Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JUNI 1977 PALLI KVLÐUR — Þennan lengst til vinstri á myndinni þarf vfst ekki að kynna, en fyrir þá, sem ekki vita það, þá er það Palli, þá Jörundur (.uðmundsson, (,uðr(in Helgadóttir og Sigrfður IVIargrét Guðmundsdóttir. Nýir umsjónarmenn Stund- arinnar okkar að hausti ÞAl Sigríður Marsrét Guð- mundsdðtlir og Hermann Rannar Stefánsson, scm sfðast liðin fjitgur og hálft ár hafa hai'l umsjón mt*ð harnatfma Sjónvarpsins, Stundinni okkar, hafa ákvcðið af láta af þvf starfi. Þá hcfur Palli, sú kunna leikbrúða úr Stundinni okkar, cinnig horfið af skcrminum fyrir fullt og allt. — Palli var orðinn of gamall cnda húinn að koma fram fram hjá okkur sl. tvo vetur. Það var því tillaga okkar Sigríðar að næsta vctur vrði breytt um, cn hvernig og hvað sú brúða kann að hcita vitum við ckki, cnda vcrða þá komnir til starfa aðrir umsjón- armcnn barnatfinans, sagði Ilcrmann Ragnars cr hlaðið ræddi við hann. Þá hefur Kristín Pálsdóttir, sem sl. þrjú ár hefur annazt stjórn upptöku barnatima Sjón- varpsins, einnig ákveðiö að hætta störfum um tíma og halda utan til nánis. Sigríður og Hermann Ragnars höfðu eins Palli ekki á skjáinn á ný og áður sagði umsjón myð Stundinni okkar í 4'A ár og alls önnuðust þau stjórn á 160 tim- um. Síðar í sumar má gera ráö fyrir að auglýst verði eftir nýj- um umsjónarmönnum fyrir Stundina okkar. Palli hefur einnig kvatt fyrir fullt og allt. Hann hóf aö koma fram veturinn 1975 til 76 og fyrsta hálfa árið var það Kári Halldór Þórisson, leiklistar- kennari viö Leiklistarskólann, sem santdi textann og flutti hann. Þá tók Gísli Kúnar Jóns- son leikari við stjórn Palla en Guðrún Helgadóttir, rithöfund- ur, hóf að semja texlann og því hélt hún áfram er Jörundur Guðmundsson, eftirherma og skemmtikraftur, aðstoðaöi Palla er hann kom fram í vetur sem leið. — Það hefur verið ákaflega skemmtilegt en lika erfitt að halda þessum þáttum úti allan þennan tima. En það er skemmtilegt að vinna fyrir hörnin, því fáir eru eins haröir dómarar og þau. Á hverri viku höfum við fengið milli 75 og 100 bréf og þau höfum við öll lesið og flokkað. I þessum bréf- um koma fram ýmsar ábending- ar um breytingar og eftir þeim höfum við farið. Við höfum stundum heyrt látið af þvi að innlent efni væri of lítið í Stundinni en þegar ég var að skoða útsendingarnar frá vetr- inum kom í Ijós að innlent efni var um 50% af öllu efni, sem sent var út. Ég vil nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti okkar, sem starfaö hafa að Stundinni okkar, til allra þeirra, sem aðstoðað hafa okkur við efnisöflun og á annan hátt, sagöi Hermann Ragnars að lokum. ESJUferðir enn um sinn í TILEFNI 50 ára afmælis Fer5a- félags Islands, sem verður á þessu ári, ákvað stjórn þess að skipuleggja 10 gönguferðir á Esju I mal og júnl. Fyrsta gangan var farin 7. maí og sú slðasta nú á þjóðhátlðardaginn. Alls hafa 1277 manns tekið þátt I þess- um ferðum, en það er margfalt meiri fjöldi en reiknað var með I upphafi. Sama leiðin hefur alltaf verið farin. Gengið er upp frá Esjubergi og þaðan á Kerhólakamb og til baka. Allir þátt- takendur hafa fengið viðurkenn- ingarskjal fyrir þetta framtak sitt. Þeir hafa einnig verið skráðir, þvl nú að þessum 