Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.04.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRlL 1977 41 félk í fréttum Svetlana ánœgð íKaliforníu + Svetlana Stalín, dóttir Jóseps Stalíns, sagði nýlega í viðtali við banda- ríska tímaritið McCall’s að hún yndi vel hag sínum í Bandaríkjunum, en hún býr ásamt fimm ára dóttur sinni í smábæ í Kaliforníu. „Mér líður eiristaklega vel í Kaliforníu. Ég kann vel að meta sjóinn og sól- skinið, en það eru ekki sízt lifnaðarhættir hins almenna borgara, sem ég kann vel við,“ segir Svetlana. „Hér lifir hver og einn eins og hann kýs sjálfur og enginn skiptir sér af því sem honum kemur ekki við. Fólk hér um slóðir er ekki að velta því fyrir sér hvað náung- anum finnist, heldur hafa menn sína henti- semi.“ Svetlana, sem nú gengur undir nafninu Lana Peters, kvaðst undrandi á þeirri einangrun, sem landi hennar, útlaginn og Nóbelsskáldið, Alexander Soltzhenitsyn, býr í. Hann er búsettur í Vermont-fylki og hefur þar strangan vörð um hús sitt. Svetlana kveðst ekki skilja slíka tor- tryggni, enda sé hún að hugsa um að taka niður grindverkið í kringum hús sitt. „Ég hugsa á ensku og mig dreymir á ensku. Allt, sem ég les er á ensku, og ég er farin að ryðga í rússneskunni,“ segir hún. Dóttir Svetlönu og húsameistarans William Peters heitir Olga, en hjónin skildu fyrir fjór- um árum. Ætlarðu að taka mynd af Hvernig lfst þér þetta? Það er best að ég klifri alla leið okkur? Þá verðum við að vera í upp og brosi tii Ijósmyndarans. rólunni okkar. Kattasirkus Nei, gættu þín nú. Þetta fer Æ» æ, þarna fór eitthvað úr Þetta endaði víst allt með illa. skorðum. ósköpum. Þakkir Af öllu hjarta þakka ég alla vinsemd og virðingu sem mér var sýnd á 75 ára afmælisdegi mínum. Þjóðleikhúsinu, mörgum félögum, samstarfs- fólki, frændfólki, vinum, kunningjum og hinum mörgu einstaklingum víðs vegar um landið. Lifið heil. _____________Anna Guðmundsdóttir, leikkona. Hjónaklúbbur Garðabæjar Dansleikur verður haldinn að Garðaholti laugar- daginn 30. apríl kl. 21, stundvíslega. Miðapantanir í símum 42971, 42580 og 5^634. Stjórnin. HKM4ILI Fyrir 2 plötur ókeypis burðargjald. Fyrir 4 plötur10% afsláttur og ókeypis burðargjald. KYNNIR Nýjar og góðar plötur Rokk Emmerson Lake & Palmer - Works Eagles - Hotel California Boston - Boston Jethro Tull - Songs from the Wood Procol Harum - Something Macig Fleetwood Mac - Rumors Gary Wright - Light of Smiles Kansas - Leftoverture Jesse Colin Young - Love On the Wing Popp létt rokk Randver - Aftur og nýbúnir Bugsy Malone Harpo - Moviestar , America -Harbour Neil Dimond - Love at the Greek Dr. Hook - Litle Bit More Disco — - Soul Boney M - Take the Heat of Me Disko Rocket Soul Motion Boz Scaggs - Silk Degrees Manhattan Transfer - Comming Out (Inniheldur Chanson D'Amour) George Benson - In Flight Wild Cherry - Electrified Funk Soul Children - Where is your Wom, Karnabær — Hljómdeild, Laugaveg 66 og Austurstræti 22 sími 281 55 SENDUM SAMDÆGURS í PÓSTKRÖFU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.