Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLl 1977 Islenzka landsliðið á æfingu f fyrrakvöld. Þeir Albert Guðmundsson og Arni Sveinsson hlýða á útskýringar landsliðsþjálfarans, Tony Knapp, ásamt Herði Hilmarssyni, en á bak við þá eru þeir Guðmundur Þorbjörnsson og Teitur Þðrðarson að ræða satnan. TEKST ÍSLENDINGUM AÐ STANDAST SNJÖLLU SÆNSKU LIÐISNÚNING í KVÖLD? TEKST fslenzka landsliðinu að standast hinu snjalla sænska landsliði shúning, er liðin mætast á Laugardalsvellinum f kvöld? Þessi spurning brennur ugglaust flestum knattspyrnuunnendum f huga, en gffurlegur áhugi virðist rfkjandi á leiknum og er því búizt við miklum fjölda áhorfenda á LaugardalsvöIIinn f kvöld. Er það að vonum, þar sem þetta er síðasti landsleikurinn sem Isiendingar leika á heimavelli í sumar og auk þess hefur árangur landsliðsins f sumar verið þannig að hann gefur tilefni til bjartsýni, jafnvel þótt vitað sé að andstæðingarnir séu mjög sterkir. Islenzka landsliðið var á æfingu á Kaplakrikaveiiinum í Hafnar- firði i fyrrakvöld og hélt að henni lokinni austur á Þingvöll, — æfði liðið sfðan á Laugarvatni f gær, og mun einnig hafa tekið létta æf- ingu f morgun. Sænsku landsliðsmennirnir æfðu á Laugardalsvellinum í gær- morgun og var auðséð á tilburð- um leikmannanna, að þar eru mjög leiknir og góðir knatt- spyrnumenn á ferð. Greinilegt er að Svfar óttast ls- lendinga f leiknum f kvöld, og hefur sænski landsliðsþjálfarinn „Aby" Ericson látið hafa það eftir sér, að lslendingar muni verða mjög erfiðir mótherjar og hefur hann varað Svía við of mikilli bjartsýni á úrslit leiksins. Svfarnir hafa þegar tryggt sér rétt til þátttöku f lokakeppni heimsmeistarakeppninnar I knattspyrnu í Argentínu, og segir það nokkuð til um styrkleika þeirra. Einnig má vitna til þess að þeir urðu í sjótta sæti í síðustu heimsmeistarakeppni, og var það almennt álit þeirra er með þeirri keppni fylgdust að þeir hefðu verið óheppnir að ná ekki enn lengra. Islendingar verða þvf örygglega að taka á tillu sfnu f leiknum f kvöld, og er vonandi að áhorfend- ur leggi piltunum ærlegt lið og láti AFRAM lSLAND hljóma kröftuglega á vellinum. GLÆSILEG TILÞRIF SKOTANNA SKOZKU atvinnumennirnir í golfi. sem tóku þátt i hinni svokölluðu Víkingakeppni sem fram fór á Grafarholtsvellinum í fyrrakvöld, fóru oft á kostum í keppninni, og sýndu áhorfendum hæfni sína. Var þar Jim Farmer fremstur I flokki en hann lék á samtals 139 höggum, var þremur höggum á undan næsta manni sem var Ronnie Shade. Þriðji i keppninni varð svo David Huish sem lek á 143 höggum. en hann lék si'Sari hringinn storkostlega vel, eða á 68 hóggum — aðeíns einu höggi frá vallarmetinu i Grafarholti. Margt var það hjá atvinnumönn- unum sem vakti sérstaka athygli en þó ekki hvað sízt hraði þeirra í keppninni. Þeir töfðu t.d. ekki lengi við að reikna út „pútt" sin, heldur slógu strax og oftast með góðum árangri. Þá vöktu feyknalöng teig- skot þeirra einnig mikla athygli, þeirra fjölmörgu óhorfenda sem fylgdust meS keppninni i fyrrakvöld. Átta íslenzkir kylfingar tóku þátt í keppninni í fyrrakvöld. og léku þeír allir ágætlega og tókst að sigra nokkra af atvinnumönnunum. Þar var íslandsmeistarinn Björgvin Þor- steinsson frá Akureyrí fremstur í flokki. en hann varð i fimmta til sjötta sæti, lék á 75—75 eða sam- tals 150 höggum. Sigurður Thorar- ensen lék á 151 höggi, Júlíus V. Júlíusson á 152 höggum. Ragnar Ólafsson á 154 höggum, GeirSvans- son á 155 höggum, Magnús Half dórsson á 157 höggum, Þorbjörn Kjærbo á 164 höggum og Sigurður Pétursson á 166 höggum. Eins og áður hefur verið skýrt fri kepptu