Morgunblaðið - 28.04.1977, Síða 37

Morgunblaðið - 28.04.1977, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977 37 menni og vini, þegar mönnum er kippt burtu úr lífinu fyrir aldur fram, það skapast tóm sem erfitt er að sætta sig við en samt má það sætta sig við en samt má það vera nokkur huggun og harmabót, þegar sá látni hefur lokið giftu- ríku lífsstarfi, látið gott af sér leiða, komið upp mannvænlegum barnahópi og skilað þjóðfelaginu löngu og miklu starfi. Það er sá bautasteinn , sem hver maður má vera vel sæmdur af. Slíkum mönnum er gott að hafa kynnst á lifsleiðinni og væri betur, ef ísland ætti fleiri slíka syni, þá væri öðruvísi umhorfs í samfélagi okkar og færri torleyst vandamál við að etja. Mig grunar, að hugur Kristjáns hafi staðið til frekari menntunar en Héraðsskóli Austurlands gat veitt honum, til þess benti greind hans og áhugi á skáldskap og orðasöfnun sem og lifandi áhugi á mörgum menningarmátum, en skyldustörf munu hafa komið í veg fyrir það. Það var okkur hjónum ávallt tilhlökkunarefni að sækja heim Kristján og hans ágætu konu og mæta hlýlegu viðmóti og sérstakri gestrisni á vistlegu heimili þeirra hjóna, sem mótað var af myndar- skap, sem húsfreyjan átti ekki minnstan þátt i. Að lokum er skylt og ljúft að minnast þeirrar kærleiksríku um- önnunar, sem Kristján átti að mæta í veikindum sínum af halfu Aðalheiðar uns yfir lauk. Hún stóð við hlið hans alla tið í blíðu og stríðu af mikilli trúmennsku og myndarbrag. Um leið og Kristján Þorsteinsson er kvaddur með þökk fyrir löng og góð kynni, sendum við hjónin eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum vandamönnum samúðarkveðju okkar. Það má vera þeim öllum huggun í söknuði og sorg að minn- ast hins mæta drengskapar- manns. Hermann Guðbrandsson. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rðtt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V.B.) Ég, sem þessi minningarorð rita hef fylgzt með hinni löngu bar- áttu, sem vinur minn, Kristján Þorsteinsson, hefur háð á nýliðn- um vetri, og nú er til lykta leidd. Ég bjóst við þvi, að dauðinn kæmi langtum fyrr en raun varð á. En lifsþróttur og lífsvilji lögðust á eitt gegn ofurvaldi banvæns sjúk- dóms lengi vel. Allt fram til hinztu stundar talaði Kristján um að komast heim til sín. Já, nú er hann kominn heim, heim til hinna eilífu bústaða. Kynni okkar Kristjáns hófust fyrir fáum árum. Hann vann þá hjá Áfengis- og tóbaksverzlun rikisins og hafði gert allt frá því að hann brá búi á Stöðvarfirði. Þann átti heima að Löndum, i þeirri sveit þar sem hann fæddist og ól aldur sinn allt til fimmtugs- aldurs. Foreldrar Kristjáns voru Guðlaug Guttormsdóttir (Vigfús- sonar, prófasts þar) og Þorsteinn Kristjánsson. Kristján ólst upp á Löndum i hópi fimm systkina. Var hann elztur þeirra. Nám stundaði Kristján við Alþýðu- skólann, á Eiðum skólaárin 1923—24 og 1924—25. Var þar þá skólastjóri öðlingurinn Ás- mundur Guðmundsson, síðar biskup. Mátti segja um Ásmund, að hann kæmi öllum til nokkurs þroska. Kristján var góður náms- maður og námið þarna, þótt ekki væri það lengra varð honum nota- drjúgt. Að skólanámi loknu tókst Kristján á hendur kennslu einn vetur við barnaskólann á Stöðvar- firði. Kristján kvæntist ungur, árið 1926, eftirlifandi konu sinni, Aðalheiði Sigurðardóttur frá Urðarteigi í Berufirði. Reyndist hún manni sínum vel i löngu hjónabandi, og ekki sizt nú undir lokin. Þeim varð fjögurra barna auðið, sem öll lifa og komizt hafa vel af. Mun þeirra nánar getið af öðrum, sem skrifa eftir Kristján sáluga. En hvað var það, sem mér fannst einkenna Kristján öðru fremur? Hann var ljóðelskur, minnugur og unnandi fróðleiks. Bar bókasafn hans þvi glöggt vitni. Mér var jafnan mikil ánægja að heimsækja þau hjón að Kleppsvegi 118, en þar bjuggu þau nokkur síðustu árin í vist- legri ibúð. Alúð þeirra beggja er minnisstæð. Þau kunnu vel að taka á móti gestum. Já, það er mikil hamingja að kynnast góðu fólki. Hér er kvaddur öðlingsmaður. Það eru mín lokaorð. Auðunn Bragi Sveinsson. í Löndum, sem er ysta byggð í Stöðvarfirði við fjarðarmynnið austanvert, er sérkennilega fallegt byggðarstæði i vel gróinni hvylft undir skjólríku klettabelti, en i suðaustri blasir við óravídd hafsins. Á þessum stað fæddist Kristján Þorsteinsson og ólst þar upp hjá foreldrum sínum Guðlaugu Guttormsdóttur frá Stöð og Þor- steini Kristjánssyni útvegsbónda í Löndum. Frá bernsku kynntist Kristján öllum hefðbundnum