Morgunblaðið - 11.06.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1977
21
eftir RAGNAR
BORG
Það verður fundur hjá Mynt-
safnarafélaginu í dag kl. 2.30 í
Templarahöllinni. Á uppboð-
inu eru, aðallega fslenzkir og
danskir peningar, margir
danskir einseyringar og auk
þess Heimaeyjapeningurinn
sem danskir myntsafnarar létu
slá 1973. Nokkrir seðlar eru
einnig á uppboðinu, þar á með-
al norskur 100 króna seðill frá
1934 og krónu seðill íslenzkur
frá 1921. Þetta verður seinasti
fundur hjá Myntsafnaraféiag-
inu á þessu starfsári. Fundir
hef jast að nýju í september.
Mynt og fornleifafræðingar
hafa lengi velt því fyrir sér
hvenær peningar voru fyrst
teknir í notkun í heiminum. Ég
hefi áður haldið því fram hér í
þáttunum, að elztu peningarnir
hafi verið slegnir i Lydiu (þar
sem nú er Tyrkland) á dögum
Gygesar konungs, eða um
685—652 árum fyrir Krist.
Voru peningar þessir úr elektr-
um, en það er náttúrleg blanda
af gulli og silfri.
í gömlum kínverskum ritum
er því haldið fram að þar í landi
hafi verið peningakerfi allt frá
árinu 2356 f.Kr. Elztu kín-
versku peningarnir, sem tekist
hefir að ákvarða aldur á eru frá
því um 770 f.Kr. Eru þetta hinir
svonefndu spaða peningar. í
íran fundust árið 1972 silfur-
stangir, sem notaðar hafa verið
sem einhvers konar peningar.
Eru þær líklega frá um 760
f.Kr.
Þyngstu peningarnir, sem
slegnir hafa verið eru sænskir
10 dala peningar frá árinu
1644. Var hver peningur 19,7
kíló. Allmikill munur á þeim og
flotkrónunni okkar. Krónan
okkar. er þó ekki léttasti pen-
ingurinn, sem sleginn hefir ver-
ið þvi árið 1740 voru slegnir
silfur peningar i Nepal sem
voru milli 0.008 og 0.014 gr. og
flotkrónan er 0,61 gr.
British Museum í London. Ætli
verðgildi peningsins væri ekki
nálægt tveim milljónum króna,
miðað við gullverð í dag.
Hæsta söluverð á gömlum
peningi var fyrir 10 drökmu
silfurmynt frá Aþenu. Árið
1974 voru greiddir 314.000 doll-
arar fyrir þennan pening á upp-
boði í Ziirich í. Sviss. Hæsta
söluverð á myntsafni vár greitt
fyrir La Vere safnið í Reno i
Nevada í janúar 1976. Fengust
fyrir safnið, en í því voru
407.000 silfur dollarapeningar,
7 milljón og 300 þúsund dollar-
ar. Stærsti fjársjóður, sem
fundist hefir í jörðu, fannst ár-
ið 1814 í Modena á ítalíu. Fund-
ust þá 80.000 gullpeningar sem
grafnir hafa verið þar í jörð um
árið 37 f.Kr.
Sá peningur, sem hefir haft
hæst verðgildi er áreiðanlega
200 Mohur peningurinn sem
sleginn var árið 1654 fyrir ind-
verskan fursta. Var peningur-
inn úr gulli og var 2177 grömm
á þyngd. Eina þekkta eintakið
af þessum pening hvarf árið
1820 í Patna í Bihar fylki, en
afsteypa af peningnum er til I
Dansleikur helgarinnar
i ÁRNESI
Haukar íklassaformi
eftir nýafstaðna hljómplötuupptöku.
A réttunni— (skömmu síðar)
Munið, 10 tær uppí loft.
Sætaferðir frá BSÍ, Selfossi. Þorlákshöfn,
Laugarvatni.
U.F.G.
Einn sjaldgæfasti og dýrasti
peningur sem sleginn hefir ver-
ið á seinni tímum. Brezkur
crown peningur Játvarðar 8.
Þessi peningur var sleginn árið
1937, árið sem krýna átti Ját-
varð. Hann afsalaði þó brezku
krúnunni áður en hann varð
krýndur, fyrir bandarfsku kon-
una Mrs. Simpson. Komust pen-
ingarnir því aldrei 1 umferð.
Þessi peningur er tryggður
fyrir hálfa milljón dollara.
» | || lll^gggKjgag
Silil
Skóflu eða spaðamynt frá Kfna. Þessi peningur er frá 1. ái
undi f.Kr.
Hvaða peningar
eru þeir elztu og
hverjir eru dýrastir?
E|G]E]E]E]E]E]E]E]B]G]E]E]E]E]G]G]E]G]B)Q1
B1
B1
B1
51
51
51
Si0ul
Bingó kl. 3 í dag.
Aðalvinningur vöruúttekt fyrir 25.000.— kr.
B1
51
51
B1
51
51
E]E]E|E1E]E]E1E1E]E]E1E1E1E]E1E1E]E]E1G1E]
The Incredibles
í ROCK N ROLLstuði í kvöld.
Sætaferðir frá B.S.I.
The fan club.
JÓNAS ÞÓRIR
SPILAR í KVÖLD.
Hellubíó