Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977 vt« i/ VdlJj *> haffinu \\ Nú, ef þú hefur áhuga, sieppir þú kaffitfmunum alveg og get- ur hætt hér þremur árum fyrr en ella! Þetta er varðhundurinn minn, Neró! Af stað! Það verður að hafa það, þó það sé aligæs! Móðurlaust heimili BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Dagana 26.—27. marz kepptu bridgemeistarar meginlandsins í' fimmta hluta Philip Morris bikar- keppninnar. En þar var keppt um há peningaverðlaun auk hins eftirsótta bikars. Spilið í dag er frá keppni þess- ari. Norður gaf og norður-suður voru á hættu. Norður S. — II. ÁG76 T. ÁDG96 L. ÁK87 Vestur Austur S. ÁKDG832 S. 1094 11.94 II. K108 T. 43 T. 1072 L. 43 L. DG109 Suður S. 765 II. D532 T. K85 L. 652 Keppni þessi e- tvímenningur og á einu borðai' .a gerðist þettáf Norður opnaði á einum tígli, aust- ur sagði pass og suður sagði eitt hjarta, sem ýmislegt má um segja en venjulega er betra að segja pass með svona léleg spil. Vestur stökk þá í fjóra spaða og vonaði, að það truflaði sagnirnar. Nei, norður stökk í sex hjörtu, sem varð lokasögnin. Vestur spilaði út háum spaða, í trompaður var í blindum. Suður var strax í erfiðleikum. H st þurfti hann að trompa tvo si iða í blindum. En til þess vant- a i innkomur og trompið var ekki nógu sterkt. Til greina kom að ákveða austur með hjartakóng og spila strax lágu hjarta frá blind- um. Þá hefði spilið unnist með því að nota tígla blinds sem tromp á austur. En suður fór aðra leið, sem hefði dugað gegn flestum varnar- spilurum. Hann spilaði hjartagosa strax í öðrum slag. Austur tók á kóng og spilaði aftur hjarta, sem var besta vörnin. Suður tók í blindum og vantaði nú tvær inn- komur á hendina. Aðra til að trompa spaða og hina til að taka siðasta trompið. Hann ákvað að staðsetja tígultíuna hjá austri og spilaði því lágum tigli frá blind- um með það í huga að svína átt- unni. Suður hefði átt skilið, að það tækist þvi þá var önnur inn- koman mætt. Nei, ekki aldeilis. Austur stakk upp tíunni og þá var spilið tapað. Glæsileg vörn. COSPER Ef ég væri orðinn fullorðinn fengi ég listamannsstyrk. „I Þakrennukrók yfir veggsvöl- um minum var þetta hreiður (sjá mynd). Ég tók það niður því haust var komið og eggin köld. Ekki mun hér um ræktarleysi að ræða heldur slys. Hér eru alltarf kettir á sveimi og aldrei hef ég séð bjöllur á þeim, þótt sumir hafi hins vegar verið merktir. Kattareigendur! Sjáið sóma ykkar i þvi að hafa bjöllur á kött- um ykkar. Óþarft er að láta þá ganga lausa úti rétt á meðan ung- ar komast til flugs á vorin eða hafa opna glugga fyrir þá á vor- nóttum. Eins og allir vita veiða rándýr helzt um nætur. Vegna kattanna ættu þeir að vara merkt- ir og hafa umhirðu eins og sjálf- sagt er um öll húsdýr. Heimilis- lausir kettir ættu ekki að vera til og þvi allir ómerktir kettir að vera aflifaðir á mannúðlegan hátt. Alveg hér á sama stað verpti eitt sinn þröstur. 1 rennukverkina þurfti að setja fjöl, svo að hreiður- efni héldist en ég var búin að taka eftir að það hrundi niður áður en búið var þarna í haginn. Mikið var bjástrað og unnið við það að koma upp þessu furðulega litla og haganlega gerða heimili. Tistið byrjaði fyrir allar aldir á morgn- ana og það leyndi sér ekki að umræðuefnið var ærið nóg við það framtiðarverkefni, sem í vændum var; það var að hlúa að ungu lífi. Þessar samræður héldu oft fyrir mér vöku, en þær gáfu þó nokkuð í aðra hönd, þvi að mér fannst ég vera farin að skilja svo- lítið í fuglamáli, áður en samveru lauk. Þar voru „kvikar raddir náttúrunnar". Blæbrigði radd- anna gaf til kynna gleði — og sorg, og svo þetta vejulega bú- skaparamstur veraldarinnar. Fimm eggjum var orpið I hreiðrið og út úr þeim komu fimm bráðlif- andi ungar. Hreiðrið var