Morgunblaðið - 28.04.1977, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 28.04.1977, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1977 Þorvaldur Garðar Kristiánsson: Sjálfstæði sveitarfélaga og stjórnun heimaaðila Alþýðubandalagið týndi j ar ð varmanum Hér fer á eftir útvarps- ræða Þorvalds Garðars Kristjánssonar, forseta efri deiidar Alþingis, í umræðu um tillögu þing- manna Aiþýðubandalags- ins um framtíðarskipulag orkuöflunar og -nýtingar. 0 Jarðvarminn týndist í fyrirsögn aö þingsályktunar- tillögu þeirri, sem hér er til umræðu, er talað um stefnu- mótun i orkumálum. Þetta ætti að benda til þess, að tillagan fjallaði um orkumálin í heild eða helztu ínnlendu orkugjafana, þar á meðal jarðvarma til upphitunar húsa, ylræktar og iðnaðar. En í tillógunni sjálfri er einungis fjall- að um raforkumál, sem að vísu eru ákaflega þýðingarmikil en algerlega sleppt þeim þættinum, sem ekki verður talinn þýðingar- minni í framtiðinni, þó ekki væri fyrir annað en þá staðreynd, að talið er, að þær orkuauölindir landsins, sem felast í jarðvarman- um, geti verið jafnvel mörgum sinnum fleiri en þær auðiindir, sem taldar eru felast í orku fall- vatna landsins. Þessi tillaga, sem hér er til um- ræðu, fjallar því ekki nema um hluta af skipulagi og stefnumótun í orkumálum landsins. Ber og efnismeðferð í tillögu þessari ýmis önnur merki þess, að tekið „Já, það mun eflaust fara smá sneið af Hljómskálagarðinum við breikkun Sóleyjargötu, en það verður aldrei nema smá ræma, sem skiptir áreiðanlega ekki miklu máli. Annars er ekkert fyr- irhugað með framkvæmdir varð- andi breikkun götunnar I 4 ak- reinar á næstunni, og hefur t.d. ekki verið gerð um hana nein framkvæmdaáætlun. Það verður þv( allavegana ekki á næstu 5 árum, sem þessi breikkun kemur til.“ Þannig mæltist Hilmari Ólafs- syni, forstöðumanni Þróunar- stofnunar Reykjavíkurborgar, er Morgunblaðið spurði hann um fyrirhugaða breikkun Sóleyjar- götu i Reykjavík, en við af- greiðslu endurskoðaðs aðalskipu- Dagvistarsamtökin munu gangast fyrir hverfafundi í Fellahelli í kvöld 28. apríl kl. 20.30 í sam- vinnu við Framfarafélagið í Breiðholti III. Guðný Guðbjörns- dóttir, sálfræðingur, mun flytja erindi, fóstra segir frá degi barns á dagvistarheimili og Dagvistar- samtökin verða kynnt. Þá verður kvikmyndasýning og umræður. Þessi fundur er til að kynna fólki ástandið í dagvistunar- málum í Breiðholti og er hann hafður um svipað leytí og opnaður verður nýr leikskóli í Hólahverfi. Þá munu Samtökin er á þessu máli að því er virðist af takmarkaðri yfirsýn og skilningi á víðfeðmi þess og mikilvægi. 0 Á að taka cignar- hlut sveitar- félaga eignarnámi? Þegar meta skal gildi hinna ein- stöku leiða í skipulagi orkumál- anna, ber fyrst og fremst að hafa í huga, hvað sé þjóðhagslega hag- kvæmt, þ.e. með hverjum hætti bezt verði náð því markmiði, að fullnægt verði orkuþörf lands- manna með innlendum orkugjöf- um og með sem lægstu og jöfnuð- ustu orkuverði um land allt. Tillaga þessi til þingsályktunar gerir ráð fyrir samruna Lands- virkjunar og Laxárvirkjunar í eitt orkuöflunarfyrirtæki, Islands- virkjun, er síðan nái til alls lands- ins. Spyrja má, hvort það sé þá ætlunin að þetta verði fram- kvæmt hvort sem sameigendum rikisins f þessum virkjunum, Reykjavíkurborg og Akureyrar- kaupstað, líkar betur eða verr. Og ef vilji er ekki fyrir hendi, er þá kannski ætlunin að lögbinda þessa skipan og taka hlut Reykja- víkur og Akureyrar eignarnámi? 