Morgunblaðið - 05.07.1977, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.07.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1977 5 Ríkið neitar að f ella niður tolla og söluskatt af vélum til graskögglaverksmiðjanna Hvað er þá samkeppnisiðnaður, segir landnámsstjóri Graskögglaverksmiðjan ÍFlatey áMýrum, A-Skaftafellssýslu. FORSVARSMENN grasköggla- verksmiðjanna f landinu hafa ný- verið óskað eftir að fá feilda nið- ur tolla og söluskatta af vélum, tækjum og varahlutum f gras- kögglaverksmiðjurnar og er það gert með tilvfsan f heimildar- ákvæði fjárlaga og tollskrárlaga þar sem rfkisstjórninni er heimil- að að fella niður eða endurgreiða sölugjald af vélum og tækjum, vélahlutum og varahiutum til samkeppnisiðnaðar. Var f þessu sambandi óskað eftir niðurfell- ingu á tollum og söluskatti af nýjum þurrkara til verksmiðj- unnar á Stórólfsvöllum við Hvofs- völl en þurrkarinn kostaði 45 milljónir króna og þar af rann 9,1 milljón til rfkissjóðs f tollum og söluskatti. Fjármálaráðuneytið hefur nú svarað þessari beiðni neitandi. Þorsteinn Geirsson, skrifstofu- stjóri fjármálaráðuneytisins, sagði í samtali við blaðið, að starfsmenn ráðuneytisins hefðu ekki litið á graskögglafrmleiðsl- una sem samkeppnisiðnað f skiln- ingi fyrrnefndra laga enda væri í þeim tekið fram, að þar væri átt við iðngreinar sem framleiða iðn- aðarvörur sem falla undir tolla- lækkunarákvæði friverzlunar- samninga Islands við EFTA og EBE við innflutning til íslands. Engir tollar væru hins vegar á fóðurbæti en það væri ekki vegna friverzlunarsamninga heldur til að auðvelda landbúnaðinum að starfa. Almennt sagði Þorsteinn að tollar á vélum til landbúnaðar og sjávarútvegs væru lágir. Fjár- málaráðuneytið samþykkti að 'veita Stórólfsvallabúinu nokkurn frest á greiðslu tolla og söluskatts af fyrrnefndum þurrkara. — Þó Beðið um hlífðarföt og tjöld tO Zambíu Iljálparstofnun kirkjunnar barst nýlega hjálparbeiðni frá Lútherska heimssambandinu um aðstoð við flóttafólk f Zambfu og Botswana, sem býr við mjög bág- ar aðstæður. Er einkum tekið fram að skortur á fatnaði og hlífðarfötum, tjöldum og teppum sé tilfinnanlegur. Hefur hjálpar- starfið þegar verið skipulagt í samvinnu við alþjóðlegar hjálparstofnanir og rfkisstjórnir viðkomandi landa. Ákveðið var að flutningaflugvél færi frá Norðurlöndum hlaðin hjálpargögnum 13. júni s.l. til Lusaka i Zambiu og Francistown í Botswana. Um dreifingu hjálpar- gagnanna mun Hjálparstofnun kirkjunnar í Zambiu sjá um (Christian refugee service) og starfslið Lútherska heimssam- bandsins í Francistown. Við þetta má bæta að innan sjónmáls eru áform um byggingu bráðabirgða- skóla. Hjálparstofnun kirkjunnar hér á landi hefur þegar sent til verk- efnis þessa kr. 500 þúsund, og hefur jafnframt opnað gíróreikn- ing stofnunarinnar nr. 20005 til þess að þeir íslendingar sem eitt- hvað vildu láta af hendi rakna til þessa hrjáða flóttafólks geti kom- iö framlögum sinum á framfæri. Jafnframt má koma framlögum á skrifstofu Hjálparstofnunar kirkjunnar, Klapparstig 27, Reykjavík, eða til sóknarpresta um land allt. svo að þessi beiðni hafi veríð af- greidd með þessum hætti, þá er nauðsynlegt að undirstrika að ein tollafgreiðsla segir ekkert til um hver afstaða stjórnvalda kann að vera i framtíðinni, sagði Þor- steinn að lokum. Árni Jónsson, landnámsstjóri, sagði að forsvarsmenn gras- kögglaverksmiðjanna hefðu ákveðið að láta reyna á þessi heimildarákvæði, þvf ef innlend graskögglaframleiðsla væri ekki samkeppnisiðnaður við erlenda framleiðslu þá mætti spyrja hvað værisamkeppnisiðnaður. Innlend graskögglaframleiðsla þyrfti nú að keppa við tollfrjálsan og jafn- vel niðurgreiddan fóðurbæti er- lendis frá. Sagði Árni að gras- kögglaverksmiðjurnar greiddu árlega milljónir í svokölluð sölu- gjöld og einkum væri það sölu- skattur en tollar væru yfirleitt lágir af þessum vélum og tækjum. — Vegna þessara sölugjalda nær verð á mörgum varahlutum til verksmiðjanna fast að þvi að tvö- faldast f innkaupi og ég get nefnt að nú i vor voru keyptir tveir vagnar til einnar verksmiðjunnar fyrir 2,5 milljónir og þar af rann rúm 1 milljón í rikissjóð i tollum og söluskatti. Graskögglafram- leiðslan hér er í erfiðri sam- keppnisaðstöðu og niðurfelling á þessum gjöldum væri ein leiðin til að jafna aðstöðu þeirrar fram- leiðslu gagnvart innflutningi fóð urbætis, sagði Árni. Þess má geta, að á sl. sumri framleiddu graskögglaverksmiðj- urnar alls um 7600 tonn og af þvi seldust ekki um 100». tonn. Nem- ur verðmæti þessara 1000 tonna milli 38 og 40 milljóna króna og verða þessir kögglar boðnir til sölu i haust. Sumarlitirnir frá Mary Quant eru komnir Nú eru sumarlitirnir frá Mary komnir i naglalökkum, varalitum og augnskuggum. Þegar Mary Quant kynnir sumarlitina — þá hafa þeir alltaf vakið geysimikla athygli enda ekki til nema ein Mary — Mary Quant. Spyrjið um sumarlitina frá Mary Quant i nœstu snyrtivöruverzlun —þú sérð ekki eftir því HeildsöiubirgMir Björn Pétursson og co. h.f„ Laugavegi 66. sfmi 28155.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.