Morgunblaðið - 05.07.1977, Page 14

Morgunblaðið - 05.07.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1977 Frelsi einstaklingsins og lýðræði er forsenda mannlffs án andlegra þján- inga, en einmitt mannfrelsi og lýðræði hafa ekki átt alls staðar miklu fylgi að fagna f heiminum eða þá verið af- skræmd svo um munar. Aðildarlönd NATO eru í dag fimmtán og einkenn- andi fyrir mannlíf f þeim er frelsi og lýðræði Deilur um hvað sé hið eina sanna lýðræði eru stundum nokkrar en jafnvel andstæðingar hins vestæna lýð- ræðis vita f hjarta sínu, ac} það er hið eina rétta Velflestir fbúar vestrænna landa gera sér því að einhverju leyti grein fyrir hinu áhrifarfka og þýðingar- mikla lýðræðisskipulagi sem þar rfkir Fólk man það, að komist land undir hramm kommúnista á það varla þaðan afturkvæmt. Atlantshafið Atlantshafið er slagæð mannllfs beggja vegna hafsins Á alþingi í vor minnti Guðmundur H Garðarsson á, að hvern dag árið um kring eru á Magnús Ásgeirsson, stud. oecon: siglingu um hafið 7000 skip eða þar um bil sem árlega flytja samtals a.m.k. 1 700 milljónir smálesta af vörum yfir hafið Lff þeirra tæplega sex hundruð milljóna manna sem byggja V-Evrópu og N-Ameríku er því skiljanlega komið undir þvf að siglingar á Atlantshafi geti verið óhjndraðar og viðskipti þar verið meðeðlilegum hætti. Austantjaldsríkin eiga líka nokkurra hagsmuna að gæta. Frjálsar siglingar um Atlantshaf eru því ef til vill mikilvægari en mönnum hefur órað fyrir. Náttúruauðlindir og réttur til þeirra hafa mjög verið f brennidepli síðustu ár Náttúruauðlindir í Atlants- hafi og innhöfum þess eru þvf mikil- vægar f dag og sérfræðingar spá því, að í framtíðinni muni mikilvægið síst minnka íslendingar í sinni baráttu fyrir verndun fiskimiðanna geta vel skilið þetta, þeim er þá efst í huga fiskurinn hér og olían hjá frændum okkar Norð- mönnum. Aðildarlönd NATO hafa mörg hver áunnið sér sögulegan og landfræðilegan rétt til náttúruauðlinda í Atlantshafi. Frelsi og lýðræði Fullkomið frelsi og lýðræði eru sjálf- sögð mannréttindi, frelsi til að fá að lifa lífinu innan skynsamlegra laga hvers ríkis og geta tjáð sig án þess að eiga á hættu að verða sendur á hæli — og lýðræði. áhrifarlkt lýðræði — réttur til að fá að velja og hafna Atlantshafsbandalagið Útþensla Sovétríkjanna og sivaxandi hernaðarmáttur þeirra hefur um árabil verið íslendingum sem öðrum þjóðum nokkurt áhyggjuefni íslendingar hafa þó getað andað léttar vegna aðildar sinnar að varnarbandalagi vestrænna rikja, Atlantshafsbandalaginu í þau tæp þrjátíu ár sem bandalagið hefur starfað hafa engin stórátök átt sér stað í Evrópu, sannar það hversu mikilvægt bandalagið er og hversu drjúgan skerf stofnun þess hefur lagt af mörkum til viðhalds friðar og öryggis i heiminum eða þróunar I þá átt Atlantshafsþandalagið, NATO, er stofnað i kjölfar gifurlegrar útþenslu Sovétrkjanna i Evrópu, i og við lok síðari heimsstyrjaldarinnar Á árunum 1 940— 1 948 jókst áhrifasvæði Sovét- rikjanna i Evrópu að flatarmáli um 575.947 fermllur og ibúar svæðisins voru 115 9 milljónir. Lönd sem Sovét- ríkin sölsuðu beint undir sig eins og t d Eystrasaltsrikin voru að flatarmáli 182 400 fermllur og Ibúar þar 24 milljónir Þetta gerðu þeir með þvi að hreyfa hvergi þann herafla sem þeir notuðu til að frelsa löndin undan hrammi nasista Voru ibúar landanna sumir hverjir fluttir á braut og Rússar fluttu inn i staðinn Önnur lönd sem undir áhrif Sovétrikjanna komust voru að flatarmáli 393 54 7 fermílur og Ibú- ar þar 919 milljónir í löndunum kom- ust til valda