Morgunblaðið - 15.07.1977, Side 22

Morgunblaðið - 15.07.1977, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15JULI 1977 MINNING — HANS EIDE HEILDSALI Einn af beztu vinum Hans Eide var Arngrímur Ólafsson prentari. Arngrímur var bróðir þeirra Kjartans augnlæknis og Jóhanns heildsala. Arngrimur átti sumar- bústað austur i Laugardal. Þar hélt hann hóf nokkurt stéttar- bræðrum sínum sem heimsóttu hann. Sennilega hafa flestir þeirra verið eigendur sumarbú- staða á sama stað. 1 hófi þessu flutti Arngrimur snjallt erindi. Það birtist síðar í Prentaranum 27. árgangi 7.—8. tbl. 1949. Erindi þetta nefndi hann „Sál félags- skapar". Aðalniðurstaðan i ræðu hans var á þessa leið: „Fyrirgefið, þegar þér skiljið ekki.“ Siðan seg- ir hann: „Getur félagsskapur haft séreinkenni? Hefir hann nokkur önnur en þau að vera félagsskap- ur manna, sem inn á við og út á við hegða sér eftir settum reglum. Getur hann átt nokkuð, sem kalla mætti sál? Ég ætla að leitast við að svara þessum spurningum með svolítilli sögu. Á árunum 1922—24 fór ég að fást við alifuglarækt. Ég var hús- næðisþegi og varð að flytja. Það var ekki auðgert á þeim árum að afla sér húsnæðis, sízt af öllu með svona fjölskyldu í dragi og svo nærri vinnustað, sem nauðsyn krafði. Ég tók það ráó að auglýsa í einu dagblaðanna. Morguninn eft- ir, þegar fyrirtæki voru opnuð, var hringt til mín og mér boðið húsnæði. Eg fluttist svo á staðinn og var þar eins frjáls með draslið eins og bezt varð á kosið... Þegar ég kynntist húsbóndanum, kom það í Ijós, að við áttum ýmislegt sameiginlegt. Eínkum vorum við báðir gefnir fyrir útiverur og fjallgöngur, og var það óspart iðk- að. Þessi kunningsskapur hefur staðið síðan og aldrei haggazt. Einhverju sinni lagði ég þá spurningu fyrir mann þennan, hvernig á þvi hefði staðið, að hann bauð mér húsnæði, manni, sem hann hafði aldrei talað við og þekkti ekkert. — Af því að þú varst prentari, var svarið. Ferðalög okkar urðu mörg og óviðjafnanlega skemmtileg, en ekki man ég til þess, að neitt þeirra liði svo, að þessi vinur minn, sem er verzlunarmaður í Reykjavík, minntist ekki á sam- verustundir sínar með prentur- um. Ég hlaut þvi a spyrja þess, hvi hann talaði svo oft um prent- ara fremur en t.d. stéttarbræður sina. Hann gerði grein fyrir þvi á þessa leið: Kringum tvítugsaldur fluttist hann til Reykjavíkur eða um 1912. Atvikin réðu því, að hann þekkti einn prentara hér í höfuð- staðnum, og það varð orsök þess, að hann kynntist þeim mörgum. Af þessu leiddi svo aftur það, að prentarar urðu félagar hans. Sam- vera hans með prenturum varð þó fátiðari með breyttum aðstæðum, eins og gengur. Meira en tíu ár liðu, en það lifði í glæðunum, og honum var það auðsjáanlega geð- fellt að endurnýja þennan félags- skap. Naut ég þess hjá honum, að ég var prentari, og varð því leigu- liði hans. Ferðafélagi hans hefi ég verið siðan. Maður þessi er í fljótu bragði séð, ekki öðruvísi en aðrir menn. Þess verður þó vart, að hann sæk- ist ekki eftir að kynnast mörgum. Mætti máske segja, að hann væri fremur ómannblendinn, en það má segja um marga. Persónuleiki t MARGRÉT BJÖRK KRISTINSDÓTTIR, Bogahlíð 1 8, er látin Fyrir hönd okkar og annarra vandamanna Yngvi Ólafsson. Vilhjálmur Arnarson. t Föðursystir mín SIGRÍÐUR SIGURÐAROÓTTIR andaðist að Hrafnistu aðfaranótt fimmtudagsins 14 júlí F.h ættingja, Magnús Geirsson. t Jarðaför eiginkonu