Morgunblaðið - 05.07.1977, Síða 21

Morgunblaðið - 05.07.1977, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977 29 flugið upp- lugvél J Elíasson, forstjóri Flugleiða. með þeim, og árið 1954 voru flugferðirnar orðn- ar þrjár í viku hverri. Á þessu timabili jókst velta félagsins einnig til muna og keypti það fleiri Sky- master vélar, eða alls fjórar. Er skiljanlegt hvers vegna félagið óx svo mjög og ^afnaði á þessu tímabili, því verð- munur á fargjöldum Loftleiða og annarra flugfélaga nam u.þ.b. 20% og allt að 30% í sumum tilfellum. Frá þessum tíma hefur margt breytzt og sem dæmi má nefna það að við upphaf áætlunarflugs Loftleiða til Banda- ríkjanna var flogin 1 ferð í viku með Skymaster- flugvél, sem tók 44 far- þega. Það var fyrir 25 árum. Nú fljúga 3—4 DC- 8 þotur, hver með sæti fyrir 249 farþega, 19 ferðir á viku yfir Atlants- hafið með viðkomu á íslandi. Þegar blm. spurði Alfreð um minnistæð at- vik frá upphafi milli- landaflugsins, sagði hann frá því að hann hefði verið að fljúga frá New York til Caracas í Vene- súela á þeim tíma þegar Loftleiðamenn gengu á milli ferðaskrifstofa erlendis og buðu þjón- ustu sína. í New York hafði því verið spáð að hann mundi á leiðinni lenda í u.þ.b. 15 minútur í slæmum veðraskilum. Flugtíminn til Caracas var venjulega 4 tímar, en eftir 3ja klukkustunda flug í veðraskilum og þar sem þeir voru orðnir eldsneytislitlir ákváðu stjórnendur vélarinnar að lenda annars staðar. Sagði Alfreð þá, að nú myndi það helst til bjarg- ar að beygja til vesturs, því þar væri þó alltént Ameríka. Beygt var til vesturs og lent í Miami og kom í ljós að veðra- skilin slæmu lágu eftir endilangri flugleiðinni til Caracas. Farþegarnir í þessari ferð voru meðlim- ir ítalsks sértrúarflokks og neituðu þeir að stíga um borð i vélina á ný, og varð Alfreð að fá lög- reglu til að koma þeim um borð. Síðan var tekið eldsneyti og haldið áfram til Venesúela eins og ekkert hefði í skorizt. Ýmis frásagnarverð at- vik áttu sér stað á þess- um upphafsárum milli- landaflugs Loftleiða, og víst er að meiri ævintýra- blær var yfir því að fljúga á þessum tíma heldur en nú, á tímum óskiljanlegrar sjálfvirkni og nákvæmni, að ekki sé minnst á þægindin. Hér áður fyrr var setið í ær- andi hávaða í 12—14 klukkustundir í flugvél- um án jafnþrýstibúnaðar á leið til Ameriku, en. nú situr fólk í hægindum í 5 tíma eins og í stofunni heima, á meðan það þýtur milli heimsálfa. Loftleiðamenn um 1948 efri röð frá vinstri: Gerhard Olsen, nafn ekki vitað, Viggó Einarsson, Dagfinnur Stefánsson, Páll Magnússon, Halldór Beck, Ólafur Bjarna- son, Sveinn Þórðarson, Oliver A. Thorstensen, Gísli Sigurjónsson og Sigurður Ólafsson. Neðri röð: Dagur Óskarsson, Alfreð Olsen, Halldór Sigurjónsson, Jóhannes Markússon og Haraldur Gíslason. Fyrsta millilandaflugvélin, HEKLA, við komuna til Reykjavíkur í júní 1947 Alfreð Elfasson í stjórnklefa fyrsta Grumman-flugbátsins, sem hann flaug hingað til lands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.