Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavfk Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, slmi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Fiskvernd Matthías Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, flutti athyglisverða ræðu um landhelgis- og fiskverndarmál á nýliðnum sjómannadegi. Hann rakti forgöngu íslendinga f hafréttarmálum. Það var að tillögu fslenzkra fulltrua á árs- fundi Sameinuðu þjóðanna árið 1948, sama árið og lands- grunnslögin voru sett, að alþjóðlegu laganefndinni var falið að rannsaka til hlftar hafréttarmál, en f framhaldi af þeirri ákvörðun hófust hafréttarráðstefnur Sameinuðu þjóðanna. íslenzkir fulltrúar hafa unnið frábært starf á þessum ráðstefn- um, sagði ráðherrann, og f frumvarpsdrögum er gert ráð fyrir 200 mflna fiskveiðilögsögu og viðurkenndur réttur strandrfkja til að ákveða hámarksafla og getu þeirra sjálfra til að nýta hann. „Við gátum ekki beðið eftir alþjóðlegri viðurkenningu á 200 mflna fiskveiðilögsögu," sagði sjávarútvegsráðherra ennfrem- ur. „Ástand fiskstofnanna leyfði það ekki, og þess vegna tókum við einhliða ákvörðun um útfærslu f 200 mDur. Nú hafa flestar stórþjóðir heims fylgt fslenzku fordæmi og þannig hefur 200 mflna reglan f reynd hlotið alþjóðlega viður- kenningu." Sfðar f ræðu sinni sagði sjávarútvegsráðherra: „Fyrsta skilyrði þess að geta haft fulla stjórnun á fisk- veiðum við ísland var að fá viðurkenningu á 200 mflna fiskveiðilögsögunni, og verður þeirri fiskverndarviðleitni bezt lýst með tölum. Fram til ársins 1969 tóku útlendingar um og yfir 50% af öllum botnfiskafla á íslandsmiðum. Árið 1973 var hlutdeild okkar um 59%, árið 1975 um 69%. Á sl. ári var hlutdeild okkar f heildarbotnfiskaflanum talin 74% og 80.3% í þorskaflanum — og það sem af er yfirstandandi ári eru tilsvarandi tölur 93% og 99.4% hvað þorskinn einan varðar.,, Sfðan rakti ráðherrann reglugerðir, sem settar hafa verið um veiðisókn, veiðarfæri, friðunarsvæði og friðunaraðgerðir, til að hamla gegn ofveiði einstakra fisktegunda, f samráði við Hafrannsóknastofnunina og Fiskifélag íslands, sem og stjórn- valdsaðgerðir til beina veiðisókn fiskiskipastóls okkar f þær fisktegundir, sem hafa meira veiðiþol. „Við verðum að auka veiðar á fisktegundum, sem ekki eru fullnýttar — og hefja af krafti veiðar, vinnslu og markaðsöflun fyrir aðrar fisktegundir, sem Iftt hafa verið veiddar af fslenzkum skipum til þessa. — Á sl. ári og á þessu ári verja stjórnvöld 400 milljónum króna f þessu skyni, og hefur sú viðleitni þegar borið árangur, en þá hefi ég f huga loðnuveiðarnar sl. haust, stóraukinn áhuga á kolmunnaveiðum og veiðum og vinnslu úthafsrækju," sagði ráðherrann. Um hugsanlegan hámarkskvóta á þorskafla sagði hann: „Ég treysti mér ekki til að setja slfkan hámarkskvóta á árinu 1976, á sama tfma sem brezkir togarar fóru ránshendi um smáfiska- miðin, og að stöðva fslenzka flotann, til þess eins að auðvelda útlendingum veiðarnar. . . Nú er hins vegar Ijóst, að þrátt fyrir það, að brezkir togarar eru ekki lengur á íslandsmiðum, og þrátt fyrir hinar margvfslegu aðgerðir til að draga úr þorsk- veiðinni, þá verður ekki hjá þvf komizt að setja innan skamms enn frekari takmarkanir á þorskveiðar.,, Sfðan vék sjávarútvegsráðherra að kjaramálum sjómanna og sagði m.a.: „Eftir hækkun skiptaverðmætis um nálægt 68% og lækkun skiptaprósentu um 14.4% hækka aflahlutir til sjómanna milli áranna 1975—1976 um 2.9 milljarða eða 46%. . . Má