minnar, MARÍU SIGRÍÐAR ÁGÚSTSDÓTTIR, Vesturgötu 150 Akranesi, fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 16 júlí kl 1 3 00 Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg Vesturgötu 160 eða Hjartavernd Amór Ólafsson. börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, ODDS E. ÓLAFSSONAR Hraunteig 3. GuSný Oddsdóttir, Sigriður Oddsdóttir, Ólöf Jóna Oddsdóttir, Magnús Oddsson, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útfor systur okkar og móðursystur minnar GEIRÞRÚOUR SIGURÐARDÓTTUR NorSurbrún 1 Fyrir hönd vandamanna Guðbjörg SigurSardóttir Jón SigurBsson Þorgeir Halldórsson hans er svo mótaður, að mér skilst, að hann kynni bezt við sig í þeim félagsskap, þar sem hann finnur, að hann er frjáls. Hver er svo orsökin til þess, að svona vin- átta gat tekizt í garð óskyldrar stpttar? Á ekki það manneðli eitt- hvað í sér, sem þannig laðar að sér? Er það ekki einhver ósýnileg undiralda, — ekkert hlutrænt, hvorki logn né brim, eitthvað, sem vaggar notalega — án allra banda og hafta, en tengir þó, — nærir eitthvað hjá manni — líkt og andardráttur? Er þetta ekki sál félagsskapar?" Sá verzlunarmaður, sem Arn- grímur minnist hér á, var enginn annar en Hans Eide, sem þá átti heima á Bragagötu, en Arngrímur var þá starfandi í Félagsprent- smiðjunni, og þvi stutt fyrir hann að skreppa heim til að líta eftir alifuglahjörð sinni. Síðbúin minning hins mætasta manns, sem raunverulega hefði átt að birtast fyrir fimm árum, en af óviðráðanlegum ástæðum hef- ur það dregizt fram til þessa. lír þessu skal nú bætt að nokkru leyti, enda þótt ýmis atriði séu nú falin gleymsku. Sé vel hrist upp í tölvu heilabúsins munu þó ýmsar minningar enn til staðar. Ber þá að vinna úr þeim eftir þvi sem efni standa til, enda þótt það verði á engan hátt tæmandi, enda ekki meiningin að minnast alls er í hugann kemur. F. 16. febrúar 1903. D. 6. júlí 1977. 1 dag verður til moldar borin í Fossvogskirkjugarði sæmdarkon- an Margrét Sæmundsdóttir fyrr- um símstöðvarstjórafrú á Hvols- velli, nú siðustu árin i Skipasundi 84, Reykjavík. Hún andaðist þann 6. júli á Landsspítalanum, eftir löng og sár veikindi, sem flestum hefði verið ofraun að bera fyrir löngu siðan. Að Margréti stóðu traustir, rangæskir stofnar, hún var dóttir þeirra gagnmerku hjóna Guðrún- ar Sveinsdóttur og Sæmundar 01- afssonar að Lágafelli i Austur Landeyjum, þar fæddist hún þann 16. febrúar 1903. Leiðin var því orðin löng, því aldrei gekk hún heil til skógar, barni að aldri var henni ekki hug- að lif, og bar hún þess menjar æ siðan. Ekki kom það þó fram f starfi og umsvifum Margrétar, því í gegnum allt lifið hafði hún aldrei unnað sér hvildar, starfs- gleði og lífsorka einkenndu hana hvar sem hún fór, bæði í leik og starfi, svo og þráin eftir því að láta ævinlega gott eitt af sér leiða. Margrét var mjög vel gefin kona, bæði til munns og handa, svo sem hún átti kyn til. Hún giftist eftirlifandi eiginmannai sinum Árna Einarssyni frá Miðey í Austur-Landeyjum þ. 1. júni 1924, og hófu þau búskap i Eyjar- hólum I Mýrdal það sama ár. Það- an lá leið ungu hjónanna til Vest- mannaeyja, og svo á föðurleifð Árna að Miðey 1928. Þau eignuð- ust 3 börn, sem öll bera foreldrum sinum fagurt vitni, svo vel eru þau gefin og gerð. 1 Miðey bjuggu þau hjónin rausnarbúi til ársins 1943 og önnuðust jafnframt símavörslu, en það ár fluttust þau á