Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR20. JULl 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10— 11 FRA MANUDEGI veldisbæinn í Þjórsárdal. Eftir að ákveðiö var að sá bær yrði byggð- ur. Og er þá auðvitað sjálfgefið að allir hlutaðeigandi aðilar sjái um varðveizlu hans og geymslu. Þó raunsanna mynd geti bærinn tæp- Iega gefið en þó mun vera farið þar eins nærri réttu lagi og mögu- leikar eru á, og eftir því sem Islendingasögur greina frá um húsaskipan á dögum landnáms- ins. En hvernig sem við lítum á þetta mál er það virðingarvert framtak þeirra sveitarfélaga er að því stóðu. Og ber landsmönnum öllum að þakka það og virða. Þessi fámenni sérkredduhópur torfusamtakanna ætti að láta sér nægja að hafa fyrir augum Al- þingishúsið og Menntaskólann, en báðar munu þessar byggingar vera hannaðar, eins og nú er sagt, af dönskum byggingarmeisturum og eru hin prýðilegustu og fegurstu hús að öllu lyeti. Og bera danskri byggingalist gott vitni. Skiptir þá ekki máli þó undan beri rottuholur torfuhúsanna, því engar sögulegar minjar hafa þau að geyma er nokkurs eru verðar. Hið eina rétta í þessu máli er að menntamálaráðherra ásamt borg- aryfirvöldum taki saméiginlega þá ákvörðun að hreinsa alla húsa- kofana burtu af lóðinni. Svo á að byggja á þessari ágætu lóð nýtt og glæsilegt stjórnarráðshús, er taki mið af byggingarstil Menntaskól- ans og myndi slík bygging stór- auka á fegurð miðborgarinnar öll- um borgarbúum til ánægju. En auðvitað myndi sérkreddu- hópurinn yggla brúnir og belgja sig allan upp af andlegu ger- púlveri í svipuðum dúr og hópur- inn á Arnarhólstúninu forðum tið þegar bygging Seðlabankahússins var hafin. Og ætlaði þá allt vit- laust að verða í þessu fámenna landi okkar norður við dumbshaf- ið. En öll sík viðbrögð nú getum við látið lönd og leið. Lokaorð. I stuttu máli sagt er nýsmíði Bernhöftshúsarústanna í sama formi og þau áður voru ekk- ert annað en undarlegar skoðanir fámenns hóps, og er öfgaskoðun- um þessa fólks bezt lýst með öfug- mælavísu Bjarna Jónssonar, Borgfirðingaskálds, frá 16. öld: „Gott er að láta salt í sár og seila fisk með grjóti bezt er að róa einni ár í ofsa veðri á móti." Þorkell Hjaltason." Það eru greinilega ekki allir á eitt sáttir með hvað eigi að gera við „Torfuna" og ef til vill liggur aðalágreiningurinn í því hvort menn álita húsin sem skemmdust af eldinum þess virði að þau verði varðveitt i upprunalegri mynd eða bara einhver hús, gömul og dönsk, sem hafa engar sögulegar minjar að varðveita. Stundum getur e.t.v. verið erfitt að velja um hvað beri að varðveita af eldri húsum og hvað ekki og það væri i framhaldi af þessu fróðlegt að heyra skoðanir fólks á þeirri hug- mynd bréfritara að reisa nýtt stjórnarráð á Bernhöftstorfunni. Frá aðalfundi Vinnufélags iðnaðarmanna: Ráðgerir rekstur járn- iðnaðarfyrirtækis Þessir hringdu . . 0 Bæn um sól Jóhann Siggeirsson: —Mig langar að koma með smá hugmyndir um tvennt sem ég hefi verið að hugleiða að undan- förnu. Ég hef síðustu 2—3 helgar hlustað á presta og hef líka komið í Fíladelfíu og þar er fallegur söngur. En það sem ég vildi fá áð nefna hér að hvort menn gætu nú ekki sameinast um að biðja Guð og Jesúm Krist um að sólin skini nú dálitið á okkur hér á Suður- landinu. Þetta er bæn manns sem er búinn að vera hér i nærri 70 ár og væri þakklátur fyrir að aðrir sem vildu, tækju þátt í þessari bæn með honum. 0 Bæn fyrir krónunm Hitt atriðið sem ég vil fá að nefna hér er varðandi krónuna okkar, en Islenzka kfonan er svo lágt skráð I dag að það er nærri þvf verið að ganga af henni dauðri. Krakkarnir eru farnir að SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Skák þeirra Taborovs, sem hafði hvitt og átti leik, og Sturua á eldra unglingameistaramóti Sovétríkjanna i ár, er gott dæmi um hversu óhentugt það getur oft verið að láta drottningu valda léttari mann. 21. Rd5! (21. Ra2 — Dxb2 22. Bxe7 — Dxa2 var ekki nærri þvi eins afgerandi) exd5 22. c3 — Dc5 23. 