Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 27
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977 27 Minning: Sveinbjörn S. Árna- son íKothúsum F. 2. október 1899 D. 3. júnf 1977 í dag verður til moldar borinn að Útskálum Sveinbjörn Stein- grímur Árnason, Kothúsum í Garði, en hann andaðist aðfara- nótt 3. júní s.l. á Borgarspítalan- um á 78. aldursári. Sveinbjörn var fæddur í Kot- húsum 2. október 1899. Foreldrar hans voru Árni Árnason útvegs- bóndi þar, ættaður úr Skaftafells- sýslu, og Guðrún Sveinbjarnar- dóttir bónda í Sandgerði. Svein- björn var eina barn þeirra hjóna, en dóttir Guðrúnar af fyrra hjónabandi var Þorbjörg Stein- grímsdóttir, sem var gift séra Páli Sigurðssyni í Bolungarvfk. Var hún 14 árum eldri en Sveinbjörn, en mjög kært var með þeim alla tíð. Árni faðir Sveinbjarnar var dugnaðar útvegsbóndi, og reisti hann húsið í Kothúsum. Árni dó 1901, þegar Sveinbjörn var tveggja ára, en Guðrún móðir hans 36 ára. Guðrún var dugmikil kona, og hélt hún áfram búskap og útgerð í Kothúsum. Nokkrum árum síðar giftist hún Þorvaldi Þorvaldssyni og bjuggu þau i Kot- húsum við góðan efnahag fram til 1930 að þau fluttust til Kefla- víkur, og gerðist Þorvaldur þar fiskimatsmaður. Sveinbjörn var þegar í bernsku bókhneigður og námfús og haust- fð 1914 tók hann inntökupróf í Menntaskólann, lauk gagnfræða- prófi 1917, en nokkru síðar hvarf hann frá menntaskólanámi og stundaði ýmis verzlunarstörf i Reykjavík næstu árin. En 1925 fluttist hann með fjölskyldu sina í Kothús og hóf kennslu við barna- skólgnn i Gerðum, árið 1927 tók hann kennarapróf og var siðan kennari við skólann og síðan skólastjóri frá 1943 til 1952, er hann hvarf frá kennslustörfum. — Allir, sem til þekktu, ljúka upp einum munni um það, að hann hafi verið ágætur kennari og stjórnsamur skólastjóri, allur agi og umgengni i skólanum til fyrir- myndar. Jafnframt skólastarfinu stund- aði hann útgerð og fiskverkun í Kothúsum, svo sem verið hafði þar alla tið, fyrst i smáum stíl, en smám saman jukust umsvifin við þessi störf, og fór svo, að Svein- björn hætti skólastjórn árið 1952 og helgaði síðan starf sitt útgerð og margs konar fiskverkun. Ný og ný hús voru reist með margs kon- ar tækjum, og kann ég ekki frá því að greina í einstökum atrið- um. En hitt veit ég, að Sveinbjörn var þar í fararbroddi um alla umgengni og hreinlæti, og fiskverkunarhús hans voru jafnan sýnd útlendum sem innlendum sem fyrirmynd í þessum efnum. Sveinbjörn átti lfka mikinn þátt f hinum ýmsu samtökum fiskframleiðenda. Hin síðari ár dró hann sig að mestu í hlé frá daglegum störfum, þó að hann fylgdist með öllu, og hafa Gunnar sonur hans og aðrir haldið áfram starfi hans á sömu braut. Árið 1921 kvæntist Sveinbjörn Sigríði Ágústu Sigurðardóttur úr Reykjavík. Hún lézt árið 1936, aðeins 34 ára. Þau eignuðust þrjá syni, og voru þeir á 14. 5. og 3. ári er Ágústa féll frá. Synir þeirra eru: Ágúst, doktor i efnafræði, búsettur i Bandarikjunum og starfar hjá DuPont, Þorvaldur örn rafmagnsverkfræðingur, líka búsettur í Bandaríkjunurrf starfar hjá Western Electric, báðir kvæntir bandarískum konum, og Gunnar Ragnar, sem stundaði nám, fyrst í menntaskóla og siðan við bandarískan verzlunarskóla og er nú framkvæmdarstjóri við fiskverkunarstöð Sveinbjarnar Árnasonar hf, kvæntur Þóru Halldórsdóttur. Árið 1944 kvæntist Sveinbjörn eftirlifandi konu sinni Önnu Steinsdóttur úr Skagafirði. Þau eignuðust tvær dætur; Eddu, gifta Sigurði Rúnari Eliassyni raf- magnstæknifræðingi, og Guðrúnu, gifta Gunnlaugi Gunn- laugssyni skipstjóra. Þeir Rúnar og Gunnlaugur vinna báóir við fiskverkunarstöð Sveinbjarnar Árnasonar hf. Þetta er í örstuttu máli hin ytri atvik í lífssögu