Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JONI 1977 /^BÍLALEIGAN vfelEYSIR LAUGAVEGI 66 CAR RENTAL 24460 28810 Hótal- og flugvallaþjónusta LOFTLEIBIfí -S- 2 n 90 2 11 38 Þakkarávarp Þakka fjölskyldu minni og kunningjum fyrir mér sýndan heiður og velviid með heimsókn og góðum gjöfum og skeytum á sjötugs afmælisdaginn 19. maí s.l. Sá dagur verður mér ógleyman- legur. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Jóhannsson, Austurbrún 6, Reykjavík. Klæðum og bólstrum gömul húsgögn. Gott úrval af áklæðum. BÓLSTRUNi ÁSGRÍMS Bergstaðastræti 2, Sími 16807, mmmmm* Bolli Magnússon formaður TFÍ Á NVAFSTÖÐNUM aðalfundi Tæknifræðingafélagíi tslands voru eftirtaldir menn kostnir ( stjórn félagsins: Bolli Magnússon, formaður. Ingvi Ingason, varaformaður. Friðrik Guðmundsson, gjaldkeri. Guðni Dagbjartsson, ritari. Jón Kr. Valdimarsson, meðstjórnandi. í varastjórn: Brandur B. Hermannsson. Kristján Karlsson. Félagar í T.F.Í. eru nú um fjögur hundruð og er mikil gróska í félagsstarfinu. Skrifstofa fél- agsins er að Laufásvegi 25, Reykjavik. Utvarp Reykjavlk SUNNUD4GUR 19. júní 8.00 Morgunandakt. Ilerra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veður- fregnir. Útdráttur úr for- ustugr. dagbl. 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Vinsælustu popplögin Vignir Sveinsson kynnir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. Píanótríó í e-moll, „Dumky“- trfóið eftir Antonín Dvorák. Beaux Arts trfóið leikur. 11.00 Prestvígslumessa í Dóm- kirkjunni (hljóðr. á sunnud. var). Biskup íslands herra Sigurbjörn Einarsson, vígir Davíð Baldursson cand. theol. til Eskifjarðarpresta- kalls. Séra Sigurður II. Guð- mundsson lýsir vfgslu. Aðrir vígsluvottar: Séra Trausti Pétursson prófastur, séra Þórir Stephensen, sem þjón- ar fyrir altari. Ilinn nývfgði prestur prédikar. Organleik- ari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.45 Lífið er saltfiskur-; átt- undi og sfðasti þáttur. Páll Heiðar Jónsson fjallar að þessu sinni um saltfisksölu f Portúgal. Tæknimaður: Þor- björn Sigurðsson. 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Hándel. Kammer- sveit útvarpsins f Saar- brucken leikur. Stjórnandi og organleikari: Hanns- Martin Schneidt. Einsöngv- ari: Feligity Palmer (Hljóð- ritun frá útvarpinu f Saar- brucken). a. „Lucretia“, kantata. b. Orgelkonsert f d-moll op. 7 nr. 4. c. Hljómsveitarkonsert nr. 1 í B-dúr. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Mér datt það í hug Gfsli J. Ástþórsson rabbar við hlustendur. 16.45 Islenzk einsöngslög Elfn Sigurvinsdóttir syngur lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Pál ísólfsson. Guðrún Kristinsdóttir feikur á pfanó. 17.00 Staldrað við í Stykkis- hólmi—; annar þáttur Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 18.00 Stundarkorn með Julian Bream gftarleikara Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Lífið fyrir austan —; annar þáttur Birgir Stefánsson kennari segir frá. 19.55 Einleikur f útvarpssal a. Sónatfna fyrir einleiks- flautu eftir Henri Tomasi. Manuela Wiesler leikur. b. Píanósónata í a-moll eftir Franz Schubert. Selma Guðmundsdóttir leik- ur. 20.25 „Aldrei skartar óhófið“ Annað erindi Þorvalds Ara Arasonar um skartklæði Hrefnu Ásgeirsdóttur og Guðrfðar Símonardóttur, sögu eigandanna og þeirra nánustu. 20.55 Sinfónfa nr. 5 f e-moll op. 64 eftir Tsjaíkovský Suisse Romande hljómsveit- in leikur. Stjórnandi: Júrf Ahronovitsj. 21.45 „Brölt í myrkri“, smá- saga eftir Mark Twain Þýðandi: Óli Hermannsson. Gfsli Alfreðsson leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 19. júní 18.00 Bangsinn Paddington. Breskur myndaflokkur. Þýð- andi Stefán Jökulsson. Sögu- maður Þórhallur Sigurðs- son. 18.10 Knattspyrnukappinn. Bresk framhaldsmynd. Lokaþáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.35 Rokkveita rfkisins. Hljómsveitin Copra leikur. , Hlé ! 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsfngar og skrá. dag- 20.30 Til Heklu á ný (L). Lýsing sænskra sjónvarps- manna á ferð Alberts Eng- ströms um tsland árið 1911. 