Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1977næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULI 1977 13 þeirrar spurningar, hvað er mengun? Menn nota þetta orð mjög frjálslega og sjaldnast án þess að gera sér fulla grein fyrir þvi hvað þeir eiga við. Við getum tekið sem dæmi, að ef talað er um mengun frá skolp- ræsum eins og t.d. við Reykja- vík og Akranes, þá er henni ekki til að dreifa hér. Því fyrsta mannvirkið sem byggt var hér var rotþró. Varðandi ryk og annað, sem berast kann frá verksmiðjunni, hefur frá upp- hafi verið gert ráð fyrir þvi af hálfu félagsins og samkvæmt kröfu heilbrigðisyfirvalda að slikt verði ekki til að valda óþægindum. Verða þvi sett upp sérstök hreinistæki, sem hindra að þessi efni berist út og þó svo að eitthvað færi út, þá er það ekkert hættulegt. Ég er búinn að starfa í málmiðnaði í 13 ár og veit að það er yfirleitt meiri „mengun", og þá hef ég orðið innan gæsalappa, i annarskon- ar fyrirtækjum en þessari verk- heldur búi þeir i nágranna- sveitum hennar en nefna má að 17 kilómetrar eru til Akraness frá verksmiðjunni. STALÞIL REKIÐ A MEIRA dvpi en aður Byggingaframkvæmdir við höfn á Grundartanga eru í höndum starfsmanna Hafnar- málstofnunar en höfnin er byggð fyrir hafnarnefnd Grundartanga, sem að standa sveitarfélögin f nágrenninu og Borgarfjarðarsýsla. Er gert ráð fyrir að jafnframt þvi, sem þarna verður aðstaða til losun- ar og lestunar á hráefnum og framleiðsluvörum járnblendi- verksmiðjunnar, verði þarna aðstaða til uppskipunar á vör- um til dreifinar um Vesturland og annað, sem henta þykir. Járnblendifélagið stendur þvi ekki að hafnargerðinni en hins vegar er gert ráð fyrir að verk- Július sagði að það, sem einn- kenndi þessa hafnargerð væri mikið dýpi í höfninni en þar verður 120 metra viðlegukant- ur með 7,5 metra dýpi og eiga þar að geta lagzt að allt að 3500 þúsund tonna skip. Við enda hafnargarðsins verður 55 metra viðlegukantur með 10 metra dýpi. Fram kom að ekki hefur fyrr verið rekið niður stálþil á jafnmikið dýpi hér á landi áð- ur, en hæðin á stálinu, sem rek- ið verður niður á Grundartanga verður 20 metrar en mest hefur verið rekið niður 14 metra hátt stálþil. — Þetta krefst stærri og meiri tækja en að öðru leyti er vinna við þessa höfn ekki frá- brugðin vinnu við aðrar hafnir, sem byggðar hafa verið hér á landi síðustu árin. Nú vinna 38 manns við hafnargerðína og sagði Guðmundur að litlar breytingar yrðu á fjölda starfsmanna nema þá helzt þegar dýpkunar- skip kæmu á staðinn. A næst- Mannvirki járnblendiverksmiðjunnar koma til með að sjást vfða að úr Hvalfirðinum, þegar þau verða að fullu risin og eru reyndar þegar farin að sjást langt að. Húsið, sem stóri byggingarkraninn stendur við, eru svokaliaðir daggeymar en þeir eiga I framtfðinni að rfsa upp f 40 metra hæð en eru nú orðnir 16 metra háir. I þessum daggeymum verður geymt það hráefni, sem verksmiðjan notar á hverjum degi. Ofan á ofnhúsið koma hreinsitæki verksmiðjunnar. smiðju. Það mættu margir lita sér nær og þá kannski ekki sizt á ýmsum verkstæðum. Bara af þvi að þetta er stóriðja — þá gleymist mengun á litlum viðnnustöðum, sagði Guðlaug- ur. STARFSFÓLK BUl EKKI VIÐ VERKSMIÐJUNA Lóð verksmiðjunnar, sem nú er unnið að þvi að girða, er tæpir 16 hektarar og þar eiga að rísa mannvirki verksmiðj- unnar en hafnarmannvirkin á Grundartanga eru utan girðing- arinnar, enda ekki eingöngu ætluð til að þjóna flutningum i tengslum við verksmiðjuna. Vinnubúðir starfsmanna eru einnig utan girðingar en gett er ráð fyrir að þær vinnubúðir standi aðeins meðan á byggingu verksmiðjunnar stendur. Ætlunin er að þeir rúmleg 150 starfsmenn, sem koma til með að starfa við verksmiðjuna, þegar tveir ofnar hennar hafa verið teknir í notkun, verði ekki búsettir við verksmiðjuna, smiðjan setji þar upp löndunar- krana og færibönd til flutninga á hráefni og að sögn Guðlaugs Hjörleifssonar, staðarverkfræð- ings félagsins, er ætlunin að þessi búnaður verði settur nið- ur seinni hluta næsta sumar. Ut á uppfyllingu nýju hafnar- innar hittum við Guðmund Hjartarson, verkstjóra, og Júli- us Anórsson, tæknifræðing, sem hefur eftirlit með fram- kvæmdunum á vegum Almennu verkfræðistofunnar, sem hannað hefur höfnina. Sanddæluskipið Perlan var að losa efni í uppfyllingu hafnar- garðsins þegar okkur bar að en efninu er dælt upp úr Hvalfirði og því hæg heimatökin. Ur landi er ekið efni ofan á fylling- una. Guðmundur verkstjóri I sagði að í sumar væri ætlunin að reka niður 255 metra langt stálþil, aka ætti fyllingu í hafnargarðinn