Morgunblaðið - 05.07.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977
19
Framhald af bls. 36
— Starfshættir
Antonsson (S) sagðist ósam-
mála flutningsmanni tillög-
unnar því t.d. þegar um tíma-
bundin verkefni væri að ræða
þá fengist meira samhengi inn
í störfin vegna þekkingar
nefndarmanna og svo framveg-
is. Nú ef ástæða þætti til þá
gæti borgarstjórn gripið inn í,
en hann ítrekaði að til að
treysta samstarf um verkefni
væri yfirleitt bezt að sama
nefndin sæi um verkið meðan
yfir stæði. Siðan flutti Markús
Örn frávfsunartillögu frá
borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins svohljóðandi:
„Fastanefndir og ráð, sem
starfa samkvæmt samþykktum
borgarstjórnar, eru kjörin af
henni til ákveðins kjörtímabils
I senn. Borgarráð og aðrar
nefndir, sem starfa beint i um-
boði borgarstjórnar, tilnefna
eða kjósa í stjórnir og undir-
nefndir til að sinna tilteknum
verkefnum. Borgarstjórn telur
eðlilegt, að umboð fulltrúa
Reykjavikurborgar, sem þann-
ig starfa, miðist fyrst og fremst
við timalengd verkefna. Eðli
málsins samkvæmt getur þó
borgarráð eða aðrar fasta-
nefndir borgarstjórnar tekið
skipan undirnefnda til endur-
skoðunar hvenær sem er. Við
upphaf kjörtimabils borgar-
stjórnar má einnig fella umboð
allra þessara aðila úr gildi og
kjósa aðra í staðinn. Með hlið-
sjón af þessu telur borgar-
stjórn fram komna tillögu
óþarfa ef horft er til trygginga
lýðræðislegra vinnubragða og
vísar henni þvi frá“. Frá-
visunartillagan var samþykkt.
4.29t)7
Það var þó annað sem ég ætlaði
að gera að umtalsefni. Það er hin
skringilega meðferð í fjölmiðlum
á orðum eins og herdeild, her-
fylki, höfuðsmaður og fleiri slík-
um, sem aldrei er að vita hvað
merkja. Raunar geta þau merkt
eitt í dag og annað á morgun. Þó
eru þetta stærðareiningar og
starfsheiti. Hjá þýðendum fjöl-
miðla getur t.d. hersveit ýmist
þýtt sveit með innan við 100
manns, ellegar sveit með alit upp
i 100 þúsund manns, og allt þar á
milli. Fyrr má nú rota en dauð-
rota. Höfuðsmaður er eftirlætis-
titill allra þýðenda á herforingja,
en getur merkt hvað sem vera
skal: liðþjálfi, kafteinn, ofursti
verólækkun
á hjólbördum - ótrúlegt tilboó,
sem enginn ætti aó hafna - pantió strax
Framhjólamynstur
1100 x 20/16 - 56.300
1000 x 20/14 - 52.600
900 x 20/14 - 47. 700
825 x 20/12 -36.600
JÖFUR HF.
Afturhjólamynstur
1100 x 20/16 - 57.800
1000 x 20/14 - 54.500
900 x 20/14 - 49.200
825 x 20/14 - 39.600
AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SÍMI 42600
Sigurvin Ellasson, Skinnastað:
Blaðamennska
og hermennska
Það er ekki laust við að dugleg-
um, ungum blaðamönnum séu
stundum mislagðar hendur í þýð-
ingum. Flest er þetta þó vel
menntað fólk. Hvað eftir annað
hefur undirritaður hnotið t.d. um
það, að sumir þýðendur fyrir fjöl-
miðla þekkja varla aðra merkingu
í enska orðinu aggressive en
árásargjarn. Kemur það stundum
skoplega út. Séð hef ég það borið
upp á einkar vel siðað fólk, hjúkr-
unarkonu í öðru tilviki, diplómat í
hinu, að þau væru árásargjörn,
þegar þýðandinn var bersýnilega
að glíma við að þýða orðið
agressive. En þetta orð hefur
einnig aðra merkingu í ensku, nfl.
harðduglegur, fylginn sér o.s.frv.
Eftir því sem næst verður komist
eru flestir þessir „árásargjörnu"
þýðendur fremur ungir að árum.
