Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JUNÍ 1977 r Hvernig verður landsliðið skipað? TONY KNAPP landsliðsþjálfari hefur þá reglu að gefa aldrei upp hverjir 11 hefja landsleiki. Þvf verða menn að láta sér nægja að geta sér til um hvernig liðið I dag verður skipað og sjálfsagt eru uppstillingarnar ærið margar og misjafnar Knapp hefur þó gefið þá yfirlýsingu að hann muni stýra liði sínu til sóknar f dag og með það f huga leyfum við okkur að gizka á að liðið verði skipað eftirtöldum leikmönnum. Sigurði Dagssyni, Janusi Guð- laugssyni, Ólafi Sigurvinssyni, Jóhannesi Eðvaldssyni, Marteini Geirssyni, Gfsla Torfasyni, Guðgeiri Leifssyni, Asgeiri Sigurvinssyni, Inga Birni Albertssyni. Guðmundi Þorbjörnssyni og Teiti Þórðarsyni. Varamenn yrðu þá þeir Árni Stefáns- son, Viðar Halldórsson, Jón Gunn- laugsson, Atli Eðvaldsson og Hörður Hilmarsson. Sigurður Dagsson virðist nokkuð f jggur f rnarkið og sömuleiðis eru fí.ir oruggir f liðið Jóhannes, Marteinn og Gfsli. Tveir þeirra verða miðverðir, en einn Ifklega aðeins framar, trúlega Gfsli Torfason, sé leikur Urvalsins gegn stjörnuliðinu hafður f huga Um bakvarðar- stöðurnar gegnir nokkuð öðru máli, Viðar Halldórsson gæti allt eins byrj- að inni á, eins og þeir Ólafur og Janus Ásgeir Sigurvinsson er eðlilega fyrsti maður f liðið og verður væntanlega á miðjunni vinstra meg- in og Guðgeir Leifsson þá hægra megin. Ingi Björn Albertsson yrði þá á milli þeirra, aðeins framar, en reyndar er nokkur spurning um það hvort og þá hvar markakóngur sfð- asta íslandsmóts verður í liðinu. Teitur og Guðmundur verða sfðan í fremstu vfglfnu. Lfklegt finnst okkur að þessi verði uppstillingin á liðinu sem byrjar, en ekki má gleyma mönnum eins og Herði Hilmarssyni, sem landsliðsnefndin hefur mikið dá- læti á og þá ekki Atla Eðvaldssyni, sem staðið hefur sig vel f sumar. Hvort þessi liðsskipan er rétt eða nálægt lagi fæst ekki svar við fyrr en liðið hleypur inn á völlinn klukkan 15 f dag. Ekki er heldur vitað hvern- ig n-frska landsliðið verður skipað f dag, en þvf stýrir Danny Blanch flower. Hann lýsti því yfir, er hann tók við n-frska liðinu fyrir tæpu ári, að nóg væri komið af eilffum varnar- leik n-frska landsliðsins, hann vildi sóknarleik og mörk, sem hefðu verið grátlega sjaldgæf f leikjum n-frska landsliðsins Með þetta f huga og orð Tony Knapps ætti leikurinn f dag að geta orðið hinn skemmtilegasti og vfst er, að hans er beðið með eftir- væntingu. Danny Blanchf lower er 51 árs gamall og lék 56 landsleiki fyrir Norður írland Áður en hann tók við stöðu landsliðseinvals hafði hann ekki komið nærri knattspyrnu f 1 2 ár, nema sem blaðamaður hjá „Sunday Express" Blanchflower var fyrirliði Tottenham Hotspur er liðið vann bæði deild og bikar f Englandi 1961 og leiddi n-frska landsliðið f undanúrslit Heimsmeistarakeppn- innar í Svfþjóð 1 961. Hingað koma N írarnir með 19 leikmenn að þvf er bezt er vitað. Þar eru frægastir Pat Jennings, mark- vörður hjá Tottenham, sem fyrir nokkrum árum var valinn leikmaður ársins f Englandi og hefur verið f marki n-frska landsliðsins sfðan 1965, og Sammy Mcllroy, leik- maður Manchester United og einn skæðasti leikmaður ensku bikar meistaranna. Flestir eru leikmenn N-írlands atvinnumenn hjá enskum 1. eða 2. deildarliðum. Þeir sem hingað koma eru: Trevor Anderson, Swindon Town, Gerald Armstrong, Tottenham, William Caskey, Glentoran, Thomas Cassidy, Newcastle, Terence Cochr an, Burnley, Bryan Hamilton, Ever- ton, Allan Hunter, Ipswich, Thomas Jackson, Man. Utd, Pat Jennings, Tottenham, Mavid McGreery, Man. Utd., Chris McGrath, Man. Utd., Sam Mcllroy, Man. Utd., Samuel Nelson, Arsenal, Chris Nicholl, Aston Villa, James Nicholl, Man. Utd., Martin Ó Neill, Nottingham Forest, James Platt, Middlesbrough, Pat Rice, Arsenal, Derek Spence, Blackpool. LAGT A RÁÐIN — íslenzka landsliðið hefur verið meira og minna saman sfðan á miðvikudagskvöld og búið sig undir leikinn í dag. Þessi mynd var tekin í fundarherbergi KSÍ á miðvikudagskvöldið, en liðið kom þá saman og var þá m.a. spjallað um leikskipulag og slfka hluti. Frá vinstri við borðið eru Viðar Ilalldórsson, Guðgeir