Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULl 1977 17 :¦ ¦^^BB Falla íslandsmetin? Skeiðfélagið heldur kappreiðar á Víðivöllum á laugardaginn SKEIÐFÉLAGIÐ hefur ákveðið að gangast fyrir kappreiðum næstkomandi laugardag, 23. júlf, á skeiðvelli Fáks á Víðivöllum í Reykjavík. Akvað félagið að efna til þessara kappreiða þegar sýnt varð, að ekki yrði úr Skógarhóla- móti, sem ráðgert var að halda um næstu helgi en ætlunin er að hlffa Skógarhólasvæðinu og búa það þannig undir landamót hesta- manna næsta sumar. Keppnis- greinar á kappreiðunum verða 250 metra skeið, 250 metra, 350 metra og 800 metra stökk og 1500 metra brokk. Þá verður keppt í nýrri keppnisgrein, sem er ung- hrossaskeið og keppa þar hross 7 vetra og yngri en vegalengdin verður 150 metrar. Búast má við harðri keppni I öllum greinum kappreiðanna, því þarna verður mætt til leiks með flest bestu kappreiðahross landsins og að- stæður mjög góðar. Að sögn Aðalsteins Aðalsteins- sonar, formanns Skeiðfélagsins þótti félögum í félaginu, sem eru knapar og ýmsir yngri og eldri áhugamenn um skeið, mjög miður að ekki væri hægt að gefa eigend- um kappreiðahrossa tækifæri til að reyna hross sin á þessum tíma, þegar þau eru í hvað bestri þjálf- un enda höfðu margir ráðgert þátttöku i Skógarhólamóti. Þegar Að féll niður var ákveðið að efna til kappreiða á Fáksvellinum á Víðivöllum, sem er besti skeið- völlur landsins og þvi ætti að gef- ast þaarna tækifæri til að reyna að hnekkja íslandsmetum, að sögn Aðalsteins. Eins og áður sagði verða á þess- um kappreiðum flest bestu kapp- reiðahross landsins og má nefna að í skeiðinu keppa Fannar, Harð- ar G. Albertssonar, Vafi, Erlings Ólafssonar og As, Þorkels Bjarna- sonar. í 250 metra unghrossa- hlaupinu mætast Ægir, Harðar G. Albertssonar og Gjálp, Þorkels Bjarnasonar en Ægir hefur verið nær ósigrandi á þessari vegalengd í sumar og Gjálp náði mjög góðum tíma á Murneyrum um siðustu helgi á 19,3 sek. í 350 metra stökk- inu verða það að öllum likindum Loka, Þórdisar H. Albertsson og Glóa, Harðar G. Albertssonar sem berjast um fyrsta sætið en á kapp- reiðum að Faxaborg um siðustu helgi bar Glóa sigurorð af Loku. Verðlaunapeningar verða veitt- ir þremur fyrstu hestum i hverri grein en einnig fá knapar fyrstu hestanna bikara og eru það nýj- ung að skipta þannig verðlaunum á mótum hér. Skráning kapp- reiðahrossa fer fram hjá Lárusi Sigmundssyni i síma 76160 og Erl- ingi Sigurðssyni í síma 82362 og lýkur á föstudagskvöld. Kappreið- arnar hefjast kl. 14.30 og verða eins og fyrr sagði á laugardag. Vísir ad sjóminjasafni Norðurlands í Siglufirdi? Síldar- og hákarla- árin þungamiðjan SlLDARARIN I Siglufirði og allt það líf og allur sá erill, sem þeim fylgdi virðist nú heyra fortfðinni til. Þó kann að vera að þess verði ekki langt að blða að í Siglufirði rfsi sjóminjasafn, þar sem hið liðna yrði dregið fram í dagsljósið með gömlum atvinnutækjum. Frosti Jóhanns- son þjóðháttafræðingur hefur ( sumar unnið I Siglufirði að stofnun slfks sjóminjasafns, þar sem síldarárin og hákarlatlminn verða