Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.06.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JUNÍ 1977 35 ISLANDSMOT nærhAlfnað E ÞA OPIÐ IBAÐAENDA Markaskorarinn mikli I Ii5i ÍBV Sigurlás Það sem nokkrum leikjum hefur verið frestað f 1. deildinni f knattspyrnu er staða liðanna nokkuS óljós. Þannig hafa sjö liSanna leikiS 8 leiki, tvö liðanna eru meS 7 leiki og tveimur leikjum hefur veriS frestaS hjá Vestmannaeyingum, þannig að þeir hafa aSeins leikið 6 leiki. Þó svo aS liSin hafi þannig leikið mismarga leiki er óhætt að skipta þeim niður f þrjá hópa. í efsta hópinn verður að setja Akranes. Val og Vfking. í annan hóp liS ÍBK, UBK og Fram. í þriðja hópinn liS KR, ÍBV, FH og Þórs. Áður en lengra er haldiS skulum viS Ifta á stöSuna f 1. deildinni. Akranes 8 6 11 14:5 13 Valur 8 5 1 2 11:8 11 Víkingur 7 3 40 7:3 10 ÍBK 84 13 11:12 9 Breiðablik 83 14 11:11 7 Fram 8224 10:12 6 KR 7 2 14 13:11 5 l'BV 6 2 1 3 4:5 5 FH 8 2 1 5 9:14 5 Þór 8 2 1 5 9:18 5 Skagamennirnir hafa tapað fæstum stigum, aðeins þremur, en lið Þórs og FH hafa tapað mestu. 1 1 stigum Lið Akurnesinga hefur skorað flest mörk í mótinu, 14 alls. Það er athyglisvert að KR-ingar hafa skorað 1 3 mörk, þar af 1 1 í sfðustu þremur leikjum Víkingar eru eina liðið, sem ekki hefur tapað leik í mótinu og reyndar eru Víkingar tap- lausir yfir lengra tímabil. í Reykjavíkur- mótinu töpuðu þeir heldur ekki leik. Þannig hafa þeir leikið 1 2 leiki án taps, sigrarnir á þessu tímabili eru 4, jafn- teflin 8. Hafa Víkingar unnið þrjá síð- ustu leiki sína i deildinni. Hin sterka vörn Víkinga fær erfitt verkefni í dag, er liðið mætir Val á Laugardalsvellinum klukkan 1 7. Lið ÍBV hefur skorað fæst mörk f mótinu til þessa. aðeins 4. en Vik- ingarnir eru litlu skárri hvað þetta snertir með sín 7 mörk. Þessi tvö lið eru nokkuð sér á parti hvað mörkin snertir og einnig ef litið er á fengin mörk. Víkingarnir hafa fengið á sig aðeins 3 mörk. Eyjamenn 5. Það er einnig athyglisvert að þau tvö lið, sem neðst eru á töflunni, hafa lélegasta markatölu. FH og Þór, hafa bæði skor- að 9 mörk í mótinu. Skagamenn hafa leikið alla sfna leiki nokkuð vel, ef undan er skilinn sá leikur sem mesta undrun hefur vakið í mótinu. Tapleikur Skagamanna gegn Þór á Akureyri. Valsmenn hafa ekki alveg fundið rétta tóninn enn þá Þeir geta svo sannarlega leikið vel, en ná • einhvern veginn ekki að vera sannfær- andi í heilan leik. Víkingar hafa misst talsvert af leikmönnum sfðan í fyrra og það sem mest háir Víkingsliðinu nú er hve illa gengur að skora. Árangur liðs- ins er þó mjög athyglisverður og liðið hefur unnið þrjá sfðustu leiki sína, gegn Breiðablik, Keflavík og Fram Keflvíkingar eiga þá leikmenn. sem mest hafa komið undirrituðum á óvart og þó þeir hafi fengið skell gegn Skagamönnum á mánudaginn, voru 0:4 úrslitin í þeim leik ekki í samræmi við gang hans Keflvfkingar verða varla íslandsmeistarar í ár, en falla tæplega niður í aðra deild í haust eins og „sumir" spáðu við upphaf keppnistima- bilsins. Blikarnir eiga í erfiðleikum með að skora og einnig hafa þeir fengið á sig ódýr mörk. Liðið er þó eitt af fáum sem notar kantana vel og á miðjunni er oft stórgaman að sjá til Blikanna, en það er bara ekki nóg. Framarar virðast vera að sækja f sig veðrið. eftir slaka byrjun íslandsmótsins miðað