golfmennirnir skozku um peningaverðlaun i móti þessu og var Farmer „tekjuhæstur" þeirra. vann sér inn samtals 123 þúsund, auk þess sem honum var færður hinn Fallegasti skinnfeldur að gjöf. -stjl. SÆNSKIR KNATTSPYRNU- JÖFRAR Þegar litið er til þess að Is- iendingar hafa verið aðilar að nánu samstarfi Norðurianda á sviði knattspyrnunnar um hart- nær þrjátíu ára skeið, þá vekur þa* nokkra athygli, að island — Svfþjðð hafa aðeins leikíö þrjá A-landsleiki fram að þessu. Og það liðu nær 20 ár milii annars og þriðja leiksins, eða frá 1954 til 1973. A sama tíma hefur Ísland ieikið 19 landsleiki gegn Noregi og 10 leiki gegn Dönum. Nu htlur það ekki verið vegna þess að áhuga hafi skort af okkar hsíll n. Hitt er naer sanni, að Svfar hafa löngum verið tregir til nánara sam- starfs. Þar veldur sjálfsagl mesiu, að sænska landsliðið hefur haft öðrum hnöppum að hneppa en að leika vinsíttuleiki gegn þjóðum, sem ekki hafa m&tt sfn rnikils f keppni gegn þeim. Svíar hafa um langan aldur tt-fli fram landsliði, sem verið hefur f fremstu rö* f heiminum. Fræg var frammi- Staða þeirra f heimsmeistara- keppninni 1958, þegar þeir komust f úrslit gegn Brasilíu og hrepptu annað sætið. Sðmuleið- is náðu Svfar fráhsr-rum árangri í heinismeistarakeppninni f Þýzkalandi 1974 og urðu þá nr. 6, Nö þegar hafa Svfar svo gott sem tryggt sér sæti f loka- keppni heimsmeislarakeppn innsir f Argentfnu næsta ár, og eru fyrsta evrópska liðið sem það gerir. Sviar hafa borið hiifuð og herðar yfir aðrar Norðurlanda- þjóðir f knattspyrnu og það telst til meirihiittai ilðinda ef Dönum eða Norðmtinnum tekst að sigra þá. Þetta er engin ttl- víljun. Knattspyrnan I Svfþjðð er mjög þróuð. M ikil áher/Ia er lögð á að ra-kta upp þann mikla áhuga sent f.vrir knattspyrnu- íþróttinni er I þvi landi og geysigott skipulag er á öllum málum, ekki sfzt unglingaþjálf- un- og keppni. Svfar eru rík þjóð og nýtur knattspyrnan góðs af því. Þeir hafa lagt niður allt sem heitir áhugamennska I knattspyrnu og taka ekki þátt f Olvinpíuleikum, þar sem þeir viðurkeiina hreinskilnislega að leikmeiin fál greitt fyrir keppni. Athvglisvert er að sænska Ellert B. Scram ríkið sparar ekki f* til iþrólla- hreyfingarinnar þar f landi, og mun árlegt rekstrarframlag ríkissjóðs nema um 110 millj. s. kr. eða 5 milljöröum Isl. króna. Framlag ríkissjððs til reksturs íslenzku íþróttalirevfingaiinn- ar er kr. 32 milliönir. Svfar hafa löngu gert sér IJést, að fé til íþróitanna skilar sér rlflega aftur, — f betri æsku, mikilli auglýsingu fyrir land og þjðð — og f heinhörðum peningum. Sænskt fþróttafölk er víða f fremstii röð. Aliir þekkja sklða- kappann Og lieimsmeistarann lngimar Steninark. hnelaleika- kappann Ingimar Johansen og hinn krýnda konung tennisins Björn Borg, svo einhverjir séu nefndir. Þrátt f.vrir þessa upptainingu og orðstfr sænskra knatt- spyrnumannsi, er ástæðulaust að bera neina minnimáttar- kenntl fyrir þeím. Satt að segja gefst nú gott tækifæri, til að leiða Svíunuin fyrir sjónir, að lslendingar eru verðugir mðt- herjar og erfiðir heim að ssekja. Sænsku landsliðsmeniiirnir á æfingti á LaugardalsveUinum. I ......... -;m, " !»»......_ ..............-'-Wj: i ¦¦!¦ li .1111111 >m.......iiiii. .. iiiiii. Hvernkj veröur gott kaffi enn betra? rkt og gotU þa getur veriö gott að vita af LU.DVIG DAVID kaffibaeii. T»eð LLDVKÍ DAVíD kaffibætí blandarðu kaffið eftir þínutti eigin smekk - og sparar um leið! Það fer ekki mikið fyrir LUDVIG DAVID í litiu plastpokunum, n hann Íevnir á sér! KAFHB,KTISVi;RKSVII«JA Ó. JOHNSON & KAABKH H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.