Morgunblaðið - 05.07.1977, Page 12

Morgunblaðið - 05.07.1977, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977 Aurafrfmerki frá 1876—1882 Islenzk f rímerki 1 hundrað ár eftir Jón Aðalstein Jónsson. Útg. Póst- og símamálastjórnin. ALLT FRÁ birtingu auglvsing- ar Póst- og símamálastjórnar um væntanlega útgáfu sögu ís- lenzka frfmerkisins hafa safn- arar beðið með óþreyju eftir minningarbókinni. Þannig er líka mál með vexti, að þótt all- nokkuð hafi verið ritað um fs- lenzku frfmerkin, hefur reynzt furðu erfitt að fá fram f dags- Ijósið ýmsar óyggjandi upplýs- ingar, sem hugsanlega kynnu að finnast f opinberum gögn- um. Það var því með mikilli eftir- væntingu, að undirritaður fletti nýútkominni bók. Strax við handfjötlun bókarinnar kemur í ljós, að hér er um að ræða einstaklega vandaða útgáfu, bæði hvað snertir myndir, band og hönnun. Fullyrða má, að slík bók um frímerki hafi ekki áður verið gefin út, og má sannar- lega þakka islénzku póststjórn- inni og öðrum þeim, sem að unnu, fyrir framtak þeirra og myndarskap. Sé litið nánar á efni bókar- innar, kemur þegar fram í for- mála stefna höfundar, þ.e. að aðaláherzla er lögð á sögu is- lenzku frimerkjanna fram yfir aldamót og leitazt er við að ráða ýmsar gátur og kveða niður vafasamar sögusagnir. Að ýmsu leyti má deila um þessa stefnu, þar sem hér er um að ræða minningarútgáfu 100 ára tíma- bils. En fyrir safnarann er þetta mun vænlegra til fróð- leiks og leiðir af sér ýtarlegri frásögn þess tíma, sem um er fjallað, en áður hefur birzt á prenti. Tímabilinu 1852 — 1872 er lýst á mjög skemmtilegan hátt, sögulegum aðdraganda póst- stofnunar og upphafi póstsam- gangna, auk fyrstu hugmynda um gjaldbleðla. Furðulegt finnst manni nú skilningsleysi og þóf landans á þessum tíma. Nokkuð hefur áður verið ritað um danska timabilið 1870 — 72, þegar dönsk frímerki voru not- uð hér á landi, en i bókinni má kynnast mun ýtarlegar upphafi og sölu borgunarmerkjanna, svo og komu fyrstu islenzku póstafgreiðslumannanna og til- komu stimplanna. Skildingaútgáfan Eins og vera ber, er hlutur hennar stærstur í þessu riti. Raktar eru vangaveltur um út- lit fyrstu frímerkjanna og end- anlegt val á tillögu Batz frá 1869, sem gerð var fyrir Dan- mörku. Hér sakna ég mikið, að eigi eru birtar myndir af tillög- um, sem til greina komu, svo og þeirri, sem valin var. Útgáfudagur fyrstu merkj- anna 1. janúar 1873 er hér rök- studdur, en hann hefur fram til þessa verið nokkuð á reiki I handbókum. Auk þess er vel þegin lausn ráðgátunnar um þörf fyrir 3 sk. merkið. Þó er vafasöm tilgátan um fjölda prentstimpla þessa merkis. Það mun ranghermt, að eigi þekkist prófprentanir af því merki, einnig í ótökkuðum arkarbút- um, þvi að nokkur slík eintök eru til I höndum safnara. Sömu- leiðis er vafasöm fullyrðing um, að prófprentanir hafi að- eins sloppið út frá Th'iele prent- smiðjunni. Auramerki Hér kemur einnig fram nokk- ur misskilningur með fjölda myndamóta, notaðra við prentun útgáfunnar. Sé athug- aður listi yfir skiluð mót fra Danmörku, sést, að aðeins stórir 3 aur. hafa verið prentað- ir með 100 myndamótum, en 4 aur., 25 aur., 50 aur., 100 aur. almennra merkja og svo 4 aur. þjónustumerki með aðeins 50 myndamótum. Auk þess er enn óljóst, hvort sami fjöldi ramraa- móta og miðmóta hefur verið notaður við prentunina. Þess ber að sakna, að höfund- ur hafði ekki aðstöðu til athug- ana á eftirlitsbókum Thiele prentsmiðjunnar, en það hefði auðveldað til muna samanburð útgáfu þessarar. Þar gæti hugs- anlega leynzt eitthvað um 5 aur. blátt frá 1876 og endur- Þar sem síaukin útbreiðsla hunda- æðis í Vestur-Evrópu hefur vakið mikl- ar umræður, þykir rétt að vekja athygli á þessum sjúkdómi hér á landi. Hundaæði er veirusjúkdómur, sem einkum leggst á refi, hunda og ketti, en öll húsdýr og einnig fólk geta tekið sjúkdóminn, venjulega vegna þess að þau hafa verið bitin af veikum dýrum. Hundaæði er I mörgum löndum út- breitt meðal villtra dýra, sem sum hver eru smitberar án þess að sýna sjúkleg einkenni. Gerir það baráttu við þennan sjúkdóm mjög örðuga. Hundaæði leggst einkum á miðtauga- kerfið, veldur hryllilegum krömpum og lömunum sem draga sjúklinginn til dauða, oft eftir hinar mestu kvalir og hörmungar. Engin læknisráð eru þekkt