við Reykjavíkurmótið Byrjun þeirra er þó of slæm til að liðið geti gert sér raun- hæfar vonir um meistaratitil. KR-ingar eru að sækja sig og hafa loksins fundið rétta kjarnann eftir að hafa rokkað með til og frá liðið í byrjun FH-ingar eiga örugglega eftir að hala inn gott fleiri stig en þeir eru nú með og trúlega einnig Þórsararnir, þó svo að baráttan verði örugglega mun erfiðari hjá þeim Tvö síðast- nefndu liðin eru „undir strikinu" eins og sakir standa. en ekki þarf mikið til að gjörbreyta stöðunni í 1 deildinni Ekki skilja nema 4 stig liðið f 4 sæti og því 10 þ.e. tveir sigurleikir í upphafi var liðunum í 1. deildinni skipt í flokka eftir stigum. en einnig mætti nota aðrar aðferðir við slíka skiptingu. Til dæmis að raða liðunum upp eftir hver þeirra leika skemmtileg- asta knattspyrnu — mat undirritaðs Yrðu þá Valur, FH. LfBK og ÍA í efstu sætunum, síðan kæmu baráttuliðin Víkingur. Keflavfk. Fram og KR. en í síðasta hópnum ÍBV og Þór Einnig skiptingin þarna er óljós og t d lánlausir Eyjamenn hresstust til muna við að sjá Sigurlás í fótboltabúningn- um að nýju Enn er íslandsmótið opið í báða enda þó svo að mótið sé senn hálfnað Það sem af er mótinu hefur verið gaman að fylgjast með og liðin eru vel undir mótið búin, það leynir sér ekki Margt óvænt hefur gerzt og á örugg- lega eftir að gerast — annars væri ekkert gaman að þessari vinsælustu íþróttagrein á íslandi. — áij. LANÐSLEIKUR MILLI ÍSLANDS OG EYJA? FYRIRIIUGAÐUR er „lands- leikur" mílli Vestmannaeyja og islands til fjáröflunar fyrir KSt. Lið Eyjamanna verður þá skipað bæði heimamönnum og Vestmannaeyingum sem keppa með öðrum iiðum bæði á fasta- landinu og erlendis. Fjölmargir kunnir knatt- spyrnumenn utan Eyja eru Vestmanneyingar og má þar nefna Ásgeir Sigurvinsson sem leikur 1 Belgfu, Jóhannes Eðvaldsson sem leikur í Skot- landi, örn Óskarsson sem leikur með KR, Kristin Jörundsson sem leikur með Fram, Viðar Elíasson sem leikur með Vlkingi, Atla Eðvaldsson sem leikur með Val, ölaf Friðriksson sem leikur með Breiðabliki og sfðast en ekki sfzt Guðgeir Leifsson Tý og Charleroi. Þá er landsliðsmaðurinn Ólafur Sigurvinsson f liði Eyja- manna og margar knáar kempur eins og Óskar Valtýs- son, Tómas Fálsson, Páll Pálmason, Friðfinnur Finn- bogason og fleiri. Jóhann Pótur Andersen, for- maður IBV, og Ellert B. Schram, formaður KSl, hafa báðir lýst yfir ánægju með hug- myndina og er nú unnið að þvf að finna tfma fyrir leikinn á næstunni. Er ekki að efa að landsleikur með þessu sniði miili „Eyjamanna og Is- lendinga", ga-ti orðið hinn skemmtilegasti. UM HELGINA 0 ÁRLEGA fer fram I Frakklandi stórt unglingamót t knattspyrnu, og er Albert GuSmundsson. fyrrum for- maSur Knattspyrnusambandsins og atvinnumaSur I Frakklandi, verndari þessa móts. MeSfylgjandi mynd var tekin viS upphaf úrslitaleiks keppninnar fyrir nokkru slSan og eru sln hvorum megin viS Albert fyrirliS ar liSa frá Dynamov Kiev frá Rúss- landi og Flumiense frá Brasiliu. Úrlit leiksins urSu þau aS Sovétmennirnir unnu eftir vitaspymukeppni. NU ER BYRJAÐ AÐ AUGLÝSA EFTIR MÖNNUM „UTFLUTNINGUR" fslenzkra knattspyrnumanna hefur mjög verið til umræðu að und- anförnu og f grein sinni hér á opnunni gerir Ellert B. Schram mál þetta að umtals- efni. Utlendir umboðsmenn hafa verið hér á landi f leit að knattspvrnumönnum