Morgunblaðið - 06.08.1977, Síða 11

Morgunblaðið - 06.08.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGUST 1977 11 VIÐ STJÓRNVÖL BORGAR félagsmálaráð fjallar um, hljóta að vera viðkvæm persónuleg mál- efni? Sv.: Fjölbreytni í félagsmála- starfi Reykjavíkurborgar er ótrúlega mikil. Ég hefi í þessu spjalli stiklað á stóru, staldrað við einstaka þætti, en hlaupið yfir aðra, þar sem mér skilst að viðtali þessu sé stakkur skorinn. Félags- málaaðstoðin er e.t.v. vandasam- asti þátturinn i starfi Félagsmála- stofnunar. Á slíkum málum þarf að halda af ábyrgð og festu, út frá fjárhagslegum sjónarmiðum, en af manneskjulegum sjónarmiðum gagnvart þeim, sem í raun þurfa á aðstoð að halda, — og eiga laga- legan og siðferðilegan rétt á henni. Kynni min af starfsmönn- um Félagsmálastofnunar gefa ekki tilefni til annars en að ætla, að i daglegum störfum sinum taki þeir á viðfangsefnum sinum af fullri ábyrgðartilfinningu. En mestu varðar að stofnunin annist jákvætt uppbyggingarstarf i þágu þeirra, aldraðra og ann- arra, er félagslegrar aðstoðar þurfa við i einni eða annarri mynd. Mjög ánægjulegt samstarf hef- ur tekizt við áhugamannasamtök ýmis, sem gegna mikilvægu hlut- verki á sviði félagsmála í borg- inni, svo sem AA-samtökin í áfengisvarnarmálum, og kvenfé- lög safnaðanna hér í borg, sem hafa lagt til frábæra starfskrafta, er sjá um tómstundastörf elztu borgaranna. Þannig vinna þessir einstaklingar og fleiri i frjálsu samstarfi með okkur við meðferð úrlausnarefna. Þau eru mörg dæmin, þar sem atbeini Félagsmálastofnunar hef- ur ráðið úrslitum um heill og hamingju lítilla barna og heilla fjölskyldna. Allt starf stofnunar- innar er háð þeirri forskrift og Nýr leikskóli við Suðurhóla f Breiðholti III. A næstu lóð eru hafnar framkvæmdir við nýtt dagheimili. Annar sams konar leikskóli og myndin sýnir var ný- lega tekin f notkun við Öldusel f Breiðholti II. fyrirætlan, að hjálpa þeim, sem hjálpar þurfa við ekki sizt til að bjarga sér sjálfir, þegar og þar sem þess er nokkur kostur. % Atvinnumál borgarbúa Sp: — Þú átt einnig sæti í borgar- ráði. Hvaða mál eru þar efst á baugi sem stendur? Sv: Já, reyndar eru borgarráð- störfin og ýmis nefndastörf þeim tengd mikilvægust og timafrekust af þeim verkefnum, sem ég fæst við að vettvangi borgarmálanna. Borgarráðsmálin er mjög marg- vísleg og lúta að öllum þáttum i daglegum rekstri borgarinnar. Þar eru líka teknar þýðingar- mestu, stefnumótandi ákvarðanir. Skipulagsmál tóku drjúgan tíma í vetur, þegar unnið var að nýju aðalskipulagi. Það tel ég með ánægjulegustu verkefnunum að taka ákvarðanir sem leiða af sér vöxt og uppbyggingu eins og skipulag fyrir ný ibúðar- og iðnað- arsvæði í Gufunesi og á Uflars- fellssvæðinu. Sama máli gegnir um lóðaúthlutanir, þó að þær séu vandasamar i framkvæmd. Af einstökum öðrum málum vil ég þó sérstaklega nefna atvinnu- málaskýrsluna, sem var lögð fram fyrir skömmu. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri hefur haft mjög lofsvert frumkvæði i að láta vinna þau gögn og hefja þar með umræðu um málefni sem ef til vill má segja að ráði úrslitum um þá framtíðarþróun, sem við óskum borginni og Reykvikingum til handa. Það þarf að gera stör- átak i atvinnumálum og örva framleiðsluna. Við þrufum sem allra fyrst að gera nýjar lóðir byggingarhæfar fyrir fram- léiðslufyrirtækin. Nokkrar stað- reyndir tala sínu máli: Hér fer meðaldur fólks stöðugt hækkandi, fólksfjölgun er i lágmarki. Það er uggvænlegt að sú atvinnugreinin, sem