Morgunblaðið - 20.07.1977, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULl 1977
SÆNSKIR Ellert B. Scram
KNATTSPYRNU-
Islenzka landsliðið á æfingu f fyrrakvöld. Þeir Albert Guðmundsson og Arni Sveinsson hlýða á
útskýringar landsliðsþjálfarans, Tony Knapp, ásamt Herði Hilmarssyni, en á bak við þá eru þeir
Guðmundur Þorbjörnsson og Teitur Þórðarson að ræða saman.
TEKST ÍSLENDINGUM AÐ
STANDAST SNJÖLLU SÆNSKU
LIÐISNÚNING í KVÖLD?
TEKST fslenzka landsliðinu að
standast hinu snjalla sænska
landsliði snúning, er liðin mætast
á Laugardalsvellinum f kvöld?
Þessi spurning brennur ugglaust
flestum knattspyrnuunnendum f
huga, en gffurlegur áhugi virðist
rfkjandi á leiknum og er því búizt
við miklum fjölda áhorfenda á
Laugardalsvöllinn í kvöld. Er það
að vonum, þar sem þetta er síðasti
landsleikurinn sem lslendingar
leika á heimavelli í sumar og auk
þess hefur árangur landsliðsins f
sumar verið þannig að hann gefur
tilefni til bjartsýni, jafnvel þótt
vitað sé að andstæðingarnir séu
mjög sterkir.
Islenzka landsliðið var á æfingu
á Kaplakrikavellinum í Hafnar-
firði f fyrrakvöld og hélt að henni
lokinni austur á Þingvöll, — æfði
liðið sfðan á Laugarvatni f gær, og
mun einnig hafa tekið létta æf-
ingu f morgun.
Sænsku landsliðsmennirnir
æfðu á Laugardalsvellinum f gær-
morgun og var auðséð á tilburð-
um leikmannanna, að þar eru
mjög leiknir og góðir knatt-
spyrnumenn á ferð.
Greinilegt er að Svfar óttast Is-
lendinga í leiknum f kvöld, og
hefur sænski landsliðsþjálfarinn
„Aby“ Ericson látið hafa það eftir
sér, að Islendingar muni verða
mjög erfiðir mótherjar og hefur
hann varað Svfa við of mikilli
bjartsýni á úrslit leiksins.
Svíarnir hafa þegar tryggt sér
rétt til þátttöku f lokakeppni
heimsmeistarakeppninnar í
knattspyrnu í Argentínu, og segir
það nokkuð til um styrkleika
þeirra.
Einnig má vitna til þess að
þeir urðu í sjötta sæti í síðustu
heimsmeistarakeppni, og var það
almennt álit þeirra er með þeirri
keppni fylgdust að þeir hefðu
verið óheppnir að ná ekki enn
lengra.
tslendingar verða því örygglega
að taka á öllu sínu f leiknum í
kvöld, og er vonandi að áhorfend-
ur leggi piltunum ærlegt lið og
láti ÁFRAM ISLAND hljóma
kröftuglega á vellinum.
GLÆSILEG TILÞRIF SKOTANNA
SKOZKU atvinnumennirnir i golfi,
sem tóku þátt í hinni svokolluðu
Vikingakeppni sem fram fór á
Grafarholtsvellinum i fyrrakvöld,
fóru oft á kostum i keppninni, og
sýndu áhorfendum hæfni sina. Var
þar Jim Farmer fremstur i flokki en
hann lék á samtals 139 höggum, var
þremur höggum á undan næsta
manni sem var Ronnie Shade. Þriðji i
keppninni varð svo David Huish sem
lék á 143 höggum, en hann lék
síðari hringinn stórkostlega vel, eða
á 68 höggum — aðeins einu höggi
frá vallarmetinu i Grafarholti.
Margt var það hjá atvinnumönn
unum sem vakti sérstaka athygli en
þó ekki hvað sizt hraði þeirra i
keppninni. Þeir töfðu t.d. ekki lengi
við að reikna út „pútt" sín, heldur
slógu strax og oftast með góðum
árangri. Þá vöktu feyknalöng teig
skot þeirra einnig mikla athygli,
þeirra fjölmörgu áhorfenda sem
fylgdust með keppninni i fyrrakvöld.
Átta íslenzkir kylfingar tóku þátt í
keppninni í fyrrakvöld. og léku þeir
allir ágætlega og tókst að sigra
nokkra af atvinnumönnunum. Þar
var íslandsmeistarinn Björgvin Þor-
steinsson frá Akureyri fremstur i
flokki, en hann varð i fimmta til
sjötta sæti, lék á 75—75 eða sam-
tals 150 höggum. Sigurður Thorar-
ensen lék á 151 höggi, Július V.
Júliusson á 152 höggum, Ragnar
Ólafsson á 1 54 höggum, Geir Svans-
son á 155 höggum, Magnús Hall-
dórsson á 157 höggum, Þorbjörn
Kjærbo á 164 höggum og Sigurður
Pétursson á 1 66 höggum.
