Morgunblaðið - 28.04.1977, Page 48

Morgunblaðið - 28.04.1977, Page 48
(ÍLYSI.MÍASI.MINN ER: 22480 JíUrfliinWntnÍi FIMMTUDAGUR 28 APRÍL 1977 Hraungos norð- ur af Leirhnúk HRAUNGOS var hafið 2.2 kílðmetra norður af Leirhnúk þegar Morgunblaðið hafði samband við Almannavarna- nefnd Mývatnsveitar um hálftvöleytið í nðtt. Þá var flokkur manna nýkominn af svæðinu. Sagðist þeim svo frá, að hraun rynni úr gígnum, aðalstraumurinn til norðurs í áttina að Gjástykki og var hraunstraumurinn orðinn 300 metra langur. Einnig töldu mennirnir sig sjá eld í nyrzta af fjðrum gfgum um einn km. norður af Leirhnúk, sem gufa kom úr í gær. Að sögn Héðins Sverrissonar í almannavarnarnefnd Mývatnssveitar ætl- uðu menn úr Mývatnssveit að kanna svæðið nánar f nðtt, en það var erfiðleikum bundið vegna mikillar snjðkomu og slæms skyggnis. STÓRLEGA hafði dregið úr jarö- hræringum á Mývatnssvæðinu þegar Morgunblaðið hafði sam- band við stjórnstöð Almanna- varnanefndar Mývatnssveitar um miðnætti s.l. nótt. Almannavarna- nefndin hafði þá skömmu áður hætt við áform um að flytja konur og börn frá Reykjahlíðarsvæðinu þ.e. byggðinni norð-austur við vatnið til Skútustaða hinum að fyrst varð vart við jarðhrær- ingar á mælum skjálftavaktar- innar í Mývatnssveit, og um sama leyti hófst jarðsig á Kröflu- og Leirhnúkssvæði. Var stöðugur órói á öllum mælum. Hann jókst eftir því sem leið á daginn og einnig fjölgaði jarðskjálftakipp- um og þeir hörðnuðu. Mældust Framhald á bls. 26 Þessi mynd var tekin f gosinu f Leirhnúk f desember 1975, en f gær opnuðust á þessari sömu sprungu f jórir goshverir og seint f gærkvöldi töldu menn sig sjá glóð f þeim nyrzta. Aðalgosið f gærkvöldi er 1.2 kflómetrum norðar. megin við vatnið, en áform voru uppi um það í gærkvöldi, þegar óróinn var mestur á Reykjahlíðar- svæðinu. Á því svæði búa um 200 manns og viö Kröflu dvelst 151 maður, og var þeim ekki talin hætta búin. Starfrækslu Kísil- gúrverksmiðjunnar við Mývatn var hætt um sexleytið i gærkvöldi vegna jarðhræringanna. Það var klukkan 13.17 í gærdag Ferðaskrif- stofurZoega og Úrvals sameinast HORFUR eru á að Ferðaskrif- stofa Zoega og Ferðaskrifsofan Úrval muni sameinast fljót- lega. Samningar eru það langt komnir milli þeirra, að einungis er eftir að ganga frá formsatriðum. Að sögn Geirs H. Zoéga mun Ferðaskrifstofan Úrval yfir- taka ýmis umboð sem ferða- skrifstofa Zoega hefur haft, m.a. umboð fyrir Thos. Cook, sem er ein stærsta ferðaskrif- stofa f heimi. Hefur Zoéga- fjölskyldan haft umboð fyrir Cook í yfir 100 ár. Tóbaksreykingar bannaðar í húsum til almenningsnota? Stjórnarfrumvarp um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum STJÓRNVÖLD hyggjast nú afla sér heimilda um að leggja bann við tóbaksreykingum í húsum, sem eru til almenningsnota, og jafnframt er f ráði að herða enn bann við hvers konar auglýs- ingum á tóbaki og tóbaks- varningi. Kemur þetta fram í stjórnarfrumvarpi um ráðstaf- anir til að draga úr tóbaksreyk- ingum, sem Matthfas Bjarnason heilbrigðisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. í fyrstu grein frumvarpsins er lagt bann við hvers konar auglýs- ingum á tóbaki og tóbaksvarningi. Bannað er ennfremur að nota neyzlu eða hvers konar meðferð tóbaks og tóbaksvarnings í aug- lýsingum eða upplýsingum um annars konar vörur eða þjónustu. Ráðherra er heimilt að leggja bann við tóbaksreykingum í húsa- kynnum, sem eru til almennings- nota. Jafnan skal haft samráð við hlutaðeigandi forráðamenn, eigendur og stjórnendur, áður en slíkt bann er sett, en ekki er það skilyrði að þeir samþykki bannið. Við veitingu heimildar til rekstrar langferðabifreiða, flug- véla, farþegaskipa, leigubifreiða og hvers konar annarra farar- tækja, sem rekin eru gegn gjald- töku, er heimilt að setja skilyrði um reykingabann að nokkru eða öllu í farartækinu. Ráðherra er heimilt að skipa nefnd, sem fær það hlutverk að annast framkvæmd þessara laga svo og aðrar aðgerðir til þess að hamla gegn tóbaksreykingum. Ákveða skal á fjárlögum ár hvert framlag úr ríkissjóði til reykingavarna. Fiskveiðasjóður lánar nú aðeins helming kaupverðs í stað 2/3 áður STJÓRN Fiskveiðasjóðs hefur ákveðið þá breyttu lánareglur, að f stað þess að lána allt að tveimur þriðju kaupverðs, mun sjóðurinn nú lána allt að helmingi. Sverrir Júlfusson, forstjóri sjóðsins, sagði f viðtali við Mbl. í gær, að þessi ákvörðun hefði verið tekin með tilliti til núverandi ástands f fiskveiðimálum og þar sem milli 15 og 20 lánsumsóknir vegna kaupa á loðnuskipum og togurum erlendis frá, lægju fyrir og allt útlit væri fyrir fleiri umsóknir. Sem fyrr segir var hámarkslán- veiting vegna kaupg á notuðum eða nýjum skipum erlendis frá 2/3 hlutar kaupverðs, ef kaup- andi gat sýnt fyllilega fram á, að hann ætti möguleika á afgang- inum. Nú verða kaupendur hins vegar að geta sýnt fram á, að þeir hafi til helming kaupverðsins og hámarkslán úr Fiskveiðasjóði geta þá numið helmingnum á móti. Vinnuveitendur fallast í megin: atriðum á vfeitöluhugmyndir ASÍ ÞRÁSKÁKIN, sem komin var upp í samningaviðræðum aðila vinnumarkaðarins um tilhögun vísitölubóta á næsta samnings- tfmabili, leystist f gær, er vinnu- veitendur gerðu launþegum til- boð, þar sem þeir féllust f megin- atriðum á tvær hugmyndir ASt með skilyrðum um ákveðin atriði. Vinnuveitendur féllust á, að áfengi og tóbak hyrfi úr grund- velli kaupgjaldsvfsitölunnar og að launaliður bóndans í verðlags- grundvelli iandbúnaðarvara hefði áhrif á verðlagsbætur. Þá leggja vinnuveitendur áherzlu á að þær leiðréttingar, sem gerðar verða eftir á vegna kaupmáttar- ryrnunar á biðtfma milli verð- hækkana og útreiknings verðlags- bótar, taki ekki til hækkana á verði opinberrar vöru og þjón- ustu, nema þvf aðeins að hækk- unin verði innan 10 daga fyrir útreikningsdag framfærsluvfsi- tölunnar. Svo sem áður hefur komið fram í fréttum Morgunblaðsins hafa vinnuveitendur verið tregir til þess að ganga frá samkomulagi um verðlagsbætur, sérstaklega al- gjörri kaupmáttartryggingu, eins og hugmyndir ASf-forystunnar stefndu að, áður en ljóst yrði hverjar kauphækkanir yrðu og þar með hvaða kaupmátt ætti að tryggja. Einn samninganefndar- manna í hópi vinnuveitenda sagði í viðtali við Morgunblaðið að það hlyti að skipta máli, við ákvörðun um tilhögun verðlagsbóta, hvort tryggja ætti 5% kauphækkun eða 50% kauphækkun. Á hinn bóginn hafa forystumenn ASÍ haldið því fram, að ekki væri unnt að ræða um kauplið samninganna áður en menn kæmu sér saman um hvert kerfi yrði látið ráða til tryggingar kaupmætti. í þeirri stöðu, sem var í samningunum í gær má því segja að upp hafi verið komið mikið þrátefli, sem erfitt virtist að leysa. Það var mál samninga- manna frá báðum aðilum í gær, eftir að vinnuveitendur höfðu svarað tillögum ASÍ sem þeir gerðu, að nú opnuðust leiðir og hreyfing kæmist á málin að nýju. Er samninganefnd Alþýðusam- bandsins hafði rætt tilboð vinnu- veitenda sendi hún til baka athugasemdir við það, en að þeim fullnægðum eins og nefndin Framhald á bls. 26 Hlaut 5 mánaða f angelsi fyrir smygl á hassi DÓMUR var nýlega kveðinn upp í Sakadómi í ávana- og fíkniefnum f máli 25 ára gamals manns, sem hafði gerst sekur um innflutning á 3 kg af hassi árið 1975. Hlaut maður- inn 5 mánaða fangelsisdóm. Hann var skipverji á milli- landaskipi og tók að sér að flytja fíkniefnin fyrir aðra, en hins vegar átti hann ekkert af efninu sjálfur. Ennfremur var nýlega kveðinn upp dómur í máli 6 manna, sem höfðu gerst sekir um innflutning og dreifingu á fíkniefnum á árinu 1973. Þrir mannanna hlutu 3—4 mánaða fangelsisdóma auk sekta, en mál þriggja manna voru afgreidd með sektum. Arnar Guðmundsson fulltrúi kvað upp dómana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.