mest vex er heilbrigðisþjón- usta á sama tima og stórlega hef- ur dregið úr fiskafla, sem landað er til framleiðslustöðvanna. Sam- kvæmt áætluðum tölum fyrir 1976 voru meðalbrúttótekjur á framteljanda 1836 þús. á Isafirði, 1598 þús. á Akureyri, 1732 i Nes- kaupstað, 1680 þús. i Vestmanna- eyjum en 1458 þús. i Reykjavik, sem er undir landsmeðaltali. Þessi þróun verður aðeins skrifuð á reikning þeirrar atvinnumála- stefnu, sem rekin hefur verið á landsmælikvarða undanfarin ár. Nú er það hlutverk okkar, sem ábyrgra stjórnenda borgarinnar, að vekja athygli á staðreyndum og hafa uppi viðvaranir um leið og við viljum gjörbreyta þessari þr<ó- un og ætlumst til samvinnu lands- yfirvalda I þvi nauðsynjamáli. sf. Norræn menningar- vika á Norðurlandi Akureyri, 4. ágúst. Norræn menningarvika verður haldin f 5 kaupstöðum á Norðurlandi dagana 13.—20. ágúst með styrk frá Norræna menningarmálasjóðnum. Kaupstaðirnir eru: Akureyri, Dalvfk, Húsavfk, Ölafsfjörður og Siglufjörður. Hugmyndin að norrænni menn- ingarviku á Norðurlandi kom fram á fundi, sem formenn félags- deilda Norræna félagsins á Norðurlandi héldu með sér á Akureyri í september s.l., en þann fund sátu einnig Hjálmar Ólafsson, formaður Norræna félagsins á Islandi, og Jónas Eysteinsson, framkvæmdastjóri þess. Formennirnir sneru sér fyrst til bæjarstjórna á Norður- landi, sem tóku málinu vel, þann- ig að kosin var samstarfsnefnd ofannefndra kaupstaða til undir- búnings málinu, skipuð einum fulltrúa frá hverri bæjarstjórn og öðrum fulltrúa félagsdeildar Nor- ræna félagsins i hverjum kaup- stað. Formaður nefndarinnar er Bárður Halldórsson, en Olafur Rafn Jónsson var ráðinn fram- kvæmdastjóri. Nefndin sótti fljótlega um styrk frá Norræna menningarmála- sjóðnum að upphæð 50 þús. danskar krónur (1,6 millj. fsl. kr.) og hlaut hann, en kaupstaðirnir fimm leggja sameiginlega fram jafnháa upphæð. Kostnaðaráætlun menningar- vikunnar hljóðar upp á tæpar 4 milljónir ísl. króna, og er ætlun nefndarinnar að ná þeirri fjár- hæð, sem á vantar, með sölu að- göngumiða að samkomum og skemmtunum. Greiðslugetan leyfði ekki, að hingað kæmu fjöl- mennir hópar, t.d. leikara eða söngfólks, og hætta varð við að sýna erlenda myndlist vegna gífurlegs kostnaðar. Listamenn- irnir, sem fram koma, fá að jafn- aði ekki laun, en hins vegar fá þeir, sem koma erlendis frá, ókeypis far og uppihald. Frá Danmörku kemur leik- flokkurinn Smedjen með kabar- ettsýningu, þjóðvísnasöngvarar koma frá Noregi og Svíþjóð, jass- trfó frá Svíþjóð (Lasse Verner) og jass-kvartett frá Finnlandi (Olli Ahvenlahti). Einnig verður reynt að fá efni frá Álandseyjum og Grænlandi, og óskað hefir ver- ið eftir efni frá Færeyjum, en svar hefir ekki borist við þeirri beiðni. Einnig verður fslenskt dagskrárefni, svo sem söngur Kristjáns Jóhannssonar, sýning Alþýðuleikhússins á Skollaleik, brúðuleikhús og norðlensk mynd- listarsýning. Dagskráin er ekki fullmótuð, en verður bráðlega prentuð og borin í hvert hús 1 kaupstöðunum fimm. A Akureyri verða samkomur i íþróttaskemmunni á hverju kvöldi og útiskemmtanir, þegar veður og aðstæður leyfa, en á öðrum stöðum verða samkomur 2—3 kvöld. Dansleikir verða i lok- in á flestum stöðunum. Hugmynd- in er að fara fljúgandi með alla listamennina til Grímseyjar til skemmtanar og uppbyggingar Grímseyingum og sigla sfðan aft- ur til lands. Sv. P. SKAGFJÖRÐ HF Hólmsgata 4. Box 906. sfmi 24120. Reykjavfk heimaslmi söiumanns 11387.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.