10 gönguferðum loknum verða dregin út 5 nöfn, og fá þeir er þau eiga, frfmiða I eina af helgarferð- um félagsins I sumar. Þar sem áhugi fólks virðist enn vera mikill á þessum ferðum, hefur verið ákveðið að halda þeim áfram fyrst um sinn með sama sniði Mun verða dregin út nokkur nöfn þátttakenda er þessum gönguferðum er lokið. og mun þeirfá bókaverðlaun Næsta gönguferð á Esju verður 21 júní, en þá verður lagt af stað kl. 20 og verið á fjallinu fram á nótt, en þennan dag eru sólstöður og stytzta nótt árs- ins. Næstu ferðir þar á eftir verða auglýstar í dagblöðunum hverju sinni og eru væntanlegir þátttakendur beðn- ir um að fylgjast með þeim þar Þann 25. júní efnir Ferðafélagið til Grímseyjaferðar Verður flogið beint til Grímseyjar frá Reykjavík það kvöld. dvalið I eynni í u.þ.b 2 tíma yfir lágnættið og komið til Reykjavíkur um nóttina Ef veður verður gott gefst mönnum kjörið tækifæri til að komast norður fyrir heimskautsbauginn í mið- nætursól. Heimamenn verða fólkinu til leiðsagnar umeyna. Fjölskyldan hefur lokið gönguferð á Esju. Skortur á húsnæði hamlar starfsemi Vélskóla Islands ALLS stunduðu um 430 nemendur nám við Vél- skóla íslands, 379 í Reykja- vík en einnig störfuðu deildir á Akureyri, ísafirði og í Vestmannaeyjum og Keflavík. í frétt frá skólan- um segir, að aðsókn vaxi nú mjög ört og sé útlit fyrir að neita jafnvel fleiri nem- endum um skólavist á 1. stigi en síðast liðið haust, en þá var um 30 umsóknum synjað. Alls luku 288 vélstjóra- prófi af ýmsum gráðum, 67 1. stigi, 92 á 2. stigi, 71 á 3. stigi og 58 á 4. stigi. Starf skólans hefur verið með líkum hætti og undan farin ár og í annað sinn var hald- in svonefnd starfsvika, en þá er kennsla felld niður nemendur 1.—3. stigs fara í kynningar- og skoðunar- ferðir til ýmissa fyrirtækja og stofnana undir leiðsögn kennara. Nemendur 4. stigs fóru í náms- og kynn- ingarferð til Danmerkur, Þýzkalands og Englands. Auk þeirra staða sem að ofan eru nefndir er í athugun á næsta skólaári að starfrækja deildir á Akranesi, Neskaupstað og á Sauð- árkróki er veiti fræðslu til 1. stigs vélstjóraprófs. Fjölbrautarskól- inn á Suðurnesjum hefur nú vél- skólabraut 1. stigs og segir í frétt frá Vélskólanum, að búast megi víð að fleiri fjölbrautarskólar muni taka upp vélskólabraut. Fyrir góðan árangur á prófi voru veitt verðlaun og nemendur sem útskrifuðust fyrir 10 árum afhentu skölanum að gjöf kennslugögn i háþrýstivökva- fræði að verðmæti um 250 þúsund krónur. Andrés Guðjónsson, skólastjóri, þakkaði góðar gjafir og þakkaði nemendum og kennur- um samstarfið og sagði siðan skól- anum slitið. Þá segir einnig í frétt frá Vél- skóla íslands að húsnæðisskortur sé farinn að há starfsemi skólans og fé til kaupa á kennslutækjum hafi verið skorið niður á síðasta ári um 8 m.kr. og megi þó hafa í huga að sumir nemendur gangi beint frá prófborði að stjórn véla í nýjum skuttogurum þar sem vélabúnaður sé upp á tugi eða hundruð milljóna króna. Avísanabannid ekki sett á að ósk fríhafnarinnar - segir Olafur Thordersen fríhafnarstjóri „ÞAÐ ER ekki að okkar ósk, að ávfsanir eru bannaðar f frfhöfn- inni,“ sagði Ólafur Thordersen, frfhafnarstjóri, er Mbl. spurð hann um hinar nýju reglur, sem settar hafa verið um verzlun f frfhöfn- inni á Keflavfkurflugvelli. „Hins vegar erum við lengi búnir að setja fram óskir um það að hámarkið, sem hver farþegi má verzla fyrir við brottför, verði hækkað úr fimmtán hundruð krónunum og erum þvf ánægðir með að það skuli nú vera sett við sjö þúsund krónur. Við höfum hins vegar hingað til ekki haft nein takmörk á fslenzkum krónum f verzluninni við komu til landsins, en ég held að 7000 krónur komi til með að duga flestum þar.