréttað að ofanrituð tilvitnun er tekin úr fræðilegum fyrirlestri, er fluttur var á stofnun þeirri, er sér um framhaldsmenntun danskra presta og þekkt er um öll Norður- lönd. Eins og fram kemur i máli Þorvalds Garðars Kristjanssonar hefir yfirgnæfandi meirihluti af trúnaðarmönnum íslenzku kirkjunnar áprestastefnum, héraðsfundum og kirkjuþingum óskað eftir ákveðnum breytingum á gildandi fyrirkomulagi um veit- ingu prestakalla. Tillaga þing- forsetanna virðist þannig fela i ser takmarkað traust á þeim væg- ast sagt. Mótun kirkjulega málefna fer um hendur safnaðarfunda, sóknarnefnda, héraðsfunda, prestastefnu, Kirkjuþings og að lokum Alþingis, sé um löggjafar- atriði að ræða. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um kirkjuleg málefni í því tilfelli aðeins, að um það sé að ræða, hvort aðskilnaður skuli gerr ríkis og kirkju,- og þó því aðeins, að Alþingi hafi áður samþykkt slika breytingu á stöðu kirkjunnar. Auðvitað er það rétt, sem Þorvaldur Garðar Kristjansson segir í ræðu sinni, aó kirkjunni er ætlað að þjóna fólkinu i landinu, en það getur hún sem slík þvi aðeins gert, að hún sé líkami Krists, farvegur orði hans og anda inn í þjóðlífið. Hæpið er, að eftir- sókn einstakra presta eftir hylli almennings stuðli að þvi, að svo geti orðið ð en núverandi fyrir- komulag á veitingu prestakalla býður slíku vinsældadekri vissu- lega heim, - og þar kemur auðvit- að fleira til. En það var ekki ætlun mín að ræða þessi mál ítar- lega i þessum stuttu athugasemd- um. Með hliðsjón af ofansögðu virðizt mér tæpast til of mikils ætlazt, þótt þess sé vænzt, að hátt- virt Alþingi láti þjóðaratkvæðis- tillöguna liggja á milli hluta, en samþykki tillögu á þskj. 352 um nefnd til að endurskoða lög um veitingu prestakalla. • Þorvaldur Garðar Kristjansson vikur að þeirri tillögu i máli sinu, - en hún felur það einfaldlega í sér, að Alþingi hyggi gaumgæfi- lega að þessu máli og taki síðan afstöðu i samræmi við það, er réttast þykir. Þorbergur Kristjansson Sorpskrif bæj- arverkfræðings Björn Árnason, bæjarverk- fræðingur í Hafnarfirði, sem frægur er að endemum fyrir hvat- víslegar og órökstuddar fullyrðingar um menn og málefni, vegur hart að undirrituðum i bókun sinni nýlega á fundi bæjar- ráðs Hafnarfjarðar, en bókun þessi er birt í Morgunblaðinu þann 16. þ.m. í bókun sinni segir bæjarverk- fræðingurinn: „Að fenginni margra ára reynslu af háttalagi þessa verktaka bæði i samnings- verkum (siðast Sævangur 1976) og i reikningsverkum fyrir bæjar- stofnanir tel ég fullreynt að ekki sé að búast við fullum efndum hans á verksamningi þessum." Hér á bæjarverkfræðingurinn við Ingva H. Ingvason, verktaka, sem reyndist lægstbjóðandi i umhirðu sorphauga Hafnarfjarðar, og bæjarráð Hafnarfjarðar gerði siðan verksamning við á grund- velli tilboðs hans. Virðist verk- samningur sá vera kveikja þeirra stóryrða bæjarverkfræðingsins, sem áður eru greind. Ingvi H. Ingvason hefur unnið öll sín verk, hvort sem þau hafa verið samningsverk eða reikningsverk fyrir Hafnarfjarðarbæ eða aðra aðila, skv. samningi, verklýsingu og viðurkenndum góðum vinnu- brögðum. Hins vegar hefur mjög skort á, að þær útboðslýsingar, sem Björn Árnason hefur sjálfur samið, hafi reynst réttar og iðu- lega virðast þær hafa verið gerðar í þeim tilgangi að villa um fyrir væntanlegum bjóðendum. E.t.v. í 36 MORGUNBLADIÐ. FIMMTUDAGUR 21. APRIL 1977 Þorvaldur Garftar Kristjánsson: Þjóðaratkvæði um af- nám prestskosninga FORSKTAR santchiaAs jþings og þiugdeiida hufu lagt iiil‘M'‘á iliTiIilÍltli"li’ \"wm raun fyrír söfnuðlri geri prestum óeóii« I»:ra sig iti á stafl “Ahmla er IBgð ál þmgs, sem fram frumvttipið t 1962 mcð 10:S alll 10 4 atkv.. 1973 meJ 1974 nnx> tvoinuji- iT Enn fremur er bfl presiaslefrta, a)m« funda. súknarnefnfl fur.da ntálinu ttl T haidið frartt, að rmtJ óánægja bsfi ktntfl Lýrar.di fynrköj þeim tilgangi að þeir aðilar, sem Björn hefur velþóknun á, gætu lagt fram tilboð, sem gæfu góöan arö, ef þeim yröi tekið. Siðar í bókun sinni segir bæjar- verkfræðingurinn: „Ennfremur vek ég athygli á þvi að nú þegar hefur verið kostað til ærnu fé til að koma sæmilegu lagi á sorp- haugana eftir vanefndir fyrri verktaka. . “ Hér á bæjarverk- fræöingurinn við Bjarna Guðbjartsson, verktaka sem annaðist umsjón sorphauga Hafnarfjarðar frá því í maí 1973 til febrúarloka 1977. Allan þann tíma vann Bjarni starf sitt jafn vel og hægt var við að búast þegar tekið er tillit til þeirra aðstæðna eða réttara sagt aðstöðuleysis, sem honum var af bæjarverk- fræðingi búiö til framkvæmdar verksamningsins, og út í hött aö tala um vanefndir af hálfu Bjarna. Virðist helst sem bæjarverk- fræðingurinn skilji ekki, að verk- samningar leggi báðum aóilum, verkkaupa og verksala, skyldur á herðar og verði báðir að standa viö sitt. Þvi miður virðist Björn Árnason sleginn slíkri blindu á eigið ágæti sem bæjarverk- fræðingur, að þar hæfi best orð Loðviks Frakkakonungs: Vér einir vitum“. Þetta er þeim mun hvimleiðara þar sem flestir þeirra bæjarstarfsmanna, er starfa undir stjórn Björns, eru starfi sínu fyllilega vaxnir og hafa tamið sér aó leysa mál af sann- girni og látið persónulega afstöðu sína til manna engin áhrif hafa þar á. Við teljum á þessu stigi málsins með öllu óþarft að tiunda þau þrekvirki og „verkfræðilegu" afrek, sem Björn Árnason hefur unnið sem bæjarverkfræöingur i Hafnarfirði, en munum gera þaó. ef Björn leitar eftir. Hafnarfirði 19. apríl 1977 Bjarni Guðbjartsson (sign). Ingvi Ingvason (sign)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.