Morgunblaðið - 05.07.1977, Side 37

Morgunblaðið - 05.07.1977, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977 45 rTFTi it u f i \ $) I I I Í) 'I R f ,'JU ~ \ VELVAKANDI . SVARAR í SÍMA p0100 KL. 10— 11 1 FRÁ MÁNUDEGI hér á landi sem annars staðar fyrirfinnast menn, sem telja sig hafa „patent-Iausnir" á lífinu og tilverunni. Eitt er þó víst og það er það, að engin þessara lausna hefur dugað til að samstilla alla jarðarbúa. Hvað trúarbrögðum og kenn- ingum Marx og félaga viðvíkur þá virðast þau ekki megnug að leysa öll vandamál I mannlegum sam- skiptum. Vottar jehóva telja sig vita allt um það, sem spiritistar og margir aðrir eru að leita að og rannsaka. Þeir, sem allt vita, þurfa líklega einskis að leita. Það virðast engin takmörk fyrir þvl hverju menn geta slegið fram sem óhagganleg- um sannleika. Umdeilður þjóðhöfðingi I Afr- íku er sagður trúa á karlinn I tunglinu. Vottar Jehóva halda, að jörðin og mannkynið séu sex þúsund ára og að íslenzkur blóðmör sé stór- hættulegur fyrir sálarheill mannsins. Er ekki kominn tími til að mað- urinn öðlist trú á sjálfan sig eða erum við eins vonlaus og sumir vilja vera láta. Vonandi ekki. Með þökk fyrir birtingu. Þórhallur Sigmundsson." % Börn og tóbakskaup Guðrún Eirfksdóttir skrifar: Kæri Velvakandi. Ég hef aldrei sent þér línu fyrr, en nú langar mig til að leggja orð I belg, þar sem mikið hefur verið rætt og ritað um tóbaksnotkun landsmanna. Mikil herferð hefur verið farin gegn reykingum og þær algjörlega fordæmdar, en betur má ef duga skal. Mig langar til að fá svar við þeirri spurningu hvort leyfilegt sé að selja börnum undir sextán ára aldri sígarettur eða annað tób- ak og eldspýtur. Ef það er rétt, sem ég held, að það sé óleyfilegt, hvers vegna I ósköpunum getur þá hvaða barn sem er farið inn I hvaða búð og sjoppu, sem því dettur í hug, og keypt þessa vöru. Hvaða viðurlög eru við því að selja börnum þessa vöru? Frá mínum bæjardyrum séð liggur þarna einhver mesta hætt- an í leyni fyrir unga fólkinu, sem ekki fær leyfi til að reykja heima hjá sér, en getur farið út i sjoppu og reykt þar í ró og næði. Kaup- mennirnir þéna, því að þarna er uppsprettan. Annaðhvort er nú að afnema þessi lög strax og lofa þessu óvandaða fólki að halda áfram að þéna á þessari iðju sinni eða taka hraustlega f taumana og láta þá, sem brjóta lögin, sæta ábyrgð. Máske væri öruggasta leiðin að láta tóbakseinkasöluna eina um að selja sigarettur og tóbak. Þá bæri þessi herferð gegn reyking- um kannski árangur. Þá yrði áreiðanlega mörgum mannslífum bjargað og sjúkráhúskosnaður lækkaði að mun. Ég vona svo innilega, að unga fólkið f landinu eigi eftir að styrkjast og eflast f baráttunni fyrir þessu mikla þjóðþrifamáli. Með beztu kveðju, Guðrún Eirfksdóttir." Þessir hringdu . . . % Á slóðum Engströms Sjónvarpsáhorfandi: „Mikil lifandis undur eru þeir leiðinlegir þessir sænsku þættir um gamlar slóðir Alberts Eng- ströms, sem sýndir hafa verið á sunnudagskvöldum undanfarið. Telur sjónvarpið sér bera skyldu til að kaupa alla þætti, sem á einhvern hátt snerta Island? Eng- ström var skemmtilegur rithöf- undur, um það er ekki deilt, og ekki var hann þá sfðri teiknari. En það, sem sýnt er í þessum þáttum, er engan veginn neitt nýtt eða spennandi fyrir tslend- inga. Slóðir Engströms hér á landi voru kunnar áður en hann ferðað- ist um þær. Þar við bætist að ekki er einu sinni gaman að sjá þetta SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á meistaramóti Leningrad í ár kom þessi staða upp i skák þeirra Safarovs, sem hafði hvitt og átti leik, og Bukhmans: 22. He6! — Dd4 (Eða 22. . . . Dd8 23. Hxf6 o.s.frv. 22. ... Bxg5 gekk heldur ekki vegna 23. Bc3+ — Bf6 24. Bxf6+ — Hxf6 25. He8 mát) 23. Dxf6 + ! og svartur gafst upp, þvi að eftir 23. ... Hxf6 24. He8+ verður hann mát og eftir 23. .. . Dxf6 24. Hxf6 — Hxf6 25. Bc3 er staða hans auðvitað ger- samlega vonlaus. Skákmeistari Leningrad 1977 er Faibisovich. fagra landslag í þáttunum, nema fólk sé svo heppið að eiga litsjón- varp.“ £ Um andatrú. Asgeir Guðmundsson hringdi og bað fyrir eftirfarandi: „Um andatrú heitir smágrein i Velvakanda 28. júní. Ég vil vin- samlegast benda greinarhöfundi á orðin „dæmið ekki“. Þá tel ég hann samkvæmt nefndri grein heyra til þeirra, er eiga fyrirgefningu skilið vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir gera.“ % Skemmtilegur útvarpsmaður. Þá hringdi útvarps- hlustandi og kvaðst vilja taka undir með Ernu Magnúsdóttur í Velvakanda s.l. miðvikudag. „Ég vil þakka Svavari Gests fyrir þátt- inn hans á laugardögum. Hann er löngu kunnur sem skemmtilegur útvarpsmaður og þar hefur engin breyting á orðið. Margar af þess- um gömlu plötum, sem hann leik- ur, koma alltof sjaldan í útvarpið. Haltu áfram Svavar, og láttu enga ófrægingarherferð á þig fá.“ HÖGNI HREKKVÍSI Á nú ad sýna diplómatahæfileikana? H ÚSBY GGEJNDUR-Ei nangrunarplast Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæöiö frá mánudegi-föstudags. Afhendum vöruna á byggingar- stað, viðskiptamönnum að kostnaöarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi SUMARHÚS Að innan algjörlega fullbúin: Setustofa, borðstofa, 2 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi m. vatnsklósetti og sturtu, allt full innréttað með öllum húsgögnum. Að utan klætt með áli og byggt á stálgrind. Lengd 7.5 metrar til 10 metrar. Breidd 3 metrar. Þyngd frá 1 500 kg til 2200 kg. Auðvelt að flytja með vörubil hvert á land sem er. Verð frá 1.8000—2.980.000 Húsin eru til afgreiðslu strax. Hentug fyrir Starfsmannafélög Hentug fyrir Veiðihús og Verktakahús, jafnt og einstaklinga. Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg 41 — Sími 86644 CUMBERLANDI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.