Morgunblaðið - 15.07.1977, Page 23

Morgunblaðið - 15.07.1977, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15 JULI 1977 23 band við íslenzkar veiðarfæra- verzlanir. I þvi sambandi mun hann aðallega hafa haft viðskipti við veiðarfæraverzlunina Verð- andi, sem Jón Þorvarðarson, faðir Guðmundar óperusöngvara, starf- rækti í Hafnarstræti. Urðu þeir Jón hinir mestu mátar. Honum líkaði prýðilega við skrifstofustjóra Fredriksens, Þor- stein Sigurgeirsson, og þá ekki siður við son hans, Garðar, sem siðar varð sóknarprestur í Garða- prestakalli og prófastur i Kjalar- nesprófastsdæmi. Sérstaklega varð hann hrifinn af hinni fögru söngrödd sr. Garðars. Á þessu tímabili iðkuðum við Eide mjög skák og bridgespil. Þá var spilaður „aksjón-bridge“, sem hinn enski fiskikaupmaður mr. Ward innleiddi á íslandi. Við hann var kenndur hinn svonefndi Ward-fiskur, sem hann keypti í stórum stíl. Samhliða spilamennsku og skákiðkun æfðum við sund í gömlu stundlaugunum. Hjóluðum þangað á hverjum sunnudags- morgni, syntum í lauginni og tók- um kalt sturtubað á eftir. Þessu héldum við áfram unz komið var 12 stiga frost. Nokkru siðar fór Eide að verzla i Varðarhúsinu við Kalkofnsveg. Hélt hann þeirri verzlun áfram unz Varðarhúsið var rifið. Þá setti hann á stofn heildverzlunina Hans Eide h.f. Þá hafði hann til sölu ódýran nótupappír i mörgum litum frá Jarlsberg verksmiðjun- um í Noregi. Eftir að Actaprent- smiðjan tók til starfa um 1920 höfðum við talsverð viðskipti við hann viðvíkjandi þessari pappírs- tegund. Vorið 1917 fórum við Eide, ásamt tveim öðrum, í eftirminni- legan róður út á Svið í Faxaflóa. Frá þeirri för er ýtarlega sagt i viðtalsþætti í Minningarriti Prentarafélagsins, sem gefið er út af tilefni 80 ára afmælis félagsins. Þegar þessar línur eru ritaðar, mun ritið vera um þær mundir að koma út, eða jafnvel þegar komið út. Övíst er að við hefðum komizt lifs af ef Eide hefði ekki verið með í þeirri för. Árið 1918 dvaldi Eide austur á Fáskrúðsfirði. Það sumar fór ég austur á land. Fyrsta ferð min austur, eftir að ég settist að í Reykjavik vorið 1911. Það talaðist svo til milli okkar Eide, að ég dveldi um tíma á Fáskrúðsfirði. Þá var iðulega tekinn bridgeslag- ur (þríkantur). Þriðji maðurinn í spilamennskunni var frændi Eide, Hans Stangeland. Stundum var farið í siglingu út á fjörðinn. Timinn leið fljótt. Rétt eftir komu mína aftur til Reykjavíkur, skall spánska veikin yfir. Þá sáust varla aðrir á götum bæjarins en börn og rosknir menn. Veikin lagðist með þunga á miðaldra fók- ið, fjölmargir urðu pestinni að bráð. Þegar bókin Bókagerðarmenn kom út 1976, þar sem taldir eru upp allir bókbindarar, prentarar, ofsetprentarar og prentmynda- smiðir, frá upphafi prentlistar á Islandi, sé ég að einn af yngri prenturunum er afkomandi Hans Stangeland. Hann er sonarsonur Hans Stangelands og því frændi Eide. Hann heitir Haukur Már Haraldsson. Faðir hans var Per Stangeland, sonur Hans Stangelands. Kjörfaðir hans er Haraldur örn klæðskerameistari, en móðir Hauks er Margrét, ekkja Per Stangelands yngra, dóttir Sig- hvats Brynjólfssonar, fyrsta toll- þjóns i Reykjavik. Það var þvi við afa hans sem ég spilaði oft austur á Fáskrúðsfirði 1918. 