og dýpka inn í höfninni. Þá verður einnig reist 90 fermetra vöruskemma. A næsta ári verður lokið frágangi á höfninni s.s. köntum, lýsingu og lagnir settar niður. unni er Nýi-Gretti væntanlegur á staðinn til að grafa upp þar sem sprengt verður. BYGGINGARKOSTNAÐUR VERKSMIÐJUNNAR 16.6 MILLJARÐAR Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Morgunblaðið fékk hjá forsvarsmönnum Járnblendi- félagsins, er áætlaður heildar- byggingarkostnaður verk- smiðjunnar 450 milljónir norskra króna eða um 16,6 milljarðar islenzkra króna. Ekki lágu fyrir upplýsingar um fyrir hversu mikið fé verður unnið á þessu ári. Kostnaður við hafnargerðina á Grundar- tanga er áætlaður milli 500 og 600 milljónir króna og í fjárlög- um þessa árs eru veittar 250 milljónir króna til verksins. Að sögn Steingrims Arason- ar, verkfræðings hjá Hafnar- málastjórn, fara framkvæmdir i ár eitthvað fram úr þessum 250 milljónum en ekki sagðist hann geta sagt um hversu mik- ið það yrði. sprang Eftir Arna Johnsen Sfmon Vaughan Jónas Ingimundarson Taka léttu lögin á Vesturlands- og Vestfjarðaróli Sigríður Ella Magnúsdóttir óperusöngkona, Simon Vaughan óperusöngvari og Jón- as Ingimundarson pianóleikari halda í tónleikaferð um Vestur- land og Vestfirði nú i vikunni og verða fyrstu tónleikarnir á Logalandi í Borgarfirði i kvöld kl. 21.30. Þar verður vígt nýtt hljóðfæri, flygill sem heima- menn hafa keypt, en Jónas mun vigja hljóðfærið og siðan syngja Sigríður Ella og Simon við und- irleik Jónasar. Á föstudagskvöld halda þau tónleika i Stykkishólmi kl. 9 i félagsheimilinu og á Patreks- firði verða þau kl. 9 á laugar- dagskvöld. Siðustu tónleikarnir i þessari ferð veróa á sunnu- dagskvöld kl. 9 i samkomusal Menntaskólans á Isafirði, en Eddu hótelin starfrækja heima- vistina yfir sumartimann. Þau Sigriður Ella og Simon flytja eingöngu tónlist af létt- ara taginu í þessari tónleika- ferð, syngja úrval af léttum vin- sælum lögum, innlendum og erlendum eins og t.d. sólseturs- ljóð og Carmen. Sigriður Ella er löngum landskunn fyrir söng sinn og m.a. vakti hún mikla athygli fyrir túlkun sina á Carmen i Þjóðleikhúsinu. Sigríður Ella er búsett í Bretlandi um þessar mundir en kemur heim til Islands með jöfnu millibili til þess að halda tónleika og kenna söng. Á þessu ári hefur hún m.a. haldið tónleika í Banda- rikjunum og Kanada. ■ Simon Vaughan hefur að undanförnu sungið i þremur óperum i Bretlandi, Papageno : Töfraflautunni i London og sið ast söng hann gamanhlutverk í óperettu eftir Offenbach. Hlaut hann mjög góða dóma fyrir túlkun sina i brezkum blöðum. Jónas Ingimundarson var skólastjóri Barnamúsíkskólans s.l. vetur og stjórnandi Karla- kórsins Fóstbræðra. Hann er Framhald á bls. 18. Sigríður Ella í ströngu tónleikahaldi SIGRlÐUR Ella Magnúsdóttir óperusöngkona mun standa í ströngu tónleikahaldi á megin- landi Evrópu i haust. I septem- berlok mun hún syngja á tvenn- um tónleikum í Belgíu á alþjóð- legri listahátíð í Brussel og Gent. Er um að ræða 20 ára afmæli þessarar viðurkenndu og þekktu listahátíðar og sér- lega til hennar vandað i tilefni afmælisins. Þykir þessi hátið ein sú virðulegasta í Evrópu, en þangað koma heimsþekktar hljómsveitir og söngvarar. M.a. má nefna Arleen Augér frá Bandarikjunum, kunna sópran- söngkonu, og bassann Stafford Dean frá Bretlandi. Þá hefur Sigriði Ellu verið boðið að syngja í útisöngleika- höll i Verona á Italiu i haust, en söngleikahöllin sem er æva- gömul tekur 20 þús. gesti i sæti. Þá mun Sigriður Ella taka þátt i keppni i ljóðasöng i Bret- landi í september, en til keppn- innar voru valdir 40 söngvarar úr hópi hundruða sem sóttu um. A þessum tónleikum er skylt að syngja lög eftir Schubert og Benjamin Britten. Kvaðst Sigríður vonast til að geta fengið Ölaf Vigni Alberts- son sem undirleikara á þeim tónleikum. Góð verðlaun eru í boði á ljóðatónleikunum og nema fyrstu verðlaun kr. 700 þús. Sigríður Ella hefur verið hér heima að undanförnu i sumar- leyfi og viku af leyfinu eyddi hún i Vestmannaeyjum við að raddþjálfa Kirkjukór Vest- mannaeyja. „Söngkennsla er mitt hjartans mál“, sagði Sigríður Ella í stuttu samtali, en ég hef ekkert getað fengizt við kennslu í vetur, „það er svo skemmtilegt að komast i tengsl við sönggleðina hjá áhugafólki. Þar kemur fram sá tónn sem oft vill tapast i atvinnumennsk- unni“. Sigriður EUa Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 158. tölublað (20.07.1977)
https://timarit.is/issue/116844

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

158. tölublað (20.07.1977)

Aðgerðir: