Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULI1977 ■ olMAR jO 28810 car rental 24480 bílaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 LOFTLEIDIR T* 2 1190 2 11 38 Ef ég kemst einhvemtíma úr þessu, þá er það fyrsta sem ég geri, það er að sjá BingoLohg. lauqarAs B I O Slmi32075 Neyðarvama- starf RKÍ liggur fyrir EGGERT Ásgeirsson, framkvæmda stjóri Rauða kross íslands, skýrði út í samtali við Morgunblaðið í gær hið nýja neyðarvarnaskipulag á vegum Rauða krossins, sem nú liggur fyrir. Upphaf þessa var að árið 1974 gerðu Almannavarnir og Rauði kross íslands með sér samkomulag um þátt RKÍ í almannavörnum Undan- farið hefur samkomulagið verið endurnýjað á grundvelli fenginnar reynslu, sem hafa verið þær hjálpar- aðgerðir, sem þessir aðilar hafa haft samvinnu um. Jafnframt hefur verið gefið út skipu- lagsrit og lítil handbók fyrir alla þá aðila sem taka þátt í og vinna að þessum verkþætti og einnig fyrir þá, sem vinna með samtökunum Er þar átt við almannavarnanefndir og opin- bera aðila Að sögn Eggerts Ásgeirssonar er hér um nokkur þáttaskil að ræða, sem hafa kostað bæði mikinn tíma og fyrirhöfn margra manna Það var ekki fyrr en 1976 sem neyðaráætlanir deilda RKÍ fóru að taka á sig ákveðna mynd Var þetta skipu- lag rætt á fundum RK-deilda á höfuð- borgarsvæðinu í árslok en skipulag í smærri atriðum var síðan til umræðu á fundum lykilmanna hverrar deildar Nú liggur fyrir skipulag neyðarvarnanna, eins og mælt hefur verið með að því verði fyrir komið Er skipulagið útskýrt allítarlega, bæði sem heildarskipulag og sem minnislistar fyrir hvern verk- þátt i bæklingi þeim sem Rauði krossinn hefur gefið út um neyðar- varnarstarfið Hverjum minnislista í bæklingnum fylgir svo nokkur útskýr- ing. Sumar deildir eru að vísu það smáar, að sögn Eggerts, að óhætt ætti l Framhald á bls. 22 útvarp Reykjavlk AIIÐMIKUDKkGUR 20. júlf MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir k. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ystugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.00. Gunnvör Braga les sög- una „Mömmustelpu" eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Há- skólakórinn í Lecco syngur Magnificat eftir Tomas Luis de Victoria; Guido Camillucci stj./Ferdinand Linda leikur á orgel Fantasfu og fúgu eftir Franz Liszt um stef eftir Meyerbeer. Morguntónleikar kl. 11.00: Liv Glaser leikur pfanótón- list eftir Agathe Backer- Gröndahl: Ballöðu í b-moll, „söng rósanna" og Ævintýra- svftu op. 44/Frantisék Posta og Dvorák-kvartettinn leika Strengjakvintett f G-dúr op. 77 eftir Antonfn Dvorák. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sólveig og Halldór" eftir Cesar Mar Valdimar Lárusson les (3). 15.00 Miðdegistónleikar Eduard Brunner og hljóm- listarflokkurinn Collegium Musicum f Ziirich leika Lft- inn konsert fyrir klarfnett og strengjasveit eftir Jean Bin- et; Paul Sacher stjórnar. Nýja fílharmonfusveitin f Lundúnum og kór flytja tón- verkið „Pláneturnar“ eftir Gustav Holst; Sir Adrian Boult stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar 17.30 Litli barnatfminn Finnborg Scheving sér um tfmann. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagilja Aðalsteinsdóttir. KVÖLDIÐ 20.00 Einsöngur: Kristján Kristjánsson syngur lög eftir fsdlenzk tónskáld. 20.20 Sumarvaka a. Njarðvfkurskriður Ármann Halldórsson safn- vörður á Egilsstöðum flytur þriðja hluta frásögu, sem hann skráði f samvinnu við Andrés bónda f Snotrunesi. b. „Hér var það, sem Grettir bjó“ Höskuldur Skagfjörð rabbar um Drangey. 21.00 Frá Laugardalsvelli: Landsleikur f knattspyrnu milli tslendinga og Svfa Hermann Gunnarsson lýsir sfðari hálfleik. 21.45 Kórsöngur: Þjóðleikhús- kórinn syngur. Söngstjóri: Dr. Hallgrfmur Helgason. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Sagan af San Michele“ eftir Axel Munthe Þórarinn Guðnason les (14). 22.40 Nútfmatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrálok. FIM/MTUDkGUR 21. júlf MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Gunnvör Braga heldur áfram lestri „Mömmu- stelpu", sögu eftir Ingi- björgu Jónsdóttur (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólf- ur Stefánsson talar við Har- ald Ágústsson skipstjóra og Svein Sveinbjörnsson fiski- fræðing um kolmunna- og spærlingsveiðar. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Leonid Kogan og hljóm- sveitin Fflharmonfa leika Fiðlukonsert f D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms; Kyril Kondrasjfn stj. / Há- tfðarhljómsveit Lundúna leikur „Amerfkumann f Par- fs“, hljómsveitarverk eftir George Gershwin; Stanley Black stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. SIÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Á frfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Sólveig og Halldór" eftir Cesar Mar. Valdimar Lárusson les (4). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar Jón Gfslason póstfulltrúi talar um Ingólfsfjall. 20.05 Einsöngur f útvarpssal: Jón Sigurbjörnsson syngur vinsæl erlend lög; Ólafur Vignir Albertsson leikur á pfanó. 20.30 Leikrit: „Gálgafrestur" eftir Paul Osborn (Aður útv. f nóvember 1955). Þýðandi: Ragnar Jóhannes- son. Leikstjóri: Indriði Waage. Persónur og leikendur: Pud/ Kristfn Waage, Afi/ Þorsteinn 0. Stephensen, Amma/ Arndfs Björnsdótt- ir, Herra Sváfnir/ Indriði Waage, Marcfa/ Herdfs Þor- valdsdóttir, Evans læknir/ Róbert Arnfinnsson, Pilbeam málflutningsmað- ur/ Jón Aðils, Sýslumaður- inn/ Klemenz Jónsson, Grimes/ Baldvin Halldórs- son. Aðrir leikendur: Anna Guð- mundsdóttir og Hákon Waage. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Sagan af San Michele“ eftir Axel Munthe Þórarinn Guðnason les (15). 22.40 Kvöldtónleikar 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Sumarvaka kl. 20,20: Nýjar leiðir í þáttagerð Drangey á Skagaf irði í SUMARVÖKU f útvarp- inu í kvöld flytur Höskuldur Skagfjörð, leikari, þátt tileinkaðan Drangey á Skagafirði. Þegar blm. hafði sam- band við Höskuld í gær sagði hann að hann reyndi í þessum þætti að Höskuldur Skagf jörð fara nokkuð nýjar leiðir í gerð slíkra þátta. Sagði hann að hann byrjaði á því í þessum þætti að Skagfirzka söngsveitin syngi lagið Skín við sólu Skagafjörður, eftir Sig- urð Helgason og Matthías Jochumsson. Síðan sagðist hann fjalla nokkuð um þetta lag og ljóð, en hvorki Sigurður né Matthías voru Skag- firðingar. Höskuldur sagði að það hefði komið í ljós að Matthías hefði ort kvæð- ið í hríðarbyl og miklu frosti. Hann sagði að hann myndi síðan lesa áttunda erindið úr kvæð- inu og léki Sinfóníu- hljómsveitin þá með. Það erindi fjallar um Drangey. Sagði Höskuld- ur að hann myndi þá fyrst fara að ræða um Drangey, fyrst um Gretti og Illuga en síðan um staðhætti í eynni, og sögu hennar, en hún var fyrr á öldum einatt nefnd forðabúr Skagafjarðar. Einsöngur kl. 20,00: Gamlar hljóðritanir Kristjáns Kristjánssonar í KVÖLD er á dagskrá útvarpsins þáttur þar sem Kristján Kristjáns- son söngvari syngur lög eftir íslenzk tónskáld. Þessi þáttur er raunar safn hljóðritana af gömlum plötum. Kristján syngur lög eft- ir Markús Kristjánsson, Emil Thoroddsen, Höskuld J. Ólafsson, Þórarin Guðmundsson, Inga T. Lárusson, Pál Isólfsson og Sigfús Einarsson. Ýmsir aðilar annast undirleik, m.a. Útvarpshljómsveitin, Útvarpstríóið, Emil Thoroddsen og Fritz Weisshappel Þáttur þessi hefst kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.