Sveinbjarnar Árnasonar, sem nú er á enda. Við Sveinbjörn hittumst fyrst, er við settumst i 1. bekk Mennta- skólans haustið 1914. Við vorum 26, en nú eru flest farin. Flest vorum við Reykvíkingar, en Sveinbjörn utanbæjarmaður, feiminn i fyrstu og alltaf prúður, en hann kynntist okkur fljótt. Hann bjó i 3 vetur einn i rúmgóðu kvistherbergi á efstu hæó Iðn- skólans, og var þar oft gestkvæmt af okkur mörgum bekkjarbræðr- um hans, sem bjuggum við þrengri húsakost. Þar ræddum bað hana, að taka hann i fæði yfir vorvertíðina. En vertíðirnar hjá Jóakim urðu fleiri, því Kristján var háseti hjá honum í 16 eða 17 ár og hjá okkur hjónunum dvaldist hann í 24 ár. Með árunum varð hann sem einn af fjölskyldunni. Eftir að hann hætti sjómennsku, réðst hann til starfa hjá Hraðfrystihúsinu h/f i Hnífs- dal og vann hjá því fyrirtæki með- an heilsa leyfði. Ekki löngu eftir lát konu minnar, eða á árinu 1969 fluttist Kristján á heimili Hansínu dóttur minnar og manns hennar Kristjáns Jónassonar á ísafriði. Það gefur auga leið, að þessi langa dvöl Kristjáns á heimili okkar hjóna, hefur leitt til náinna 'kynna og vináttu af beggja hálfu, sem aldrei rofnaði meðan allt heimilisfólkið lifði. Kristján Einarsson undi heimil- isvistinni hjá okkur hjónunum svo vel öll þessi ár, að honum mun ekki hafa komið til hugar, að því er ég best veit, að hafa vistaskipti, enda féll vel á með honum og börnum okkar allar stundir og hann taldi ekki eftir sér, að hafa ofan af fyrir þeim í frístundum sínum heim með ýmsum hætti, er báðum aðilum líkaði vel. Af einhverjum ástæðum komst ég að því, að Kristjáni var léð sú list, að geta varpað fram vísum vel kveðnum, ef tilefni gafst, og mun hann nokkuð snemma hafa byrjað á þessari iþrótt, eða á yngri árum í Ögursveit. Kristján Einarsson var mann- kosta maður i allri umgengni og í blóð borið einstök trúmennska og samviskusemi í starfi. Þegar Kristján fluttist til dóttur minnar Hansínu, hafði hann tekið vonda veiki, Parkinsonveikina, sem varnaði honum allrar vinnu. Af þeim sökum varð hann að fara á sjúkrahús 1970 og seinna á Elli- heimili ísafjarðar, þar sem hann dvaldi þar til nú skömmu fyrir andlátið, að hann var fluttur fár- veikur á Fjóröungssjúkrahúsið á ísafirði, en þar lést hann 2. júní sl. Ég vil nú að leiðarlokum þakka vini minum ógleymanlegar sam- verustundir, sem mér munu ekki úr minni líða meðan ég er ofar moldu. Blessuð sé minning hans. Einar Steindórsson. við vandamál þeirra tima; stríðið sem þá var nýbyrjað, en þó einkum pólitík, sjálfstæóisbar- áttuna, og var Sveinbjörn heitur sjálfstæðismaður, eins og við flestir. Oft fórum við á stjórn- málafundi til aó hlusta á ræður stjórnmálamannanna og urðum þá stundum hrifnir og stundum fyrir vonbrigðum. Við ræddum vitanlega um skól- ann og skólafélagana og félags- lifið í skólanum, sem var mikið og alvarlegt á þessum árum, og tók Sveinbjörn mikinn þátt í því. Stundum kom jafnvel fyrir, að við læsum lexíurnar okkar saman. Og þar brugguðum við ýmis barna- brek til að hafa í frammi. Svein- björn varð því fljótt vinsæll og kunningjamargur. Við urðum fljótt sérlegir vinir og ræddum ýmis trúnaðarmál, og h,efur sú vinátta haldizt siðan. Þetta eru dýrlegir tímar i endur- minningunni. Af skólafögunum hafði Svein- björn mestan áhuga á sagnfræði, og mig minnir, að hann hafi ein- hvern tima þá minnzt á það við mig, að hann langaði til að leggja stund á þá fræðigrein. Var það einkum persónusaga, sem hann hafði áhuga á. Sveinbjörn las alla ævi mjög mikið einkum hin síðustu ár og þá einkum þess háttar bækur. Hann var mjög minnugur og var ákaf- lega vel að sér i þeim fræðum og fróður um fólk, bæði látið og lifandi. Hann átti stórt og mjög gott