Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULl 1977
15
Skák —Skák —Skák —Skák —Skák —Skák —Skák —Skák —Skák —Skák —
Kann enga skýringu
á frammistöðu minni
- segir Poluaevsky í viðtali við Mblf
en kveðst ætla að berjast til þrautar
„EG kann enga skýringu á þess-
ari frammistöðu minni. Og
reyndar kemur mér jafnt á
óvart, hversu mistækur ég hef
verið og hversu harður
Kortsnoj er,“ sagði svovézki
stórmeistarinn Polugaevsky, er
Mbl. ræddi við hann I gær, en
leikar standa nú 5—1 fyrir
Kortsnoj I einvígi þeirra i
Evian I Frakklandi.
Polugaevsky sagðist ekki
álíta að það andrúmsloft, sem
rfkti í einvfginu væri orsök
þess, hve illa honum gengi.
„t'ið tökumst bara í hendur.
Mér finnst rétt að það sé ekkert
meira okkar I milli. ''ið erum
andstæðingar og keppinautar
og þar að auki fellur mér ekki,
hvernig Kortsnoj hefur komið
fram gagnvart föðurlandi okk-
ar.“
Þegar Mbl. spurði
Polugaevsky, hvort það væri
vani hans að eiga aldrei tal við
andstæðinga sina, svaraði hann
því til, að það fyndist honum
eiga við nú. Hann neitaði þvi,
að þessi framkoma hans væri til
komin að skipan sovézka skák-
sambandsins, og þegar Mbl.
Tigran Petrosjan
dregur sig í hlé
ÞAÐ HEFUR vakið at-
hygli meðai lesenda
sovézka vikuritsins um
skák, “64“, sem er jafn-
framt víðlesnasta skák-
blað í heimi, að nýlega
hefur verið skipt um rit-
stjóra blaðsins.
Tigran Petrosjan, stór-
meistari og fyrrum
heimsmeistari í skák,
hefur horfið frá störfum,
eftir langan ritstjórnar-
feril, en í sæti hans hefur
sest hinn kunni skákrit-
höfundur Neistadt.
Einnig voru gerðar
nokkrar breytingar á rit-
stjórn blaðsins. Meðal
nýrra ritstjórnarmeð-
lima eru þau Anatoly
Karpov, heimsmeistari í
skák, og Nona Gaprinda-
shvili, heimsmeistari
kvenna.
Meðal þeirra sem
hurfu úr ritstjórn var
stórmeistarinn Antoshin,
en hann tefldi á Reykja-
víkurskákmótinú i fyrra.
Hann hefur nú til
skamms tíma dvalið á
Kúbu, við að þjálfa þar-
lenda skákmenn.
Langmesta athygli vek-
ur þó uppsögn
Petrosjans, en hann hef-
ur ritstýrt ,,64“ um árabil
með miklum sóma og
virðist erfitt að sjá eðli-
legar skýringar á frá-
hvarfi hans.
Þá vekur athygli að
Petrosjan er ekki meðal
þátttakenda á 60 ára af-
mælismóti byltingar-
innar í Leningrad. Þar
eru þó saman komnir all-
ir helztu skákmenn
Sovétríkjanna, sem ekki
eru uppteknir við þátt-
töku í áskorendaeinvígj-
unum, enda þótti mikill
sómi þar eystra að fá boð
um þátttöku í mótinu.
Einnig vekur athygli að
Efim Geller, sem var
einn af aðstoðarmönnum
Petrosjans, er hann tap-
aði fyrir Korchnoi í vor,
er heldur ekki meðal
þátttakenda á mótinu.
Að lokum má geta þess
á íslenskir áskrifendur
að „64“ eru á milli 150 og
200.
spurði hann, hvort það væri
ekki rétt, að þeir Kortsnoj
hefðu verið góðir kunningjar
áður fyrr, sagði hann að sam-
band þeirra hefði verið ósköp
venjulegt samband tveggja
skákmanna og ekkert framyfir
það. I viðtali við Mbl. fyrir
skömmu sagði Kortsnoj aftur á
móti að góður vinskapur hefði
verió með honum og
Polugaevsky áður en Kortsnoj
flýði Sovétrikin.
Um einvigi þeirra að öðru
leyti kvaðst Polugaevsky ekk-
ert vilja segja. „En ég mun
barjast til þrautar, þótt útlitið
sé dökkt sem stendur."
