Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JUNt 1977 7 Að baki þjóðhátíðar Að vonum féllu á þjóðhátíð nú sem fyrr fögur orð um fósturjörð og framtið lands og þjóðar Hvernig hyggj- umst við tryggja farsæld og frið? Sú spurn hlýtur að brenna mönnum heitar í hug en tíðum fyrr, eins og nú er komið þjóðarhag, að ekki sé minnztá þjóðareiningu. Er nokkuð um það mál að segja í þætti, sem fjalla skal um kristindómsmál og kirkju? Er úr vegi að minnt sé á, hverjar skyldur bræðra- lagshugsjón Krists bindur hverjum þeim, sem kennir sig við nafn hans? Hvernig rækjum við þær skyldur? Fyrir 1 9 öldum brýndi Pall postuli þær skyldur söfnuðin- um í Korintuborg og sagði: ,,Þér eruð hver annars limir." Og þegar hann skrifar Efesusmönnum líkir hann kristnu samfélagi við einn lík- ama, þar sem margir séu limiren líkaminn einn. Hér liggur til grundvallar Krists- kenningin um samábyrgð allra manna. Bræðralagið hefur aldrei eins og i frumkristninni orðið að þeim veruleika, sem Krist- ur ætlaðist til. Postulasagan segir að þá hafi söfnuðurinn fyrsti í Jerúsalem lifað svo þessa einingarhugsjón, aðaf fúsum vilja, án nokkurs ytra valdboðs, hafi menn lagteig- ur sínar i sameiginlegan sjóð svo að allir í söfnuðinum gætu notið þess af veraldar- gæðum, sem til var meðal hinna kristnu. Svo var þá, en aldir liðu og eiginhagsmunahyggja hélt innreið sina i kristið samfél- ag. Sjálfir kirkjunnar menn, þeir sem aðstöðu höfðu til, gleymdu kröfu Krists og varnaðarorðum Páls postula Auður kirkjunnar jókst og bil- ið varð breiðara og breiðara milli ríkra og snauðra. Kristur var tilbeðinn, tignaður við gullbúin ölturu í glæstum helgidómum, en i fram- kvæmdinni gleymdi.st krafa hans um bræðralagið og varnaðarorð Páls um að krist- ið samfélag ætti að vera og væri einn líkami með mörg- um samábyrgum limum. Af því hefur hlotizt ómælanlegt böl, tortryggni, fjandskapur, skefjalaust launamisrétti og kjaradeilur, skefjalaust kapp- hlaup um að skara eld að sinni köku án nokkurs tillits þess, að þjóðfélagið er einn likami, og að það sem skaðar þjóðarhag idag, verðurallra böl á næsta degi. Þetta hefur blasað við okk- ur siðustu mánuði í okkar fámenna samfélagi. Menn virðast allir sammála um það, aðsívaxandi launa- misrétti i okkar litla þjóðfél- agi sé ógæfa. Til þess að vinna gegn því hafa nú, eins og tiðum fyrr, verið háðar kjaradeilur, en mun ekki einu sinni verða sú raunin á, að þeir sem betur mega sín eða bezt í þjóðfélaginu beri arð á kostnað hinna, sem sjálfsagt varaðveita kjarabætur? Eða hefur það heyrzt i átökum siðustu mánaða um kjara- mál, að þeir sem hæst hafa laun hafi boðizt til að gera ekki kröfur. Fjármálaspeking- um kann að finnast það barnalegt, sem verið hefurá margra vörum: Erekki unnt að gera skattalög svo úr garði, að ekki borgi sig að gera launakröfur, sem spilla þjóðareiningu og sprengja það launakerfi, sem fátæk þjóð og fámenn verður að búa við? Eða eru þeir sem skattalög eiga að setja of miklir hátekjumenn til að hafa áhuga á slikri lagasetn- ingu? Svo hafa margir spurt síðustu vikurnar. Til þess að stýra i höfn fleyi fámennrar þjóðar þarf mikla hugarfarsbreytingu og meiri kristindóm. Meiri skilningur á eðli og lögmálum samfél- agsins getur tryggt vinnufrið og einhug fólksins í landinu. Vitanlega er öllum Ijóst, til þess að halda uppi menning- arlífi í strjálbyggðu landi þarf að efla útflutningsatvinnu- vegi, auka fjölbreytni fram- leiðslunnar á öllum sviðum. Það er vandalaust að hrópa og heimta, en efnahagur þjóðfélagsins setur skorður þvi, sem unnt er að gera fyrir menntun og menningu þegnanna. Þetta er öllum Ijóst í orði kveðnu, en svo ekki meir. Hver er sá vegur, sem til lausnará vandanum liggur? Er ekki Ijóst, að það er vegur- inn, sem meistari kristninnar lagði, vegurinn sem Páll frá Tarsus benti Korintumönn- um á þegar deilur komu upp i söfnuði þeirra? Fyrir 1 9 öldum skrifar hann þessum litla söfnuði bréf, sem hann ætlaði trú- lega ekki öðrum að lesa en geymir þó það orð, sem gæti verið lausnarorð i kjara- og vinnudeilum enn. Hann bendir á að hver limur verði að bera umhyggju fyrir öðr- um, svo að líkaminn allur sé hraustur og starfi eðlilega. Hann bendir á, að ef einn limur þjáizt, beri einnig aðrir limir byrði hans. Hann bendir á, að svo sé mannlegt félag, einn líkami en limir margir. Hvar sem litast er um víða veröld er auðsæ nauðsyn að þessi lexía sé lærð, og þá ekki sizt i okkar fámenna þjóðfélagi. Stendur hér ekki stétt gegn stétt, hagsmuna- hópur gegn hagsmunahópi, i þeim blinda barnaskapi að ætla mögulegt að sitja til frambúðar sjálfur að nægta- borði meðan nágranninn sit- ur við sinn hálftóma disk? Við erum ,,hver annars lim- ir" Okkurerá engu öðru meiri nauðsyn en því, að skilja beturen viðskiljum enn eðli og lögmál samfél- agsins. Meistari kristninnar flutti boðskap um bræðralag, boðskap, sem á að dýpkg samfélagskenndina, efla skilning á ábyrgðinni gagn- vart öðrum og hollustu við þjóðarhag, ef ekki á verra af að hljótast. Þjóðhátið er fyrir tveim dögum liðin, en framundan eru aðrir dagar, og þá mun hversdagsbaráttan að nýju og nýju minna á sannleiks- orðið um líkamann eina og limina mörgu. Saltfiski stolið ÁTTA pökkum af saltfiski var stolió úr birgðageymslu Sjötaks i Örfirisey aöfararnótt s.l. þriðju- dags. Saltfiskurinn er pakkaður i striga og merktur stöfunum FRSF. Þá eru sumir pakkarnir merktir gæðamerkinu 12A en aðr- ir merkinu 12. Þeir, sem telja sig geta veitt upplýsingar í þessu máli, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til rannsóknarlögregl- unnar í Reykjavik. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 urattarvelar til afgreiðslu strax: 40 hestafla C-335 á kr. 700.000 60 hestafla C-355 á kr. 978.000 85 hestafla C-385 á kr. 1.950.000 VELABORG SUNDABORG Klettagörðum 1 - Símar 8-66-55 & 8-66-80 NÝIR HÖCGDEYFAR FRÁ meíra öryggi aukin þcegindi betri ending Motwot iuri* seo mohkoi surm soo mohooi loioimui mohiioi rioi iiviitn f yrir flestar gerðir bifreiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.