náttúrlega ekki stórt enda leið ekki á löngu áður en ungarnir ultu niður á svalirn- ar. Léttleiki þessara litlu hnoðra mun hafa bjargað þeim frá að rotast við fallið. Ég týndi þá jafnskjótt upp i hreiðrið aftur en ekki stækkaði húsrýmið fyrir það, svo að ég tók það til bragðs að setja kassa með ullarstykkjum á veggsvalirnar og færa ungana þangað. Meðan á þessum flutningum stóð var mik- ið um að vera. Fyrst kváðu við neyðarköll foreldranna og brátt var kominn yfir mig ótölulegur fjöldi gargandi þrasta með miklu og tiðu vængjablaki, sem virtust ætla að hafa kríurnar að fyrir- mynd um hernaðarmáta, til þess að hjálpa þessum litlu einstakl- ingum, sem kúrðu sig saman í áhægju og óvissu um fallvaltleika ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER 35 að koma nálægt þér. Þú ert með svo hreina sál að þú gætir óhreinkað hana með þvf að koma við mig. Hún snerist á hæli og hondm fannst sem hann heyrði lágt kjökur þegar hún reif upp dyrnar og hljóp inn til sfn. Ifann sté út úr rúminu og lokaði dyrunum á eftir henni. Um stund stóð hann og hallaði sér upp að veggnum og reyndi að hlusta eftir þvf hvort hún væri að gráta. En hann heyrði aðeins að yatn var látið renna f vaskinn. Það var þýðingarlaust að reyna að sofna nú. Hann klæddi sig og læddist niður stigann. Það var svalt úti. Létt goia fór um trjátoppana. Ilmur af nýsleginni töðu lagði að vitum hans, það minnti hann á bern- sku hans. Það hafði vfst ekki verið ánægjuleg bernska. Það var sárt að rifja upp þau ár. Hafði hann þá aldrei verið hamingju- samur? Hann vissi <-' ki al- mennilega hvaða tnfinning hafði gripið hann, einhvers konar kennd sem honum fannst vera gleði. Þetta hafði gripið hann þegar hann ók brott frá Ellen. Svo hafði þetta horfið aftur og hann vissi ekki hvort þarna hafðí gleðin verið á ferð- inni. Allt f einu hrökk hann f kút þegar rödd við hlið hans sagði: — A hvaða leið ert þú? Uarlsen virtíst hafa sprottið upp úr jörðinni. — Þú gerðir mér bilt við. — Hvert ertu að fara? — Ég gat ekki sofið. /Etlaði aðfámér göngutúr. — Þarna á veginum skammt frá stendur lögreglubfll. Þeir fylgjast mcð húsinu. — Hversvegna? — Þú þarft ekki að hafa f frammi nein látalæti við mig. Ég veit allt. Þeir eru að víða eftir að Frede komi. En hann kemur ekki hingað. Svo vitlaus er hann ekki. — Finnst þér ekki rétt að við.... — Að við hvað? spurði Carlsen. —■ Það skiptir engu máli. — Ég gizka á að þú hafir ætlað að spyrja hvort rétt væri að við værum að fela eitthvað fyrir lögreglunni.. — Já, sagði Peter daufur í dálkinn. — Sem betur fer vitum við ekki hvar Frede er. — En ef við vissum það? — Ertu að spyrja mig um hvort ég framselji hann lög- reglunni? — Já. — Ég held ekki, sagði Carlsen hugsi. — Ég athugaði sennilega um hvað málið sner- ist. Og sfðan bæði ég hann lík- lega að gefa sig sjálfur fram. — Og ef hann vildi það ekki. — Ég get ekki svarað svona spurningum sem eru ekki raun- hæfar, sagðí Carlsen gremju- Framhaldssaga eftir Bernt Vestre Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. lega. — Veizt þú kannsi hvar hann er? — Ég? Nei. Hvers vegna spyrðu um það? — Vegna þess að mér finnst einhvern veginn þú vera að hugsa um að tala við lögregl- una. Varstu kannski á leiðinni til þeirra f bflnum? — Nei, sagði Peter hrað- mæltur. — Míá ég treysta þér? — Já. — Gerðu nú ekkert axar- skaft. — Hvers vegna ert þú á vakki hér? spurði Peter. — Gamait fólk þarf ekki mikið að sofa. — Hefur Hemmer beðið þig að hafa eftirlit með ein- hverjum, eða kannski eftir mér? " — Nei. — Nú er þá komin röðin að mér að spyrja: má treysta þér? — Þú getur gert það, sagði Carles rólega — En þú ert sem sagt að hugsa hvað þú gerðir ef þú vissir hvar Frede va-ri?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.