kommúnistastjórnir með þrýstingi innlendra sem erlendra afla Siðan hafa lönd þessi verið undir hrammi Moskvukommúnista og hvergi getað hreyft sig svo sem dæmin frá Ungverjaladi 1956 og Tékkóslóvakiu 1968 sanna ótvirætt Til glöggvunar eru eftirfarandi tölur um útþensluna frá 1949—1948 1940 82 800 fermíl- ur, 6 6 milljónir ibúa, 1945 262 855 fermllur, 62.7 milljónir Ibúa, 1946 53.425 fermilur, 8 4 milljónir ibúa, 1947 35 902 fermilur, 9 8 milljónir ibúa, og 1 948 1 40.965 fermllur með 28 4 milljónir Ibúa Heildartalan er því 575 947 fermílur með 1 1 5.9 milljón- um ibúa Til samanburðar má geta þess, að árið 1949 voru ibúar þeirra landa i Evrópu, sem nú eru aðilar að NATO, 246 855 milljónir. Við þessa gifurlegu útþenslu Sovét- rikjanna setti ugg að þjóðum i V- Evrópu og N-Amerlku, nýlokið var heimsstyrjöld og þessar þjóðir þráðu áframhaldandi frið, þannig varð NATO til er hornsteinn lýðræðis og öryggis Ursögn úr NATO Það er rétt rúmt ár liðið síðan krafan um úrsögn úr NATO heyrðist mjög og ástæðan var að þvl var haldið fram, að varnarbandalagið sýndi engan vilja til hjálpar íslendingum Þegar máliðer þó skoðað ofan i kjölinn kemur önnur hlið upp Það vita allir, sem vilja vita, það er „opinbert leyndarmál ', að fiskveiði- samningr tókust með aðstoð Norð- manna I skjóli NATO Enginn veit hvernig endalokin hefðu annars orðið Norðmenn vissu hvað I húfi var Mæt- ur íslendingur varpaði fram þeirri spurningu af hverju kommúnistar hefðu ekki kallað eftir úrsögn íslands úr Sameinuðu þjóðunum vegna fisk- veiðideilunnar við Breta! íslendingar leituðu aðstoðar hjá SÞ en varð litt ágengt sem menn muna Öðruvisí fór með NATO. Það er staðreynd að þjóðir andstæðar NATO hafa leynt og Ijóst gert hvað þær gátu til að losna við bandariskt varnarlið frá V-Evrópu. Hafa þær oft notið stuðnings innlendra afla ísland Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins mynda hring um N-Atlantshaf Þessi hringur er f dag traust keðja. Einn hlekkurinn er ísland. Þessi ríki hafa sýnt að þau unna mannfrelsi, öryggi og lýðræði, hornsteinn þessa er At- lantshafsbandalagið Verði ríki þessi áreitt kemur til kasta varnarbandalags þessara ríkja, NATO Ef utanaðkom- andi rfki hefði hug á að trufla starfsemi vestrænna ríkja væri Atlantshaf staður til að beina spjótum að, t.d. með hindrun á siglingum eða þvíumlíku. Eftirlit með ferðum ýmissa hernaðar- tækja frá löndum utan NATO er því sjálfsagt og eðlilegt. Varnarstöðin í Keflavík gegnir þýðingarmiklu hlut- verki þar Ýmsar hugmyndir hafa skot- ið upp kollinum um að færa stöðina frá Keflavík til annarra landa eða á sjó út. Sérfræðingar hafa margítrekað að hlut- verk það sem Keflavíkurstöðin gegnir nú verði ekki fullnægt annars staðar. bilið milli landa er of mikið Þá hafa þeir ítrekað, að öryggi ís- lands yrði mikil hætta búin ef verja ætti landið annars staðar frá en á þvf sjálfu. Stövar á sjó væru ákaflega ótryggar og ættu fslenskir sjómenn, sem kynnast vetrarhörkum N-Atlantshafs af eigin raun, að geta borið vitni um það. Það er oft sem þær raddir heyrast, að hernaðarlegt mikilvægi íslands fari sí- minnkandi. Þessu er einmitt þveröfugt farið. Rök sem færð hafa verið fyrir minnkandi mikilvægi landsins eru, að ef svo illa færi að styrjöld brytist út yrði gripið til kjarnorkuvopna. Sérfræðing- ar þora nær að fullyrða. að til kjarn- orkuvopna yrði ekki gripið nærri strax ef til styrjaldar kæmi. Þetta er athyglis- verð skoðun en auðskiljanleg þegar málið er íhugað Talið er, að svo kynni að fara með kjarnorkuvopn í framtíð- inni sem eiturvopn