geta þess til samanburðar, að kauptaxtar verka- fólks hafa hækkað um 26—27% og meðalatvinnutekjur þess um 30% milli áranna 1975—76. Ljóst virðist þvf að tekjur sjómanna hafa hækkað um 12 —13% umfram tekjur verka- fólks og iðnaðarmanna. Þessi þróun f kjaramálum sjómanna er ánægjuleg. Það er eðlileg og heilbrigð stefna að þeir sem vinna langan vinnudag fjarri heimilum sfnum eigi að fá betri kjör en aðrir." í ræðu sjávarútvegsráðherra var drepið á flesta meginþætti f málefnum sjávarútvegs f dag, þó ekki verði fleiri raktir hér að sinni. Ástæða er til að fagna þvf, hve einarðlega ráðherra tekur á fiskverndarsjónarmiðum, enda hefur enginn sjávarút- vegsráðherra, hvorki fyrr né sfðar, beitt sér fyrir fleiri stjórn- valdsaðgerðum til að hamla gegn sókn f ofveidda fiskstofna né beina veiðisókn okkar inn á nýjar brautir. Það er án efa stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í dag og þegar til lengri tfma er litið, að byggja upp að nýju þá fiskstofna, einkum þorskinn, sem verið hafa burðarásinn f útflutnings- og gjald- eyristekjum þjóðarinnar um langt árabil; þannig að þeir geti á ný gefið hámarksafrakstur f þjóðarbúið. Efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar og sambærileg Iffskjör við nágrannaþjóðir á komandi árum og áratugum, hvfla á hyggilegri nýtingu þriggja meginauðlinda láðs og lagar: fiskstofnanna á miðunum umhverfis landið, innlendra orkugjafa fallvatna og jarðvarma og gróðurmoldarinnar. Af þessum þremur meginstoðum munu fiskstofnarnir skipta mestu máli f fyrirsjáanlegri fram- tfð. Það skiptir þvf höfuðmáli hvernig þjóðin býr f framtfðar- hag sinn f sjávarútvegsmálum. Einn fjórdi kjósenda er ennþá óráðinn Hér birtist fyrsta greinin af fjórum í greinarflokki um spænsku kosning- arnar sem fram fara á miðvikudaginn. Fyrsta greinin fjallar um stjórnmála- ástandið almennt, en f síðari greinum verður meðal annars fjallað um herinn, kröfur héraða um sjálfstjórn, þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa á undanförnum árum og efnahagsástandið. TUTTUGU og þrjár milljónir spænskra kjósenda geta valið milli 160 stjórnmála- flokka þegar þeir ganga að kjörborðinu í fyrsta skipti í 40 ár 15. júní. Það er því engin furða að fjórðungur kjósenda hef- ur enn ekki ákveðið hvaða flokk þeir eigi að styðja samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun. En ástandið er ekki eins flókið og það virðist vera í fljótu bragði, því að stofnuð hafa verið 33 flokka- bandalög, margir flokkanna starfa að- eins í einstökum héruðum, sem krefjast sjálfstjórnar, og standa í tengslum við stærri flokka og margir flokkar munu þurrkast út í kosningunum eða samein- ast stærri flokkum. í 40 ár var aðeins einn flokkur leyfður á Spáni, Þjóðarhreyfingin, og aðeins eitt verkalýðsfélag sem var ríkisrekið. Fyrr í ár var Þjóðarhreyfingin leyst upp, en kommúnistaflokkurinn leyfður. Mikilvægustu flokkarnir eða flokka- samsteypurnar eru: Lýðræðislega mið- flokkasambandið (UCD), Sósialistíski verkamannaflokkurinn (PSOE), kommúnistar, Alþýðubandalagið (AP), sem er hægriflokkur, Sósíalistíska ein- ingarbandalagið, Samband kristilegra demókrata (FDC) og Bandalag sósíaldemókrata. Síðasttaldi flokkurinn hefur minnst fylgi eða um einn af hundraði, en Miðflokkasambandið UDC er öflugasti fiokkurinn og hefur á bak við sig 20 af hundraði kjósenda sam- kvæmt nýlegum skoðanakönnunum. Fyrir utan þessar höfuðfylkingar er aðeins gert ráð fyrir þvi að tveir flokkar