og f gær barst Mbl. auglýsing til birt- ingar, en hana má sjá hér á sfðunni. Þar er einfaldlega auglýst eftir knattspyrnu- manni eins og um atvinnuaug- lýsingu væri að ræða og er mikið f boði eins og sjá má. Kænukeppni á Nauthólsvík Kænukeppni I siglingum fer fram á Nauthólsvik I dag. 17. júní, og hefst klukkan 10 f .h. Keppt verður i þrem ur gerSum minni báta og má búast viS a 20—30 bátar verSi i keppn- inni. Keppnisstjóri verSur skozki landsliðsþjálfarinn Alistair Mitchell. Opin kvennakeppni Fyrsta opna kvennakeppni sumarsins i golfi verSur haldinn á Hvaleyrarvellinum í HafnarfirSi á morgun, laugardag. og hefst klukkan 13.30. Keppnin nefnist Wella-open. og eru verSlaun gefin af umboSs- manni Wella á íslandi, Halldóri Jóns- syni hf. Keppnin er 18 holur, og er hún i umsjá Golfklúbbsins Keilis. Danir unnu Svía DANIR unnu Svia 2:1 I vináttulands- leik. sem fram fór á Idrætsparken I Kaupmannahöfn I fyrrakvöld. Mörk Dana skoruSu atvinnumennirnir Per Rönved og Allan Simonsen en Olle Nordin skoraSi mark Svla. Áhorfend- ir voru 44 þúsund. Sviar koma hing- aS til lands I júli og keppa viS Is- lenzka landsliSiS. HEIL UMFERÐ verSur i 1. deildinni i knattspyrnu um helgina og i 2. deild verSa sömuleiSis fimm leikir. 1. DEILD: Föstudagur kl 1 7. Laugardalsvöllur: Valur — Vikingur, Sunnudagur kl 15, Akranes ÍA — ÍBV. laugard.igur kl 16. Akureyri: Þór — FH Sunnu- dagur kl. 20. Laugardalsvöllur: KR — Fram Sunnudagur kl 16. Kópavogur UBK — ÍBK 2. DEILD: Laugardagur kl 14. Kaplakriki: Haukar -— KA Laugardagur kl 16. Sand gerði Reynir — Þróttur N Laugar dagur kl 17. Laugardalur: Þróttur — ÍBÍ Sunnudagur kl 14, Árskógur Reynir — Völsungur. Manudagur kl. 20 Selfossvöllur. Selfoss — Ármann. Um helgina verða einnig fjölmargir leikir I 3 deild, kvennaknattspyrnunni °9 yogri flokkunum Keppnin í 1. deildinni heldur siðan áfram á miðviku- dag I næstu viku og verða þá þrlr leikir og tveir á fimmtudag, en siðan verður fri i 1 deildinni fram að leiknum við Noreg á Laugardalsvellinum fimmtudaginn 30. júni. Þess skal getið i sambandi við leik Akurnesinga og Vestmanneyinga að Akraborgin fer frá Reykjavík klukkan 1 3 á keppnisdaginn til Akraness og frá Akranesi til Reykjavikur að leik loknum klukkan 1 7 30 Þeir f á ekki réttindi fyrr en eftir 6 mán. 0 Eins og fram hefur komið f frétfum, hvggjast tveir atvinnu- menn snúa heim til Islands og byrja að leika með íslenzkum lið- um, Guðgeir Leifsson með IBV og Elmar Geirsson með Fram. Var reiknað með þvf að þeir myndu byrja með sínum nýju liðum í júlf n.k. En nú hefur komið i ljós viö nánari athugun, að samkvæmt áhugamannareglum Knattspyrnu- sambands íslands, 7. grein, getur atvinnumaður ekki öðlazt áhuga- mannsréttindi fyrr en 6 mánuð- um eftir að atvinnumennsku lýk- ur svo að allt bendir til þess að Elmar og Guðgeir geti ekki byrjað að leika með sinum nýju félögum fyrr en næsta sumar. Knattspyrnumaður til Svíþjóðar II. deildar lið í suður-Svíþjóð óskar strax eftir dugandi tengilið og miðvallarspilara. Við höfum áhuga á fljótri ákvörðun, en gætum þó hugsað okkur ákvörðun fyrir keppnistimabilið 1978. Góð vinna og ný íbúð í boði. Þeir, sm hafa áhuga eru beðnir að senda skriflegar umsóknir ásamt nafni og símanúmeri til augl. Mbl. merkt: „Fotboll — 2395".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.