Morgunblaðið - 06.08.1977, Side 14

Morgunblaðið - 06.08.1977, Side 14
14 MORGUNgLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1977 /MYNDUSTARSYRPA að skrifa um hinar stóru sýn- ingar er í gangi voru og einning að minnast þeirra minni, — en þrátt fyrir góðan vilja og marg- ar yfirferðir á sýningar á höf- uðborgarsvæðinu tókst mér ekki að berja neitt frambæri- legt saman. Ég var þá einnig á förum til útlanda og þeirri för varð ekki frestað, svo að marg- víslegt umstang hrjáði mig og kom mér í tímahrak. Hér er ég ekki á neinn hátt að afsaka mig, því að þessi staða getur alltaf komið upp, en mér þykir mjög miður að hafa ekki getað gert „brezku sýningunni leg sem málverk, enda var hér fátt frumlegt á ferð utan stærð- arinnar. Sum málverkanna komu fyrir sjónir sem risastór- ar stækkanir á hugmyndum annarra höfuðsnillinga, t.d. Kandinskys. Fyrir fagfólk var hér vissu- lega um hvalreka að ræða, því að flestir listamannanna virtust tæknilega mjög vel sjóaðir, sem ber brezkum listaskólum lofs- vert vitni. Hér var og um að ræða málara á mótunarskeiði, er sýningarsalur brezka list- ráðuneytisins heldur fram til kynningar, — er slik kynning CS J <1 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON upp sýningu á verkum einstaks málara á þessum árstima, — það er annað og nógu slæmt samt að gera slíkt á listahátíða- ári. Einmitt eftir þennan tima fara erlendir ferðamenn að streyma tii landsins, og ófáum þeirra leikur forvitni á að kynnast islenzkri myndlist. Veltur því á miklu að hafa jafn- an uppi gott úrval islennzkrar nútímamyndlistar yfir sum- armánúina. Yfirlitssýningar á verkum íslenzkra málara ættu fyrst og fremst að fara fram að hausti, vetri eða vori, a.m.k. svo lengi SigurSur SigurSsson á vinnustofu sinni. ITÓMARÚMI BREZKA SVNINGIN JÓHANN BRIEM SUMARSYNING: NORRÆNA HÚSIÐ Starfandi myndlistarmenn, sem einnig hafa það i verka- hring sinum að skrifa listrýni um starfsbræður sina og mynd- listir almennt, kynnast því að svifa i eins konar tómarúmi i þeim efnum er þeir sjálfir eru að undirbúa einkasýningu, einnig á meðan á þeim stendur og nokkurn tíma eftir að þeim lýkur. Slíkt á við alla og allsstaðar, en hérlendir hafa þó algjöra sérstöðu vegna þess hve einka- sýning er i raun mikið fyrir- tæki — því að hér þurfa þeir ekki einungis að vera ábyrgir fyrir sjálfum verkunum heldur og einnig nær öllum undirbún- ingi sýningarinnar og vera i flestum tilvikum eigin fulltrú- ar gagnvart fjölmiðlum, sem er mest umhendis flestum mynd- listarmönnum. Undirhyggjan skiptir þá mestu máli. Erlendis sjá sýningarsalir um allan undirbúning og listamað- urinn er einungis ábyrgur gagnvart verkum sinum. Væri æskilegt að hinir stóru sýning- arsalir höfuðborgarinnar kæmu hér til móts við lista- menn, eftir því sem tök eru á. Slíkt hefði ótrúlega mikið gildi. Ég vík hér að þessu vegna þess að starfsbróðir minn við blaðið, er hafði tekið að sér að rita obbann af allri gagnrýni um listsýningar si. sýningar- timabil veiktist um það leyti er ég opnaði sýningu mína um miðjan maí og var þar með úr leik við skriftir. Það átti því að koma af sjálfu sér í minn hlut að Kjarvalsstöðum", svo og „sýningu á verkum Jóhanns Briem í Listasafni Isiands" verðug skil. Of seint er nú að fjalla um þessar sýningar fyrir almenning, enda báðar afstaðn- ar fyrir löngu, en mig langar að víkja nokkuð að ramma þeirra og framkvæmd. ,Brezka sýningin* Minnisstæðust verður mér stærð málverka á þessari sýn- ingu, auk kaupverðs þeirra sem var furðulega í hóf stillt. Fæst verkanna verða mér eftirminni- Jóhann Briem á sýningu sinni f Listasafni íslands. mjög til fyrirmyndar. Mér hef- ur verið sagt að sýningarsalur- inn „Serpentine Gallery“ taki 40% af andvirði seldra verka, en hafi fallið frá