og eftir að einkenni koma fram er sjúkdómurinn nær alltaf banvænn. Þrátt fyrir margháttaðar varnar- aðgerðir og skipulagðar bólusetningar gegn hundaæði i mörgum löndum, hef- ur útbreiðsla sjúkdómsins aukist jafnt og þétt frá stríðslokum. Nú er svo komið að hundaæði má heita landlægt i allri Evrópu nema á Bretlandseyjum, Noregi og Svíþjóð. Á Grænlandi, í Kanada og Bandaríkjun- um hefur sjúkdómurinn verið landlæg- ur um langt skeið, ekki síst i refastofni þessara landa. Á hafísvetrum er því ekki með öllu loku fyrir það skotið að hundaæði gæti borist hingað til iands meó grænlenskum refum, sem stund- um elta hvítabirni óralangt út á is- breiðuna. Þá er hundaæði vel þekkt í þeim Miðjarðarhafslöndum sem íslendingar hópast til í sólarleit, og þar hefur veik- in stundum valdið miklum vanda. V7ið öll þau lönd sem nú eru nefnd hafa íslendingar miklar samgöngur og samskipti. Þeir sem mest hafa um mái þessi fjallað telja að reynslan hafi sýnt að oftast megi rekja upphaf hundaæðis á nýjum stöðum til óleyfilegs inn- flutnings á hundum og köttum. Er þvi reynt að hafa strangt eftirlit með slík- um fiutningum i flestum löndum og þeim ýmsar hömlur settar. Þung viður- lög liggja við ef út af er brugðið. Samt sem áður freistast margir til að snið- ganga gildandi reglur, stundum vegna fávisi, stundum vegna eigingirni eða gróóavonar. Er skemmst að minnast þess að á liðnum vetri keypti sænskur ferða- maður á Kanaríeyjum hund sem hann ætlaði að færa kunningja sínum heima í Svíþjóð. Þar sem leyfi skorti til að flytja hundinn inn í Svíþjóð, var hann settur í sóttkví þar. Þar veiktist hundur þessi af hundaæði eftir nokkur tíma og var lógað. Hefði manninum tekist að koma hundinum inn í Svíþjóð I óleyfi svo sem ætlunin var, er lítill — sjúkdómur hættu/egur mönnum og skepnum vafi að illa hefði til tekist. Sem dæmi um það má nefna atburð sem varð i Hollandi fyrir nokkrum árum er smyglað var inn hundi til Amsterdam. Veiktist hann af hundaæði með þeim afleiðingum að 5 manns létust, 548 manns þurftu að fara i langa og hættu- lega bólusetningarmeðferð og ekki þótti heilbrigðisyfirvöldum nóg að gert fyrr en um 500 þúsund hundar og 165 þúsund kettir höfðu verið bólusettir til að varna því að faraldur brytist út. Hér á landi hefur það færst I vöxt að fólk í bæjum eigi hunda, jafnvel I bæjum þar sem hundahald er bannað. Ekki fer á milli mála að einhverju af þessum hundum hefur verið smyglað til landsins, útlit þeirra ber þess glöggt vitni þar sem sumir þeirra eru af kynjum sem aldrei hafa verið flutt til landsins á löglegan hátt. Þeir sem gera sér leik að slíku athæfi hafa væntanlega ekki áttað sig á þeirri hættu sem slíkum ólöglegum innflutningi getur fylgt. Meðgöngutimi hundaæðis er mjög langur, oft á tíðum líður jafnvel hálft ár eða meir frá því hundur smitast þar til sjúkdómsins verður vart. Dýr þessi virðast þvi heilbrigð, æn bera eigi að síður í sér smit þessa hræðilega sjúk- dóms, sem svo brýst út og dregur sjúklinginn til dauða. Getur hundur við slíkar aðstæður hafa smitað önnur dýr og fólk án þess að nokkurn gruni hvað á seiði er fyrr en allt er um seinan. Hér á landi er innflutningur dýra og fugla stranglega bannaður. Tilgangur þessa banns er að sjálfsögðu sá að verja húsdýr okkar fyrir smitsjúkdómum ýmis konar, þar á meðal hundaæði. Rík ástæða var til að setja á bann þetta, eins og mörg dæmi undanfarna áratugi hafa berlega sannað. Þeir sem flytja inn dýr í óleyfi til íslands geta átt yfir höfði sér mjög verulegar fjársektir auk þess sem hinu innflutta dýri skal lógað án tafar. Þær afleiðingar sem óleyfilegur inn- flutningur á hundum og köttum gætu haft ef illa tækist til myndu verða svo alvarlegar að trauðla yrði það í krónum talið, og enginn getur sagt fyrir um það hvenær ógæfan fylgir slíkum inn- flutningi. Athygli er vakin á þessu máli til þess að fólk átti sig frekar á því hvað í húfi getur verið þegar dýri er smyglað til landsins. í þessu efni sem öðrum er það eitt meginskilyrði fyrir því að boð og bönn séu virt að fólk þekki forsendur þær sem eru fyrir banninu og hvaða tilgangi bannið þjónar. Því þessi fáu orð um hundaæði sem um langan aldur hefur valdið meiri ugg og ótta en flest- ir sjúkdómar aðrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.