eða flokkabandalög fái meira en einn af hundraði atkvæða: Þjóðernissinnaflokk- ur Baska (PNV), sem býður aðeins fram í fjórum Baskahéruðum, og samtök öfgasinnaðra vinstriflokka, sem hafa ekki fengið lagalega viðurkenningu en hafa óháða frambjóðendur í kjöri. Adolfo Suarez forsætisráðherra er að nafninu til leiðtogi Miðflokkasambands- ins, en hefur ekki tekið virkan þátt í kosningabaráttunni. Að UDC standa kristilegir demókratar, frjálslyndir og sósíaldemókratar. Flokkurinn væri tal- inn hófsamur hægriflokkur í flestum öðrum löndum, en hann kallar sig mið- flokk til að aðgreina sig frá flokki francosinna (AP). Lítill munur virðist vera á stefnu DUC og stefnu jafnaðar- mannaflokksins PSOE og hann vill nýja stjórnarskrá eins og vinstriflokkarnir. En UDC vill sterka miðstjórn í stað sambandsríkis, þó að i stefnuskrá flokks- ins segi að þau héruð eigi að fá „viður- kenningu", er þess óski. Helzti leiðtogi Miðflokkasambandsins er Jose Maria de Areilza sem var ásamt Pio Cabanillas stofnandi spænska lýð- ræðissambandsins sem er íhaldssamt. Areilza er 68 ára gamall og fyrrverandi sendiherra í Washington og París og var fyrsti utanríkisráðherra Juan Carlos konungs. Hann sagði skilið við francoisma fyrir mörgum árum og nýtur trausts konungs. Hann segist engan áhuga hafa á atkvæðum franeoista og telur stjórnina of hrædda við hægri- sinna. Stofnandi Miðflokkasambandsins var Leopoldo Calvo Sotelo fyrrverandi verkamálaráðherra, sem sagði sig úr stjórninni til að bjóða sig fram í kosning- unum. Sá flokkur, sem gert er ráð fyrir að fái næstmest fylgi í kosningunum, er Sósialistíski verkamannaflokkurin, PSOE, sem var stofnaður 1879 og er einn elzti stjórnmálaflokkur Spánar. Hann er mótfallinn aðild Spánar að NATO og vill lokun fjögurra herstöðva Bandaríkjanna á Spáni. Flokkurinn vill heldur lýðveldi en núverandi konungsstjórn, en hefur ekki gert það að kosningamáli. Hann er aðili að Alþjóðasambandi jafnaðar- manna. Aðalritari PSOE er Felipe Gonzales, 34 ára gamall lögfræðingur frá Sevilla. Hann ber virðingu fyrir Suarez forsætis- ráðherra, sem hann telur hafa leyst erf- itt starf vel af hendi, en telur konung illa fræddan um stjórnmál og almenn- ingsálitið. Afstaða hans til kommúnista er „varkár en jákvæð“ að hans eigin sögn. Löggilding kommúnistaflokksins i marz var einhver umdeildasta ráðstöfun Suarez-stjórnarinnar, en flokkurinn hef- ur fylgt tiltölulega hófsamri stefnu und- ir forystu Santiago Carrillo, sem er einn helzti baráttumaður svokallaðs evró- kommúnisma, það er þeirrar stefnu að vestrænir kommúnistaflokkar eigi að vera óháðir Rússum. Kommúnistar vilja sterka miðstjórn í stað sambandsríkis, en sjálfstjórn héraða sem þess óska. Þeir Santiago Carillo, leiðtogi kommún- ista, Felipe Gonzales (fyrir miðju), leiðtogi PSOE, og Anton Caenellas, leiðtogi frá Katalóníu. viðurkenna, að bandarískar herstöðvar verði að vera á Spáni þar til NATO og Varsjárbandalagið verði lögð niður. Þeir hafa viðurkennt fána konungssinna og hafa sagt að þeir muni viðurkenna konungdæmið eftir kosningarnar, ef Juan Carlos konungur haldi áfram þeirri umbótastefnu, sem hann hefur fylgt til þessa. 