þunga- miðjan. Bæjarráð Siglufjarðar fjallaði um hugmyndir að stofnun slfks minjasafns á fundi sfnum I gær og er mikill áhugi fyrir að reynt verði að varðveita „gömlu, góðu dagana" á slfku safni. Þá hafa byggða- safnsnefnd og samstarfsnefnd klúbbanna f Siglufirði, þ.e. Lyons, Kiwanis og Rotary, lýst velþóknun sinni á svæði fyrir sjóminjasafn. Siglufjarðarbær keypti síðastlið- inn vetur Norska sjó- mannaheimilið í Siglufirði og er hugmyndin að húsið verði flutt á fyrirhugað safnsvæði og þar verði aðal- miðstöð safnsins til húsa. Um þessar mundir vinnur Frosti Jóhanns- son við söfnun gamalla muna I Siglufirði og við að koma þeim fyrir á Sjómannaheimilinu. Morgunblaðið ræddi f gær við Frosta og sagði hann það hafa verið hugmynd bæjarstjórnar að fá mann norð- ur til að kanna grundvöll fyrir slfku safni og væri málið nú komið það vel á veg að farið væri að skipuleggja sérstakt svæði fyrir safnið. Ekk- ert hefði þó'endanlega verið ákveðið í þessu efni, en áhugi væri mikill. — Ætlunin er að koma hér upp sjóminja- safni, þar sem síldar- og hákarlaárin verða þungamiðjan, sagði Frosti. — Hér fyrr á árum var mikil hákarlaútgerð héðan frá Siglufirði, frá Siglunesi og byggðunum f kring. Upp úr síðustu aldamótum byrjuðu sfldveiðarnar síðan, en segja má að síldartfmabilinu hér hafi lokið á sfðasta áratug. — Fram hefur komið sú hugmynd að skipu- leggja hérna sérstakt svæði undir Bökkunum vestan fyrirhugaðrar Snorrabrautar. Þarna er hugmyndin að koma upp friðuðum húsum I bænum og sérstöku atvinnu- eða sjóminjasafni, þar sem hákarla- og sfldarminjar skipuðu stærstan sess. Norska Sjómannaheimilið yrði flutt á þetta svæði og þar yrði aðalmiðstöð safnsins. Þar er braggi, sem var íverustaður síldarsöltunarfólks og okkur langar til að varð- veita, sem dæmi um hvernig þetta fólk bjö. Fyrir framan þennan bragga verður lftið plan og bryggjustúfur. 1 bragganum mætti koma fyrir stærri sfldarsöltunarverkfærum. — Nðtabátar yrðu einnig varðveittir á safn- inu og nú eru sfðustu forvöð að ná slfkum bátum. Við leituðum dyrum og dyngjum að snurpunótabát áður en við fundum einn. Sá hefur trúlega orðið eftir vegna þess að hann lá f síki, hina var búið að brenna á áramótabrennum eða nota f eitthvað gagnlegra. Þarna er meining- in að verði bæði snurpu- og hringnótarbátur í sérstakri geymsluskemmu á svæðinu. — Syðst yrði bátaskemman, sfðan brakkinn, þá hákarlahúsið og loks sjó- mannaheimilið. Utan við þau kæmu slðan þau hús, sem á að friða, en hug- myndin er að friða a.m.k. eitt íbúðarhús frá ofanverðri 19. öld. I. báta- skemmunni er hugmyndin að koma inn hákarlaskipi, en nú er svo komið að á öllu land- inu er aðeins til eitt hákarlaskip, þ.e. Öfeigur, sem nú er á byggðasafninu á Reykjum f Hrútafirði. Hins vegar mun vera hér f höfninni þilskip og það er mikill hugur í mönnum að ná þvf upp. Það var I notkun hér á sfðasta hluta 19. aldar og fram á þá 20. Gekk skipið undir nafn- inu Lati Brúnn og er ætlunin að kanna hvort hægt er að ná þvf upp. Sfðan á annað hvort að gera það upp eða smfða eftir því. — Bæjaryfirvöld hafa sýnt þessum málum mikinn áhuga og einnig aðrir þeir aðilar, sem fjallað hafa um þessi mál. Að koma upp þessu safni verður ekki gert á fáum árum því þetta er mikið verk sem kosta mun mikið fé. Hafa bæjar- yfirvöld í huga að koma inn á fjárhagsáætlun hverju sinni fastri upphæð til safnsins. 