og fallegt bókasafn, mest sagnfræðibækur og önnur fræði- rit og ljóðabækur. Þó að Sveinbjörn hyrfi úr skóla, þegar önnur áhugamál kölluðu, hafði skólinn mótað hann og menntað i sínum anda, anda fróðleiks og virðingar fyrir lær- dómi og skýrri hugsun. Hug- stæðastar voru honum minning- arnar úr skólanum, og þær rifjuðum við oft upp. Flestir vinir hans höfðu verið þar bekkjar- bræður hans, eða verið við nám samtímis honum. Allir synir hans höfðu verió þar lærisveinar um lengri eða skemmri tíma. Hag skólans bar hann líka mjög fyrir brjósti og sýndi það I ýmsu. Skýrslur skólans átti hann flestar. Þó að leiðir okkar Sveinbjörns skildust I skólanum, og við færum sinn i hvora áttina, hittumst við oft, og er við höfðum báðir staðfest ráð okkar, tókst góð vin- átta milli heimilanna. Þær eru ótaldar ferðirnar, sem við hjónin höfum farið suður I Kothús, einkum hin síðari ár, eftir að um hægðist hjá okkur. Og þar höfum vió notið hinnar ágætustu gest- risni hjá Sveinbirni og önnu. Eftir dýrlegan kvöldverð settumst við gjarnan inn í litla „kontórinn" við skrifborðið og röbbuðum saman eða hlustuðum á Önnu fara með falleg kvæði, s.em hún kann svo mörg, en hún er mjög ljóðelsk. Þetta eru ljúfar minningar, sem við geymum i huga okkar, og þökkum fyrir. Það er erfitt að finna orð til að lýsa vinum sínum. Um Svein- björn get ég helzt sagt þetta: Hann var drenglundaður, heiðar- legur og vinfastur maður, prúóur, hlédrægur og hæglátur, snyrtimenni og fyrirmannlegur i allri framkomu sinni. Nú er hann horfinn sjónum að sinni. Við sem nutum þess að þekkja hann, söknum góós drengs. Við hjónin vottum konu hans, börnum og öðrum aðstandendum samúð okkar. Einar Magnússon. I dag verður kvaddur hinstu kveðju vinur minn Sveinbjörn Árnason frá Kothúsum í Garði. Með honum er genginn gagn- merkur maður og Garðurinn hefur misst eina af sínum t Innilegar þakkir til allra er sýndu hluttekningu vinarhug við andlát mágs mfns, JÓNS JÓNSSONAR. sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs á Vlfilstöðum og sem heimsóttu hann. Sólveig Pálsdóttir traustustu stoðum. Spor hans liggja djúpt í þessu byggðarlagi og víðar. Eftir ár mennta og vióskipta liggur leið hans aftur á fæðingar- staðinn og það varð nánari sá kunningsskapur og það samstarf okkar í milli, er átti eftir að vara til dánardægurs hans. Sveinbjörn hóf kennslu við Gerðaskóla árið 1927 og stundaði kennslustörf þar til ársins 1952, þar af sem skóla- stjóri í 9 ár. Mér er minnisstætt hve mikinn áhuga hann hafði á því að unglingar gengu menntabrautina, og hvatti hann þá mjög til þess. Einnig vil ég láta það koma fram hve mikið Sveinbjörn lagði á sig er kennsla unglinga lagðist niður um tima. Hóf hann þá kennslu í þeim aldursflokkum sem lokið höfðu barnaskólanámi og nú á sinn kostnað með mjög litlum fjárhagslegum styrk. Á þessum árum lágu leiðir okkar ekki hvað sízt sainan, þá er hann var í forsvari fyrir Gerða- skóla og ég í forsvari fyrir sveitar- stjórn. Þó var það miklu víðar sem íbúar Gerðahrepps fengu að njóta krafta hans. Hann annaðist sjúkrasamlag Gerðahrepps um árabil og var endurskoðandi hr.eppsreikninga frá 1928—1970. Jafnframt rak Sveinbjörn með dugnaði og myndarskap fisk- verkun og útgerð í Kothúsum ti hins siðasta. Eitt var það sérstaklega eftir- tektarvert í fari Sveinbjarnar Árnasonar, hve tilfinningásamur hann var og mátti ekkert bágt sjá. Voru margir sem nutu þess af höfðingsskap hans, þótt ekki færi hátt en hann var einn þeirra hlé- drægustu manna er ég hefi kynnst og lét lítt að trana sér fram. Ekkert var honum óviðkomandi og hann studdi með ráðum og dáð þau málefni er hann taldi til heilla horfa. Ég átti, svo sem áður er getið, þvi láni að