1 efnahagsmálum leggja kommún- istar til að nokkur fyrirtæki i þungaiðn- aði verði þjóðnýtt, en þeir segja að Spán- verjar verði að búa við blandað hagkerfi um langa framtíð. Samkvæmt skoðanakönnunum fá kommúnistar og erkióvinir þeirra francoistar meira en fimm af hundraði atkvæða. Hreyfing francoista, Alþýðubandalag- ið, AP, er samsteypa nokkurra hægri- hópa og undir forystu nokkurra kunnra leiðtoga frá Francotímanum, þar af sex fyrrverandi ráðherra Francos. Þeirra kunnastur er Manuel Fraga Iribarne, aðalritari flokksins, sem var eitt sinn „La Pasionara, öðru nafni Dolores Ibarruri, sem varð forseta kommún- istaflokksins er hún sneri heim úr 38 ára útlegð, ásamt Santiago Carrillo. talinn hættulega frjálslyndur, þar sem hann stóð fyrir frjálslyndum ráðstöf- unum þegar hann var upplýsingaráð- herra á síðasta áratug og jók meðal ann- ars frelsi spænskra blaða. Nú kallar Fraga sig íhaldsmann og segist vilja steypa flokk sinn I sama mót og brezka íhaldsflokkinn eða franska gaullista- flokkinn. Andstæðingar hans til vinstri segja að hann sé einræðissinni, sem vilji koma í veg fyrir raunverulegt lýðræði á Spáni ef hann komist til valda. AP vill ekki breyta stjórnarskránni í grund- vallaratriðum og segir að varðveita verði allt sem sé gott frá liðinni tíð. Flokkkur- inn er andvígur hjónaskilnuðum, getn- aðarvörnum og fóstureyðingum, sem vinstrisinnar krefjast. Hann vil að héruðin fái vissa viðurkenningu en vill sterka miðstjórn. Fraga er góður ræðumaður og hefur ágæta skipulagshæfileika. Hann missti stöðu sina í stjórn Francos þar sem hann neitaði að skipa ritstjórum að þegja yfir svokölluðu Matesa-hneyksli 1969 og bak- aði sér þar með fjandskap kaþólska Carlos og Soffía drottning leynifélagsins Opus Dei unz hann sættist við Laureano Lopez Rodo, einn helzta leiðtoga félagsins, sem nú er einn af helztu leiðtogum AP og berst fyrir „francoisma eftir Franco'*. Aðrir helztu leiðtogar flokksins eru Federico Silva Munoz, sem gekk I lið með Fraga þar sem kristilegir demókratar neituðu hon- um um inngöngu í flokk sinn, Gonzalo Fernandez de la Mora, hugsjónamaður af gamla skólanum er tók þátt í mót- mælaaðgerðum falangista í Madrid í nóvember, og Thomas de Carranza, sem bað yfirvöld að leysa upp flokk sinn Anepa þegar flokkurinn ætlaði að ganga í AP. Allir stofnendur AP nema einn hafa lengi verið fjandsamlegir lýðræðis- legum stofnunum. Fréttir herma að flokkurinn hafi fengið stuðning frá flokki Franz-Josef Strauss í Bæjaralandi og nokkrum spænskum bönkum.. Til hægri við AP er samsteypa tveggja flokka gallharðra francoista, Þjóðar- bandalagið 18. júlí, sem er kennt við þann dag 1936 þegar þjóðernissinnar undir forystu Francos gerðu uppreisn gegn spænska lýðveldinu. Flokkarnir sem standa að þessu bandalagi eru Nýja aflið undir forystu Notary Blas Pinar og flokkur falangista, sem Jose Antonio Primo de Rivera stofnaði og er nú undir forystu Raimundo Fernandez-Cuesta, fyrrverand ráðherra Francos, sem nú er áttræður að aldri. Ekki er gert ráð fyrir þvi að þessi flokkur fái miklu meira en einn af hundraði atkvæða. Gert er ráð fyrir þvi að tveir vinstri flokkar fái í sameiningu allt að fjóra af hundraði atkvæða. Hér er um að ræða klofningsflokk sósíalista, er kallar sig Sósíalistaeiningu og stendur saman af Alþýðusósíalistaflokknum undir forystu prófessors Enrique Tierno Galvan og svokölluðu Sambandi sósíalistaflokka. Bandalag tveggja flokka kristilegra demókrata er kallar sig Samband kristi- legra demókrata (FDC) mun sennilega hljóta um þrjá af hundraði atkvæða sam- kvæmt nýlegum skoðanakönnunum. Þessir tveir flokkar eru andvígir stjórn Suarez og eru yfirleitt taldir vinstri sinn- aðir. Lengst til vinstri stendur flokkur maoista og marxista og leninista er kall- ast