Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JONl 1977 Hjónaminning: Soffía Hállgrímsdótt- ir—Níels Guðnason Sofffa F. 21. marz 1887 D. 3. júnf 1977 Nfels F. 8. marz 1888 D. 27. júnf 1975 Þótt nokkuð sé umliðið síðan Níels Guðnason kvaddi þennan heim, langar mig að minnast þess- ara ágætu hjóna sameiginlega um leið og Soffía Hallgrímsdóttir, sem nú er nýlátin, er kvödd hinstu kveðju. Þessi hjón náðu bæði háum aldri og mundu vel tímana tvenna þar sem skiptust á bæði skin og skúrir á langri vegferð. Bæði kveðja þau þennan heim á sama árstíma, þótt tvö ár séu milli, þeg- ar jörð klæðist grænum möttli og sólin hverfur aðeins stutta stund bak við fjöllin í norðri. Sofffa og Níels voru systkina- hörn. Foreldrar Soffíu: Hallgrim- ur Níelsson bóndi og hreppstjóri á Grfmsstöðum í Álftaneshreppi í Mýrarsýslu (f. 26.5 1864 d. 4.8. 1950) og kona hans Sigriður Steinunn Helgadóttir frá Vogi á Mýrum (f. 15.1.1858, d. 22.2. 1958). Foreldrar Hallgrims voru: Niels Eyjólfsson bóndi og smiður á Grimsstöðum, ættaður frá Helgustöðum í Reyðarfirði og kona hns Sigriður Sveinsdóttir prófasts á Staðarstað Nielssonar. Foreldrar Níelsar Guðnasonar voru: Guðný Kristrún Níelsdóttir frá Grímsstöðum, alsystir Hallgríms hreppstjóra á Grims- stöðum og þeirra systkina og Guðni Jónsson bóndi og smiður á Valshamri i Álftaneshreppi í Mýrasýslu. Faðir Guðna á Vals- hamri var Jón Guðnason frá Leirulæk á Mýrum og var sú ætt mjög fjölmenn í Mýrasýslu. Eins og sést af framanskráðu, stóðu að Soffíu og Níelsi sterkir stofnar. Grímstaðasystkinin eldri (þ.e. börn Níelsar Eyjólfssonar) voru mörg og má þar nefna auk Guðnýjar Kristrúnar og Hall- grims, sem áður er getið, Mörtu húsfreyju á Álftanesi, Svein bónda á Lambastöðum, Sesselju Soffíu húsfreyju á Grenjum. Harald prófessor í Reykjavík og Þuríði húsfreyju í Reykjavík (konu Páls Halldórssonar skóla- stjóra). t Eiginmaður minn og faðir okkar. GUNNAR HERMANNSSON. lést miðvíkudaginn 8 júní. Kristtn Önundardóttir og börn. BJÖRN ÓLAFUR CARLSSON. bókari. Austurbrún 2, andaðist á heimili slnu 8. júnl Aðstandendur. Eiginmaður minn andaðist 9 júnl. t ÓLI J. HERTERVIG Llna Hertervig t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, TRAUSTI INGVARSSON. HjarSarholti 18, Akranesi. lézt 9 þ m i Borgarspitalanum Agnes SigurSardóttir. Ásta Hólm Traustadóttir, Ingvar Hólm Traustason, Ólöf Traustadóttir Hestler, Ron Hestler. Jakob Traustason, Edda Kristjðnsdóttir. t KRISTJAN MÖLLER HJÁLMARSSON. Ingólfsstræti 1 0. Lést 29 maí Útförin hefur farið fram i kyrrþey. Börn og aðstandendur. t Útför eiginmanns mlns, föður okkar. afa og langafa, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR. bifreiðastjóra, Ljósheimum 4. Reykjavik fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudagínn 14 júní kl 3. Inga Magnúsdóttir Erla S. Guðmundsdóttir Albert Guðmundsson Gfsli Guðmundsson Guðjón Guðmundsson Skarphéðinn Guðmundsson Valentinus Guðmundsson Karl Ásgeirsson Þorbjorn Pétursson Brynhildur