framleiðslu- störfum til lands og sjávar, en hugur hans mun snemma hafa hneigst meira til starfanna við sjóinn, enda var um langt árabil stundaður sjór frá Löndum á opnum bátum af atorku og myndarskap. Innan við tvítugs aldur fór Kristján í Alþýðuskólann á Eiðum og stundaði þar nám í tvo vetur. Veturinn eftir að hann lauk námi á Eiðum gjörðist hann barnakennari í Stöðvarhreppi og þótti hinum farnast vel í því starfi. En skólakennsla varð þó ekki ævistarf Kristjáns, þvi að sjómennskan heillaði hann. Og þá um vorið 1926 giftist hann eftir- lifandi konu sinni, Aðalheiði Sig- urðardóttur frá Urðarteigi við Berufjörð, mikilli myndarkonu í sjón og raun. Hófu þau búskap sinn í Löndum og reistu sér svo nýbýli i landi jarðarinnar, og Kristján tók við formennsku á opnum vélbát, sem bændurnir í Löndum gjörðu út í félagi. Síðar gjörði Kristján einn út bátinn og var við sjósókn og formennsku þar síðan mikið á þriðja áratug. Árin, sem ég átti heima á Stöðvarfirði, frá 1937 til 1954, voru gjörðir út þar æði margir trillubátar. Sjómannaval var þar á þessum árum og formenn bát- anna margir aflasælir og góðir skipstjórnarmenn. Fiskimiðin út af Stöðvarfirði eru óefað harður en góður skóli til að læra sjómennsku. Þar eru oft miklir straumar og hér og hvar grunn- sævi, sker og boðar að ógleymdri Austfjarðaþokunni Þessar aðstæður hlutu þegar eitthvað var að veðri, að krefjast af for- mönnunum sérstakrar fyrir- hyggju og athygli til að koma bát og mönnum heilum í höfn. Ég dáðist oft að þeirri ótrúlegu hæfni og öryggi sumra formann- anna á Stöðvarfirði, sem eftir að hafa verið á færum á reki úti á hafinu í Í2 til 16 tíma stundum i kolniðaþoku, stórstraum og þungum sjó — tóku land i beinni stefnu á miðjan fjörðinn. Einn þessara ágætustu formanna var Kristján í Löndum. Hann var kappsamur fiskimaður, en mjög athugull og fyrirhyggju- samur formaður. Auk þess sem hann mun hafa lært mikið af eig- in reynslu á sjónum, þá naut hann þess á yngri árum að vera á sjó með sérstaklega hæfum og traust- um foFmanni Sveini Björgólfs- syni, sem um mörg ár var for- maður á Landabátnum Framfara áður en Kristján tók við formennsku. Kristján og Aðalheiður eignuðust 4 börn, góða borgara, sem öll eru gift og búsett á Reykjavíkursvæðinu. Þegar börn- in voru öll farin að heiman fluttu þau hjónin einnig til Reykja- vikur, þar sem þau áttu heima siðan. Ekki efast ég um, að Kristján og Aðalheiður hafa sakn- að átthaganna fyrir austan, en fyrir sunnan áttu þau líka marga góða daga. Aðalheiður vann mikið að handavinnu heima, en lítið utan heimilisins og bjó manni sínum alla tið hlýtt og gott heimili, sem hann gat alltaf hlakkað til að njóta að dagsverki loknu. Samband þeirra hjóna var sérstaklega innilegt. Ég minnist þess sérstaklega að fyrir fáum árum átti ég samfylgd með Kristjáni og Aðalheiði i áætlunar- bíl frá Egilsstöðum til Stöðvar- fjarðar, þau voru þá að koma i kynnisferð á gamlar slóðir. Það fór ekki fram hjá mér hvað þau voru innilega hamingjusöm að eiga hvort annað, þar sem þau héldust í hendur öðru hvoru og gældu hvort við annað. Ég viknaði ósjálfrátt og var þakk- látur fyrir að fá að sjá þessa fallegu svipmynd af sönnu hjóna- bandi eftir nær fimmtíu ára sambúð. Fyrir slika samfylgd er mikið að þakka. Við hjónin vottum Aðalheiði og börnunum okkar innilegustu samúð. Björn Stefánsson. Æ Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Völundar gluggar vandaðir gluggar Vandaðir gluggar eru eitt aðalatriðið í hverju húsi og auka verðmæti þess og ánægju þeirra, sem í húsinu búa. Timburverzlunin Völundur hefur 70 ára reynslu í smíði glugga. 1 dag leggjum við megináherslu á smíði Carda- hverfiglugga svo og venjulegra glugga samkv. hinum nýja íslenska staðli. Cardagluggar hafa marga kosti umfram aðra. Auðvelt er að opna þá og loka. Hægt er að snúa þeim við, ef hreinsa þarf þá eða mála. öryggislæsingar geta fylgt. Hljóðeinangrun uppfyllir ströngustu reglur. Bæðí vatns- og vindþéttir í lokaðri stöðu. Þá er einnig hægt að fá smíðaðar veggjaeiningar með Cardagluggum í, sem síðan má raða saman. Þar sem Cardagluggum verðurekki viðkomið mælum við með gluggum smíðuðum samkv. hinum nýja íslenska staðli, með falsi 20x58 mm. Alla glugga er hægt að fá grunnaða eða tvímálaða. Einnig getum við smíðað þá úr gagnvarinni furu eða oregonfuru. t sérstökum tilfellum smfðum við einnig glugga eftir sérteikningum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.