“ Ólafur sagði, að ávísanabann- ið kæmi nú til að ósk Seðla- banka islands, en fríhöfnin hefði að eigin ósk fengið undanþágu 1971 til að þar mættu fara fram viðskipti með ávisunum, en nú hefði Seðla- bankinn afturkallað þá undan- þágu um leið og nýju reglurnar voru settar. Taldi Ólafur að þetta bann á ávísanir kynni að draga eitthvað úr kaupum þeirra, sem koma til landsins, en þar hafa engin takmörk giit á kaupum gegn fslenzkri mynd. Ekki sagði Ólafur, að fríhöfn- in hefði farið illa út úr ávísana- viðskiptum. Það var alltaf eitt- hvað um það, að fólk væri svo- lítið kærulaust í sambandi við ávísanir, einkum við heim- komuna, er það freistaðist til að verzla um of með það í huga að fara i bankann daginn eftir og leggja inn á ávísanareikning- inn. Ólafur sagði, að þeir frí- hafnarmenn hefóu að lang- mestu leyti náð sjálfir inn því fé, sem fólk ávisaði fram yfir innstæður sinar og einnig hefði verið algengt að fólkið sjálft sendi þeim greiðslur strax og það var komið til síns heima. Þetta hefði þó skapað þeim ákveðna vinnu, sem út af fyrir sig væri gott að losna við. „Þessi undanþága frihafnar- innar til ávísanaviðskipta var bundin við 1500 króna markið, en það tókst bara engan veginn að halda við það, svo um leið og upphæðirnar voru hækkaðar svona mjög þótti sjálfgert að fella undanþáguna niður.“ sagði Björn Tryggvason, að- stoðarbankastjóri Seðlabank- ans, er Mbl. ræddi þessi mál við hann. „Það var ákveðið að lita á frihöfnina sem útlönd í þessu sambandi og leyfa ekki ávísana- viðskipti af kontrolástæðum," sagði Björn. Nú er bannað lögum sam- kvæmt að fara með 5000 króna seðla úr landi, en þó er heimilt að nota þá i viðskiptum í frí- höfninni. Þegar Mbl. spurði Björn Tryggvason, hvort þarna væri ekki um tviskinnung að ræða, að líta á fríhöfnina sem útlönd gagnvart ávisunum, en sem ísland gagnvart 5000 króna seðlinum, svaraði hann þvi til, að þetta væri framkvæmdar- atriði, að óska eftir þvi við al- menning að öll verzlun I frí- höfninni væri seðlaverzlun. Þegar Mbl. spurði Björn, hvort það gæti ekki haft ein- kennileg áhrif að ríkið virtist ganga á undan með að neita viðskiptum gegn greiðslu með ávísunum, bæði i áfengisverzl- unum og nú frihöfninni, kvaðst hann ekki telja það. Benti hann á það, sem hann hefði sagt, að um leið og heimildin um verzl- un i fríhönfinni fyrir islenzka peninga var hækkuð svo mjög hefði verið sjálfgert að taka fyrir ávísanaviðskiptin, sem áttu að vera bundin við 1500 króna hámark, og svo væri það verzlunarstjóra áfengisútsala að ákveða, hvort þeir tækju við ávísunum eða ekki. Hitt væri aftur rétt að þeir hefðu sjálfir verið gerðir ábyrgir fyrir hugsanlegum innstæðulausum ávisunum og ríkið sjálft ekki vilja taka þá ábyrgð á sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.