0 Meinbugir á ríkisforsjá Og einhverja meinbugi virðist flutningsmenn sjálfir sjá á þess- ari ríkisforsjá í orkumálum, sem þeir leggja til. Samkvæmt tillög- unni skal íslandsvirkjun starf- Iags borgarinnar í borgarstjórn í gærkvöldi og nótt gat formaður skipulagsnefndar, ÓJafur B. Thors, um þessa fyrirhuguðu breikkun. Sagði hann þar, að breikkunin kæmi til fyrst og fremst vegna aukins umferðar- þunga. Hilmar Ölafsson sagði, eins og að ofan greinir að ekkert væri ákveðið um hvenær breikun Sól- eyjargötu kæmi til, heldur væri einungis verið að halda opnum möguleika fyrir breikuninni. „Það verður farið í það á næst- unni að vinna að framkvæmda- áætlun, þar sem Sóleyjargatan verður sennilega tekin inn i, en það verður samt áreiðanlega ekki á næstu 5 árum sem hafizt verður handa við breikun götunnar," sagði Hilmar að lokum. standa fyrir fundum í fleiri hverfum í haust. Nú nýlega hafa Dagvistunar- samtökin sent aðildarfélögum A.S.Í. og B.S.R.B. bréf, þar sem sú krafa er ítrekuð, að í komandi samningum verði ríkið skyldað til að byggja fleiri dagvistarheimili. 1. mai ætla félagar Dagvistar- samtakanna að safnast saman hjá Bernhöftstorfunni kl. 2 og standa þar með kröfuspjöld, einnig verða seld merki Dagvistarsamtakanna og útbýtt dreifiriti til kynningar. Þarna gefst fólki kostur á að gerast félagar. (Fréttatilkynning). rækt i deildum eftir landshlutum með þátttöku allra sveitarfélaga til að tryggja eðlileg áhrif heima- manna á stjórn hennar, eins og það er orðað. Þetta virðist eiga að lögbinda, hvort sem sveitar- félögin vilja eða vilja ekki. En auðvitað er það sveitarfélaganna sjálfra að meta, hver séu eðlileg áhrif heimamanna á stjórn orku- málanna. Og það vill svo til, að það má fara nokkuð nærri um það, að eitt fyrirtæki fyrir allt landið fullnægi ekki hugmyndum manna um þessi efni. Á undanförnum árum hafa ver- ið miklar umræður um skipan orkumála. í tillögum Sambands íslenzkra sveitarfélaga um verka- skiptingu rfkis og sveitarfélaga hefur verið lagt til, að raforku- öflun verði i höndum sameignar- fyrirtækja ríkis og sveitarfélaga. Þegar árið 1972 efndi Samband íslenzkra rafveitna til ráðstefnu um skipulag orkumáia, þar sem mörkuð var sú meginstefna, að raforkuvinnslufyrirtæki skuli vera sameign sveitarfélaga og ríkis og framtiðarskipan yrði sú, að landinu verði skipt niður á svæði með hvert sitt landshluta- fyrirtæki i raforkumálum. í þessu sambandi má og minna á, að árið 1965 setti Alþingi lög um Lands- virkjun og Laxárvirkjun, tvö orkufyrirtæki í sameign ríkis og sveitarfélaga fyrir tilteknu svæði í landinu. Telja má, að með þeirri samþykkt hafi Alþingu fylgt þeirri stefnu að skipta landinu í orkuveitusvæði eftir hvagkvæmu landfræðilegum mörkum og stjórnunarlegum. En framhald hefur ekki orðið. Aðrir landshlut- ar hafa ekki fengið sín lands- hlutafyrirtæki í sameign viðkom- andi sveitarfélaga og ríkisins. Hins vegar hefur reynslan af Landsvirkjun og Laxárvirkjun verið slík, að sannað hefur ágæti þessa fyrirkomulags. Það er því ekki óeðlilegt að um alllangt skeið hafa verið uppi raddir í hinum ýmsu landshlutum um að þar verði komið upp landshlutafyrir- tækjum í sameign viðkomandi sveitarfélaga og ríkisins. Hin ýmsu landshlutasamtök hafa raunar gert ítrekaðar samþykktir um stefnumörkun í orkumálum á þessum grundvelli. 