Hvolsvöll þar sem Árni var falið símstjóra- starf auk póstþjónustu. Þá hafði Póstur og sími byggt þar myndar- Hans Eide var fæddur 17. jan- úar 1892 i Kopervik á eynni Karmöy (Karmt) við Haugasund í Noregi. Hann kom til Islands með móður sinni, frú Kristine Eide (fædd Waage), sem þá var orðin ekkja Hans Ole Eide, liðsforingja í norska hernum. Þegar Eide kom til Islands mun hann hafa verið á fimmta ári. Móðir hans varð bók- haldari hjá mági sinum Per Stangeland, sem settist að á Fá- skrúðsfirði og rak þar verzlun i mörg ár. Það voru talsverð viðbrigði fyr- ir hinn unga svein, að setjast að í landi, þar sem norskan (móður- mál hans) var yfirleitt ekki töluð, nema meðal fjölskyldunnar. Með- al leikfélaga sinna var hann þó furðu fljótur að læra islenzku, enda var hann næmur að nema tungumál. Þar heyrði hann talaða á víxl islenzku og frönsku. Þetta var á þeim tima, sem franskar skútur sóttu mjög á Islandsmíð. Þá var þar einnig franskur spítali með franskan prest og franskt sjúkralið að nokkru. Eftir fá ár var Eide orðinn ágætur i íslenzku máli. Hugðist hann nú einnig læra frönsku. Fór hann þvi á fund franska prestsins og samdi við hann á þá lund, að presturinn skyldi kenna sér frönsku, en hann skyldi á móti kenna prestinum íslenzku. Tókust fljótlega samningar með þeim á þeim grundvelli, er Eide hafði stungið upp á. Seint og snemma sáu menn þá á rölti saman. Ekki leið á löngu unz ungi drengurinn norski fór að gefa sig á tal við frönsku sjömennina á skútunum. Þeir urðu undrandi yfir því, að sjá og heyra dreng, ekki eldri en hann var, spjalla við sig á þeirra móðurmáli. Þetta endaði vitan- lega á þá leið, að Eide útskrifaðist hjá franska prestinum sem góður frönskumaður. Skömmu eftir fermingu fór Eide til Noregs, að stunda nám við norskan verzlunarskóla. Ekki mun hann þó hafa verið fastur nemandi, las mikið utanskóla, en gekk undir próf í skólanum. Þá æfði hann sig jafnframt i móður- máli sínu, norskunni. A tiltölu- lega þjónustumiðstöð yfir starfssemi sína. Þau hjónin höfðu í löngu starfi áunnið sér traust og virðingu þeirrar stofnunar, og því trausti brugðust þau hjónin aldrei. Það fór heldur ekki fram hjá fólki sem naut þjónustu þeirra að þau höfðu ekki verið valin til starfsins af handahófi, traust og mikilhæf nutu þau mik- illa vinsælda í Rangárþingi. Margrét vann ætíð fullt starf við skiptiborðið, ég man að hún sat þar þegar ég sá hana fyrst, hún leit upp frá starfi sinu bros- andi, hrein og svipfalleg og sagði „Hvað get ég gert fyrir þig“, þessi orð voru sögð á þann veg að ég fann að hér fylgdi hugur máli, og frá þeirri stundu urðum við vin- konur og á þá vináttu hefur aldrei borið skugga, þó fundum okkar hafi fækkað, því miður, á siðustu árum. Rangæingar hafa áreiðanlega fundið hið hlýja hjartaþel sem ævinlega bjó bakvið hin hvers- dagslegu orð Margrétar Sæ- mundsdóttur. Hún ræktaði stóran og fallegan trjá- og blómagarð í kringum hið nýja simstöðvarhús, þar komst hún aftur í snertingu við moldina íslenzku, sem hún unni, þar eyddi hún sinum fáu frístundum frá heimili og starfi, oft sár og þjáð. Hún elskaði blómin ag allt sem var fagurt og gott, þennan helgi- reit sinn mátti hún horfa á að mestu eyðilagðan eitt sinn þegar hún var gestur austur þar, nokkr- um árum eftir að hún fluttist burt, hann var orðinn fyrir skipu- laginu. Hún sagði mér að þá hefði sér fundizt eitthvað bresta