Jóhannsdóttir Gunnþórunn Sigurjónsdóttir Guðbjörg Axelsdóttir Hafdís Eggertsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Soffía og Níels opinberuðu trú- lofum sina í júní 1911, en Soffía fór sama dag með skipi til Húsa- víkur til ársdvalar hjá frænku sinni Þórdfsi Ásgeirsdóttir frá Knarrarnesi og manns hennar Bjarna Benediktssonar. Taldi Soffía sig hafa haft mjög gott af dvöl sinni á þessu menningar- heimili. Næsta sumar höfðu þau ákveðið að ganga i hjónabandi og mætast þá á miðri leið i Skaga- firði. Á tilteknum degi komu á góðum gæðingum til Skagafjarðar Soffía í fylgd Þórsídar og Bjarna, en sama dag kom að sunnan Níels ásamt systkinum Þórdísar frá Knarrarnesi Helga og Soffíu og voru þau öll á góðum hestum að heiman. Næsta dag, þann 28. júni 1912 voru hjónaefnin gefin saman á Miklabæjarkirkju af Hallgrimi Thorlacíus. Að lokinni brúðkaupsferð hófu þau búskap á Valshamri á móti og i félagi með foreldrum Níelsar, Guðna og Guðnýu Kristrúnu. Félagsbúskapur þeirra hélzt svo óslitið næstu fimm ár eða þar til Guðni lézt í apríl 1919. Það ár tóku Soffía og Niels við allri jörð- inni. Búskapur þeirra var frekar smár í upphafi og raunar var hann aldrei stór í sniðum og lágu til þess ýmsar orsakir. Þau hófu búskap þegar tiðarfar var einna verst á, til lands og sjávar á öðr- um tug þessarar aldar, þá var fyrri heimsstyrjöldin i algleym- ingi, en á þeim árum áttu margir erfitt uppdráttar. Níels lærði tré- og húsasmíði í Reykjavík hjá og undir hand- leiðslu Steingríms Guðmundsson- ar húsasmíðameistara. Alla sína búskapartíið á Valshamri eða til ársins 1931, stundaði Níels húsa- smiðar jafnhliða búskapnum og var oft langdvölum að heiman. Störf Nielsar skiptust þanning milli tveggja meginþátta, smið- anna og þeirra verka, sem lúta að landbúnaði, kom þá i hlut hús- freyjunnar að fylgjast vel með öllu bæði utan húss og innan. Níels Guðnason var hagleiks- maður og vandvirkur með af- brigðum eins og hann átti kyn til, því faðir hans Guðni á Valshamri og afi hans Niels Eyjólfsson á Grímsstöðum voru smiðir góðir og eftirsóttir til allra verka. Þegar Niels og Soffía byrjuðu búskap á Valshamri, var vinnu- dagur fólks, bæði til lands og sjáv- ar ótrúlega langur og var það eins og meitlað í vitund fólks, að af- köstin yrðu þeim mun meiri sem lengur væri staðið að verki. Níels og Soffía voru hér á allt annarri skoðun og að því leyti börn nýs tíma. Á þeirra heimili var sá háttur upptekinn að láta fólk ekki vinna að jafnaði lengur en sem svaraði 10 stundum á dag. Það var þeim ekki að skapi, að fólk stæði að verki hálfuppgefið eins og verið hafði um aldaraðir, bæði hér á landi og erlendis á fyrri timum. Á útmánuðum 1927 varð Valshamarsheimilið fyrir miklu áfalli, er Soffía veiktist skyndilega og varð að dvelja fjarri sinu heimili um sex ára skeið og mestan hluta þess tíma í sjúkrahúsi. Þá var móðir Níelsar komin yfir sjötugt, en fullvinn- andi og tók hún að sér húsmóður- starfið ásamt Sigríði dóttir sinni. Vegna ýmissa