30 október 1920 kvæntist Hans Eide Guðrúnu Jónsdóttur frá Seljamýri í Loðmundarfirði. Hún var systir ísaks barnakennara i Reykjavík, sem Isaksskóli er kenndur við. Guðrún var aðeins tveim árum yngri en Eide. i föðurætt var frú Guðrún 14. liður frá Þorsteini jökli. Þorsteinn bjó á Brú á Jökuldal um aldamótin 1500, og er talinn búa þar, þegar plágan mikla (bólan) gekk 1494—95. Þegar hann spurði til plágunnar, flutti hann vestur á öræfi, að svokallaðri Dyngju i Arnardal, byggði þar bæ og bjó þar í tvö ár. Hann hefur verið minnugur sagna af Svartadauða ■frá 1402 og ef til vill haldið að þessi plága væri hin sama, og þvi ekki viijað biða örlaga af völdum hennar. Móðurætt frú Guðrúnar er rak- in frá Bjarna Marteinssyni, sem ættir Austfirðinga byrja á. Hún var 15. liður frá Bjarna, sem var stórbóndi á Ketilsstöðum og Eið- um. Kona Bjarna var Ragnhildur, dóttir Þorvarðs á Möðruvöllum í Eyjafirði, Loftssonar hins ríka og Margrétar Vigfúsdóttur Hólms. Gifting þeirra bendir til þess, að mannvirðing og jafnræði hafi þar verið lögð að jöfnu, enda var tillit tekið til slíks á þeim timum. Frú Guðrún er látin fyrir nokkrum árum. Tengdasynir Eide eru þeir Árni, ræðismaður Hollands, Kristjánsson, Einarssonar for- stjóra Dósaverksmiðjunnar og Agúst, fulltrúi Bjarnason, Jóns- sonar vigslubiskups. Auk þess að vera ágætur íslenzkumaður, var Hans Eide einnig listagóður skrifari og mjög vel drátthagur. Enn fremur kynnti hann sér islenzka ljóða- gerð. Þó mun hann ekki hafa gert mikið að þvi að yrkja. Kunningi hans einn, er hét Davíð, var sjó- maður. Hann gaf mér eitt sinn dráttmynd af honum, þar sem hann sat við stýri og stefndi til hafs með segl uppi. Þá gerði hann eftirfarandi visu í orðastað stúlku, sem hrifin var af Davíð: „Davið stýrir knerri dýrum, drjúpa tár min sölt. Hann leit oft til mín augum hýrum, harla er fleytan völt. Ekki man ég eftir að ég eignað- ist fleiri visur eftir hann. Enda var hann yfirleitt dulur á einka- mál sín. Þegar kom fram á þriðja áratug aldarinnar, eftir að Arngrimur fluttist til hans með alifluglarækt sina, stunduðu þeir mjög útiveru, þar á meðal langar fjallgöngur. Framhald á bls. 21 Úlpur 3 nýjar gerðir verð frá 4.255.00. Terylenebuxur frá kr. 2.400.00. Gallabuxur frá kr. 2.270.00. Skyrtur, bolir, leðurlíkijakkar kr. 5.500.00. Sokkar kr. 1 50.00 ofl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22. Geðdeild Landsprtalans — (útboðsverk IV) Tilboð óskast í að fullgera B,C,D og E álmur af húsi Geðdeildar Landspítalans, Reykjavík. Verktími er frá 1. september 1977 til 31. desember 1979. Verkinu er skipt í fimm verk- hluta. Verktaki tekur við húsinu tilbúnu undir tréverk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, frá þriðjudeginum 19. júlí 1 977 gegn 40.000,00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1 6. águst 1977, kl. 11:00 f.h. JÖTUNN HF,— VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Vegna sumarleyfa 18. júlí — 12. ágúst verður viðgerðarþjónusta sem hér segir HEIMILISVIÐGERÐIR SÍMI 8-55-85 Óhjákvæmilegt er að draga úr þjónustu þennan tíma en símaþjónustu og afgreiðslu verður sinnt daglega frá kl. 8—1 2 fyrir hádegi ALMENNAR VIÐGERÐIR SÍMI 8 56 56 Eins og undanfarin ár sjáum við um viðgerðir á súgþurrkunarmótorum og öðrum bráðaviðgerð- um eftir því sem við verður komið JÖTUNN HF HÖFÐABAKKA 9 INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 74, sími 17345. Skóverzlunin Framnesvegi 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.