Morgunblaðið - 05.07.1977, Qupperneq 40
u <;i,ysin<;asiminn kr:
22480
J«orflunbT«í>i,ö
ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977
Hreinn kastaði 21,09 m
I>riðji bezti árangur í heiminum á þessu ári
HREINN Halldórsson setti nýtt,
glæsilegt íslandsmet, er hann
sigraði nokkra beztu kúluvarpara
heims í kúluvarpi í Stokkhólmi i
gærkvoldi. Hann varpaði kúlunni
21.09 metra en það er í fyrsta
skipti sem hann kastar yfir 21
metra í móti og er hann einn af
þremur mönnum í heiminum senp
hafa kastað yfir 21 m. i ár. Á
alþjóðamótinu í Stokkhólmi
keppti Lilja Guðmundsdóttir í 800
m. hlaupi og sigraði hún á
2.08.47. „Það er lítið um þetta að
segja, maður reynir að gera sitt
bezta, engar yfirlýsingar, m æli
stokkurinn verður að tala", sagði
Hreinn Halldórsson í samtali við
Morgunblaðið skömmu eftir mótið
í gærkvöldi.
Fyrra met Hreins var 20 70 m en
met hans í gær var einnig vallarmet
í Stokkhólmi og sló hann þar 21
metra met fyrrverandi heimsmeist-
ara, bandaríkjamannsins Feur-
bach's, sett fyrir 4 árum Kaströð
Hreins var mjög góð, 20.65, 20.80
(nýtt íslandsmet) 20 57 og tvö köst
kvaðst hann hafa átt ócjild, bæði á
21 metra linunni A mótinu í
Stokkhólmi í gærkvöldi varð
Wladyslaw Komer, meistarinn frá
Montreol, nr 2 með 20 62, nr. 3
varð bandarikjamaðurinn Terry Al-
britton, fyrrverandi heimsmeistari,
með 20 1 9 Feuerbach varð nr 5
með 19 83 m
Heimsmetið í kúluvarpi, 22
metra. á rússinn Anatoly Baris-
hnikov, en um einn tugur kúluvarp-
ara hefur kastað kúlunni yfir 21
metra frá upphafi
Óvissa um 4,4 milljarða skreiðarsamning:
Fara til Nígeríu til að reyna
að fá samningnum framfylgt
I FYRRAHAUST sömdu [slenzkir
skreiðarútfl.vtjendur um sölu á
115 þúsund böllum af skreið til
Nígeríu á þessu ári, og mun það
magn allt hafa verið hengt upp á
tslandi í vetur. Hins vegar hefur
ekki gengið eins vel að fá
samningnum framfylgt suður í
Nígeríu og gert er ráð fyrir að
fulltrúar seljenda haldi til Níger-
íu eftir helgina til að reyna að
ganga frá málunum en heildar-
verðmæti samningsins mun vera
um 4.4 milljarðar fsl. króna cif.
eftir því sem Morgunblaðið hefur
komizt næst.
Bjarni Magnússon, fram-
kvæmdastjóri íslenzku umhoðs-
sölunnar, sagði í samtali viö Morg-
unblaðið i gær, að gengið hefði
verið frá þessum samningi á síð-
asta ári og enn hefði ekki tekizt
að ganga þannig frá málum, að
óhætt væri að fara að skipa út
skreið fyrir síðustu mánuði sið-
asta árs, og það sem tilbúið væri
af framleiðslu þessa árs, en alls
hefði verið samið um sölu á 115
þúsund böllum til Nígeriu á þessu
ári og þar sem engin svör hefðu
borizt við fyrirspurnum til Níger-
íu væri ekki annað sýnna en
senda þyrfti menn þangað til að
reyna að fá samningnum fram-
fylgt, en hann sagðist búast við að
allt yrði í lagi með samning Is-
lendinga, það þyrfti aðeins að ýta
á eftir í Nígeriu.
Á síðasta ári sömdu Norðmenn
við aðila i Nígeríu um sölu á 18
þúsund lestum af skreið þangað
og átti sá samningur að staðfest-
ast af rikisstjórninni þar. Samn-
ingurinn var hins vegar aldrei
staðfestur, og að lokum var Norð-
mönnum aðeins leyft að selja
2700 tonn eða 15% af umsömdu
magni til Nígeríu, meira heimil-
uðu stjórnvöld þar i landi ekki. Á
hinn bóginn er Morgunblaðinu
ekki kunnugt um hvort stjórnvöld
i Nígeriu hafa staðfest samning-
inn við ísland eða hvort hér er
aðeins um einhverja töf í kerfinu
bar að ræða.
Lokaða svæðið norð-
ur af Þistilfirði opn-
að til grálúðuveiða?
Veiddum 1700 tonn af grálúðu í
fyrra—óhætt að veiða 15000 tonn
— ÞAÐ VIRÐIST vera mikið af
grálúðu í djúpkantinum í lokaða
hólfinu norður af Langanesi og
Þistilfirði. „Sjálfur sé ég því ekk-
ert til fyrirstöðu að hluti af lok-
aða svæðinu verði opnaður til grá-
lúðuveiða, þar sem grálúðan held-
ur sig í miklu dýpri og kaldari sjó
en þorskurinn, og hann kemur
aldrei á þær slóðir sem grálúðan
er á“ sagði Aðalsteinn Sigurðs-
Sigrún með
þrjár lestir
af djúprækju
DJÚPRÆKJUBÁTURINN
Sigrún kom til Súðavíkur á
sunnudagskvöld með 3
lestir af stórri og góðri
djúprækju, en rækjuna
fékk báturinn á lokaða
svæðinu norður af Kögri,
en leyfi fékkst til tilrauna-
veiða á þessu svæði til mið-
nættis í f.vrrinótt.