ástæðna seldi Níels Valshamarinn og bústofn allann vorið 1931 og flutti í Borg- arnes. Sumarið 1933, þegar Soffía hafði náð sér að mestu leyti eftir langvarandi veikindi, tók hún við húsmóðurstarfi á sínu heimili, sem þá var flutt í nýtt umhverfi. Sá sem þessar línur ritar, var fóstursonur þeirra hjóna en til þeirra kom ég tæpra sjö ára. Er ég þakklátur þeim hjónum fyrir ást þeirra og umhyggju fyrr og siðar. Á þeirra heimili var ekki gert upp á milli barna og fóstursonar og kom það jafnvel enn skýrara í ljós, þegar við vorum öll úr grasi vaxin og komum í heimsókn til þeirra í Borgarnes. Raunar má segja að öllum væri þar jafnvel tekið, hvort sem það voru nákom- in skyldmenni eða með öllu ókunnugt fólk sem af einhverri tilviljun datt I hug að líta þar inn. Þar mætti öllum hlýtt viðmót og einstök gestrisni, þar sem veiting- ar voru hinar höfðinglegustu, þótt efni væru oft af skornum skammti, þanning var þetta alla þeirra búskapartíð. Það var ávallt töluverð gestakoma á Valshamri, en þó enn meira eftir að þau höfðu komið sér vel fyrir í Borg- arnesi, enda var það oft sagt að hjá þeim væri alltaf opið hús „fyrir gest og gangandi". Þessi hjón urðu aldrei rík af auði þessa heims og fannst það engu skipta, ef þau áttu til hnífs og skeiðar og gátu veitt öðrum sem til þeirra leituðu. Mætti það vera öðrum til fyrirmyndar, sem alltaf hugsa um eigin hag og láta aldrei neitt af hendi rakna, en heimta ávallt „full daglaun að kveldi“. Bæði voru þau ágætlega greind og notuðu alltaf hverja stund sem gafst til lestrar góðra bóka, sér- staklega voru þeim töm ljóð allra hinna eldri skálda. Hefur sonur þeirra Indriði erft þann eigin- leika, því að hann á stórt safn ljóðabóka og kann mörg þeirra utanbókar. Soffía og Niels eignuðust fimm börn og eru þau talin hér i aldurs- röð: Indriði húsasmiðameistari í Reykjavík, kvæntur Ingunni Hansdóttur Hoffmann. GuðnýKristrún, gift Stefáni Páls- syni tannlækni í Reykjavík, dáinn 1969. Sigriður Ingibjörg, gift Guðmundi Péturssyni hæstarétt- arlögmanni i Reykjavik. Guðriður Elísabet símamær, búsett í Borg- arnesi. Sesselja Soffía tannsmið- ur, búsett í Reykjavík. Eru öll þeirra börn og barnabörn mesta efnisfólk. Auk þess átti Níels tvo sonu með Ólafíu Sigurðardóttir frá Urriðaá: Reyni rafvirkjameistara i Borgarnesi og Oddfrey, sem lát- inn er fyrir nokkrum árum. Leit Soffía alltaf á þessa stjúpsyni sina, sem sína eigin syni, þótt ekki væru þeir aldir upp í umsjá þeirra hjóna. Var alltaf sérstaklega náið sam- band milli Reynis og Soffiu. Voru börn Reynis tiðir gestir í húsi afa og ömmu að Helgugötu 4 í Borgar- nesi og gerði hún engan mun á þeim og eigin barnabörnum. Nú verður tómlegt í „húsi afa og ömmu í Borgarnesi", eins og barnabörnin kölluðu hús þeirra. Þótt likamskraftar Soffiu væru þverrandi, hélt hún óskertu minni þar til I nóvember í vetur, að hún varð fyrir alvarlegu áfalli og var flutt i sjúkrahús hér i Reykjavik, þar lézt hún aðfara- nótt 3. júní og hafði þá verið