því að þessu sinni og voru því verkin seld þessum mun undir raunveru- legu markaðsverði. Ef þetta er rétt, sem ég hefi enga ástæóu til að efa, þá finnst mér að þetta hefði skýlaust átt að upplýsa i upphafi sýningarinnar, og einn- ig að hér væri um að ræða lítt þekkta myndlistarmenn i þeirra heimalandi. Auk þess hefði mátt koma fram að verð- munur á verkum þekktra og lítt þekktra listamanna á Bretlandi væri gífurlega mikill, og að þar verðleggi fristundamálarar ekki myndir sínar með hliðsjón af verðlagi verka þekktra at- vinnulistamanna, svo sem hér tíðkast. Hjá því gat því naumast farið að kaupendur myndlistarverka bæru verðlagningu þeirra ensku saman við verð á mál- verkum íslenzkra málara og fengju óhagstæða útkomu fyrir heimamenn. Upphenging þessarar sýning- ar tókst vonum framar miðað við hinn nauma tíma er var til þeirra athafna, og var þar fátt til gagnrýni. í heild var framtakið mjög þakkarvert, en hér hefði mátt vera meiri breidd, en það hefði gert sýninguna áhugaverðari fyrir hinn almenna skoðanda. Aðsókn mun hafa verið lítil þrátt fyrir góða auglýsingu og hentugan sýningartima. Væri ánægjulegt ef að Kjar- valsstaðir sýndu úrval brezkrar nútímalistar á hæsta plani áður en langt um líður — þar er gnægð af fyrirferðarminni hlutum á heimsmælikvarða svo sem grafík, vatnslitamundum, teikningum og krítarmyndum hvers konar. Slíkt er ekki dýrt til flutnings né vátryggingar. Sýning Jóhanns Briem. Listasafn íslands gekkst fyrir yfirlitssýningu á verkum hins mæta málara Jóhanns Briem frá miðjum maí til júníloka. Jóhann er alls góðs maklegur og í fremstu röð íslenzkra mál- ara. Sakna ég þess að hafa ekki getað lyft með myndarbrag undir þetta framtak Listasafns- ins. Að nokkru leyti á safnið sjálft þar einnig nokkra sök þar sem fráleitt má telja að setja i I'Wm m /f ■' - J:/ / Frá Brezku sýningunni: Mynd eftir Paul Hemton. sem safnið býr við núverandi húsakost. Sumir vildu halda því fram að það vantaði mikilvæga þróunarhlekki í sýningu Jó- hanns Briem, og má það vel vera, a.m.k. vantaði ýmislegt inn í heildarmyndina. En sýn- ingin staðfesti ótvírætt styrk málarans og stöðu, en kom þó fáum á óvart. Trúlega hefur undirbúning- ur ekkí verið nægur, en allt um það var þetta sterk og þokka- full sýning í sjálfri sér. Sumarsýning i Norræna húsinu Að endingu langar mig til að fara nokkrum orðum um „Sum- ar sýningu Norræna hússins". Ekki svo að skilja að ég ætli að fara að skipta mér af skrifum starfsbróður míns um sömu sýningu hér i blaðinu, heldur vil ég undirstrika það lof sem hann ber á sýninguna, og hvetja sem flesta til að leggja leið sina í Norræna húsið og sjá þá þokkafullu sýningu. Að þessu sinni sýna þar verk Jóhann Briem (7), Sigurður Sigurðsson (36) og Steinþór Sigurðsson(24). Svo sem sjá má á Sigurður Sigurðsson langflest verk á sýningunni og hann vinnur hér góðan listasigur með þvi fág- aðasta er lengi hefur sést frá hans hendi, en hér mun saman- komið mesta úrval verka sem hann hefur látió frá sér fara i nær tvo áratugi. Hér kemur einkum fram rik tilfinning fyr- ir því efni er hann fer með hverju sinni hvort heldur það er pastel, kol, vatnslitir eða olía. Hér er tilefni til íhugunar að þessi listamaður skuli hafa kennt i 28 ár við Myndlista- og handíðaskóla Islends án þess að hafi verið falin til umráða sér- deild er hann hefði getað þróað að eigin vild. En hvað sem því líður er vonandi að við fáum sem fyrst að sjá einkasýningu frá hendi þessa málara. Tilefni er til að gagnrýna fjölmiðla fyrir hve lítinn gaum þeir hafa gefið þessu ágæta framtaki Norræna hússins, sem er markverð viðleitni til að kynna erlendum islenzka myndlist á þeim mánuðum árs- ins, sem þeir einkum gista land vort.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.