innra með sér þegar hún sá vélarnar að verki. Margrét átti stóra og viðkvæma sál. Það var þvi auðvelt að gleðja hana og hryggja. Við Margrét átt- um einnig samleið í félagsmálum, lega skömmum tíma lauk hann skólanámi sínu þar og hvarf aftur heim til íslands árið 1911, eftir að hafa lokið námi með ágætiseink- unn. Mér þykir ekki ósennilegt að hann hafi á þessu tímabili einnig æft sig í hinum Norðurlandamál- unum og einnig i færeysku og jafnvel i fleiri málum. Hann átti létt með að læra tungumál. Síðla sumars 1912 kom Hans Eide til Reykjavíkur. Hafði hann þá ráðið sig sem franskan túlk til Timbur- og kolaverzlunar Reykja- vikur, sem Fredriksen kolakaup- maður veitti forstöðu. Þá þekkti hann aðeins einn prentara í Reykjavik, sem var Halldór Stefánsson póstafgreiðslumanns á Eskifirði. Halldór lauk námi í prentsmiðju Austra á Seyðisfirði, en kom til Reykjavíkur í ágúst 1912, og var samþykktur sem fél- agi á síðari fundi félagsins 29. ág. það ár. Hann hóf starf í prent- smiðjunni Gutenberg. Ekki starf- aði hann þó lengi að prentstörf- um, því nokkru síðar réðst hann sem starfsmaður við útibú Lands- bankans á Klapparstíg. Síðar gerðist hann mikilvirkur rithöf- undur og þýðandi sagna og leik- rita. Þessum prentara hafði Eide kynnzt fyrir austan meðan Hall- dór dvaldi í foreldrahúsum á Eskifirði. Þann tíma, sem Halldór lauk námi á Seyðisfirði, unnum við þar saman, en ég fluttist til Reykjavíkur vorið 1911. Halldór heimsótti mig iðulega. Eftir að Eide kom suður kom hann fljót- lega með hann á minn fund. Þá hófust kynni okkar Hans Eide fyrst, en urðu brátt nánari og vöruðu alla tið siðan meðan hann hélt heilsu og lífi. Báðir höfðum við gaman af að tefla og spila og siðar stunduðum við nokkuð silungsveiðar, því að þá voru eng- in bönn eða bannfæringar á því sviði. Eide undi vel hag sínum hjá Fredriksen kolakaupmanni. Ann- aðist viðskipti og fyrirgreiðslu bæði við franskar og færeyskar skútur. Samfara þeim viðskiptum þurfti hann að koma þeim i sam- hún var í stjórn kvenfélagsins Einingar, Hvolshreppi, hin fagra rithönd hennar prýðir gjörðabæk- ur félagsins frá þeim tíma. Þar sem annarsstaðar vann hún heils- hugar og traust, lagði sig alla I starfið. Ég geymi minningarnar frá þessum árum i þakklátum huga. Handavinna Margrétar ber vitni um listhneigð hennar, svo og heimiii þeirra hjóna, en þar var oft gestkvæmt og þar fundu sig allir vera velkomna. Nú var siðast áfanginn fram- undan þegar Arni lét af störfum stöðvarstjóra á Hvolsvelli fyrir aldurssakir árið 1965, þá fluttu þau hjónin til Reykjavíkur. Þar áttu þeu yndislegt heimili, sem fyrr, en þá var heilsa Margrétar að þrotum komin, hún hafði geng- izt undir svo margar og stórar aðgerðir að ekkert var hægt að gera annað en líða og þjást, þó kom sér vel fyrir hana, sem jafn- an áður, hve góðan og traustan mann guð hafði gefið henni til að styðja sig siðasta spölinn. Og nú að leiðarlokum vil ég senda henni, sem hér er kvödd, hjartans þakklæti okkar hjóna fyrir vináttu og ógleymanlegar samverustundir. Hún trúði þvi að á bak við móð- una miklu biði okkar allra björt og fögur veröld. 1 ljósi þeirrar trúar bið ég guð að styðja og styrkja eiginmann hennar, börn þeirra og fjölskyldur. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Ólafsdóttir. Minning: Margrét Sœmunds- dóttir frá Hvolsvelli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.