Vinstrisinnaða lýðræðisfylkingin (FDI) og hefur ekki fengið löglega viðurkenningu. En stjórnin hefur yfir- leitt látið starfsemi flokksins afskipta- lausa og hann hefur óháða frambjóð- endur í kjöri. Samkvæmt skoðanakönn- unum fær flokkurinn um 1.5 af hundraði atkvæða í kosningunum. Juan Carlos konungur þykir hafa leyst störf sín vel af hendi og mörgum Spán- verjum finnst að hann hafi sýnt með óhlutdrægni og skynsemi að hann sé einmitt sá maður sem þjóðin þurfi í stöðu þjóðhöfðingja. Konungurinn sýndi að hann hefur gott auga fyrir hæfileik- um þegar hann valdi Adolfo Suarez for- sætisráðherra. Suarez er 44 ára og yngsti forsætisráðherra i Evrópu. Hann var áð- ur francoisti en stendur nú býsna nálægt lýðræðislegri jafnaðarstefnu. Hann hef- ur orðið að fást við pólitísk morð, mann- rán og mótmælaaðgerðir jafnframt því sem hann hefur reynt að stýra Spáni í lýðræðisátt. Hann hefur fengið hrós fyrir úr öllum áttum. Helzt er hægt að gagnrýna hann fyrir að vanrækja efna- hagsmálin þar til að undanförnu og að hafa ekki fært ríkissjónvarpið í frjáls- lyndara horf. Lopez Rodo Fraga Areilza Adolfo Suarez 32 pör tóku þátt í síðasta spila- kvöldi Asanna 3. sumarkvöld Ásanna, sem spilað var sl. mánudag. var met- aðsókn, og mættu 32 pör til leiks. Allt útlit er þvi fyrir fjör- uga sumarspilamennsku I Kópavoginum í sumar. Næsla mánudag, mun nýr keppnis- stjóri taka við, en undirritaður er orðinn vélstjóri á humar- bát... En einn af yngri kynslóðinni mun sjá um þetta í sumar, en það er Vigfús Pálsson. Þar sem þetta er að öllum likindum sið- asta grein min i bili, vil ég nota tækifærið og þakka umsjónar- manni þessa þáttar, Arnóri Ragnarssyni, alla þá samvinnu og lipurð, sem rómuð er i bridge-heiminum, og hefur okkar á milli gefist vel. Og þá eru hér úrslit sl. mánudag: A-riðill: 1. Guðmundur. Páll Arnarsson — Jón Baldursson 251 stig. 2. Einar Guðjohnsen — Sigurður Sverrisson 249 stig 3. Páll Valdimarsson — Sævar Þorbjörnss. 228 stig. B-riðilI: 1. Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 261 stig 2. Sigurður Sigurjónsson — Trausti Finnbogas. 256 stig 3. Ármann J. Lárusson — Jón P. Sigurjónss. 251 stig. Meðalskor í báðum riðlum 210 stig. Næst verður spilað á mánu- daginn kemur og er öllum heimil þátttaka. Ut er' komið fréttablað Ásanna, alls 24 síður og er efni all fjölbreytilegt. Það verður til sölu hjá okkur næstu kvöld, og trúlega í Domus og verzlun BSÍ. Verð hvers eint. er aðeins kr. 100.00 Staða efstu manna eftir 3 kvöld, er nú þessi: 1—3. Jón Baldursson 6 stig 1—3. Albert Þorsteinsson 6 stig 1—3. Sigurður Emilsson 6 stig 4. Guðmundur Páll Arnarsson 5 stig. Gefin eru 3 stig fyrir sigur, 2 stig fyrir annað sætið og eitt stig fyrir þriðja sætið. Ölafur Lárusson. keppnisáriC - Firmakeppni Aeanna 1977 - StaCa bridge i felandi f dag - Sagnkeppni - A6 lengdarmerkja eCa kalla - r léttum dúr. Fréttablað Ásanna er komið út EINS OG fram kemur I þættin- um er fréttablað Ásanna komiö út og er þetta stórmerkilegt framtak hjá Ásunum. Ekki verður fjölyrt nánar um blað þetta en aðeins gripið ofan I blaðið í kafla sem þeir félagar skrifa undir: í léttum dúr... Það var verið að spila stubb, og út kom hjarta. Upp kom i borðinu ás, kóngur og hundur. Eftir smáhik, bað sagnhafi um Hjalta. Blindur var ekki alveg með á nótunum, og spurði: „Er það hundurinn?-' „Nei, sá fyrir neðan As- rnund" var svarið. . . Brldge umsjón ARNÓR RAGNARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.