fagna að eiga Svein- björn að miklum vini og sam- starfsmanni. Okkar samverustundir eru orðnar nokkuð margar og margir eru morgnarnir sem við höfum hizt, nokkuð snemma mundi verða sagt í dag, og rætt málefni er við töldum varða velferð byggðarlags og þjóðar. Fyrir þessar og aðrar stundir með Sveinbirni, fyrri konu hans Ágústu, og sfðar Önnu, þakka ég nú er ég sakna vinar i stað. Einnig þakka ég fyrir hönd ibúanna þau miklu og óeigingjörnu störf er hann hefur látið Garðinum i té. Konu hans Önnu og börnunum, svo og öðru venzlafólki sendi ég innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Ég bið Sveinbirni Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Björn Finnbogason. Horfinn er af sjónarsviðinu einn litríkasti persónuleiki, sem ég hefi kynnst. Einn af fremstu merkismönnum á Suðurnesjum. Maður i orðsins fyllstu merkingu. Heiðursmaður, athafnarmaður, glæsimenni og snillingur á sínu sviði, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. Sveinbjörn Sveingrímur Árna- son var fæddur 2. október 1899 að Kothúsum i garði. Foreldrar hans voru Guðrún Sveinbjarnardóttir Þórðarsonar, bændaskörungs og hreppsstjóra i Sandgerði og konu hans Helgu Pálmadóttur og Árni Árnason, sjósóknari og aflamaður i Kothúsum. Árni var ættaður frá Skámarbæ í Álftaveri. Sveinbjörn ólst upp í Kothúsum og var einbirni. Hann missti föður sinn þegar hann var tveggja ára, en móðir hans giftist siðar Þor- valdi Þorvaldssyni miklum at- orkumanni. Kothúsaheimilið var alla tið annálað fyrir gestrisni og örlæti og hélt Sveinbjörn þvi Framhald á bls. 20. Soffía Hallprimsdótt- ir—Mnningarorð Soífía Haligrímsdóttir er látin. Hún lézt i Landakotsspitala að- faranótt föstudagsins 3. júní s.l. rúmlega niræð að aldri. Seinasti áfanginn var nokkuð strangur. Soffia fæddist að Grfmsstöðum í Álftaneshreppi 21. marz 1887, elzta barn þeirra Grímsstaða- hjóna, Sigrióar Helgadóttur frá Vogi og Hallgríms hreppstjóra Nielssonar á Grimsstöðum. 1912 giftist Soffia frænda sinum, öðl- ingnum Níelsi Guðnasyni frá Valshamri. Þau voru systkina- börn. Guðný Níelsdóttir •.hús- freyja á Valshamri og Hallgrimur hreppstjóri á Grimsstöóum. voru systkin. Þau Níels og Soffía reistu bú á Valshantri og þar eru öll börn þeirra fædd, en þau eru: 1. Indriði byggingameistari í Reykjavík, kvæntur Ingunni Hansdóttur Hoffmann. 2. Guðný Kristrún, var gift Stefáni Pálssyni tannlækni, en hann er látinn fyrir nokkrum ár- um. 3. Sigríður Steinunn, gifl Guð- mundi Péturssyni hæstaréttar- lögm. í Reykjavik. 4. Guðríður Elísabet, símamær i Borgarnesi. . 5. Sesselja Soffía er yngst þeirra systkina, tannsmiður í Reykjavík. Dóttursonur þeirra Nielsar og Soffiu, Guðni Haraldsson sonur Elisabetar, var alinn upp hjá afa sínum og ömmu við mikið ástríki. Kynni okkar við þau ágætu hjón hófust árið 1933 er þau fluttust til Borgarness, en þar áttu þau alltaf heintili síðan eða í rúma fjóra áratugi. Heimili þeirra Soffiu og Nielsar var menningarheimili. þar voru höfðingsskapur, gestrisni og góð- vild í öndvegi. — Soffia Hall- grimsdóttir var óvenjulega vel gerð kona, að gáfum og mannkost- unt. Hún var bókelsk og las tölu- vert, eftir því sem hún gat við- kornið, einkurn hafði hún yndi af ljóðurn. Soffía unni hljómlist og lék á orgel og pianó. Hún unni öllu fögru og góðu, en fyrst og fremst var Soffia vitur kona. Okkur hlotnaðist sú hamingja að eignast vináttu þessara ágætu hjóna og þau reyndust okkur sent beztu foreldrar, börn þeirra eru vinir okkar. — Þá vináttu all; fáunt við aldrei fullþakkað. ,,í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna." Blessuð veri ntinning Soffiu Hallgrímsdóttur. Asgeir Þ. Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.