1 ár er ætlunin að safna saman smærri hlutum, sem hætta er á að glatist eða fari forgörðum, gera nauðsynlegar viðgerðir og breytingar á sjó- mannaheimilinu, koma bátunum i hús fyrir veturinn og gera við þá ef unnt reynist. Síðan verður þetta tekið stig af stigi, á hverju ári bætt ofan á þar til safnið gefur góða mynd af at- vinnuháttum tengdum sjónum hér f Siglufirði síðustu öldina eða svo. — 1 sambandi við safnamál almennt á Norðurlandi, þá álft ég að hér eigi að rfsa sjóminjasafn fyrir allt Norðurland. Það er mín skoðun að koma verði á meiri samvinnu milli safna innan landsfjórðunganna, þannig að þau Framhald á bls. 18. Hvað segia þeir um vaxtabreytingarnar? 1 MORGUNBLAÐINU í gær birtust skoðanir tals- manna iðnaðarins og verzlunarinnar á þeim vaxta- breytingum, sem Seðlabankinn hefur framkvæmt. Mbl. leitaði einnig til talsmanna verkalýðshreyfingar- innar og bænda og birtast svör þeirra hér. Mjög óheppi- leg ráðstöfun — segir Björn Jóns- son, forseti ASÍ „ÞVI er fljótsvarað, hvað mér finnist um þessar vaxtabreyt- ingar," sagði Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands ls- lands. „Afstaða verkalýðshreyf- ingarinnar kom fram f samn- ingagerðinni, þar sem við bár- um fram kröfu um lækkun vaxta til að rýmka til fyrir at- vinnuvegunum. Þessar aðgerð- ir Seðlabankans ganga í þver- öfuga átt og persónulega er ég ekki f nokkrum vafa um að þær munu flýta fyrir að auka verð- bólguna. Þetta verð ég þvf að segja að hafi verið mjög óheppileg ráð- stöfun." Hagstæðar sparifjáreig- endum en íþyngja at- vinnurekstr- inum „Þessar breytingar eru auðvitað ein af hinum illu afleiðingum verð- bólgunnar," sagði Jón Helgason, varaformaður Stéttarsambands bænda." Þessar breyting- ar bitna mjög á öllum, sem eru með rekstur, en hin hliöin er svo sú, að með þessum aðgerðum er verið að reyna að bæta sparifjáreigendum eitt- hvað upp þeirra tap og viðleitni til að halda þeirra hlut. Þannig má segja að þessar aðgerðir séu hagstæðar gamla fólkinu, sem náð hefur að spara saman fé, en fyrir atvinnu- reksturinn eru þetta mjög íþyngjandi aðgerðir, sem koma fram i hækkuðum framleiðslu- kostnaði og það er ekki gott fyrir landbúnaðinn og kannski sízt fyrir hann. Við höfum lagt áherzlu á að halda framleiðslu- kostnaðinum niðri, því við bændur erum mjög svo háðir sölu innanlands og útflutningi. Það er auðvitað augljóst að þessar vaxtabreytingar eiga að vera viðleitni til að draga úr spennu, draga úr eftirspurn eftir lánsfé. Einhvern veginn verðum við að hafa stjórn á fjármagninu og ég tel vafasamt að i þessu tilfelli hafi verið unnt að finna hagstæðari hlið- stæðu, þótt atvinnureksturinn verði með einhverju móti að fá sinn bagga endurgreiddan."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.