3. þáttur. Þýðandi Vilborg Sigurðardótir. Þulur Guð- hrandur Gfslason. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- ið). 21.00 Húsbændur og hjú (L). Breskur myndaflokkur. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 21.50 írar í Austurlöndum. Fyrir nokkrum árum reisti japanskt fyrirtæki verk- smiðju á trlandi. Hópi starfsmanna frá verksmiðj- unni var boðið til Japans. Var myndin tekin f þeirri ferð. 22.40 Að kvöldi dags. Sr. Jakoh Jónsson, dr. theol. flytur hugvekju. 22.50 Dagskrárlok. Til Heklu — KL. 20.30: Frá ferð eins þekktasta skop- teiknara Svía til Islands 1911 Um þessar mundir sýnir sjón- varpið myndaflokkinn Til Heklu á ný en hann er gerður eftir endur- minningum Alberts Engströms um islandsferð hans árið 1911. Þá um sumarið ferðaðist Engström um ísland ásamt tveimur öðrum Svium og tóku þeir kvikmyndir á ýmsum stöðum og þótti sú myndataka heyra til mikilla tið inda. Ekki eru það þó myndir Eng- ströms, sem sýndar eru I þessum myndaflokki, heldur fóru sænskir sjónvarpsmenn um sömu slóðir sumarið 1973 og kvikmynduðu á ný. Þýðandi myndaflokksins er Vil- borg Sigurðardóttir en þulur Guð- brandur Gislason í kvöld kl 20 30 verður sýndur næst síðasti þátturinn og segir hann frá för þeirra þremenninga fyrir Hornbjarg, þeír koma ínn á ísafjörð og halda suður til Reykjavikur sjóleiðis. Undir lokin er m.a. stuttur kafli um jarðhræring- ar. Albert Engström var þekktur skop- teiknari og kimnihöfundur með Svl- um. Hann fæddist I Lönneberga í Smálöndum 1 2. maí 1 869 og hann var jafnan hreykinn af þvi að vera „Smálanning' og kemur þvl víða að enda þótt Smálönd væru talin eitt hið ógróðursælasta hórað I Sviþjóð Engström var settur til mennta, tók stúdentspróf 1888, en hvarf þá inn á listabrautina. Árið 1897 stofnaði hann kimniblaðið „Strix", sem hann varð þekktastur fyrir Álit landa hans á honum má m a marka af þvi að 1922 er hann tekinn I sænsku aka- demiuna, en þar eru aldrei fleiri en 18 helstu menn Svia. Árið 1925 varð hann prófessor I teikningu við listaháskólann og heiðursdoktor I heimspeki 1927 Hann andaðist 1 6 nóvember 1 940 Með Engström i förinni til Islands voru þeir Thorild Wulff jurtafræð- ingur og Carl Danielson Tildrögum íslandsferðar sinnar lýsir Engström i inngangi að bók um ferð sina, sem kom út hér á landi 1 943 I þýðingu Ársæls Árnasonar, og segir þar að hann hafi ætlað að verja þessu sumri til að Ijúka endurminningum sinum en þá berst honum bréf frá Thorild Wulff, sem segist ráða yfir tveimur farþegarúmum á gufuskip- inu „Emmy", sem eigi að fara til Siglufjarðar á íslandi Og Engström sló til og ákvað að halda til íslands. fyrst hann væri að „bæta enn einu við þann aragrúa endurminninga, sem fyrir er. þá verður það að vera mikilfenglegt " Ein mynda Eng- ströms frá ís- landsferð hans en þessi er af algengum fs- lenskum sveita- bæ á þessum ár- um. Mér datt það í hug — KL. 16.25: GísliÁ. rabbar vid hlustendur ÞAÐ er Gfsli J. Astþórsson, rit- höfundur og blaðamaður, sem rabbar við hlustendur f þættin- um Mér datt það f hug kl. 16.25 f útvarpinu á þessum sunnu- degi, sem er 170. dagur ársins. Hvað Gfsli lætur sér detta í hug skal ekkert fullyrt um en bver veit nema hann bregði sér f smágönguferð með henni Siggu Viggu og skoði það, sem fyrir augun ber þessa dagana. Sfð- asta vika er að baki með sfnum hefðbundna 17. júnf og öllu til- heyrandi og svo má auðvitað ekki gleyma þvf að allt tal manna snýst nú um kjarasamn- inga. Arl Teitsson. Þingeysk viðhorf í Búnaðar- þættinum Á mánudagskvöld kl. 22.15 flytur Ari Teitsson, héraðsráðunautur, bún- aðarþátt, sem ber heitið Þingeysk viðhorf. Ari er einn ráðunauta Búnað- arsambands Suður- Þingeyjarsýslu og býr á Hrís- um, sem er nýbýli í landi Brún- ar í Reykjadal. Var Ari við nám í Bændaskólanum á Hvanneyri en útskrifaðist þaðan 1973 og hefur frá því starfað sem ráðu- nautur hjá þingeyskum bænd- um. ! þættinum segir Ari frá því helzta, sem til tiðinda heyrir hjá bændum i Suður- Þingeyjarsýslu, og stefnuna f landbúnaðarmálum gerir hann einnig að umtalsefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.