1)4 — Dxc3 24. IlxfS og hvitur vann skiptamun og skák- ina. henda henni, þeim finnst hún vera hálfgert drasl. Mér fyndist fræðandi að geta fengið svör frá einhverjum af öllum þeim banka- mönnum, sem til eru í landinu, svör eða upplýsingar um hvort krónan okkar sé endanlega að falla í valinn. Er hreinlega verið að ganga af krónunni dauðri spyr ég bara aftur? Þessum beiðnum Jóhanns er hér með komið á framfæri og þetta með krónuna er ef til vill mál sem fleiri vildu tjá sig um. HOGNI HREKKVISI i - ] Það er sko aldrei að vita hverjir taka þátt f þessum stór-hópferðum! FYRIR nokkru var haldinn ( Reykjavfk aðalfundur Vinnu- félags iðnaðarmanna og segir I frétt frá félaginu að rekstur þess hafi á sfðasta ári gengið allvel. Söluvelta var yfir 100 m. kr. og var veltuaukning frá árinu 1975—'76 268%. Félagið rak á sfðasta ári rafvirkjaverkstæði f Reykjavfk, Sauðárkrðki, Kópa- skeri og f Hafnarfirði, en þar rek- ur félagið einnig raftækja- verzlun. Stefnir félagið að þvf að koma starfsemi sinni á sem vfðast um landið og samþykkti aðal- fundurinn að skrásetja rafmagns- fyrirtæki á Raufarhöfn. öll rafmagnsverkstæði félagsins starfa undir fyrirtækja- nafninu Rafafl og eru fastir starfsmenn milli 30 og 40 og náðu verkefnin til allra greina rafiðn- aðar. Stærsta verkefnið var að annast allar raflagnaframkvæmd- ir við Kröfluvirkjun og hefur félagið þar að auki alla verk- og tæknistjórnun á framkvæmdum sinum við virkjunina og er það i fyrsta skipti sem íslenzkum raf- verktaka er falið það við virkjana- gerð. Á fundinum var samþykkt að stofna deild i fyrirtæki Rafafls í Reykjavík til þjónustu við almenning varðandi hvers kyns viðhaldsþjónustu á raflögnum og raftækjum. Verður þessari þjón- ustu komið á innan tíðar. A aðalfundinum nú var lögum félagsins breytt til samræmis við breytingar á lögum um samvinnu- félög, sem samþykkt var á siðasta Rafvirki frá Rafafli við töfluteng- ingu f stöðvarhúsinu við Kröflu, en Rafafl annast allar raflagna- framkvæmdir þar. alþingi. Starfar félagið nú i einni deild, en ekki í tveimur eins og áður, og er starfsemi-þess nú ekki lengur bundin við atvinnurekstur i rafiðnaði, heldur er markmið þess að hefja starfsemi i flestum greinum iðnaðar. Nafni félagsins var breytt á fundinum til sam- ræmis við þetta og heitir félagið nú Framleiðslusamvinnufélag iðnaðarmanna. Gekk þegar inn á fundinum hópur járniðnaðar- manna enda var samþykkt að hefja undirbúning að starfrækslu fyrirtækis í járniðnaði. Björk Axelsdóttir setur afmælishófið. Kvenfélagið Einingin 50 ára S^ SVGGA V/GG* £ A/LVEWU FYRIR nokkru hélt Kvenfélagið Einingin á Höfðakaupstað upp á 50 ára afmæli sitt, en félagið var stofnað hinn 27. marz 1927. Náði það upphaflega yfir allan hinn forna Vindhælishrepp og sátu f fyrstu stjórn félagsins; Emma Jónsdðttir, Spákonufelli, for- maður, Björg K:rlsdóttir Bernd- sen, Skagaströnd, ritari, og Karla Helgadóttir, Asbergi, gjaldkeri. Fljótlega voru stofnuð sérfélög í sveitunum og á stefnuskrá félagsins hefur verið að vinna að ýmsum menningar- og mannúðar- málum, og efla ýmis konar fram- farir kvenna á sínu félagssvæði. Hefur félagið m.a. tekið þátt i byggingu félagsheimilis, gefið tæki til læknisbústaðar og barna- skóla, prjónað neyðarfatnað á 70 sjómenn o.fl. Afmælishóf var haldið í félags- heimilinu Fellsborg og var öllum Skagstrendingum og fleirum boðið til kaffidrykkju. Formaður félagsins, Björk Axelsdóttir, setti hófið og minntist nokkurra atriða úr sögu félagsins og síðan var sögu þess gerð ýtarlegri skil í samantekt Eltsabetar Arnadóttur ritara félagsins, sem 3 félagskon- ur fluttu. Þá voru fluttar margar ræður og sungið og bárust félaginu margar gjafirr Tvær konur, Guðrún Helga- dóttir, KaHsskála, sem er ein af stofnendum félagsins og Halldóra Pétursdóttir, Höfðakoti, voru gerðar heiðursfélagar. Daginn eftir afmælishófið var öllum börnum og unglingum boðið súkkulaði og kökur i félags- heimilinu Fellsborg og segir i frétt frá félaginu að þessi afmælishátið hafi veri hin ánægjulegasta og kann stjórnin öllum beztu þakkir fyrir gjafir og heillaóskaskeyti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.