Nú, þvi má bæta við að ráðs-
maður á stórheimili, slíkur sem
Hudson I sjónvarpsþættinum
Húsbændur og hjúum (þ.e.
butler) hefur á íslensku frá því á
miðöldum verið kallaður kjallara-
meistari, m.a. af þvl að honum
einum var trúað fyrir lyklinum að
vinkjallaranum. Enska heitið
(butler) er dregið af sömu hug-
mynd, úr frönsku.
o.s.frv. Textaþýðendur sjónvarps
og kvikmyndahúsa róa á sama
báti og blaðamenn. Sama sést á
bókum, þýddum af þekktum þýð-
endum, eins og Hersteini Páls-
syni, Andrési Kristjánssyni og
fleirum.
Að vfsu erum við ekki lengur
hernaðarþjóð, þótt ekkert skuli
fullyrt að óþörfu um friðsemina.
Friðsemi væri þó engin afsökun
fyrir þvi, að við gætum ekki þýtt
fréttaskeyti á skynsamlegan hátt.
Stríðsfréttir, stríðsbókmenntir og
herforingjar eru alltaf ofarlega á
baugi, hvort sem okkur geðjast
það vel eða ekki.
Sveitaskipting i her virðist vera
alþjóðleg að stofni til, sömuleiðis
foringjastig. Einhvern tima þegar
ég var að glugga í ísienska orða-
bók, 1963, ritstýrða af Árna Böðv-
arssyni, sá ég að hann og sam-
starfsmenn hans höfðu í orðabók-
inni skilgreint helstu sveitaskipt-
ingu og foringjastig í her. Það er
einnig alls staðar gert i góðum
erlendum orðabókum. Það er þvi
ekki mikil afsökun fyrir ruglinu í
fréttamönnum og öðrum þýðend-
um á því góða landi, 1 slandi.
Eftirfarandi skrá er tekin sam-
an með hjálp Islenskrar orðabók-
ar, 1963, Webster’s Seventh New
Dictionary, 1969, og Concise
Oxford Dictionary, 1964, með hopi
af Enclop. Britannica og nokkrum
orðabókum úr öðrum málum. Að
sjálfsögðu er þetta aðeins stofn-
inn i hinni alþjóðlegu skiptingu,
sem alls staðar mun i höfuðatr-
iðum eins. Ensku heitin eru notuð
sem grundvöllur og miðað við fót-
göngulið.
Sveitir:
Section( squad)/riðill( 10—20 menn)
Platoon/herflokkur (2 eða fleiri riðlar)
Company/hundraðsveit (um 200 manns)
Troop/hundraðsveit riddaraliðs
eða skriðdrekaliðs (breskt?)
Battalion/hersveit (5 hundraðsveitir.
um 1000 manns)
Regiment/herfylki (3 hersveitir, 3000 manns
Brigade/stórfylki (2 eða fleiri herfylki)
Skv. Britannicu eru bretar eitt-
hvað sér á báti i heitum á foringj-
um í flugher og sveitum i stór-
skotaliði, en það mun teljast
bresk sérviska. Bæði sveitir og
foringjar munu samsvara áður-
nefndri skiptingu. íslensku heitin
á sveitum eru öll tekin eftir ís-
lenskri orðabók Árna Böðvarsson-
ar, nema hundraðsveit fyrir
company og troop, þar sem orða-
bók Árna leggur ekkert til mál-
anna. Company mun samsvara
centuria hjá rómverjum fornu, en
i latneskum þýðingum var það oft
Foringjar
Corporal/undirliðþjálfi.
Sergeant/liðþjálfi
Lieutenant/lautinant
Captain/höfuðsmaður, kafteinn
þýtt með hundraðsveit (sbr.
hundraðshöfðingi í Nýja testa-
mentinu), enda þótt sjaldnast
væru hundrað hermenn i þeirri
sveit, nema kannski öndverðu.
Detachments kalla enskir
flokka með ótilteknum fjölda her-
manna, sem ekki fer eftir neinni
hefðbundinni skiptingu. Væri
ekki orðið liðsveitir, sem oft er
tautað í útvarpi, nothæft yfir
það?
vörubifreióastjórar
Division/herdeild (mörg herfylki, 10—25 þús. manns)
Lt. colonel/undirofursti
Colonel/ofursti
Brigadier/yfirofursti
Major-generai/hershöfðingi 3.stigs
Army Corps/her (2 eða fleiri herdeildir)
Army/her
Lt. general/hershöfðingi 2. stigs
General/yfirhershöfðingi