0 Landshlutafyrirtæki Tillaga sú, sem hér er á dag- skrá, fellur ekki saman við þessar hugmyndir, því að hún gerir ráð fyrir einu orkuöflunarfyrirtæki fyrir allt landið í stað landshluta- fyrirtækja. Sú mótbára hefur heyrzt gegn landshlutafyrirtækjum, að það skipulag orkumála, sem þau bjóða upp á, hafi þann galla, að heildar- stjórn orkumálanna verði ábóta- vant. Það sé ekki tryggð sú heildarstjórn, sem óneitanlega fylgir því að hafa orkufyrirtækið eitt fyrir allt landið eins og þessi þingsályktun gerir ráð fyrir. Þessi ótti hefur jafnvel gengið svo langt, að það er eins og sumir virðist óttast, að ekki sé hægt að samtengja raforkukerfi landsins nema fyrirtækið sé eitt. Og þá hafa sumir haft við orð, að verð- jöfnun á raforkuverði gangi erfið- lega, ef fyrirtækin eru mörg í stað eins fyrirtækis. Hvort tveggja er að sjálfsögðu mikill misskilning- ur. Samtengingin er tæknilegt mál óháð því hvert skipulag er á orkufyrirtækjunum. Það þurfti engan samruna Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar til þess að leggja Norðurlínuna, sem nú er orðin staðreynd. Raforkukerfi heilla þjóðlanda eru að fullu sam- tengd, þótt orkuvinnslufyrir- tækin séu mörg og hið samtengda háspennukerfi i eigu margra fyrirtækja. Þarf ekki að eyða orð- um að þessari mótbáru. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. 0 Orkunefndir Verðjöfnun á raforkuverði er nauðsynleg til að jafna aðstöðuna milli landshluta, sem stafar ýmist af misjöfnum landfræðilegum að- stæðum eða mismunun í orku- framkvæmdum á fyrri tið. En af þjóðhagslegum ástæðum verður að setja verðjöfnun þau takmörk, að ekki sé verið að verðlauna lé- lega stjórn og rekstur, hver sem í hlut á. Hygg ég, að betur geti verið séð við því, þegar um lands- hlutasamtök er að ræða og hver ber ábyrgð á sínu en ekki er allt í sömu skál sem verða myndi, ef fyrirtækið væri eitt fyrir allt landið. En fjarri sé mér að gera lítið úr því, að traust heildarstjórn sé yfir orkuvinnslunni og orkudreifing- unni. Samrýma þarf þau sjónar- mið, sem leggja áherzlu á heildar- stjórnina eins og gert er í þessari þingsályktunartillögu og þau þjóðhagslegu sjónarmið, sem hug- myndin um landshlutafyrirtækin byggjast á. Það má gera með ýmsum hætti, t.d. með því að setja á fót stjórnunaraðila skipuðum fulltrúum landshlutafyrir- tækjanna. Slíkur stjórnunaraðili verður að hafa afgerandi vald til þess að kveóa á um skipulagslega samræmingu, stjórnun stofnlínu- kerfa samrekstur orkuvera og annað, sem lýtur að hagkvæmum rekstri fyrir þjóðarheildina. Til að mæta viðhorfum sveitar- stjórnarmanna og óskum, sem fram hafa komið skipaði hæstvirt- ur iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, rkunenedrrffyrr ööll jördmmi landsins utan Reykjavíkur með það fyrir augum að gera tillögur um framtiðar- skipan orkumála í hverju umdæmi fyrir sig. Störfum þessara nefnda er mismunandi langt komið. Sumar hafa lokið störfum en aðrar ekki. Lengst er komið þessum málum varðandi Vestfirði, þar sem samþykkt voru lög á síðásta þingi um landshluta- fyrirtæki Vestfirðinga, Orkubrú Vestfjarða, en nú er unnið að stofnun þess fyrirtækis. Sam- kvæmt lögunum um Orkubú Vest- fjarða er gert ráð fyrir viðtæku hlutverki fyrirtækisins, sem ekki einungis nær til raforkuvinnslu og dreifingu raforku, heldur og til hagnýtingar jarðvarma til hita- veit na og raunar fjarvarmaveitna með öðrum orkugjöfum en jarð- varma. Aftur á móti gera tillögur, sem fyrir liggja um Norðurlands- virkjun ráð fyrir, að hlutverk þess landshlutafyrirtækis nái :ðeins til raforkuvinnslu. Og til- lögur frá Austfjarðanefnd gera ekki ráð fyrir sjálfstæðu lands- hlutafyrirtæki. Allt er þetta ihugunarefni. 