fyrr, menn viti af tilveru vopnanna en noti þau ekki. Ástæðan er einföld. Grfpi rfki til kjarn- orkuvopna að fyrra bragði, veit það á hverju það á von. Tortíming er stórt orð. Til lítils væri unnið með því að grfpa til kjarnorkuvopna Sovétríkin Ýmis hernaðartæki á vegum Sovét- rikjanna hafa átt æ tíðari ferir um Atlantshaf á síðustu árum. Ógnvekj- andi vöxtur og tiðari ferðir sovéskra hernaðartækja gefur þvi tilefni til strangs eftirlits Það eru þvi Sovétríkin sjálf sem gefa tilefni til þessa Sovétrík- in eru sem kunnugt er forystuþjóð Varsjárbandalagsins. Á friðartimum gefst þjóðum heims sérstakt tækifæri til að hervæðast Sovétmenn og önnur ríki Varsjárbandalagsins hafa ekki látið sitt eftir liggja Á siðustu tiu árum hafa Sovétrikin smiðað 90 kjarnorkukafbáta og 100 orrustuskip fyrir sig Þrjú 40.000 tonn flugmóðurskíp verða senn I sovéska flotanum. Árið 1975 var vitað um að afkastageta I her- gagnaframleiðslu Sovétrikjanna var t.d. 3000 skriðdrekar, 1000 orrustu- flugvélar og 700 þyrlur árlega Auk þess er framleiddur gifurlegur fjöldi hergagna fyrir stórskotalið og þ h ár- lega Aukning i prósentutölu frá árun- um 1968,—69,— 70 til —74 og 75 I hergögnum fyrir stórskotalið og ann- að þess háttar eru; 1 9%, 22% ,41%, 57% og 97% Norðmaður hefur varp- að fram þeirri spurningu hvort þessi aukning f heraflanum sé til að undir- búa átök eða til að geta sýnt á hersýn- ingum! Mikið skal til mikils vinna Á árunum 1970—1975 fjölgaði skrið- drekum Varsjárbandalagsins I „central region" úr 13650 i 19000 eða um 40%. Samanburður áhernaðarmætti Atlantshafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins í Mið-Evrópu 1975 sýn- ir, að fjöldi skriðdreka hjá NATO var 6100 en 19000 hjá Varsjárbandalag- inu. Þá var fjöldi herflugvéla hjá NATO 1 700 en 2460 hjá Varsjárbandalag- inu. Á Kolaskaga er ein mikilvægasta herstöð Sovétríkjanna Þaðan er nokk- uð greið siglingaleið út á Atlantshaf Vorið 1976 höfðu 60 heskip, 180 kafbátar (44 kjarnorkuknúnir) og 20 landgönguprammar aðalbækistöðvar sínar þar Á skaganum eru 16 flug- brautir lengri en 2000 metrar auk annarra. Þar eru 340 herflugvélar. Á Leningradsvæðinu móts við Finnland eru 200 herflugvélar og 1 700 skrið- drekar í hinum innlimuðu Eystrasalts- löndum eru 2000 skriðdrekar og 300 herflugvélar. í Póllandi og A- Þýzkalandi eru 11000 skriðdrekar og 2400 herflugvélar Á Eystrasalti og við eru 60 herskip, 76 kafbátar (liklega enginn knúinn kjarnorku), 85 land- gönguprammar og 150 herflugvélar Þetta er aðeins dæmi, að sjálfsögðu er þarna mikill fjöldi annarra hergagna og hermanna Hver tilgangur er með þess- um gifurlega herstyrk á friðartímum kann einhver að spyrja. Danmörk, Noregur, V-Þýzkaland Varnir þessara ríkja, hvernig eru þær? í Danmörku munu vera 200 skriðdrekar, a m k 5 freigátur, 18 tundurskeytabátar, 6 kafbátar auk 40 annarra farartækja á sjó Þá munu vera þar 1 30 orrustuflugvélar. Norska hern um munu tilheyra 120 orrustuflugvél- ar, 5 freigátur, 1 5 kafbátar, 26 tundur- skeytabátar, 7 landgönguprammar auk tæplega 40 annarra farartækja á sjó í Schleswig-Holstein eru a.m k 1 1 frei- gátur, 40 tundurskeytabátar, 22 land- gönguprammar og 24 kafbátar auk annarra hergagna. Athyglisvert er, að i könnun, sem fram hefur farið i Noregi um vilja þjóðarinnar um aðild að NATO, kom fram, að 67% studdu aðildina. Staðan Eftir þessa upptalningu mætti halda að ófriður lægi f loftinu. Svo er nú sem betur fer ekki Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd, að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.