rænulitil siðustu daga. Að leiðarlokum vil ég þakka þeim hjónum fyrir ógleymanlega ástúð og umhyggju, sem ég var aðnjótandi á þeirra löngu ævi. Blessuð sé minning þeirra. Magnús Sveinsson Kristján Einars- son frá Ögurnesi Mér er sannarlega söknuður i huga, er ég ræóst i það að festa á blað nokkur minningarorð um nýlátinn kæran vin minn og vel- gjörðarmann, Kristján Einarsson frá Ögurnesi við ísafjarðardjúp, en hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði 2. júní síðastlið- inn. Kristján Einarsson hafði dvalið samfellt í röska tvo áratugi á heimili minu og konu minnar, Ólafar Magnúsdóttur í Hnífsdal. Kristján Einarsson var fæddur að Hagakoti í Ögursveit 4. maí 1895, sonur hjónanna Kristjönu Ásgeirsdóttur og Einars Bjarna- sonar bónda þar. Föður sinn missti Kristján aðeins 3ja ára gamall og dvaldist eftir það með móður sinni meðan hún lifði. Systkinin voru 5 og dóu sum þeirra á barnsaldri og bróðir hans Friðgeir drukknaði um tvítugs- aldur. Eftir lát manns síns fluttist móðir hans með börnum sinum að Hrafnabjörgum i ögursveit og siðar að Garðstöðum í sömu sveit og síðar í Ögur, en þar átti fjöl- skyldan heimili sitt um all langan tíma. Þessi búferlaflutningur seg- ir sína sögu um allsleysi og erfið- leika einyrkjans, ekkjunnar, með ungu börnin og hún eina fyrir- vinnan. Þar sem engin eða lítil efni voru fyrir hendi, urðu alda- mótabörnin að fara snemma að vinna fyrir sér, eða strax og þau uxu úr grasi. Annað tveggja, að vinna foreldrum sínum allt er þau megnuðu og höfðu þroska til, eða fara til vandalausra. Eftir nokkuð Ianga dvöl í ögri, komst fjölskyldan yfir hús í ögur- nesi, en þar var blómleg verstöð og útræði. I Ögurnesi lifði Kristján Einarsson öll sín mann- dómsár, en hann fór ungur að stunda sjó með ýmsum formönn- um og eignaðist þar marga kunn- ingja, sem bundu við hann vin- áttu ævilangt. Þá reri Kristján um tíma frá Bolungarvík og átti þar útgerð með öðrum manni. Mér hefir verið sagt af kunnug- um, að Kristján vinur minn hafi tekið nokkurn þátt i félagslífi í sveit sinni, en sjálfur var hann fámáll um ævi sína, áður hann kom til mín. Þó vissi ég, að honum voru æviár sín í ögri og Ögurnesi hugstæð. Eftir að Kristján flutti á heimili mitt, missti hann Salome systur sina, sem lést á Sjúkrahúsi Isa- fjarðar eftir langa og stranga legu, en mjög kært var með þeim systkinum. Vorið 1943 kom Kristján Einarsson til Hnífsdals, þar sem hann hafði ráðið sig í skiprúm hjá Jóakim Pálssyni formanni og út- gerðarmanni. Þegar hér var kom- ið málum, voru verbúðir ekki lengur við lýði og því stundum erfiðleikum bundið að koma fyrir útróðramönnum á vertiðum. Svona stóð á fyrir Kristjáni i þetta sinn og því kom Jóakim Pálsson að máli við konu mína og + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÐAR GÍSLASONAR, Skipholti 47. Sérstakar þakkir færum við Einari Farestveit og fjölskyldu Ingigerður Danielsdóttir, börn. tengdabörn og barnaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.