0 Sjálfstæöi sveitar- féiaga —stjórnun heimaaðila Þegar ég tala um landshluta- fyrirtæki á ég við fyrirtæki sem Sóleyjargatan varla breikkud á næstu 5 árum Dagvistarsamtök kynnt viðkomandi sveitarfélög vilja vera aðilar að af frjálsum vilja. Af þessu leiðir, að ekki er hægt að ganga út frá því fyrirfram, að öllu landinu verði af hálfu ríkisvalds- ins skipt upp í landshlutafyrir- tæki. Það yrði þá komið undir sveitarfélögunum i hverjum landshluta, hvort landshlutafyrir- tæki yrði stofnað, hvenær það yrði stofnað og hve víðtæku hlut- verki því væri ætlað að gegna. Mér virðist, að ekki sé raunhæft að ætla að lögbinda sveitarfélögin til að vera aðila að landshluta- fyrirtækjum. Þau verði sjálf að meta og ákveða, hvaða fyrirkomu- lag þau telji bezt þjóna hagsmun- um fólksins og viðkomandi byggðarlaga. Annað fær og naum- ast samrýmst þvi sjálfstæði sveitarfélaganna, sem stjórnar- skráin gerir ráð fyrir. Þetta leiðir hugann að þeim möguleika, að hvorki verði gert ráð fyrir einu fyrirtæki né að landinu yrði öllu skipt upp i landshlutafyrirtæki, heldur rúm- aði skipulagið bæði landshluta- fyrirtæki og eitthvert ríkisfyrir- tæki, svo sem t.d. Rafmagnsveitur rikisins til þess að þjóna þeim stöðum þar sem landshlutafyrit- tækjum væri ekki til að dreifa. Hér er ekki tími til að fara frekar út í þetta margslungna mál. Þeir Alþýðubandalagsmenn tala mikið um styrka heildar- stjórn orkumálanna. En i þessari þingsályktunartillögu láist þeim að taka orkumálin i heild svo sam- ofin sem t.d. hagnýting jarðvarm- ans og hagnýting vatnsorku fall- vatnanna er. Þeir taka ekki held- ur raforkumálin nema að hluta, þ.e. skipulag orkuvinnslunnar, en ekki þann engu minni þátt sem er rannsókn orkuauðlinda okkar ís- lendinga, sem er frumskilyrði skynsamlegrar ákvarðanatöku í virkjunum hvers konar orku- gjafa. Það er þetta mikilvæga hlutverk, sem Orkustofnun er ætlað samkvæmt gildandi lögum. Orkustofnun er ætlað að annast yfirlitsrannsóknir á orkulindum landsins, eðli þeirra og skilyrðum til hagnýtingar þeirra. Og Orku- stofnun er ætlað að vera ríkis- stjórninni til ráðuneytis um orku- mál. Það er brýnt verkefni að efla Orkustofnun til þess að hún hafi betri tök á að gegna sinu mikil- væga hlutverki í orkumálum landsins. Það þarf að endurskoða starfsemi þessarar stofnunar og gera hana hæfari bg hlutgengari aðila til undirbúnings og aðstoðar við stefnumótun í orkumálunum. Ég er ekki með þessum orðum aó deila á skipulagið. Ég deili á enga, sem af kunnáttu og samvizkusemi rækja sín störf. Þegar rætt er um skipulag orkumála, verður að líta á málið í heild, hina ýmsu orkugjafa og rannsóknir á orkulindunum annars vegar og orkuvinnslu- og dreifingarfyrirtækin hins vegar. Þeim ferst ekki að hreykja sér hátt í þessúm málum, sem með skipulag stöðugt á vörum sést yfir þessi sannindi. Hæstvirtur iðnaðarráðherra skipaði nefnd í janúar s.l. til að endurskoða orkulögin og gera til- lögur um heildarskipulag orku- málanna í landinu. Nefnd þessi situr nú að störfum. Hér er um að ræða mikið og vandasamt verk. Það er ekki nema eðlilegt, að ýms- ar skoðanir séu uppi um skipulag orkumálanna. Það er og mjög þarflegt að fá hin ýmsu sjónarmið fram. Þess vegna hefði það verið fagnaðarefni, ef í þingsályktunar- tillögu þessari, sem við nú ræð- um, væri eitthvað bitastætt, sem að gagni mætti verða. Ég tel, að allar hugmyndir beri að vega og meta af kostgæfni. Það þarf að leitast við að samræma hin ýmsu sjónarmið eftir því sem þau kunna að koma :ð gagni til mótunar þess skipulags, sem bezt stuðlar að því, að þau markmið náist i orkumálunum, sem við öll ættum að vera sammála um. Það er ekki lítið í húfi, að vel takist til um skipulag og stefnumótunina í orkumálunum. Undir þvi er kom- ið hversu vel okkur tekst að hag- nýta hinn ómetanlega þjóðarauð, sem felst í orkulindum þeim, sem forsjónin hefur búið landi okkar. Undir því er komin hagsæld lands og lýös.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.