Um einvigi þeirra Spassky og
Portisch sagði Polugaevsky að
bæri með sér, að þar ættust við
tveir jafnir skákmenn og væri
greinilegt að Spassky væri nú á
stöðugri uppleið aftur, sem ef
til vill færði honum sigurinn í
einvíginu. Meira vildi
Polugaevsky ekki segja um ein-
vígismál annað en það, að
Karpov væri sterkasti skákmað-
ur heims nú og að enginn skák-
maður gæti hrifsað af honum
heimsmeistaratitilinn að þessu
sinni.
Að lokum kvaðst
Polugaevsky minnast með
ánægju þátttöku sinnar í
stúdentaskákmóti á Islandi
1956 og kvaðst hiklaust myndu
þiggja boð um að tefla á Is-
landi, ef það rækist ekki á neitt,
sem hann áður hefði ákveðið.
Þegar allt lék í lyndi. Myndin er tekin á Ólympíumót-
inu í Havana 1966. Petrosjan, þáverandi heimsmeist-
ari, gefur Fidel Castro ábendingu um næsta leik.
Polugaevsky, lengst til vinstri, fylgist áhugasamur
með.
0VÆNT TRUFLUN INN-
SIGLAÐI JAFNTEFLIÐ
ÞEIR Boris Spassky og
Lajos Portisch voru
óvænt truflaðir, er þeir
sátu að tafli í Genf í Sviss
í gær, er ljósabúnaður-
inn á skákstaðnum bil-
aði. Fresta varð skákinni
á meðan verið var að lag-
færa Ijósin. Eftir 31 mín-
útu hlé var hægt að taka
til við skákina að nýju,
en svo virtist helst sem
að baráttuvilji keppenda
Spassky teflír nú af mun meiri
hörku, en f einvíginu við Hort f
vor.
Stenst Portisch taugaspenn-
una? I einvfgum hans við
Larsen 1965 og Petrosjan 1974
var staðan jöfn fyrir síðustu
skák, en f bæði skiptin varð
hann að lúta f lægra haldi.
hefði farið með Ijós-
unum, því að þeir sömdu
um jafntefli stuttu síðar.
Þar með varð stysta jafn-
tefli einvígisins til þessa
að staðreynd, aðeins 18
leikir.
Harry Golombek, yfir-
dómara einvígisins og
fréttaritara Morgun-
blaðsins á staðnum,
segist svo frá að Spassky
hafi valið hvassa byrjun,
eins og hann ætlaði að
tefla til vinnings, en
Portisch svarað vel. og
örugglega. Spassky stóð
þó betur eftir 13 leiki, en
þá varð bilun í ljósa-
búnaðinum, m.a. bilaði
lampinn yfir skákborð-
inu sjálfu. Gera varð hlé
á skákinni, en fimm leikj-
um eftir truflunina bauð
Spassky jafntefli, sem
Portisch þáði.
E.t.v. hefur bilunin
truflað einbeitingu
beggja keppenda svo
mikið að þeir hafa talið
vopnahlé skásta kostinn.
Hvítt: Boris Spassky
Svart: Lajos Portisch
Drottningar-
peðsbyrjun
1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6,
3. Bg5 (Spassky ákveður
að fara ekki troðnar slóð-
ir í þessari skák. Eftir 3.
c4 — b6 kemur upp hefð-
bundin Drottningarind-
versk vörn, en sú byrjun
varð uppi á teningnum í
fyrstu og fimmtu skák-
inni) c5, 4. e3 — Be7, 5.
Rbd2 — cxd4, 6. exd4 —
b6, 7. c3 (Rangt væri 7.
c4 — Bb7, 8. Bd3 — d5 og
svartur jafnar taflið auð-
veldlega) Bb7, 8. Bd3 —
d6, 9. 0-0 Rbd7, 10. Hel
0-0, 11. a4! (Hótar 12. a5
og einnig gætu yfirráð
yfir b5 reitnum komið
sér vel síðar) a6, 12. h3
— He8, 13. Bf4 (Hér fór
ljósabúnaðurinn. Greini-
legt er að hvítur hefur
heldur rýmri stööu, þó að
svarta staðan sé án veik-
leika.) Dc7, 14. Bh2 —
Bf8 (Báðir taka lifinu
með ró og það eru greini-
lega engin stórátök í
nánd) 15. Rc4 — Bd5, 16.
Re3 —Bc6, 17. Rd2 — g6,
18. De2.
Hér bauð Spassky jafn-
tefli, sem Portisch þáði.
Staðan í einvíginu er
því enn jöfn, báðir hafa
hlotið þrjá og hálfan
vinning. Næsta skák
verður tefld á morgun, ef
hvorugur forfallast og þá
er það Portisch sem hef-
ur hvítt.