Sigrún fékk rækjuaflann á ein-
um sólarhring og fannst ekkert af
seiðum eða smá fiski í aflanum.
Þá var rækjan það hrein er hún
kom upp á yfirborðið að lítið sem
ekkert þurfti að þvo hana. Þar
sem ekkert af seiðum eða smá-
fiski kom upp með rækjuaflanum
á þessum slóðum mun sjávarút-
vegsráðuneytið nú vera að kanna
hvort ekki eigi að opna þetta
svæði til djúprækjuveiða.
Núna eru greiddar 122 kr. fyrir
kílóið af djúprækju og er verð-
mæti aflans sem Sigrún kom með
að landi því 366 þús. kr. fyrir utan
10% stofnfjársjóðsgjald sem
bætist ofan á.
son, fiskifræðingur, í samtali við
Morgunblaðið í gær, en hann er
nú nýkominn úr grálúðuleiðangri
á rannsóknarskipinu Hafþóri.
I samtalinu við Morgunblaðið
sagði Aðalsteinn. að víða úti fyrir
Norðurlandi hefðu þeir rekizt á
töluvert magn af grálúðu, og t.d.
virtist vera mikið af grálúðu á
linuslóðinni norður af Kolbeins-
ey. Þá hefðu togararnir fengið
góðan grálúðuafla úti af Stranda-
grunni að undanförnu. „Það virð-
ist þvi augljóst að grálúðustofn-
inn fer vaxandi á ný,“ sagði hann.
Aðalsteinn sagði, að síðustu ár
hefði þessi stofn verið i nokkurri
lægð, en það þyrfti engan að
undra. Austur-Þjóðverjar hefðu
veitt 25 þúsund lestir af grálúðu
við Island árið 1974, og einnig
Framhald á bls. 30.
Eggjaverð
frá 450-620
krónur kg.
MORGUNBLAÐIÐ
kannaði í gær hvað kíl-
óiö af eggjum kostar nú
í búðum, en eins og fram
kom í Morgunblaðinu
s.l. sunnudag, hafa
eggjaframleiðendur nú
auglýst heildsöluverð,
500 kr. á kg.
I Hagkaup kostar kg. af eggj-
um 450 kr., i Vörumarkaðinum
voru væntanleg egg eftir til-
kynninguna, en verðið var
ekki ákveðið annþá. I Víði í
Austurstræti kostar kg. 520
kr., hjá Sláturfélaginu í Hafn-
arstræti 620 og hjá Aðal-
strætisbúðinni kr. 520.
Tvö alvarleg
umferðarslys
TVÖ mjög alvarleg umferðarslys
hafa orðið á síðustu dögum, ann-
að í Reykjavík en hitt i Hafnar-
firði. Tveir menn iiggja stórslas-
aðir á sjúkrahúsum eftir þessi
slys.
H valveiðikvóti Islend-
inga nær óbreyttur
„Engin hætta fyrir þá hvalstofna sem veitt er úr” segir
Þórður Ásgeirsson, varaformaður Hvalveiðiráðsins
„VlSINDAMENN eru allir
sammála um það, að hvalveiði
tslendinga sé það litil, að hún
skapi enga hættu fyrir þá hval-
stofna sem veitl er úr, og því
ákvað Hvalveiðiráðstefnan á
fundi i Astralíu fyrir skömmu,
að veiðikvótinn yrði f stærstu
dráttum óbreyttur fyrir næsta
ár“, sagði Þórður Asgeirsson,
skrifstofustjóri í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, í samtali við Mbl.
í gærkvöldi, en hann er varafor-
maður Hvalveiðiráðsins er
hann kom heim til tslands i
gær af fundi ráðsins. Eina
hreytingin var varðandi sand-
reyði, þar var kvótinn lækkað-
ur úr 132 í 84 hvali. Veiðikvót-
inn á langreyði, fyrir Islend-
inga, var ákveðinn s.l. ár tit 6
ára, af Hvalveiðiráðinu, ails
1524 hvalir eða 254 að meðal-
tali á ári, en hámarksveiði á ári
er 304. Samkvæmt upplýsing-
um Þórðar þótti engin ástæða
til þess að breyta þeirri ákvörð-
un nú.
Kvótinn fyrir hrefnuveiði á
svæðinu, Austur-Grænland, Is-
land og Jan Mayen var einnig
ákveðinn óbreyttur, alls 320
hrefnur, en reiknað er með að
Islendingar veiði 200 á móti
Norðmönnum.
Framhald á bls. 30.
Geysiharður árekstur varð milli
bifreiðar og bifhjóls, á mótum
Hringbrautar og Hofsvallagötu, á
ellefta tímanum á sunnudags-
kvöld. Ökumaður bifhólsins, sem
er 36 ára gamall, kastaðist af hjól-
inu og stórslasaðist. Hann er brot-
inn á báðum handleggjum, öðrum
fæti og í andliti, auk fleiri
meiðsla. Hann var með öryggis-
hjálm á höfði og telja lögréglu-
menn að það hafi bjargað lífi
hans.
Samkvæmt framburði vitna ók
bifreiðin yfir gatnamótin á móti
rauðu ljósi, en hún var á leið
vestur Hringbraut. Ökumaður
bifhjólsins var á leið norður Hofs-
vallagötu. Ökumaður bifreiðar-
innar kvaðst ekki viss í sinni sök
um stöðu ljósa, þar sem hann
kvaðst hafa talið að engin umferð-
arljós væri á umræddum gatna-
mótum. Areksturinn varð geysi-
harður og hentist bíllinn úr stað
og skemmdist allnokkuð og hjólið
er ónýtt talið.
Síðastlióinn föstudag lentu
vörubifreið og fólksbifreið frá
Framhald á bls. 31