Morgunblaðið - 20.07.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULI 1977
Járnblendi-
verksmiðjan á
Grundartanga rís:
VERSKMIÐJUHÚSIÐ KEMUR
I STYKKJUM FRA NOREGI
Staðarverkfræðingur og
umsjónarmaður framkvæmd-
anna af hálfu járnblendifélags-
ins er Guðlaugur Hjörleifsson,
verkfræðingur. Er hann full-
trúi og forsvarsmaður félagsins
gagnvart þeim verktökum, sem
að framkvæmdunum vinna.
Guðlaugur er ekki með öllu
ókunnugur framkvæmdum sem
þessum, því um 13 ára skeið var
hann forstjóri Landssmiðjunn-
ar og annaðist þá m.a. fram-
kvæmdir á vegum Síldarverk-
smiðja ríkisins en einnig hefur
hann unnið við byggingar virkj-
ana hjá Rafmagnsveitum ríkis-
ins. Við hittum Guðlaug að máli
í nýreistu skrífstofuhúsnæði
Járnblendifélagsins á staðnum
en félagið hefur nýverið flutt
skrifstofur sinar að Grundar-
tanga. Fyrst var Guðlaugur
spurður um að hvaða fram-
kvæmdum væri nú unnið að á
vegum félagsins á Grundar-
tanga?
— Nú eru hér á svæðinu þrir
verktakar. Istak hefur með
höndum steypuvinnu við ofn-
hús, daggeyma og undirstöður
fyrir verksmiðjuhúsið, sem
verður að mestu leyti stál-
grindahús. Stálgrindahúsið
verður reist á vegum norsks
fyrirtækis, Kværner Brug a/s,
en stálgrindin verður smiðuð í
Noregi en sett upp i samvinnu
við fyrirtækin Hamar h/f, Héð-
ín h/f, Stjálsmiðjuna h/f og
Þorgeir og Ellert h/f á
Akranesi. Þriðji verktakinn er
Berg h/f sem er samsteypa
nokkurra verktakafyrirtækja á
Akranesi og vinna þeir hér að
uppsetningu girðingar um-
hverfis lóðina.
— Gert er ráð fyrir að um
miðjan ágúst verði búið að
steypa upp það mikið af dag-
geymunum og undirstöðum fyr-
ir stálgrindahúsið að uppsetn-
ing þess geti hafizt. Stykkin í
stálgrindina eru byrjuð að
koma til landsins og fjórir
starfsmenn frá norska fyrir-
tækinu eru komnir hingað til
að undirbúa uppsetningu húss-
ins. Þá hefur einnig verið byggt
hér skrifstofuhúsnæði fyrir
Islenzka járnblendifélagið og
mötuneyti fyrir alla starfsmenn
á svæðinu. Þetta eru hvorugt
varanlegar byggingar en koma
sjálfsagt til með að standa hér
eitthvað fram yfir að byggingu
verksmiðjunnar verður lokið.
Nú er einnig haldið áfram við
gerð vinnubúða, sem hófst í
fyrra og um mánaðamótin verð-
ur hér svefnaðstaða fyrir rúm-
lega 200 manns. Auk þess er nú
verið að reisa 260 fermetra
félagsheimili fyrir starfsfólk.
200 MANNS VIÐ VINNU
A GRUNDARTANGA UPP UR
ARAMÓTUM
— Á svæðinu hafa að undan-
förnu verið við vinnu milli 80
og 100 manns en starfsfólk við
hafnargerðina er ekki með í
þessari tölu. Starfsfólki hér fer
fljótlega að fjölga og væntan-
lega verður það flest upp úr
áramótum, þegar vélaniður-
setning hefst. Þá er ráðgert að
hér verði um eða yfir 200
manns. Af öðrum framkvæmd-
um, sem unnið verður að í sum-
ar og ég hef ekki nefnt, er
bygging lagerhúsnæðis, ýmsar
Þeir stjórna vinnu við gerð hafnar á Grundartanga. Guðmundur Hjartarson verkstjóri til vinstri á ntyndinni og Júllus Anórsson
tæknifræðingur. I baksýn má sjá hvar sanddæluskipið Perlan er að losa efni I hafnargarðinn.
Fyrri ofn af tveimur í
notkun í byrjun árs 79
— hinn 1/2 ári síðar
Á GRUNDARTANGA við Hvaifjörð er nú að rísa járnblendiverk-
stniðja tslenzka járnblendifélagsins h.f., en ráðgert er að fyrri
ofn verksmiðjunnar af tveimur verði tekinn f notkun á fyrsta
ársfjórðungi ársins 1979 og sá seinni einu og hálfu ári síðar.
Þegar hefur verið skipt um jarðveg á byggingarsvæði verk-
smiðjunnar og er nú unnið að byggingu ofnhúss, hráefnisgeyma
og undirstaða fyrir sjálft verksmiðjuhúsið, sem verður að mestu
stálgrindahús. Þá er einnig unnið að gerð hafnar á Grundar-
tanga, sem byggð er á vegum Borgarfjarðarsýslu og sveitarfél-
aganna í nágrenni Grundartanga. Mogunblaðsmenn heimsóttu
Grundartanga fyrir helgina og ræddu þar við starfsmenn. Hér á
eftir veiður greint frá stöðu framkvæmda á Grundartanga en
sfðar birtast viðtöl við fleiri starfsmenn.
Guðlaugur Hjörleifsson staðarverkfræð-
ingur.
GLEYMUM MENGUN A
LITLUM VINNUSTÖÐUM
VEGNA STÓRIÐJU
Guðlaugur sagði að þeir
hefðu haft mjög gott samstaf
við nágranna verksmiðjunnar
og það væi*i ekkert undan sam-
býlinu við þá að kvarta og er
við vikum talinu að umræðum
um hugsanlega mengunar-
hættu frá verksmiðjunni, sagði
Guðlaugur:
— Við Verðum fyrst að spyrja
lagnir innan svæðisins og
undirstöður fyrir aðrar bygg-
ingar og búnað sem hér á að
rísa.
— Starfsfólk hér kemur mik-
ið úr nágrenninu, Skilmanna-
hreppi og Akranesi en um
helmingur starfsfólksins hefur
hér viðlegu og eru aðkomu-
menn. Þeir, sem búa i nágrenn-
inu fara til og frá vinnu kvölds
og morgna. Það er ætlunin að
bygging verksmiðjunnar verði
nær eingöngu framkvæmd af
íslendingum og nú eru hér ekki
aðrir útlendingar en þessir
fjórir menn á vegum Kværner
auk örfárra tæknimanna, sem
koma að utan.
Verksmiðjuhúsið á Grundartanga verður stálgrindahús og
eru nú þegar komin um 600 tonn af efni I húsið. Eins og sjá
má er hvert stykki vendilega merkt og eftir þeim er húsinu
raðað saman stykki fyrir stykki.
Hringurinn á myndinni er undirstaða undir annan ofn verk-
smiðjunnar. Þá má einnig sjá hvar verið er að steypa undirstöð-
ur fyrir verksmiðjuhúsið.
Grein: Tryggvi Gunnarsson
Myndir: Ragnar Axelsson