Leifsson, Atli Eðvaldsson, Janus Guðlaugsson, Jón Gunnlaugsson, Jóhannes Eðvalds- son, Hörður Hilmarsson, Árni Stefánsson, Sigurður Dagsson, Ingi Björn Albertsson, Ólafur Sigurvinsson, Ásgeir Sigurvinsson og lengst til hægri er landsliðsþjálfarinn, Tony Knapp. Komumstviðá blaðíHM gegn Norður-lrum ídag? MIKILL ÁHUGl er á landsleik Islendinga og Norður-íra á Laugardalsvellinum 1 dag kl. 15 og má búast við 10—15 þúsund áhorfendum verði gott veður. Er þetta fyrsti landsleikur Islend- inga á árinu og sigur ætti ekki að vera fjarlægur draumur gegn at- vinnumönnum Norður-írlands, sem flestir leika með stórliðum 1 Englandi. Með sigri f dag væri ísland komið á blað í undan- keppni HM og tvö stig þýddu að enn einni skrautfjöðurinni væri bætt 1 skrautlegan hatt landsliðs Tony Knapps. — Það tekur tíma að byggja upp landslið, sagði Tony Knapp á fundi með fréttamönnum í vik- unni. — En með starfi undanfar- inna ára hefur tekizt að byggja leikmennina upp, ekki siður and-• lega en líkamlega. Ég tel að 60% af starfi mínu með landsliðið sé að sannfæra leikmennina um, að þeir geti staðið sig vel gegn sterk- um atvinnumannaliðum, en þurfi ekki að hugsa um það eitt að tapa með sem minnstum mun. — Sjálfstraust leikmanna hefur aukizt eins og sást í leikn- um gegn Bobby Charlton og félög- um í siðustu viku. Þá sóttu piltarnir eins og fyrir þá var lagt, en vörðust ekki eingöngu. Án þess að ég vilji gefa upp hvernig við munum leika, þá get ég sagt það, að ég vona að markvörður Norður-íra, Pat Jennings, fái nóg að gera í leiknum í dag. Við mun- um leika til sigurs, en þvi má enginn gleyma að leikurinn í dag mun verða gjörólíkur vináttu- leiknum í síðustu viku. Nú er um heiður landsliða i Heimsmeistara- keppni að ræða og á þessu tvennu er mikill munur, sagði Tony Knapp. fSLENZKIR KNATTSPYRNUMENN hafa undanfarið vakið mikla athygli með góðri frammistöðu sinni. Þessi forsfðumynd úr nýjasta hefti hins vfðlesna brezka knattspyrnutfmarits Shoot segir sína sögu þar um. Það er Jóhannes Eðvaldsson, sem gnæfir yfir aðra leikmenn á myndinni, sem tekin var f úrslitaleik Celtic og Rangers f skozku bikarkeppninni á dögunum. En það er ekki einungis Jóhannes landsliðsfyrirliði, sem hefur verið í sviðsljósinu. Allir vita um frama Ásgeirs Sigurvinssonar með Belg- um og fleiri mætti nefna. Hvort sem okkur lfkar betur eða verr þá beina auðug félög atvinnumanna sjónum sfnum f rfkara mæli til íslands. Reiknað er með að í dag verði meðal áhorfenda „njósnarar" frá Belgfu og einnig hefur flogið fyrir að Svfar og Skotar hafi komið hingað til lands vegna þessa leiks. Islenzkur sigur náum við toppleik? — Ég er hræddur við þennan leik f dag og ástæðan er einfaldlega sú, að mér finnst of mikil bjartsýni vera rfkjandi manna á meðal, sagði Ingi Björn Albertsson, er Morgunblaðið ræddi við hann f gær. — Ekki þannig að við eigum ekki að geta unnið þessa kalla, en að ofmeta okkur sjálfa eða vanmeta þá er hættulegur hiutur. Ég vona þó svo sannarlega, að okkur takist að sýna hvað f okkur býr og náum við toppleik f dag er ég ekki f vafa um að fslenzkur sigur verða úrslit þessa leiks. Víð höfum fólkið með okkur og völlinn, engu að tapa allt að vinna, sagði Ingí Sfðastliðið sumar lentu þeir I deilum Ingi Björn og Tony Knapp landsliðsþjálfari eftir að Ingi Björn hafði komið inn á sem varamaður f landsleik, en sfðan verið skipt útaf skömmu sfðar. Sagði Ingi að þeim leik loknum, að það yrði bið á þvf að hann léki fyrir Tony Knapp. Ingi Björn var spurður að þvf f gær hvað ylli þvf, að hann gæfi nú kost á sér eftir þessa yfirlýsingu. — Þetta er mál, sem ég vil helzt ekki ræða og allra sfzt á þessari stundu, en við getum sagt að viðhorfin séu önnur núna, sagði Ingi Björn. tslenzka landsiiðíð hélt á föstudagsmorgun austur f Valhöll á Þingvöllum. Verður dvalið þar fram undir leik f dag, en þá ekið til Reykjavfkur. Æfði landsliðið á Laugarvatní f gær og er Morgunbiaðitt hafði samband við Valhöll f gær var allt gott af mannskapnum að frétta og hugur f leikmönnum. t leiknum f dag ieikur fslenzka liðið f alhvftum búningum, en það frska f algrænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.