Eins og áður hefur verið skýrt frá
kepptu golfmennirnir skozku um
peningaverðlaun i móti þessu og var
Farmer „tekjuhæstur" þeirra, vann
sér inn samtals 123 þúsund, auk
þess sem honum var færður hinn
fallegasti skinnfeldur að gjöf.
JOFRAR
'Þegar litið cr til þess að Is-
lcndingar hafa verið aðilar að
nánu samstarfi Norðurlanda á
sviði knattsp.vrnunnar um hart-
nær þrjátfu ára skeið, þá vekur
það nokkra athygli, að Island
— Svíþjóð hafa aðcins leikið
þrjá A-landsleiki fram að
þessu. Og það liðu nær 20 ár
milli annars og þriðja lciksins,
eða frá 1954 til 1973. A sama
tfma hefur tsland leikið 19
landslciki gegn Noregi og 10
leiki gegn Dönum.
Nú hefur það ekki verið
vegna þess að áhuga hafi skort
af okkar hálfu. Hitt er nær
sannt, að Svfar hafa löngum
verið tregir til nánara sam-
starfs. Þar veldur sjálfsagt
mestu, að sænska landsliðið
hefur haft öðrum hnöppum að
hneppa en að leika vináttuleiki
gegn þjóðum, sem ekki hafa
mátt sfn mikils í keppni gegn
þeim. Svfar hafa um langan
aldur teflt fram landsliði, sem
verið hefur f fremstu röð f
hciminum. Fræg var frantmi-
staða þeirra f heimsmeistara-
keppninni 1958, þegar þeir
komust f úrslit gegn Brasilfu og
hrepptu annað sætið. Sömuleið-
is náðu Svfar frábærum árangri
f heimsmeistarakeppninni f
Þýzkalandi 1974 og urðu þá nr.
6. Nú þegar hafa Svfar svo gott
sem tryggt sér sæti f loka-
keppni heimsmeistarakeppn-
innar f Argentfnu næsta ár, og
eru fyrsta evrópska liðið sem
það gerir.
Svfar hafa borið höfuð og
herðar yfir aðrar Norðurlanda-
þjóðir í knattspyrnu og það
telst til meiriháttar tfðinda ef
Dönum eða Norðmönnum tekst
að sigra þá. Þetta er engin til-
viljun. KnattSpyrnan f Svfþjóð
er mjög þróuð. Mikil áherzla er
lögð á að rækta upp þann mikla
áhuga sem fyrir knattspyrnu-
íþróttinni er f þvf landi og
geysigott skipulag er á öllum
málum, ekki sfzt unglingaþjálf-
un- og kcppni. Svfar eru rfk
þjóð og nýtur knattspyrnan
góðs af þvf. Þeir hafa lagt niður
allt sem heitir áhugamennska f
knattspyrnu og taka ekki þátt f
Olympfuleíkum, þar sem þeir
viðurkenna hreinskilnislega að
leikmenn fái greitt fyrir
keppni.
Athyglisvert er að sænska
rfkið sparar ekki fé til fþrótta-
hreyfingarinnar þar f landi, og
mun árlegt rekstrarframlag
rfkissjóðs nema um 110 millj. s.
kr. eða 5 milljörðum ísl. króna.
Framlag rfkissjóðs til reksturs
fslenzku fþróttahreyfingarinn-
ar er kr. 32 milljónir. Svfar
hafa löngu gert sér Ijóst, að fé
til íþróttanna skilar sér rfflega
aftur, —• f betri æsku, mikilli
auglýsingu fyrir land og þjóð
— og f beinhörðum peningum.
Sænskt fþróttafólk er vfða f
fremstu röð. Allir þekkja skfða-
kappann og hcimsmeistarann
Ingimar Stenmark, hncfaleika-
kappann Ingimar Johansen og
hinn krýnda konung tennisins
Björn Borg, svo einhverjir séu
nefndir.
Þrátt fyrir þessa upptalningu
og orðstfr sænskra knatt-
spyrnumanna, er ástæðulaust
að bera neina minnimáttar-
kennd fyrir þeim. Satt að segja
gefst nú gott tækifæri, til að
leiða Svfunum fyrir sjónir, að
Islendingar eru verðugir mót-
herjar og erfiðir heim að
sækja.
Sænsku landsliðsmennirnir á æfingu á Laugardalsvellinum.
Til dæmis með tveimur teskeiðum af kaffihæti á niéti sex matskeiðum af kaffi í einum
litra af vatni. Ef þú ert einn af þeim, sem aldrei færð nóg af kaffi, sem er mátulega
sterkt og gott, þá getur verið gott að vita af EUDVKÍ DAVID kaffihæti.
Með Ll DV;IG DAVID kaffihæti hlandarðu kaffið eftir þínum eigin sniekk
- og sparar um leið! Það fer ekki mikið fyrir Ll DVIG DAVID í litlu plastpokunum,
- en hann levnir á sér!
KAFFIBÆTISVERKSMIÐ.IA Ó. JOHNSON & KAABER H.F.